Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 3

Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 B 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Besti leikur Jurgens Klinsmanns með Bayern Munchen á tímabilinu Skemmtilegt að fá svona sendingar Jiirgen Klinsmann var hetja Bay- em Miinchen þegar liðið vann Benfica frá Portúgal 4:1 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópu- keppni félagsliða í knattspymu í gærkvöldi. Kappinn gerði öll mörk heimamanna á 19 mínútna kafla og hefur ekki leikið betur með Bayem á tímabilinu. „Það er skemmtilegt að fá svona sending- ar,“ sagði Klinsmann sem hefur gert níu mörk í Evrópukeppninni að þessu sinni. Ein helsta ástæða Klinsmanns fyrir því að skipta úr Tottenham í Bayem var sú að Bayem var í Evrópukeppni og hann naut þess svo sannarlega í Miinchen í gær- kvöldi. Hann braut ísinn á 27. mín- útu eftir sendingu frá Mehmet Scholl og skallaði í netið skömmu síðar eftir að Dimas hafði jafnað fyrir gestina. Klinsmann gerði síðan annað mark með skalla eftir bar- áttu í vítateig Benfica og skallaði enn í netið í byijun seinni hálfleiks eftir sendingu frá Scholl. Bayem gat bætt við en Búlgarinn Emil Kostadinov, sem kom in ná sem varamaður, skaut í slá eftir gagn- sókn. „Hann var frábær,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari Bayern, um Klinsmann. „Þetta er þægileg for- ysta og hún ætti að nægja en þetta er ekki búið. Það verða 100.000 áhorfendur í Portúgal." PSV vann Werder Bremen 2:1. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði úr vítaspymu fyrir heimamenn á áttundu mínútu og Belginn Luc Nilis gerði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok en Marco Bode skor- aði fyrir Werder Bremen á 54. mín- útu. Bröndby sigraði Roma Bröndby sló út Liverpool í 32 liða úrslitum og byijaði vel í 16 liða úrslitum, vann Rgma 2:1 í Kaup- mannahöfn eftir að ítalska liðið hafði náð forystu. Heimamenn fengu tvö góð mark- tækifæri fyrsta stundarfjórðunginn en Daniel Fonseca skoraði með skalla fyrir Roma á 16. mínútu rétt eftir að Bröndby missti Dan Eggen meiddan af velli. Peter Möll- er jafnaði undir lok fyrri hálfleiks og Ole Bjur gerði sigurmarkið 11 mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Paul McGregor tryggði Nottingham Forest 1:0 sig- ur gegn Lyon á 83. mínútu. Florent Laville varði með hendi og bjargaði þannig marki en var vikið af velli og heimamenn fengu vítaspyrnu. Stuart Pearce skaut beint á mark- vörðinn Pascal Olmeta sem hélt ekki boltanum og það nýtti McGregor sér. Leikurinn þótti frek- ar leiðinlegur og gerðist fátt mark- vert fyrir utan umrætt atvik. Betur gekk hjá hinu franska lið- inu, Bordeaux, sem tók á móti Real Betis og vann 2:0. Bordeaux vann sér rétt til að leika í keppn- inni eftir að hafa byijað í Intertoto- keppninni og hefur leikið 13 Evr- ópuleiki á tímabilinu en 18 í frönsku deildinni. Spurs og Arsenal á sigurbraut LUNDÚNARLIÐIN Tottenham og Arsenal færðust upp töfluna með því að sigra í leikjum sín- um í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Arsenal náði að leggja Sheffield Wednesday 4:2 með mörkum frá Hollendingn- um Dennis Bergkamp, sem gerði íjórða mark sitt í sfðustu fimm leikjum, Nigel Winter- burn, Paul Dickov og vara- manninum John Hartson. Wed- nesday, sem hefur tapað síð- ustu fjórum leikjum sínum, náði þó forystu 2:1 eftir 20 mínútur og gerðu David Hirst og Chris Waddle mörkin. Tottenham færðist úr niunda sæti upp í það fimmta með 1:0- sigri á Middlesbrough. Sigur- markið kom á 72. mínútu frá Chris Armstrong, sem hefur gert fimm mörk í síðustu sex leikjum. Tottenham er fyrsta liðið sem nær sigri gegn Midd- Iesbrough á nýja heimavellin- um, Riverside-Ieikvangjnum. Middlesbrough hefur ekki unn- ið leik sfðan Brasilíumaðurinn Juninho kom til liðsins. Reuter PSV Eindhoven sigraði Werder Bremen 2:1 á heimavelli sínum. Hér þjarma hollensku varnar- mennirnir Stan Valckx og Marciano Vink að Marco Bode, framherja Werder Bremen, í leiknum. PENNY Hardaway var í miklu stuði og skoraði 29 stig fyrir Orlando Magic gegn Golden State Warriors. Oriando ósigrað heima án O’Neal ORLANDO Magic án Shaquille O'Neal, vann enn einn sigurinn, 101:95, gegn Golden State Warriors ífyrrinótt. Dennis Scott skoraði þrettán af 27 stigum sínum ífjórða leikhluta og Penny Hardaway skoraði 29 fyrir Magic, sem hefur unnið sjö fyrstu leiki sína heima á keppnistímabilinu, sem er liðs- met. Liðið hefur unnið fjórtán heimaleiki f röð f NBA-deildinni — sigurgangan hefur staðið yfirfrá 3. mars. Sigurinn færði Orlando forystu í Atlantashafsriðlinum í Aust- urdeildinni — átta sigrar, tvö töp, ásamt New York. Orlando lék einnig án Horace Grant, sem meiddist á hné í leik gegn Maimi um sl. helgi. Chris Muliin skoraði flest stigin fyr- ir Golden State, eða 23. Houston Rockets vaon sinn fimmta sigur í röð — þegar liðið vann í Boston, 93:98. Hakeem Olajuwon skoraði 24 stig Clyde Drexler 18 fyrir Rockets, þá skoraði Robert Horry 16 stig og tók 15 frá- köst Greg Minor skoraði 21 stig fyrir heimamenn og Dino Radja 13 og tók 17 fráköst. Chris Morris skoraði 22 stig fyrir Utah Jazz gegn sínum fyrrum félög- um hjá New Jersey Nets, 105:79. Adam Keefe skoraði 16 stig og tók 17 fráköst, Karl Malone skoraði 14 stig og náði að bijóta 9.000-frákas- tamúr sinn í NBA-deildinni. Þetta var fimmti sigur heimamanna í röð. P.J. Brown skoraði 14 og Armon Gilliam 13 fyrir gestina, sem töpuðu sínum fimmta leik í röð á ferðalagi sínu. Rod Strickland og Clifford Robiri- son skoruðu fimmtán stig þegar Portland Trail Blazers skoraði nítján stig í röð án þess að ieikmenn Los Angeles Lakers náði að svara fyrir sig í þriðja leikhluta — þessi góðu leikkafli hafði mikið að segja fyrir heimamenn, sem unnu 113:94. Strickland skoraði alls 27 stig, Rob- inson 25 og Arvydas Sabonis skor- aði flest stig sín í leik í NBA, eða 20 — þar af rötuðu öll níu skot hans af gólfi niður í körfuna. Terry De- here skoraði 17 stig og Malik Sealy 16 fyrir Clippers. ísland niður um fjögur sæti ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hefur fallið niður um fjögur sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Lið- ið er nú í 48. sæti, en var í 44. sæti í október. Brasilíumenn eru sem fyrr í fyrSta sæti, en síðan hafa Þjóðverjar skipt um sæti við Spánverja — eru komnir úr þriðja sæti í annað. Italía heldur fjórða sætinu og Rússland því fimmta. FJAROFLUN Stórtónleikar SKÍ og KKÍ Skíðasamband íslands og Körfu- knattleikssaniband íslands standa fyrir stórtónleikum í Kola- portinu fimmtudaginn 30. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Flest- ar þekktustu hljómsveitir landsins mæta og segja má að hér sé um að ræða landslið tónlistarmanna. Að- gangur er 1.000 krónur og eru mið- ar seldir hjá Japís og Skífunni. Kynn- ar kvöldsins verða Radíusbræður. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru: Sálin hans Jóns míns, Stjórnin, Vinir vors og blóma, Hunang, Hálft í hvoru, Bjarni Ara., Maus, Cigarette, Emiliana Torrini, Fjallkonan, Fantasia, Sónata, Zebra, Sólstrandargæjarnir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Stefán og Eyfi. Eins og kunnugt er hefur verið spilaður götukörfubolti í Kolaportinu. alla virka daga en fimmtudaginn 30. nóvember fellur hann niður vegna stórtónleikanna. SKÍ og KKÍ vinna saman í fyrsta sinn að sameiginlegri fjáröflun, en sérsamböndin innan ISÍ hafa á undanförnum árum neyðst til að fara óhefbundnar leiðir til að fjármagna starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.