Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 4
TENNIS Becker lékk uppreisn æru Þjóðverjinn stefnir enn að því að verða sá besti í heimi ■ ■■ m ■ XVCUICI Fognudur og gleði BORIS Becker var fagnaö vel í Frankfurt þegar hann slgraöl þar um helgina. Hann segir slgur- Inn mlkllvægan fyrlr slg því margir hafl verið búnir aö afskrlfa hann sem tennisspilara. ÞJÓÐVERJINN Boris Becker vann Bandaríkjamanninn Mic- hael Chang í úrslitaleik um PTA-meistaratitilinn og þagg- aði þar með niður i efasemdar- röddum sem heyrst höfðu i hans heimalandi um að hann væri orðinn of gamall til að sigra á einhverjum alvörumót- um. Becker viðurkennir að þegar hann sigraði fyrst á Wimbledon sem táningur hafi hann ekki búist við að hafa lifi- brauð sitt af því að spila tenn- is áratug síðar. Becker verður 28 ára í vikunni og er nú ráðsettur maður og eiga hann og Barbara kona hans ungan son, Noah Gabriel. Sigur hans um helgina er fyrsti sigur hans á stórmóti frá því hann sigr- aði í Frankfurt árið 1992 en jafn- framt þriðji sigur hans í ATP-móta- röðinni. Hann hefur reyndar náð langt síðan þá og komst meðal ann- ars í úrslit á Wimbledon í sumar en síðast sigraði hann í einu af fjór- um stóru mótunum árið 1991 er hann vann á Opna ástralska mótinu. Þrátt fyrir að hinn sterklegi Becker sé ekki ennþá jafnsprækur og hann var þegar hann varð yngst- ur allra til að sigra á Wimbledon, aðeins 17 ára gamall, er hann enn frábær tennisspilari. Gífurleg reynsla hans vegur upp ákefð tán- ingsins og hann þyrstir enn í sigur — alltaf. Þrátt fyrir að Becker hafi haft miklar tekjur af tennis síðustu árin og geti því hæglega sest í helg- an stein án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum ætlar hann að halda áfram. „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn þá hvarflaði það ekki að mér fyrir tíu árum að ég yrði enn að þegar ég væri orðinn 28 ára. Fyrstu árin mín sem atvinnumaður voru mjög viðburðarík, bæði í kringum tennisinn og ekki síður í einkalífí mínu, og ég hélt satt best að segja að ég myndi ekki endast svona lengi,“ sagði Becker á blaðamanna- fundi eftir sigurinn um helgina. „Ég hélt satt best að segj að löng- unin til að leika tennis yrði aldrei yfirsterkari því að vera allra og fá aldrei stund út af fyrir sig. En ein- hvem veginn hefur mér tekist að tóra, þrátt fyrir að hafa lent í mörgu og átt erfíða tíma. Það hafa komið tímar þar sem tennis hefur ekki verið aðalmálið hjá mér, en þrátt fyrir allt hefur löngunin til að spila alltaf blundað í undirmeðvitundinni og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég er enn að.“ Sigurinn á sunnudaginn var mjög mikilvægur fyrir Becker. Fyrir það fyrsta vegna þess að athygli fyöl- miðla hefur beinst mikið að honum síðasta áratuginn og að undanförnu hefur hann ekki staðið undir þeim væntingum sem sumir fjölmiðlar hafa gert til hans. í annan stað hefur Becker sagt að uppáhaldsvöll- urinn hans sé í Festhalle í Frank- furt þar sem leikið var um helgina, en það er aðeins spölkörn frá heim- ili Beckers í Leimen. Þegar Becker tókst ekki að komast í gegnum úrtökumótið fyrir þetta mót árið 1993 voru þýskir fjölmiðlar ekki lengi að afskrifa hann og sögðu hann orðinn of gamlan og timi væri kominn fyrir hann að hætta. Á sunnudaginn þaggaði hann niður í öllu svoleiðis tali. „Þetta var sérstaklega ánægju- legur sigur fyrir mig vegna þess að ég komst ekki í úrslitakeppnina fyrir tveimur árum og þá sögðu menn að ég væri of gamall — en þá var ég bara 25 ára. Tíminn stendur ekki í stað og þegar menn hafa orðið fyrir mótlæti í vinnunni eru sigrarnir sætari og svo lengi sem ég er atvinnumaður mun ég alltaf eiga mér þann draum að vera bestur. Sem stendur viðurkenni ég að Andrea Agassi og Pete Sampras eru aðeins betri en ég, en ég stefni að því að bæta mig,“ sagði Becker sem var um tíma árið 1991 á toppi heimslistans. Theodóra bættisig verulega THEODÓRA Mathiesen, skíðakona úr KR sem dvelur I Noregi við æfingar, náði góðum árangri á tveimur al- þjóðlegum svigmótum í Rjuk- an í Noregi um síðustu helgi. Hún hafnaði í 4. sæti í fyrra mótinu og hlaut fyrir það 47,38 styrkstig (FlS-stig). Sig- urvegari var Cacili Sylvester Jensen frá Noregi. í síðara mótinu varð hún sjötta og þá fékk hún 54,01 stig, en sigur- vegari var Cathrine Mikkel- sen frá Noregi. Theodóra er því komin með samtals 50,70 stig á alþjóðlega FlS-listanum. Hún átti áður best 90,63 stig og hefur því bætt sig punkta- lega um 56%. Snjóbretti á ÓLíJapan FRAMKVÆMDARAÐILAR næstu Vetrarólympíuleika sem fara fram í Nagano í Japan hafa ákveðið að keppni á siyó- brettum verði fullgild grein á leikunum 1998. „Þetta hefur í för með sér að keppt verður í fleiri greinum en áður en við munum takmarka fjölda kepp- enda við þrjú þúsund eins og við höfum áður sagt,“ sagði forsvarsmaður leikanna f Jap- an. Þess má geta að forseti Alþj óðaóly mpíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, lagði til við framkvæmdaraðila í ágúst að þeir bættu snjóbrett- um við sem keppnisgrein. Konur dæma í Atlanta KONUR verða meðal dómara í knattspyrnu á Ólympíuleik- unum í Atlanta á næsta ári, að sögn talsmanns Alþjóða knattspy rnusambandsins, FIFA. Þetta verður í fyrsta sinn sem konur dæma knatt- spyrnuleik á Ólympfuleikum. Konurnar sem dæmdu f HM kvenna sl. sumar sönnuðu að þær eru starfí sínu vaxnar. „Við reiknum með að taka fjóra kvendómara og fjóra Ifnuverði til Atlanta og ef kon- umar standa sig vel þar gæti vel hugsast að þær myndu dæma í úrslitakeppni HM f Frakklandi 1998,“ sagði Michel Zen-Ruffinen, framkvæmda- stjóri FIFA. KORFUKNATTLEIKUR | GOLF Hægt að velja NBA- stjörnuliðin á alnetinu Costantino Rocca tekur sæti Jose- María Olazabal ÁHUGASAMIR Bandaríkjamenn geta sem fyrr valið byrjunarliðin i stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem verða tilkynnt 25. janúar en nú gefst fólki um allan heim í fyrsta sinn kostur á - að ve(ja sitt byijunarlið með því að fara inn á heimasíðu NBA á alnetinu og kjósa þar. Þetta kemur fram í fréttabréfi NBA-deildar- innar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í valinu er slóðin http://www.nba.com og hægt er a ve(ja fram til 12. janúar. í fyrra var rúmlega 6,2 miljjónum at- kvæðaseðla skilað inn og var það met, en almenningur valdi byrjun- arliðin fyrstárið 1975. Nokkrir körfuknattleikssér- fræðingar úr röðum blaða- og fréttamanna ve(ja 100 leikmanna hóp, 50 úr hvorri deild, á atkvæða- seðilinn árlega og kosið er á milli þeirra þegar valið er í byijunarlið- ið. Þar er um að ræða 20 bak- verði, 20 framheija og 10 mið- heija úr hvorri deild. Þjálfarar Sfjörnuliðanna velja síðar sjálfir sjö varamenn hvor um sig. Meðal þeirra sem eru í kjöri nú eru allir þeir tíu sem skipa ,jDraumaliðið“ sem tekur þátt í Óly mpíuleikunum á næsta ári og á seðlinum má einnig finna kappa eins og Michael Jordan, Scottie Pippen, Charles Barkley, Karl Malone og John Stockton, sem all- ir eiga sameiginlegt að hafa verið kjömir bestu menn Stjörnuleiks. Italinn Costantino Rocca mun taka sæti Spánverjans Jose-Maria Olazabal í milljón dollara golf- keppninni, sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku í næstu viku. Olazabal á við meiðsli að stríða á fæti og mun hann heldur ekki getað tekið þátt í Johnny Walker heims- bikarkeppninni, sem fer fram á Jamaíku í næsta mánuði. Þeir sem keppa í Sun City eru: Nick Price (Zimbabwe), Nick Faldo (Englandi), Bernhard Langer (Þýskalandi), Ernie Els og David Frost (Suður-Afríku), Colin Mont- gomerie og Sam Torrance (Skot- landi), Corey Pavin, Phil Mickelson og Tom Lehman (Bandaríkjunum), Vijay Singh (Fijieyjum) og Costant- ino Rocca (Ítalíu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.