Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI Umrót í öryggis- þjónustu /3 I7ÁRMÁL Nýtt hagvaxtarskeiö annars eðlis? /6 STfÓRNUN Hræösla starfsmanna skiljanleg /8 vrosrapn iaviNNinjr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1995 s BLAÐ B Atómstöðin Auglýsingastofan Atómstöðin mun sjá um allar auglýsingar fyrir sjónvarpsstöðina Sýn, en gengið var frá samningum þess efnis í yikunni. Fram til þessa hefur íslenska auglýsingastofan séð um auglýsingar fyrir Sýn, sem og Stöð 2 en nú hefur Sýn flutt sig um set. Lánasýslan Lítil eftirspurn var eftir spari- skírteinum í útboði Lánasýslunn- ar í gær. Alls bárust gild tilboð að fjárhæð 121 milljón króna og var tekið tilboðum að fjárhæð rösklega 100 milljónir. Flest til- boðanna voru i 20 ára spariskir- teini. Ávöxtunarkrafa bréfanna hækkaði um 1-2 punkta. Hlutabréf Einstaklingum er heimilt að draga 80% kaupverðs hlutabréfa frá tekjum á skattframtali sinu fyrir árið í ár. Til að fullnýta skattfríðindin þurfa einstakling- ar að kaupa hlutabréf í almenn- ingshlutafélagi fyrir 135 þúsund krónur og hjón fyrir tvöfalda þá fjárhæð. Eins og áður er frá- drátturinn háður þvi að viðkom- andi eigi bréfin í þrjú ár. SÖLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 67,00-----------—;-----------------— 66,50..................... 66,00.................................-------- 65,50------------------------------------- 65,00 64,50 64,00 63,50 63,00 62,50 64,54 62,00 H 25. okl. Inóv. 8. 15. 22. Ávöxtun hlutabréf a í nokkrum hlutaíélögum frá áramótum 1123% S.Í.F \112% ÞORMÓÐUR RAMMI \88% HAMPIÐJAN. 67% FLUGLEIÐIR [65% ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR 62% EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS 59% MARÉL 57% LYFJAVERSLUN ÍSLANDS 57% HARALDUR BÖÐVARSSSON 49% SÆPLAST j 49% HLUTABRÉFASJÓÐURINN \47% SR-MJÖL* [ 45% SÍLDARVINNSLAN 40% SKAGSTRENDINGUR 138% SAMEINAÐIR VERKTAKAR 33% ÚTGERÐARFÉLAGAKUREYRINGA \26% ALMENNIHLUTABRÉFASJÓÐURINN 23% AUÐLIND 122% HLUTABRÉFASJ. NORÐURLANOS j 18% SJÓVÁ-ALMENNAR 16% ÍSLENSKI HLUTABR.SJ. 15% JARÐBORANIR 15% ÍSLANDSBANKI 14% GRANDI 11% OLÍUFÉLAGIÐ | 8% ÁRMANNSFELL | 5% TOLLVÖRUGEYMSLAN | 2% KEA | 2% SKEUUNGUR -4% J OLÍS -6% J VINNSLUSTÓÐIN *Fyrstuviðskipti23.jan. 1995. Heimild: KAUPÞING HÉR er sýnd ávöxtun hlutabréfa einstakra félaga frá síðustu áramótum til og með 21. nóvember. Hækkun hlutabréfa endurspeglar batnandi afkomu fyrirtækja og væntingar fjárfesta um að hagur og rekstur þeirra sé viðunandi. Þau þrjú félög sem státa af hæstri ávöxtun frá áramótum eru Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf., Þormóður rammi hf„ og Hampiðjan hf. Miðað er við lokagengi ársins 1994 hjá öllum félögum nema SR-Mjöli vegna sérstöðu fyrirtækisins á markaðnum en það var einkavætt árið 1993. Á töflunni er miðað við gengi bréfa SR-Mjöls hinn 23. janúar 1995 þegar fyrstu viðskipti með þau áttu sér stað á Verðbréfaþingi íslands. Bakslag virðist hafa komið í vöxtinn í ferðaþjónustu á þriðja ársfjórðungi Samdráttur í tekjum af ferðamönnum UM 3,9 milljarða króna afgangur varð á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt bráða- birgðatölum Seðlabankans. Á sama tíma í fyrra varð 4,4 milljarða af- gangur. í því sambandi vekur sér- staka athygli að tekjur í ferðaþjón- ustu drógust saman um 1% á há- annatímanum, í júlí, ágúst og sept- ember, miðað við sama tíma í fyrra. Þannig hefur þróunin algjörlega snú- ist við frá því á fyrri helmingi ársins þegar gjaldeyristekjur í greininni jukust um 25% en tekjuaukningin fyrstu níu mánuðina nemur 14%. Á fyrstu níu mánuðum ársins var viðskiptaafgangurinn 6,2 milljarðar króna samanborið við níu milljarða á sama tímabili í fyrra. Jakob Gunnarsson, deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans segir að minni viðskiptaafgangur nú miðað við sama tímabil í fyrra hafi komið fram á fyrstu mánuðum ársins en annar og þriðji ársfjórðungur séu hins vegar sambærilegir við það sem gerðist í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins juk- ust útflutningstekjur á föstu gengi um 3,4% og innflutningsverðmæti vöru og þjónustu um 6,2% frá sama tíma árið áður. Vöruskiptajöfnuður var lakari um 3,5 milljarða króna þar sem innflutningur jókst um 11,5% en verðmæti vöruútflutnings um 4,9%. Halli á þjónustujöfnuði með vaxtagreiðslum var 6,8 milljarð- ar samanborið við 7,6 milljarða árið áður. Útflutt þjónusta án vaxta jókst um 0,4% vegna meiri gjaldeyristekna af erlendum ferðamönnum en inn- flutt þjónusta minnkaði um 1,9%. Minni tekjur af varnarliðinu Tekjur af varnarliðinu drógust saman um 12% á fyrstu níu mánuð- um þessa árs miðað við sama tíma- bil f fyrra. Tekjur af ferðamanna- þjónustu námu samtals 15 milljörð- um króna á fyrstu nfu mánuðunum, þar af nam eyðsla innanlands 8,6 milljörðum og fargjaldatekjur 6,4 milljörðum. Fyrstu níu mánuðina námu tekjur af varnarliðinu 6,4 milljörðum króna en 7,3 milljörðum á sama tíma í fyrra. Pjármagnsjöfnuður við útlönd var jákvæður um 1,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Er- lendar lántökur til langs tíma námu um 28,3 milljörðum króna en afborg- anir eldri lána 21,6 milljörðum. Hrein lántaka ríkissjóðs nam 16,7 milljörðum króna en.aðrir lántakend- ur endurgreiddu erlend langtímalán um tíu milljarða. Hrein skulda- staða við útlönd, erlend langtíma- og skammtímalán að frádregnum erlendum eignum, er áætluð um 226 milljarðar í lok september, saman- borið við 229 milljarða um síðustu áramót. Þá nam staða langra er- lendra lána 261 milljarði króna í lok september. - § LANDSBRÉFHE yyÁ&^ - "%^ ÁÍ4t*f w*z^y Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Áramótin nálgast. Sérfræðingar Landsbréfa leiðbeina þér í kaupum - á hlutabréfum sem m.a. veita þér um 45 þúsund króna endurgreiðslu tekjuskatts á árinu 1996 af 135 þúsund króna fjárfestingu. Hringdu eða komdu... og nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASIMI !. 8 8 8 í. í) 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.