Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvað á ég að gera? SKIPTIÐ blaði á stærð við opnuna í Mogganum í tólf reiti og merkið hvern reit frá 1 upp í 12. Leggið blað- ið á gólfið. Þátttakendur standi 1,5-2 metra frá blað- inu og kasti til skiptis mynt, tölu, pox-sleggju eða ein- hverju keimlíku á blaðið. Ef hluturinn lendir til dæm- is (t.d.) á reit númer fjögur, á hann að gera það sem meðfylgjandi reglur segja um reit númer fjögur. 1. Hoppið þrjá hringi kring- um borðstofuborðið og flautið eins og starri. 2. Teljið upp á 20 - og síðan aftur á bak til 1. 3. Segið stutta sögu þar sem talan þrír kemur þrisvar sinnum fyrir. 4. Syngið lag og haldið fyr- ir nefið. 5. Standið á öðrum fæti og galið eins og hani. 6. Veltið ykkur á gólfinu og malið eins og köttur. 7. Hoppið þijá hringi í kringum borðstofuborðið á öðrum fæti. 8. Segið nafnið ykkar - aft- ur á bak. 9. Skríðið undir borðið og syngið lag þar. 10. Segið brandara - en hafið þrjá fingur uppi í ykk- ur á meðan. 11. Teljið upp á 25 - en sleppið annarri hverri tölu. 12. Teiknið eitthvað út í loftið með fíngri og látið hina geta hvað það er. Gic—eo? & Morgunblaðið/Árni Hallgrímsson ÞESSI turn í Legolandi er 36 metrar á hæð og húsið á honum færist hægt upp og niður og snýst í tvo til þrjá VIÐ HÖFNINA. Takið eftir fólkinu í bakgrunni - þa hringi í hverri ferð. Útsýnið er stór- kostlegt og vegna smæðar hlutanna sem búnir eru til úr legókubbunum er eins og horft sé niður úr mun meiri hæð. LEGOL/ Fyrri hluti VITIÐ þið hvað legókubbur er? Já, auðvitað! En - vitið þið hvað legókubbur er stór? Hann er 9,6 x 32 x 16 mm (millimetrar). Það er hægt að raða 6 eins litum legókubbum með átta tökkum (venjulegur legókubbur) á 102.981.500 (eitthundrað og tvær milljónir níu hundruð áttatíu og eitt þúsund og fimm hundruð) mismunandi vegu. Þremur slíkum kubbum má raða á 1.060 vegu, tveimur má raða á margvíslegan hátt - raunar 24. Legoland kallast garður á Mið-Jótlandi austanverðu við bæ sem heitir Billund. Þetta er mjög stór garður, sem var opnaður almenningi 7. júní 1968. Fyrsta árið komu 625.000 gestir til þess að skoða sig um, en síðan 1990 kemur meira en ein milljón gesta í Legoland garðinn árlega. Garðurinn var upp- haflega 44.000 fermetrar en er nú 120.000 fermetrar. Ein ágætis fjögurra herbergja íbúð er svona hér um bil 100 fermetrar! LEGO ævintýrið byijaði 1932 í bænum Billund. Ole Kirk Christiansen hét maður sem smíðaði tréstiga, strau- bretti og tréleikföng. Orðið lego er latína og þýðir að lesa, tína, setja sam- an. En upphaflega var nafnið á leikföngunum - LEGO - búið til úr dönsku orðunum LEg GOdt, sem getur þýtt að leika sér fallega, koma vel saman í leik. Sögu legókubbsins má rekja til ársins 1949, en í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag er hann búinn að vera síðan árið 1958. Frá því að vera lítið fjöl- skyldufyrirtæki árið 1932 LEIKINASEMVIP \ \J\VTÖ?Mm LÉKDM..SUMA Í|?EIMÖUUMj umuM vip.suMA/ _y JÖPDÐDM V\9y ]f 60TTA£>J<D/WAHF£ l)TÁSN/tVi{MfciMN HÓUHH ÖS KlfJA UPP QÓPAK /yiimiNGAR.. HV/&A GÓtXJ MÍNNJKIGAK/ ^vipvoeuMEKiaiAMfam ogfim>\ s FfZA þvi AP VIUHA ( TiU 06 FJÓRI*. ÓOMA |>Ei03<U X/\ MÖTl nÚLU/ | bii FLOTTU HÖ661H MÍN- 06 OLL HÖ06lH} SEM M^TOKUST HIÁ þ&K-X i \ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.