Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 8
36. sæti mmmmmmmBUMmmm Daníel í VAXTARRÆKT Guðmund- urhirti titilinn af Magnúsi VINIRNIR Guðmundur Braga- son og Magnús Bess mættust í lokaúrslitum íslandsmótsins í vaxtarrækt á sunnudags- kvöld. Guðmundur hirti þá titil- inn af Magnúsi vini sínum, en báðir höfðu unnið sinn þyngd- arflokk fyrr um kvöldið. í kvennaflokki vann Nína Ósk- arsdó.ttir titilinn af sexföldum íslandsmeistara kvenna, Mar- gréti Sigurðardóttur. Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, en 31 keppandi steig á svið í Loftkastalanum, þar sem keppnin fór fram. Jjö keppendur voru í þyngsta flokknum, yfir 90 kg, sem er einsdæmi Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar vaxtarræktarkeppni hérlendis. Þá var þátttaka einnig góð í undir 80 kg flokki, þar sem keppni var mjög jöfn og að sama skapi í undir 90 kg flokki. Eftir mögur ár er vaxtarræktin greinilega á uppleið sem keppnis- grein. „Það verður erfitt að halda titlinum á næsta ári, því það eru margir efnilegir keppendur mættir í slaginn. Ég vann titilinn af sigur- vegara síðasta árs og það verða margir sem reyna að ná honum af mér á næsta ári,“ sagði Guðmundur Bragason í samtali við Morgunblað- ið. Hann kvað það ekkert hafa verið leiðinlegt að vinna titilinn af vini sínum Magnúsi. „Hann vann titilinn í fyrra, eftir mikla keppni við mig. Gerði mér þann grikk, þannig að það var kominn tími til að ég tæki Vinirnir mætast Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FELAGARNIR Magnús Bess og Guðmundur Bragason tókust á um hvor yrði íslandsmeistari yflr heildina í vaxtarrækt og hafði Guðmundur betur. Axel H. Guðmundsson og Kári Elísson, sem unnu í sínum þyngdarflokkum, fylgjast með lokavlðureigninni að baki meistaranum. hann af honum. Þó hann hafi verið 10 kg þyngri, þá var ég með betri skurð, náði að sýna vöðvana betur. Það réð úrslitum í lokaslagnum," sagði Guðmundur. „Ég hef æft vel, bijóstvöðvarnir hafa stækkað og lærin, en ég hef notað náttúruleg Twinlab fæðubótarefni til að byggja mig upp. Það er drykkur fullur af próteini og kolvetnum. Það er auð- veldari leið að drekka slíkt en að borða kynstrin öll af mat til að .ná í efni til uppbyggingar vöðva. Það þyrfti vörubílshlass af mat til að fá sama hlutfall af uppbyggingarefn- um. Það eru margir góðir vaxtar- ræktarmenn að koma upp. Vest- mannaeyingurinn Smári K. Harð- arsson kom mikið á óvart í sinni fyrstu keppni og er framtíðarmað- ur. Hann er með mikinn massa, en þarf að slípa sig til. Axel H. Guð- mundsson var öflugur í undir 80 kg flokki, þar sem mikil keppni var um efstu sætin. Þá var Sölvi Fann- ar Viðarsson góður. Magnús vann hann í flokkakeppninni á meiri massa og þroskaðri vöðvum, en það var mjótt á mununum. Aðalmálið í vaxtarrækt er að ná góðu samræmi milli vöðvahópa og að geta sýnt þá með góðum skurði. Að þessu sinni tókst mér best upp, en framhaldið verður erfiðara. En það mun örugg- lega auka áhugann hjá mér að kona mín ætlar að keppa að nýju/' sagði Guðmundur, sem varð Islands- meistari 1990 og kona hans, Inga Sólveig Steingrímsdóttir, sömuleið- is sama ár í flokki kvenna. í kvennaflokki í keppni helgar- innar vann Nína Óskarsdóttir sigur yfir heildina, eftir að hafa keppt við Margréti Sigurðardóttur, sex- faldan íslandsmeistara. Eginmaður Nínu varð þriðji í undir 80 kg flokki, þar sem mikil keppni var um verð- launasæti. Annar í þeim flokki varð Kristján Ársælsson og Axel H. Guðmundsson hlaut gullið. í undir 90 kg flokki vann Guðmundur Bragasson, Vilhjálmur Hauksson varð annar og Marinó Arnórsson þriðji. Magnús Bess vann síðan þyngsta flokkinn, yfír 90 kg, en Sölvi Fannar Viðarsson og Þór Jós- efsson komu honum næstir. Alex- ander A. Guðbjartsson vann léttasta flokk unglinga, Svavar Már Einars- son í undir 80 kg flokki unglinga og Gunnar Ásgeirsson yfir 80 kg flokkinn. DANÍEL Jakobsson, skiða- göngumaður, tók þátt í fyrsta móti sínu á þessum vetri í Kiruna í Svíþjóð á sunnudag- inn. Hann hafnaði í 36. sæti af 100 keppendum í 15 km göngu með hefðbundinni að- ferð. Mótið var alþjóðlegt og þátttakendur frá 17 þjóðum og þar á meðal allt sænska landsliðið. Sigurvegari var Matthias Fredriksson og var hann 3,11 mínútum á undan Daníel. Gísli Einar Árnason keppti einnig og hafnaði i 72. sæti og var rúmlega þremur mínútum á eftir Daníel. Daní- el sagðist ánægður með gönguna og lofaði hún góðu fyrir veturinn. „Þetta er Iík- lega besta gangan mín með hefðbundinni aðferð frá upp- i hafi. Hingað til hef ég verið sterkari í frjálsri aðferð. Þar sem þetta mót gekk svona vel n ætla ég að keppa á heimsbik- ö armótinu hér í Svíþjóð í næstu ,r viku,“ sagði Daníel sem starf- ar sem þjálfari í skiðameimta- skólanum í Jerpen jafnframt því sem hann æfir á fullu. ' Kristinn hætti KRISTINN Björnsson og fé- lagar hans í íslenska landslið- inu í alpagreinum, Arnór Gunnarsson og Haukur Arn- órsson, hafa verið við æfingar i Vail í Colorado i Bandaríkj- unum í þijár vikur undir stjórn Kaminski þjálfara. Kristinn keppti i heimsbikar- mótinu í stórsvigi á föstudag- inn en keyrði út úr brautinni og hætti eftir tíu hlið. Hann ætlaði einnig að keppa í svig- inu á sunnudag, en ákvað að sleppa því og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum og keppni i alþjóðlegum stigamót.um (FlS-mótum) fram að fyrsta risasvigi heimsbikarsins sem fram fer í Vail 2. desember. SKÍÐI Reuter AUSTURRÍKISMAÐURINN Mlchael Trltscher hafðl ríka ástæðu tll að fagna sigrlnum í helmsblkarmótinu á sunnudag þvf hann hafði aðeins unnlð tvlsvar sinnum áður á tíu ára keppnlsferli. Með honum á verðlaunapalllnum eru Sebastlen Armlez frá Frakklandl og ítallnn Alberto Tomba. Tritscher kom á óvart MICHAEL Tritscher frá Austur- riki vann fyrsta heimsbikarmót vetrarins í svigi í Beaver Creek í Colorado á sunnudaginn og var þetta aðeins þriðji heims- bikarsigur hans á tíu ára keppnisferli. Alberto Tomba, heimsbikarhafi frá Ítalíu, varð að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa verið í sjöunda sæti í stórsvigi á sama stað á föstudag. Tritscher, sem er þrítugur, náði besta tímanum í fyrri umferð svigsins. Hann þurfti síðan að hafa sig allan við í síðari umferðinni því hann var ræstur út síðastur eða númer 30. Frakkinn Sebastien Amiez, sem náði tíunda besta tím- anum í fyrri umferð, náði besta tím- anum í þeirri síðari og var með forystu þegar Tritscher fór niður. „Það var erfítt að fara niður síðast- ur og vitandi það að Amiez, sem hafði startað svo löngu áður en ég fór niður, væri með besta tímann. Ég er viss um að hefði ég farið niður fímmtán sætum fyrr hefði ég náð a.m.k. sekúndu betri tíma,“ sagði sigurvegarinn. Michael Von Griiningen frá Sviss var með þriðja besta tímann en var síðan dæmdur úr leik hálfri klukku- stund eftir keppni og kom það sæti því í hlut Albertos Tomba. Norð- mennirnir Kjetil Andre Aamodt og Lasse Kjus komu næstir og tók Kjus þar með forystu í stigakeppn- inni nú að loknum þremur mótum. Tomba, sem keppti ekki í opnun- armótinu í Frakklandi fyrr í þessum mánuði, hafði ekki miklar áhyggjur af gengi sínu. „Að vinna heimsbik- armót er ekki aðalmarkmiðið hjá mér í vetur. Það er fyrst og fremst heimsmeistaramótið á Spáni sem ég stefni á að gera vel. Þar ætla ég að vinna fyrsta heimsmeistara- titilinn," sagði Tomba. Marc Girardelli frá Lúxemborg keppti ekki í sviginu vegna þess að hann á við ökklameiðsli að stríða. Hann reiknar þó fastlega með því að vera með á næstu heimsbikar- mótum í Park City um næstu helgi. í fótspor systur sinnar Konurnar kepptu í svigi á sama stað á laugardag. Þar sigraði Elfí Eder frá Austurríki og var þetta fyrsti sigur hennar í heimsbikarnum og jafnframt fyrsti sigur Austurrík- is í kvennaflokki síðan í febrúar 1993. Eder á sér tvö markmið; að verða ný skíðadrottning heimsbik- arsins og að verða þekktari og betri skíðakona en eldri systir hennar, Silvia, sem hætti keppni eftir síð- asta tímabil. Norska stúlkan Marianne Kjör- stad varð önnur og Gabriela Zingre- Graf frá Sviss í þriðja sæti og þar á eftir komu aðrar tvær svissnesk- ar, Martina Accola og Karin Roten. Það má því segja að Svisslendingar séu ekki á flæðiskeri staddir með skíðakonur þó að drottningin sjálf, Vreni Schneider, hafí lagt skíðin á hilluna eftir síðasta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.