Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Faxamarkaöur Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 265,8 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 71,3 tonn á 88,96 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 24,7 tonn á 88,74 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 169,8 tonn á 94,11 kr./kg. Af karfa voru seld alls 66,9 tonn. í Hafnarfirði á 58,31 kr. (4,11), á Faxagarði á 84,00 kr. (0,11), en á Suðurnesjum seldist karfi á 69,64 kr. (62,71). Af ufsa voru seld alls 91,7 tonn. í Hafnarfirði á 73,31 kr. (58,31), á Faxagarði á 49,00 kr. (0,21) og á 64,90 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (33,21). Af ýsu voru seld 205,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 69,00 kr./kg. uu Okt. Nóv. A-í yj Atp Vl43 y 44.V|45.V 46.vl Ufsi Kr./kg —60 Jk__gn Okt. Nóv. 46.v|40 Okt. 41. vika 42 Nóv. 43. vika I 44. vika I 45. vika | 46. vika Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi í síðustu viku. Þorskur nimw Karfi m—mmm Ufsi mmmmm Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Skagfirðingur SK 4 seldi 133,2 tonn á 141,81 kr./kg. Þar af voru 130,8 tonn af karfa á 141,56 kr./kg, en sölu á ufsa ekki getið sérstaklega. Alaskaufsinn að taka sæti þorsksins á heimsmarkaði Veiðin minni en stofninn einn sá stærsti í heimi ALASKAUFSINN er einn af stærstu fiskstofnum í heimi en heildarveiðin hef- ur minnkað, er nú um fjórar milljónir tonna árlega en var yfírleitt um sjö milljónir á síð- asta áratug. Er ástæðan að nokkru ofveiði innan rússnesku efnahags- lögsögunnar og á alþjóðlegu hafsvæði í Norður-Kyrrahafi. Góðu frétt- irnar eru þó þær, að ufsastofninn við Alaska virðist standa nokkuð vel en þar hafa veiðar verið takmarkaðar við 1,4 milljónir tonna árlega í áratug. Framboð á físki í heiminum fer almennt minnkandi og þess vegna hefur Alaskaufsinn stöðugt verið að styrkja stöðu sína. Hefur hann fyllt upp í það skarð, sem þorskur- inn hefur skilið eftir, og eftirspurn eftir ufsaflökum í Bandaríkjunum og Evrópu eykst dag frá degi. Alaskaufsinn er einnig mjög eftir- sóttur í surimi og þótt Japanir hafi gert miklar tilraunir með ann- an físk þá hafa þeir ekki fundið neinn, sem jafnast á við ufsann. Þeir eru líka langstærstu kaupend- ur Alaskaufsans. Segja má, að það sé surimimark- aðurinn í Japan, sem ráði mestu um vinnsiuna á Alaskaufsa en á síðustu fimm árum hafa 14-22% af honum farið í flök en 45-58% í surimi. Hitt hefur farið til bræðslu. Á þessu ári er búist við, að um 22% fari í flök vegna þess, að fískurinn er stærri en oft áður. Allt of stór floti Á síðasta áratug var um að ræða gífurlega offjárfestingu í flotanum, sem gerður er út í Al- aska, og þótt skipunum hafi fækk- að er samt talið, að þau hafi getu til að veiða upp allan kvótann á fáum mánuðum. Hefur samkeppn- in á miðunum haft ýmsar óæski- legar afleiðingar í för með sér, leitt til allt of mikils aukaafla og stundum til verri meðferðar á físknum. Sem dæmi um hamaganginn má nefna, að á A-vertíðinni sem svo er kölluð og hefst seint í jan- úar er oft búið að veiða upp kvót- ann áður en fískurinn er kominn með þroskuð hrogn þótt það sé einmitt verið að sækjast eftir þeim á þessum tíma. Nýjar reglur á næstu árum Á næstu árum munu taka gildi nýjar reglur um stjórn fiskveið- anna og eiga þær eftir að hafa mikil áhrif, jafnt á veiðina á ufsan- um sem á öðrum tegundum. Hafa nú þegar verið samþykkt lög, sem binda flotann við þá stærð, sem hann hefur nú, og auk þess tak- marka þau verulega ferðir skipa á milli veiðisvæða. Eru skipin að mestu bundin þeim miðum, sem þau hafa yfírleitt sótt á, og er það gert til að koma í veg fyrir, að allur flotinn safnist saman þar sem vel veiðist hverju sinni. Áður var það þannig, að væri einu svæði lokað, þá fóru skipin Verkefnaútflutningur Samráðsnefnd * fjögnrra ráðuneyta UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að skipa samráðsnefnd ut- anríkisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sjávarútvegsráðu- neytis um verkefnaútflutning og fjárfestingu íslenskra fyrirtækja í atvinnurekstri erlendis. Formaður nefndarinnar er Halldór J. Kristjánsson skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Kristinn F. Árnason skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyti, Stefán L. Stefánsson sendiráðunautur í utanríkis- ráðuneyti, Arndís Steinþórsdóttir skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neyti, Hinrik Greipsson framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins, Vilhjálmur Guðmundsson markaðssljóri Útflugningsráðs og Þor- varður Alfonsson frámkvæmdasljóri Iðnþróunarsjóðs. „Verkefnaútflutningur og fjárfestingar íslenskra fyrirtælqa er vax- andi hluti af mörgum atvinnugreinum á íslandi. Hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu um hvernig stutt verði við bakið á þessum vaxtar- broddi með hliðsjón af þeirri fyrirgreiðslu, sem fyrirtæki í nálægum iöndum fá. Nefndin skal einnig vera vettvangur samráðs um aðgerðir af hálfu sljórnvalda til að greiða fyrir verkefnaútflutningi -og fjárfest- ingfu íslenskra fyrirtækja erlendis. Markmiðið er að bæta samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja I Ijósi aðstöðu sambærilegra fyrirtækja í nágrannalöndunum í hinni alþjóðlegu samkeppni. Nefndin skal skila tillögum til ráðherra um hvernig staða íslenskra fyrirtækja í alþjóð- legri samkeppni verði best tryggð,“ segir í frétt frá utanríkisráðuneyt- inu. yfir á það næsta, sem þá var lok- að og síðan koll af kolli. Sjómenn hafa gagnrýnt nokkuð þetta fyrirkomulag að binda skipin ákveðnum svæðum og segja, að það ýti undir að menn reyni að veiða sem mest, bæði til að auka veiðireynslu og til að búa sig und- ir, að tekinn verði upp framseljan- legur kvóti, sem bundinn er við skip. Ágreiningur milli sjó- og landvinnslu í Alaska er mikill ágreiningur innan vinnslunnar, það er að segja vinnslunnar í landi og úti á sjó. Fyrir nokkrum árum fóru stóru verksmiðjuskipin eins og logi yfir akur á miðunum og skildu land- vinnsluna eftir hráefnislausa en síðustu þijú árin hafa verið í gildi ákveðnar reglur um hvernig aflan- um skuli skipt milli landvinnslunn- ar og sjóvinnslunnar, jafnt hvað varðar ufsa og þorsk. Sem dæmi má nefna, að allur ufsi og 90% af þorski, sem veiðist í Alaskaflóa, er unninn í landi og einnig 35% af ufsanum, sem veiðist í Berings- hafi. Annað fá verksmiðjuskipin. Hefur þetta fyrirkomulag komið sér vel fyrir litiu skipin og einnig fyrir Japani, sem eiga ýmsar fisk- vinnslustöðvar í Alaska. Segja talsmenn verksmiðjuskipanna, að vegna þessa hafi þeir getað lækk- að verð á ufsa í surimi. Samstaða Þrátt fyrir þennan ágreining er á því vaxandi skilningur í Alaska, að menn verði að standa saman um skynsamlega fískveiðistjórn til að tryggja eðlilega og örugga veiði. Ástandið á ufsanum við Rússland er þeim líka víti til varn- aðar en þar er stofninn í mikilli afturför vegna ofveiði Rússa og margra annarra. 45.02B Sala á ísfiskmörkuðum innanlands eftir kvótaárum Tonn af slægðum og ísuðum fiski 28.127 ÞORSKUR 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 Kvótaár Kvótaár Kvótaár Kvótaár Kvótaár □ □□□ 12.946 13566 Innlent Velta á fiskmörkuðum innanlands eftir kvótaárum Milljónir króna 5.538 OÆ 6.374 6.849 7.166 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 Kvótaár Útflutningur ferskfisks dregst saman ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski hefur dregist mikið samán á undanförnum árum og það endurspegla veltutölur, sem eru upp á við á mörkuðum innan- lands en niður á við á ísfiskmörk- uðum erlendis. Pétur Örn Sverr- isson, framkvæmdasljóri Afla- miðlunar, segir að fyrir þessari þróun séu ýmsar ástæður. Afla- heimildir hafi dregist saman auk þess sem útflutningur hafi færst frá ferskum heilum fiski yfir í fersk flök. Sérstaklega ætti það við um Þýskalandsmarkað, þang- að sem aðallega fer karfi. Erlent Velta fslensks fisks á mörkuðum á Englandi w.393 og í Þýskalandi Milljónir króna 90-91 91-92 92-93 93-94 94-95 Kvótaár Á Bretlandsmarkað hefur út- flutningur dregist saman um 68% á síðustu fimm árum, úr rúmum 50 þús. tonnum I tæp 16 þús. tonn. Aðallega er um að ræða ýsu og þorsk. Til Þýskalands hefur útflutningur farið úr 34 þús. tonnum niður í 19 þús. tonn á fimm árum eða minnkað um 22%. Pétur á ekki von á að sjá neinar breytingar að ráði í við- bót við það sem gerst hefur á Bretlandsmarkaði. Hinsvegar sé spurning hvort útflutningur á ferskum heilum fiski til Þýska- lands eigi enn eftir að minnka. „Á nýbyijuðu kvótaári, minnkaði karfakvótinn umtalsvert eða um tíu þúsund tonn og það hefur óneitanlega mikið að segja.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.