Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Ferð bikarmeistara KA til Kosice í Slóvakíu Lagt upp frá Akureyri kl. 9.30 á föstudag og farkosturinn er Metro skrúfuþota „Rörið" Flugfélags Norðurlands /Akureyri Flugið er langt og því þarf að millilenda í Stavanger í Noregi, lent kl. 14.30 og haldið áfram eftir klukkustund ... og lent heima á Akureyri kl. 4.00 eftir 10 og hálfs tíma ferð og voru boltamenn þreyttir að leikslokum Komið á áfangastað, Kosice í Slóvakíu, kl. 19.00 áföstudag eftir 9 og hálfs tíma ferð Lagt var upp frá Kosice kl. 17.30 á sunnudag. Vegna óveðurs þurfti vélin að bíða í biðröð yfir Berlín í Þýskalandi í um klukkustund. Eftir það var haldið áfram, millilent f Stavanger kl. 22.30-23.30, og síðan áfram.. ■ KRISTÍN Hjaltested handknatt- leikskona úr Fram meiddist í síðari leiknum gegn Byasen í Evrópu- keppni bikarhafa sem fram fór í Noregi á sunnudag. Talið er að hún hafi slitið krossbönd í hné. Hún leik- ur því ekki með Fram næstu vikum- ar. ■ UM einn tugur Islendinga fylgd- ist með leik Braga og Vals á laugar- daginn en þrátt fyrir góðan vilja höfðu þeir lítið að segja í mjög fjör- uga og hávaðasama stuðningsmenn heimaliðsins. ■ ÞAÐ kom mönnum spánskt fyrir sjónir að sjá að starfsmenn íþrótta- hússins í Braga voru með rafmagnsl- úðra fyrir aftan bæði mörkin og létu heyrast vel í þeim í tíma og ótíma. ■ JASON Ólafsson skoraði 9 mörk fyrir Brixen í síðari Evrópuleiknum gegn sænska liðinu Skövde sem fram fór á heimavelli ítalska liðsins um helgina. Það dugði ekki því Brix- en tapaði 18:16 og er úr leik. ■ SIGURJÓN Arnarsson kylfyng- ur úr GR tók þátt í eins dags móti í Tommy Armour mótaröðinni. Leikið var á Ridgewood LKakes vellinum í Orlando en hann er par 72 og SSS hans er 74. Siguijón lék á 74 höggum og varð í 28. sæti af 80 keppendum, en mótið vannst á 68 höggum. ■ GUNNAR Ólafsson kraftlyft- ingamaður keppti um helgina á heimsmeistaramótinu í kraftlyfting- um sem fram fór í Finnlandi. Gunn- ar varð níundi í +125 kg flokki lyfti samtals 815 kg, en sigurvegarinn í flokknum Spinov frá Ukraínu lyfti samtals 990 kg. ■ ÞAÐ gengur stundum mikið á í íþróttum og um síðustu mánaðamót var sagt frá því hér í blaðinu að heimsmeistarar Frakka hefðu tapað fyrir Belgum í Evrópukeppninni í handknattleik. Frökkum tókst að hefna ófaranna í heimaleiknum en í leikhléi í þeim leik var staðan 7:5 fyrir Frakka og menn allt annað en ánægðir með það. Leikurinn fór fram á sunnudag. KA-menn töpuðu 24:31 í leiknum og samtals 57:59 og eru þannig úr leik í keþpninni. ''ZZSI' ■ ÓÁNÆGJAN gekk þó heldur langt því á leið til búningsherbergja fóru tveir leikmenn Frakka að kíta eitthvað og síðan jókst deila þeirra orð af orði og endaði með því að Eric Quintin hornamaður skallaði samheija sinn svo í nefið að hann brotnaði. Hvorgur þeirra tók þátt í síðari leiknum, enda horfði belgíska landsliðið á þessar illdeilur. ■ FRAKKAR brugðust skjótt við og hefur Quintin verið settur í eins árs bann frá landsliðinu. ■ DÓMARAR eru enn í verkfalli í NBA-deildinni í Bandaríkjnum og varadómarar dæma því alla leiki — eða svo gott sem. Samkvæmt vinnu- löggjöf í Kanada er bannað að nota verkfallsbijóta og því féllust dómar- arir, sem eru í verkfalli, á að dæma heimaleiki kanadísku liðanna. ■ SAMNINGA VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli dómara og NBA en uppúr þeim slitnaði á föstudaginn. Forráðamenn deildarinnar brugðu þá á það ráð að senda dómurunum 54 sem eru í verkfalli ljósrit af tilboðinu sem samninganefnd dómara hafnaði á föstudaginn. Talið er að þetta bragð NBA-manna hafi þveröfug áhrif en til var ætlast. ■ ■ F0STUDAGUR Ekki ails fyrir löngu voni birtar er framboð íslensku sjónvarps- aðsóknartölur frá leikjum 1. stöðvanna á knattspyrnuefni gleði- deildar karla f knattspyrnu á liðnu efnj fyrir unnendur íþróttarinnar. sumri. Tvö lið skáru sig úr en í Dimmur vetur verður ekki lengi heildina var aðsókn minni en í að líða hjá fólki sem getur haft það fyrra. Hms vegar má fastlega gera gott fyrir framan sjónvarpið og ráð fyrir aukningu áhorfenda horft á knattspymu daginn út og næsta sumar þó ekki _________________________________________________ Framboð utsendinga gleðiefni fyrir knatt- spymuunnendur væn :: nenm vegna beinna sjónvarpsút- sendinga frá eriendum knattspymuleikjum í vetur. í mörg ár sáu íslend- ingar aðeins frá ensku knattspymunni í sjónvarpi en með fleiri stöðvum og meiri samkeppni hefur framboðið aukist til muna. Síðast í gærkvöldi var greint frá því að héðan í frá yrði leikur úr ítölsku knattspymunni á sunnu- dagskvöldum í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni Sýn en Stöð 2 sýnir áfram leik úr sömu deild eftir hádegi á sunnudögum. Stöð 3 ætlar að sýna leik úr ensku knatt- spymunni á sunnudögum og ríkis- sjónvarpið er með sinn leik frá Englandi á laugardögum, en þá sýnir Stöð 3 frá þýsku knattspym- unni. Ríkissjónvarpið er með get- daginn inn. Reyndar hafa kannanir sýnt að sums staðar fari fjölskyldu- líf úr skorðum þegar sýnt er beint frá stórmótum í knattspyrnu eins og úrslitakeppni Evrópumóts eða Heimsmeistaramóts landsliða en ekki er þar með sagt að hægt sé að heimfæra niðurstöður slíkra rannsókna á efni sem hér um ræðir. Framboð umrædds efnis ræðst af eftirspum og sýnir glöggiega vinsældir knattspymunnar. Fólk vill fá að sjá það besta í beinni útsendingu og ekki verður annað sagt að komið sé til móts við knatt- spymufíkla. Öðrum finnst sjálfsagt raunaþátt á miðvikudagskvöldum 0f mikið af hinu góða en fyrir öUu þar sem sýnt er frá ensku knatt- er að valið er fyrir hendi. spyrnunni. Sýn sýnir frá Meistara- deild Evrópu á miðvikudagskvöld- um og Stöð 3 frá knattspymu í Suður-Ameríku og á Spáni á mið- vikudögum og fímmtudögum. íþróttarásin Eurosport næst hjá áskrifendum Fjölvarps Stöðvar 2 og hjá Stöð 3 en hún sýnir m.a. frá brasilísku knattspymunni á þriðjudögum. Þeir sem ná ekki Innlend knattspyma nýtur einn- ig góðs af; knattspyrna verður nær alltaf á skjánum, stöðugt í umræð- unni og ávailt í undirmeðvitund- inni. Þegar fólk ætlar að fá sér svaladrykk en er óákveðið hvaða drykk á að velja verður kók oft fyrir valinu. Sama má gera ráð fyrir að verði upp á teningnum í boltanum — að fólk taki fótbolta- þýsku stöðinni Sat 1 verða að bíta leik fram yfir aðra afþreyingu. Með í það súra epli að sjá ekki knatt- það f huga verður spennandi að spymu í sjónvarpi á fóstudags- fylgjast með útspili annarra greina. kvöldum.Keppnistimabilið í ís- ‘ . lenskri knattspymu varir aðeins í Steinpor fimm mánuði og með það í huga Guðbjartsson Hvers vegna fórhárgreiðslœeminn IMINA ÓSKARSDÓTTIR a<3stunda vaxtarmekt? Vöðvamikil húsmóðir NÝKRÝNDUR íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt, Nfna Óskars- dóttir, er 33 ára Hafnfirðingur. Hún er systir hins landskunna lyftingakappa, Skúla Óskarssonar, sem gerði garðinn frægan í kraftlyftingum á árum áður. Þá á hún annan bróður sem stund- ar kraftlyftingar í dag, Má Óskarsson. Eiginmaður Nfnu er Bárð- ur Olsen, sem einnig keppir í vaxtarrækt. Þau eiga tvö börn, Grétu Stfnu, sem er 14 ára, og Rakel Ósk, fjögurra ára. Nfna starfar á hárgreiðslustofunni Bylgjunni í Kópavogi. Vaxtarrækt hefur átt hug hennar allan síðustu fjóra mánuði, en hún æfir í Lækjarþreki í Hafnarfirði. Eftir Gunnlaug Rögnvaldsson Nína er þó enginn nýgræðingur í íþróttum. Á yngri árum stundaði hún bæði handbolta og frjálsar íþróttir með Leikni á Fá- skrúðsfírði, þar sem hún ólst upp. Hún flutti síðan í höfuðborgina og nokkrum ámm síðar fór hún að keppa í kraftlyft- ingum af kappi 1986. Margir eggj- uðu hana til þess á þeim forsendum að hún væri systir Skúla Óskars- sonar og hlyti að hafa krafta í kögglum. Það gekk eftir, hún vann marga sigra í kvennaflokki og setti íslandsmet. — Þótti ekkert ókvenlegt af þér að keppa í kraftlyftingum? „Það voru skiptar skoðanir um það, alveg eins og með það að ég keppi í vaxtarrækt í dag. í raun fór ég að keppa í vaxtarrækt til að ná aftur kvenlegu línunum sem ég tapaði með því að keppa í kraft- lyftingum. Þar er hætta á að kven- fólk verði kubbslegt í vexti og þvi vildi ég breyta með vaxtarrækt- inni.“ — En vöðvamir sem þú fékkst í kraftlyftingunum hafa kannski verið góður grunnur? „Já. Ég lyfti mikið þegar ég var í kraftlyftingum, átti 125 kg í hné- beygju, 142,5 í réttstöðulyftu og 67,5 kg í bekkpressu. Sjálf var ég sextíu kg á þessum tíma, þannig að þyngdirnar sem ég tók voru ekkert skammarlegar. Þá keppti ég á sama tíma og Skúli var upp á sitt besta og í síðasta mótinu okkar saman hirtum víð systkinin vel flest verðlaunin, sem var gam- an“. — Var erfitt að byrja að æfa aft- ur af miklu kappi eftir að þú ákvaðst að keppa f vaxtarrækt? „Vissulega er átak að æfa stíft, þegar maður er kominn með fjög- urra manna fjölskyldu. Án fómfýsi eldri dóttur minnar, Grétu Stínu, þá hefði ég ekki getað æft eins vel Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson NÍNA Óskarsdóttir, sem vann meistaratitil kvenna í vaxtar- rækt, er tveggja barna móðir. Eiginmaður hennar, Bárður Olsen, keppir einnig í vaxtarrækt. og ég gerði. Stundum æfði ég tvisv- ar á dag, sex daga vikunnar. Síð- ustu fjóra mánuðina náði ég af mér 10 kílóum, þannig að kappið var mikið. Síðustu vikurnar klifraði ég 4.500 fet í klifurvél til að brenna fitu á hveijum degi, á fastandi maga. Það er mjög mikilvægt þeg- ar maður er að brenna að halda púlsinum á réttum stað, hjá mér er brennslan í kringum 130 slög á mínútu í stöðugu átaki. í dag er ég 57_ kg að þyngd og sátt við það. Ég vil ekki verða of mikil, eins og sumar vaxtarræktarkonur erlendis. Margar þeirra eru full- miklar vexti. Ég ætla samt að keppa og æfa áfram.“ — Hjálpar ekki mikið að eigin- maðurinn er líka í vaxtarrækt? „Jú, það hjálpar alltaf þegar makinn hefur skilning á áhugamál- inu. Mataræðið er mikilvægt og við þurftum bæði að passa okkur. Kjúklingur, fiskur og hrísgijón var æði oft á boðstólum síðustu mánuð- ina. Það liggur við að ég sé kominn með skásett augu af hrísgijónaáti. Krakkarnir fengu þó sinn skammt af venjulegu fæði“. — Spáirþú mikið ílíkamlegt ásig- komulag karlmanna í daglegu lífi? „Já, já. Mér finnst að karlmenn eigi að hafa eitthvað utan á sér. Það var mikið af góðu kjöti á svið- inu á vaxtarræktarmótinu. Karl- arnir eru orðnir flottir og ég var ánægð að maðurinn minn náði þriðja sæti í erfiðasta flokknum. Þetta var erfiðisins virði hjá okkur og kallinn minn er himinlifandi. Við erum rétt að byija, ætlum núna að skreppa til útlanda í nokkra daga. Laumumst kannski í súkkulaði og sætindi, eftir erfitt bindindi á slíkt,“ sagði Nína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.