Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 SIGLTINN TIL GRINDAVIKUR f fjfí „' ; v- ■■ - ■ „ V í' i *4 í ‘ Morgunblaðið/Kristinn Úrelding fískveiðiflota ESB gengur samkvæmt áætlun Fjöpir lönd hafa þó ekki náð settu marki URELDING fiskiskipa aðildar- þjóða Evrópusambandsins gengur eftir áætlun, þegar á heildina er litið, en einstök lönd eiga langt í land með að ná settu marki. Stefnt var að því að úrelda flotann verulega, en mismunandi eftir því, hvaða veiðar skipin stunduðu. Markmiðið er að úrelda 20% botnfiskveiðiflotans og 15% skipa, sem sækja í annað en uppsjávarfiska, samkvæmt skýrslu sem unnin hefur verið af Evrópusambandinu. Stefnt er að þvi að ná þessu mark- miði á tímabilinu 1992 til 1996. Þegar nemur úreldingin 214.500 brúttótonn- um alls, eða 10,5%, en sé miðað við vélarorku, er úreldingin heldur minni eða 7,4%. Fjögur lönd eiga langt í land með að ná settu markmiði, en það eru Bret- land, írland, Belgía og Holland. Þá eiga Frakkar enn eftir að minnka vélarorku flota síns. Bretland Bretar hafa aðeins náð að úrelda skip, sem nemur 10.000 tonnum, eða um 5%, en markmið þeirra er 17% úreld- ingtil ársloka 1996. Reyndar hefur settu marki um úr- eldingu verið náð í fjórum skipaflokk- um, skelfiskflot- anum, humarbát- um, úthafsveiði- flotanum og skipum undir 10 metrum að lengd. A hinn bóginn hefur orðið aukning í sóknar- getu í öðrum skipa- flokkum, sérstak- lega í síðutogurum, en þar hefur orðið 17% brúttótonna aukning. Erfiðleik- ar Breta við að ná settri úreldingu stafa meðal annars af deilum um fisk- veiðistjómun. Ætl- unin var að stjóma veiðum með eins konar sóknarmarki, takmörkuðum fjölda róðrardaga, en hætt var við það vegna þess að sam- tök sjávarútvegsins í Bretlandi fóru með málið fyrir Evrópu- dómstólinn og hef- ur nú yerið fallið frá þeirri fiskveiðistjórn. Fyrir vikið hefur ekki tekizt að draga úr sóknarmætti brezka flotans eins og stefnt var að. írland Floti íra hefur í rauninni stækkað um 467 brúttótonn og vélarafl flotans hefur aukizt enn meira eða um 8%. Skýringin liggur í því að þeir hafa látið byggja eða keypt 20 stór skip sem stunda veiðar á hvítfiski, ýsu, þorski og skyldum tegundum. Mikil úrelding hefur engu að síður átt sér stað, og reiknað er með að fram til ársloka 1996 muni flotinn minnka um 3.000 til 4.000 brúttótonn. Settu marki hefur verið náð Fiskveiðifloti ESB-ríkja 1991-96 iuL Ríki Brúttótonn 1991 Brúttótonn 1994 Markmið 1996 Breyting 1994-96 Spánn 645.103 563.969 618.174 9,6% Ítaiía 267.469 245.351 249.180 1,6% Portúgal 182.254 131.123 191.870 46,3% Frakkland 198.803 177.709 180.558 1,6% Bretland 212.213 202.313 176.981 -12,5% Grikkland 130.352 120.461 117.058 -2,8% Danmörk 114.627 93.708 107.920 15,2% Holland 142.827 153.096 91.035 -40,5% Þýskaland 79.155 68.455 74.780 9,2% írland 50.693 51.160 51.195 0,1% Belgía 27.732 24.364 20.914 -14,2% Samtals 2.051.228 1.831.709 1.879.665 2,6% í flokki síðutogara og aðeins vantar um 1% upp á það í flokki togara sem veiða uppsjávarfisk. Holland og Belgía Mikið vantar upp á að Hollendingar hafi náð settu marki. I raun hefur orð- ið auking í öllum skipaflokkum talið í tonnum, en vélarorka hefur minnkað lítiilega. Belgar hafa minnkað flota sinn um 12% talið í tonnum og dregið úr vélarorku um 15%. Þeir þurfa hins veg- ar að skera niður um 25% alls til að ná settu marki. Frakkar hafa náð tonnafjöldanum niður að settu marki, en ekki vélarafli. Danmörk Danir hafa þegar náð settu marki. Þeir þurftu í raun aðeins að draga sam- an um 6% í tonnum talið, en hafa þegar úrelt 18% af flota sínum mælt á sama mælikvarða. Þjóðveijar hafa einnig náð settu marki í tonnum talið, en talið er að sóknin sé engu að síður meiri en gert var ráð fyrir. Spánn Samkvæmt spænsku skipa- skránni höfðu Spán- verjar þegar náð settu marki um úr- eldingu mælt í tonn- um árið 1992 og 1993 mælt í vélar- afli. Þrátt fyrir það, er spænski flotinn sá öflugasti innan ESB. Upplýsingar frá Italíu benda til að úrelding sé innan settra marka. Hins vegar eru upplýs- ingar um skip á skrá óáreiðanlegar. Þó er talið að tvílembing- um á uppsjávarfiski hjá ítölum hafi fjölg- að. Portúgalir hafa einnig náð settu marki og hafa haldið áfram að fækka skipum. Sömu sögu að segja af Grikkj- um, þegar á heildina er litið, en þeir eiga þó enn eftir að skera togaraflota sinn verulega niður eða um 18%. FÓLK Jón Már verk- smiðjustjóri 9JÓN Már Jónsson hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri við loðnu- verksmiðju Síldar- vinnslunnar í Neskaup- stað. Jón er 38 ára gamall Norðfirð- ingur, vél- fræðingur að mennt. Hann starfaði sem vélstjóri á fragtskipum fyrst eftir að hann lau námi en hefur, eftir að hann kom aust- ur, starfað sem vélstjóri á skipum Síldarvinnslunnar auk þess sem hann var verk- stjóri á vélaverkstæði fyrir- stækisins í 2 ár, nú síðasta var hann yfirverkstjóri á rækjufrystiskipinu Blæng NK. Jón er kvæntur Onnu Þóru Arnadóttur sjúkra- þjálfara og eiga þau 2 vörn. Jón tekur við verksmiðju- stjórastarfinu þann fyrsta des- ember af Freysteini Bjarna- syni, sem ráðinn hefur verið útgerðarstjóri hjá Síld- arvinnslunni. Ný stjórn hjá FFÍ • Guðjón A. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Far- manna- og Fiskimannasam- bands á aðalfundi sambandsins sem lauk síðastliðinn föstudag. Heiðar B. Kristinsson var end- urkjörinn varaforseti. Aðrir í stjórn eru Sigurður Steinar Ketilsson Skipstjóra- félagi Islands og Hilmar Snorrason varamaður, Guðjón Armann Einarsson Öldunni og Guðlaugur Jónsson vara- maður, Þorbjöm Sigurðsson Skipstjórafélagi Norðlendinga og Guðjón Ebbi Sigtryggsson varamaður, Guðlaugur Gísla- son Stýrimannafélagi íslands og Magnús Harðarson vara- maður, Reynir Björnsson Fé- lagi íslenskra loftskeyta- manna og Harald Holsvik varamaður, Ölver Skúlason Vísi og Örn Einarsson vara- maður, Skarphéðinn Gíslason Bylgjunni og Grétar Þórðar- son varamaður, Halldór Guð- björnsson Verðandi og Óskar M. Ólafsson varamaður, Ingvi R. Einarsson Kára og Guð- mundur Jónsson varamaður, Bjarni Sveinsson Hafþóri og Eiríkur Jónsson varamaður, Asmundur Asmundsson Sindra og Hjörvar Hjálmars- son varamaður, Ólafur örn Jónsson Ægi og Arinbjörn Sigurðsson varamaður, Finn- bogi Aðalsteinsson Félagi bryta og Bjarni Bjarnason varamaður, Níels Olgeirsson Félagi matreiðslumanna og Gunnar Ó. Eiríksson vara- maður. Endurskoðendur voru kjörnir Bogi Þórðarson, Kári Hall- dórsson og Árni Sverrisson varamaður. Framkvæmdastjóri FFSÍ er Benedikt Valsson. Atti hugmynd- ina að Granda- nafninu • SIGURÐURÁ. Kristjáns- son, verkstjóri I Bakka- skemmu Granda og fyrrver- andi skipstjóri, átti hugmynd- ina að nafni fyrirtækisins, en efnt var til samkeppni meðal starfsmanna þegar fyrirtækið var stofnað fyrir tíu árum. Spjallað er við Sigurð í frétta- bréfi Granda sem kom út á dögunum. „Mér fannst það liggja beint við. Fyrirtækið er hér á Grand- anum og það fer vel á því að nefna það eftir staðnum," seg- ir Sigurður og bætir síðar við: „Ég sendi reyndar inn tillögu með tveimur nöfnum, hitt nafnið var Örfirisey." Sigurður var skipstjóri á togurum BÚRtil ársins 1963. „Þá varð ég að fara í land vegna þess að ég var svo slæmur af liðagigt. Ég var svo ósáttur við þetta að það tók mig mörg ár að venjast því að vinna í landi. Sem betur fer gat ég þó leyst af Öðru hveiju sem skipstjóri allt til ársins 1972,“ segir Sigurður í frétta- bréfínu. Jón Már Jónsson Gufusoðin ýsa UPPSKRIFT þessarar viku í Verinu er kínversk og fengin hjá Jóhanni Youyi Xiang, mat- vælafræðingi. f hana þarf: Soðningin 400 g ýsuflök 3 g salt 10 g engifer 50 g grænir vorlaukar 25 ml hrísgijónavtn eða hvitvin í fyrri sósuuppskrift þarf: 35 ml soya sósa 25 ml hrísgrjónavín eða hvitvin 10 g sykur 50 ml grænmetisolía 5 gr nyölvi í 25 ml af vatni 1 teningur Honig kjötkraftur í slðari sósuuppskrift þarf: 40 ml soya sósa 80 g tómatsósa 50 ml grænmetisolía 1 teningur kjötkraftur Hefð er fyrir því að nota gufusoðningu í Kína, en einn- ig er hægt að notast við örbylgjuofn. Skera á grænan vorlauk í 1 cm langa bita og pressa engiferið. Marínera flökin tneð salti, engiferi og vini í hálftíma. Setja flökin á disk fyrir örbylgjuofn, þekja þau með grænum lauk og eida í örbyigjuofni þar til þau eru tilbúin. Þfegar fyrri sósan er matreidd á að leysa kjötkraftinn upp í 50 ml af vatni. Síðan á að sjóða fiskisoðið, soya- sósu og vin í oliu. Bæta við sykri, kjötkraftslausninni og mjölvanum í vatninu. Sósa af þessu tagi er algeng i Austur Kina. Þegar síðari sósan, sem er súrsæt, er matreidd á að leysa kjötkraftinn upp í 50 ml af vatni, sem fyrr. Sjóða fiskisoðið, soya sósu og tómatsósu í olíu. Bæta við kjöt- kraftslausninni. Hræra vel í mjög stuttan tíma og hella sósunni yfir fiskinn áður en hann framreiddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.