Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ / KNATTSPYRNA Royle lék við hvern sinn fingur JOE Royle, framkvæmda- stjóri Everton, lék við hvern sinn fingur eftir sigur liðsins gegn Liverpool á Anfield Ro- ad. „Fyrirliði okkar Dave Watson brosir svo breitt að til að ná brosinu af þarf hann að fara í aðgerð.“ Royle sagð- ist ekki hafa trúað sínum eig- in augum þegar Kanchelskis skoraði fyrra mark sitt með skalla. „Hann er ekki þekktur fyrir að skora þannig mörk.“ Newcastle í vanda? „EF við missum Les Ferdin- and frá, þá munum við lenda í erfiðleikum. Keegan verður þá að kaupa sterkan sóknar- leikmann fljótt,“ sagði Peter Beardsley hjá Newcastle, eft- ir að Ferdinand, sem skoraði sitt áljánda mark fyrir liðið gegn Aston Villa, varð að fara af leikveUi, tognaður á ökkla. Ajax tap- laust í 49 leikjum AJAX hélt sigurgöngu sinni áfram í Hollandi þegar Hðið lagði Groningen að velli, 4:1. Ajax hefur ekki tapað í 49 síðustu deildarleikjum sínum, hefur leikið fimmtán leiki án taps í vetur og er markatala liðsins glæsileg — 55:5! Liverpool réði ekki við Kanchelskis ÚKRAÍNUMAÐURiNN Andrei Kanchelskis var heldur betur hetja Everton, sem vann sína fyrstu Mersey-baráttu gegn Liverpool í níu ár. Kancheiskis skoraði bæði mörk Everton á Anfieid Road - á 53. og 69. Þetta voru fyrstu mörk hans fyrir Everton, sem keypti hann frá Manchester United sl. sumar á 5 milljónir punda., en hann hefur lítið getað leikið með vegna meiðsla. Andrei er einn af fáum leikmönn- um í Englandi sem geta breytt gangi leikja. Hann er fljótur og sterk- ur - frábær leikmaður til að reka smiðshöggið á sóknir,“ sagði Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton. Kanchelskis skoraði fyrra markið með frábærum skalla, eftir sendingu frá Paul Rideout, en seinna markið skoraði hann með hægrifótarskoti. Robbie Fowler skoraði mark Liverpo- ol, sem hefur tapað þremur leikjum í röð - tveimur deildarleikjum og fyrir Bröndby í Evrópukeppninni. Roy Evans, framkvæmdastjóri Li- verpool, var ekki ánægður - sagði sína leikmenn hafa fengið tækifæri til að skora, en þeir hefðu tapað leiknum á slæmum vamarmistökum. „Þetta var lélegasti leikurinn sem við höfum leikið lengi.“ Á sama tíma og Liverpool-liðin áttust við á Anfíeld Road, voru erki- fjendumir í Norður-London, Totten- ,ham og Arsenal, að eigast við á White Hart Lane, þar sem Totten- ham fagnaði sigri, 2:1. Sóknarleik- mennimir sterku Teddy Sheringham og Chris Armstrong skoruðu mörk Tottenham á 30. og 55. mín., eftir að Hollendingurinn Dennis Berg- kamp skorað fyrst fyrir Arsenal á 14. mín. Það var útherjinn Ruel Fox sem var maður leiksins, lék hina starku vöm Arsenal oft grátt með sendingum sýnum fyrir markið. „Fox er lykilmaður í leik okkar. Hann hefur leikið fáa leiki síðan við keypt- um hann frá Newcastle, en sýnt svo sannarlega hvað hann getur í þeim,“ sagði Gerry Francis, framkvæmda- stjóri Tottenham. „Það er langt síðan lið hefur leik- ið vörn- Arsenal eins grátt og við gerðum. Teddy og Chris hafa skorað nítján mörk fyrir okkur. Teddy hefur skorað þrettán og hefur hann leikið frábærlega, en Chris getur gert betur - hann skor- aði frábært mark gegn Arsenal. Seinni hálfleikurinn hjá okkur var sá besti sem ég hef séð lið mitt leika,“ sagði Francis. Les Ferdinand tryggði Newcastle jafntefli, 1:1, gegn Aston Villa, eft- ir að Tommy Johnson, sem er fædd- ur í Newcastle, hafði komið heima- mönnum yfir með skalla. Ferdinand skoraði sitt fimmtánda deildarmark og sitt átjánda á keppnistímabilinu. Manchester United minnkaði forskot Newcastle í sex stig með því að leggja Southampton að velli, 4:1. Ryan Giggs færði United óskabyrj- un, þegar hann skoraði fyrsta mark- ið eftir aðeins fimmtán sek., en hann bætti síðan öðru marki við. Alan Shearer var á skotskónum - ANDREI Kanchelskis fagnar hér öðru marki sínu gegn Llvc fyrsta Merey-baráttuleik í níu ár, 1:2, á i tapar — því ekki að tapa stórt,“ sagði hann skoraði þijú mörk, þegar Black- burn skellti Nottingham Forest, 7:0. Þar með endaði sigurganga Forest, sem hafði leikið 25 leiki í röð án þess að tapa. Norðmaðurinn Lars Bohinen skoraði tvö mörk gegn sín- um gömlu félögum hjá Forest, en Blackburn keypti hann á 700 þús. pund fyrir mánuði. „Eg hef ekki alla mína samúð með Forest, þegar lið Bohinen. Tony Yeboah skoraði sitt fyrsta mark í níu Ieikjum - hans tólfta á keppnistímabilinu, sem dugði Leeds til sigurs, 1:0, gegn Chelsea. Sheffield Wed. varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, heima gegn Man. Vity og hefur liðið ekki unnið á heimavelli fyrr en í fyrsta leik liðsins í vetur — í ágúst. Fyrsti sigur Juventus í tvo mánuði Buffon, sem var að leika sinn fyrsta leik. Buffon stal heldur bet- ur senunni, varði nokkrum sinnum glæsilega. Bæði Stoichkov og Ro- berto Baggio voru teknir af lei- kvelli í seinni hálfleik. Lazíó vann Cremonese á Ólympíuleikvanginum í Róm, 2:1, með mörkum frá Aron Winter og Pierluigi Casiraghi. Marco Branca, sem Inter Mílanó keypti á dögunum, lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar liðið vann Udinese, 2:1. Þetta var fyrsti sigur Inter undir stjóm Roy Hodgson. „Sigur okkar var auðveldur,“ sagði Hodgson. Atalanta, sem var tvisvar undir gegn Sampdoría, tryggði sér sigur, 3:2, á síðustu mín. leiksins með marki Sandro Tovalieri. Vicenza gerði jafntefli, 1:1, gegn Napolí - liðið komst yfir með marki Marcello Otero, síðan var Maurizio Rossi rekinn af leiklvelli og þá misnotaði Gianpiero Maini vítaspyrnu, lét Giuséppe Tagliatela veija skot sitt. Piacenza, sem varð 2. deildar- meistari sl. keppnistímabil, stöðv- aði Róma, 1:0, eftir að liðið hafði leikið sex leiki í röð án taps. Eug- enio Di Francesco skoraði markið með skalla. Kariheinz Riedle hefur ekkert leikið í hálft ár vegna meiðsla en hann var með Dortmund um helgina er liðið tók á móti Karls- ruhe og sigraði örugglega. Riedle gerði síðsta mark leiksins undir lok- in þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Heimamenn unnu 4:1 á sama tíma og Bayern Miinc- hen, sem er í öðru sæti með jafn- mörg stig og Dortmund, lagði Werder Bremen, 2:0. Sigur Dortmund var sætur því í síðustu viku mættust liðin í bikarn- um og þá hafði Karlsruhe betur og sló Dortmund út. Riedle og félagar eru með 31 stig eins og Bayem en hafa betra markahlutfall og teljast því í efsta sæti. Liðin hafa sex stiga forystu á Mönchengladbach sem er í þriðja sæti eftir 2:1 sigur á Ham- borg á föstudaginn. En Dortmund var ekki eina liðið þar sem landsliðsmaður var að koma á nýjan leik í liðið því Lothar Matthá- us lék með Bayem Miinchen eftir tæplega árs fjarveru. Hann tók að sjálfsögðu stöðu sína sem aftasti vamarmaður og átti fremur rólegan dag en greinilegt var að endurkoma hans styrkti leikmenn Bayem í trúnni. A sama tíma og Mattháus og Ridle léku fyrstu leiki sína eftir langa fjarveru var Leverkusen að leika án Bemd Schusters sem á í deilum við félagið. Það kom þó ekki í veg fyrir sigur á Uerdingen. „Þetta var hárréttur tími fyrir hann að koma aftur og í fyrri hálf- leik fannst mér hann bera af örðum leikmönnum á vellinum," sagði Franz Beckenbauer forseti félagsins, en hann hafði þrýst á Mattháus að flýta endurkomu sinni þrátt fyrir að hann hafí aðeins æft í viku. Otto Rehhagel, þjálfari Bayern, sagðist hafa verið í vafa. „Ég var að hugsa um þetta alla vikuna. Átti ég að láta hann spila eða ekki. Það var rétt að láta hann leika og hann get- ur miklu meira en hann þurfti að sýna í þessum leik,“ sagði hann. Alessandro Del Piero tryggði Juventus sigur, 1:0, yfir Fior- entina, þegar hann skoraði með skalla - þetta var fyrsti sigur meistaraliðs Juventus í tvo mán- uði. Toppliðin Parma og AC Milan gerðu stórmeistarajafntefli, 0:0. Það var sett vallarmet á Tardini- vellinum í Parma, þar sem 28.000 áhorfendur mættu - kappar eins og George Weah, Roberto Baggio, Gianfranco Zola og Hristo Stoic- hkov hurfu í skuggann fyrir 17 ára markverði Parma, Gianluigi Reuter MEHMET Scholl, Jiirgen Klinsmann og Lothar Matthaus fagna marki Kllnsmanns, 1:0. Matthaus og Riedle mættir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.