Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 1
| ÞRAUTlR~j Heimilisfang: MYIMDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1995 D BLAÐ Verðlaunauppskriftir EINS og stóð í síðustu Mynda- sögum birtum við uppskriftir aðalvinningshafa í Kjörís/ LEGO leiknum í blaðinu í dag. Fyrstu verðlaun hlutu, eins og kom fram í síðustu Myndasög- um, systkinin Karl Sölvi og Valgerður Sigurðarbörn, Flúð- aseli 65,109 Reykjavík. Þeirra uppskrift er svona: Mamma okkar sagði okkur frá Ríkharði ljónshjarta sem sneri aftur til Englands árið 1194 eftir að hafa verið haldið föngnum í Austurríki, að ekki sé minnst á aðra hrakninga krossfarans. Við erum viss um að hann hefði viljað að sér yrði haldin svona veisla í ein- hverjum glæsikastala: Á stóru fati í miðjum veis- lusalnum eru mörg stykki af vanillu- og jarðarberja-Sparís, sem búið er að losa úr lítrafor- munum. Þeim er staflað í pýr- amída, en stærð hans fer eftir því hversu margir veislugest- imir eru. Marengskökur hafa verið lagðar ofan á flesta slétta fleti, bananasneiðar festar ut- an á hér og þar, súkkulaðisósu hellt yfir allt saman og kókos- mjöli látið snjóa yfir hana. Þetta er sjón sem lætur alla gesti fá vatn í munninn en~ gleður augu þeirra enn meira ef kveikt er á stjörnuljósum á pýramídanum um leið og sagt er: Gjörið þið svo vel! Ríkharður hefði ekki þurft að hafa neinn snilldarkokk til að útbúa þessa ísveislu, það getur hver sem er. Svo hefst veislugleðin fyrir alvöru. Og þegar allir hafa skemmt sér vel og lengi finnst krökk- unum í kastalanum gott að fá sér fagurgræna Hlunka en fullorðna fólkið fær sjóðheitt og ilmandi kaffi frá Austur- löndum og frískandi Pipp-ís með... ... En Ríkharður Ijónshjarta fékk enga svona veislu enda dó hann skömmu siðar og eyddi reyndar því litla sem eftir var ævinnar í Frakklandi. Róbert Oddsson, Lækjar- túni 13a, 270 Mosfellsbær, hreppti önnur verðlaun. Hans uppskrift er svona: Veislurétturinn heitir Skjöldur og sverð (Ríkharðs ljónshjarta): 1 lítri vanillumjúkís frá Kjörís 1 lítri súkkulaðimjúkís frá Kjörís 6 Hlunkar (6 í kassa) 1 flaska Ice Magic (sósan sem harðnar) eða önnur súkkulaði- sósa Vanillumjúkísnum og súkk- ulaðimjúkísnum er hvolft á fat, hlið við hlið, og mótað í skjöld. Látið aftur í frystinn í um það bil (u.þ.b.) 30 mínút- ur. Sprautið sósunni á hálfan skjöldinn, raðið síðan Hlunk- unum í sverð fjórum í röð og tveimur þvert á. Meðfylgjandi teikning skýr- ir uppskriftina. Tryggvi Páll Kristjánsson, Bárugötu 34, 101 Reykjavík, fékk þriðju verðlaun: Kastali Ríkharðs ljóns- hjarta! Skerið niður vanillu- og súkkulaðimjúkís frá Kjörís í bita og frystið aftur, helst yfir nótt. Síðan er bitunum raðað upp í óreglulegri röð, hvað varðar liti, og búinn til kast- ali. Síðan er hann skreyttur með LEGO-körlum. í þennan ísrétt þarf mikinn ís frá Kjörís. Til dæmis er hægt að frysta ískastalann á LEGO-plötu, grænni, þá er auðveldara að festa hlutina á og heildar- myndin verður skemmtilegri á að líta. Verði ykkur að góðu! Mörg ykkar senduð myndir með tillögunum að ísveislunni. Ákveðið var að veita viður- kenningu, svona auka - ávísun á 5 Hlunka - fyrir nokkrar þeirra. Við birtum þær hér með ísveislunum. Kjörís, LEGO og Myndasögur Mogg- ans þakka ykkur öllum sem tókuð þátt í leiknum fyrir þátt- tökuna og óska vinnings- höfunum til hamingju. Kjörís og LEGO munu á næstu dögum senda verð- launahöfunum vinningana. ÞÓRODDUR Björnsson, Urðarbakka 16, 109 Reykjavík, gerði þessa flottu mynd. MARÍA Björg Magnúsdóttir, Lækjarhvammi 16, 220 Hafnar- fjörður, er höfundur þessarar skemmtilegu myndar. HANNES Þ. Þorvaldsson teiknaði og litaði fína mynd. JÓN Helgi Hólmgeirsson, Hvassaleiti 157, 103 Reykjavík, er listamaðurinn sem gerði þessa glæsilegu kastalamynd. | J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.