Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Umrót í öryggisþjónustu ÞAÐ er óhætt að segja að tölu- verðar hræringar hafi verið á markaði fyrir öryggisþjón- ustu að undanförnu. Þar ber hæst athugun samkeppnisyfírvalda á stofnun Neyðarlínunnar hf. sem mun annast rekstur neyðarvaktstöðvar fyrir landið allt. Athugunin leiddi ýmsar útgáfur samkeppnishindrana í ljós. Þannig reyndist dómsmála- ráðuneytið hafa raskað samkeppnis- skilyrðum á þessu sviði, stserstu fyr- irtækin á markaðnum höfðu með sér náið samstarf og tilburðir voru uppi sem virtust miða að því að takmarka aðgang nýrra aðila að markaðnum. En þar fyrir utan hafa þær breyt- ingar orðið á markaðnum að þrjú ný fyrirtæki hafa tekið að bjóða ör- yggisþjónustu sem sumpart er ný- stárleg því um er að ræða samstarf við sendibílstjóra og leigubílstjóra. Stofnun Neyðarlínunnar hf. byggðist á lögum um að komið verði á samræmdri neyðarsímsvörun fyrir landið allt. Þar verður hægt taka við tilkynningum um fólk í neyð og eign- ir í hættu, ásamt beiðnum um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og aðra neyðaraðstoð. Dómsmála- ráðherra gerði í framhaldi af útboði samning við Póst og síma, Slökkvilið Reykjavíkur, Slysavarnafélagið, Securitas, SSvaka hf. og Vara hf. um uppbyggingu og rekstur neyðarvakt- stöðvar. Aðeins einu öðru fyrirtæki, Öryggisþjónustunni hf., var gefinn kostur á að gerast hluthafi í félaginu. Kvartað yf ir misrétti Hópur öryggisþjónustufyrirtækja undir forystu Nýherja hf. kvartaði við Samkeppnisstofnun í september sl. yfir meintu misrétti sem þessi samningur dómsmálaráðherra fæli í sér. Beindist kvörtunin sérstaklega að þeirri fjárhæð sem hverju og einu fyrirtæki í viðskiptum við stöðina var ætlað að greiða til hennar án tillits til umfangs þjónustu. Ennfremur var bent á að rekstrar- legar ákvarðanir hinnar sameigin- legu neyðarsímsvörunar yrðu í hönd- um aðila sem nú þegar hefðu yfir- burðastöðu á markaðnum þannig að hætta yrði á fákeppni og jafnvel ejn- okun. Skömmu eftir að þessi kvörtun kom fram sendi dómsmálaráðuneytið samninga og samþykktir Neyðar- línunnar til umsagnar samkeppnisyf- irvalda. Athugun Samkeppnisstofnunar beindist einkum að fjórum þáttum málsins. í fyrsta lagi varð stofnun- inni starsýnt á samstarf stærstu fyr- irtækjanna á markaðnum, Securitas og Vara, sem eru sögð hafa 70-80% hlutdeild á markaði fyrir öryggis- kerfi og fjargæslu og 100% af mark- aðnum fyrir farandeftirlit. Hefur Vari þegar flutt vaktstöð sína í stjórnstöð Securitas en auk þess er útköllum og farandgæslu sinnt af öryggisvörðum Securitas. Sívaki og Securitas hafa einnig verið í nokkru samstarfi. Þannig býður Sívaki við- skiptavinum sínum að tengja inn- brota- og brunavarnakerfi, auk ör- yggishnappa, við stjórnstöð Securit- as. Samkeppnisráð telur í þessu sam- bandi að lagaákvæði um samruna eða yfírtöku fyrirtækja komi hér til álita. í öðru lagi beindist athygli Sam- keppnisráðs að árlegu 5 milljóna króna föstu rekstrarframlagi sem fyrirhugað var að innheimta af fyrir- tækjum í viðskiptum við Neyðarlín- una. Gerði ráðið þá kröfu að þessi fjárhæð yrði lækkuð í 1-2 milljónir til að auðvelda nýjum aðilum á sviði öryggisþjónustu aðgang að mark- aðnum. I þriðja lagi var farið fram á að Neyðarlínan keppti ekki við einkafyrirtæki og að stofnsamningi yrði breytt til samræmis. Þá þurfa í fjórða lagi að liggja fyrir þau skil- yrði sem fyrirtæki eiga að uppfylla til að samningar milli þeirra og Neyð- arlínunnar öðlist samþykki dóms- málaráðherra. Loks er ónefnd viljayfirlýsing fjög- urra af aðstandendum Neyðarlínunn- ar sem undirrituð var þann 16. mars sl. um að þessir aðilar muni ekki keppa sín í milli. Telur Samkeppnis- Töluverðar hræringar hafa verið meðal íyrir- tækja í öryggisþjónustu. Tveir stærstu aðil- arnir á markaðnum hafa tekið upp náið samstarf og hafa enn aukið forskot sitt fyr- ir tilstyrk dómsmálaráðuneytisins á sama tíma og ný íyrirtæki skjóta upp kollinum. Kristinn Briem kynnti sér þessar óvenjU- legu markaðsaðstæður. Morgunblaðið/Ásdís VARI hefur nú flutt stjórnstöð sína til Securitas. ráð þetta skýlaust brot á samkeppn- islögum. Skapar forskot í samkeppninni Það er mat ráðsins að með samn- ingi dómsmálaráðuneytisins og Neyðarlínunnar hf. hafí hið opinbera veruleg áhrif á samkeppnisaðstæður á þeim markaði sem snýr að þjón- ustu öryggisfyrirtækja. Allt að fjór- um öryggisþjónustufyrirtækjum, þ.m.t. tveimur stærstu fyrirtækjun- um, er heimiluð eignaraðild og að- gangur að fullkominni neyðarvakt- stöð sem reist verður og rekin að meginstefnu fyrir opinbert fé. Að mati Samkeppnisráðs mun þátttaka þessara fyrirtækja í neyðarvaktstöð- inni skapa þeim forskot í samkeppni á markaðnum. Samkeppnisyfirvöld ætla að fylgjast grannt með þróun- inni og sannreyna hvort breytingarn- ar á samningum og samþykktum Neyðarlínunnar hafi tilætluð áhrif á samkeppnina á markaðnum. Aðstandendur Neyðarlínunnar hf. hafa þegar lýst því yfir að þeir muni fara að tilmælum Samkeppnisráðs. Þá segja þeir viljayfírlýsingu um sam- keppni hafa verið lagða fram í upp- hafi þegar menn voru að nálgast hvor annan, en hafi ekkert gildi lengur. Hin mesta hneisa fyrir dómsmálaráðuneytið Sverrir Ólafsson hjá Nýherja hafði forgöngu um að kvörtun var send til Samkeppnisstofnunar vegna Neyðarlínunnar. Fyrirtækið hefur selt öryggisbúnað af ýmsu tagi og hafði hug á þátttöku í stofnun hluta- félags um neyðarsímsvörun. Svar fékkst hins vegar aldrei frá ráðuneyt- inu. „Álit Samkeppnisráðs er mjög í þá veru sem við áttum von á. Þetta mál er hin mesta hneisa fyrir dóms- málaráðuneytið sem gekk frá samn- ingum í blóra við samkeppnislög. Þarna var ákveðnum aðilum hyglað sem eru stórir á markaðnum og hafa einkaaðstöðu. Það átti að læða þess- um samningi í gegn og útiloka aðra frá markaðnum. Samkeppnisráð tek- ur af skarið með það að þessir aðilar eigi ekki að geta náð sér í einkaað- stöðu með háu aðgangsgjaldi og samþykktum sem útiloka aðra frá stöðinni. Hitt er annað að þetta mál er al- gjört klúður því það átti aldrei að hleypa neinum inn í þetta fyrirtæki nema opinberum aðilum. Einkaaðilar ættu að standa fyrir utan þannig að allir njóti jafnræðis," sagði Sverrir. Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Andra hf. og Vaktar- 24, segir uppbyggingu Neyðarlín- unnar fáránlega. „Ég veit ekki til þess að það þekkist nokkurs staðar í heiminum að blanda saman einka- rekstri og opinberum rekstri í svona fyrirtæki." „Erum enn í mikilli samkeppni" Ýmsar spurningar hafa vaknað um hið nána samstarf Vara og Secu- ritas í tengslum við þetta mál og er því jafnvel haldið fram að eignar- haldstengsl séu á milli fyrirtækjanna. Upphafið að samvinnunni er rakið til haustsins 1994 þegar fyrirtækin tvö ásamt Slökkvistöð Reykjavíkur og Slysavarnafélaginu ákváðu að vinna að símsvörun fyrir neyðarnúm- erið 112. Þessir aðilar sendu sameig- inlega inn eitt tilboð þegar stofnun og rekstur neyðarvaktstöðvarinnar voru boðin út. „Við sáum þá að rekst- urinn á stjórnstöðvum fyrirtækjanna þyrfti að vera svo hnökralaus að hann þvældist ekki fyrir aðalstarf- semi Neyðarlínunnar sem felst í því að svara í símann 112," segir Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Vara. „Þess vegna hófust viðræður sl. vor um að keyra saman öryggismiðstöðv- arnar. , Þessi samkeyrsla átti að leiða til þess að fjargæsla á öryggiskerfum væri orðin nægilega smurð til þess að starfsmenn Vara og Securitas gætu gengið að kerfum beggja fyrir- tækjanna þegar Neyðarlínan hæfi störf. Öryggismiðstöð Vara var því flutt til Securitas ásamt starfsmönn- um þar sem samkeyrsla stendur nú yfir. Þessar tvær öryggismiðstöðvar munu síðan flytjast saman inn til Neyðarlínunnar þegar hún verður opnuð. Þá á símsvörunin fyrir öryggi- skerfin úti í bæ ekki að valda truflun á svörun í neyðarsímann 112." Viðar segir að ðll ðnnur starfsemi fyrirtækjanna sé aðgreind og ástæðulaust að óttast minnkandi samkeppni á þessum markaði. „Við erum áfram í samkeppni hvor við annan í sölu og uppsetningu öryggis- kerfa. I mjög mörgum tilvikum bjóða opinberir aðilar út öryggiskerfi fyrir opinberar byggingar og senda þá útboðsskilmála bæði til Vara og Securitas. Álit Samkeppnisstofnunar fjallar um starfsemi öryggismið- stöðvanna og því er eðlilegt að svo liti út sem vaktstöðin sé uppistaðan í starfsemi fyrirtækjanna. í þeirri deild Vara eru þó aðeins fjórir starfs- menn en þar að auki erum við með 4 manna markaðsdeild, 3 manna þjónustudeild og 7 manna tækni- deild. Við erum t.d. að selja öryggi- skerfin sjálf í mikilli samkeppni við Securitas og mörg önnur fyrirtæki." Hann kvaðst þó getað tekið undir það að fyrirtækin hefðu ákveðið for- skot á markaðnum með þátttöku í Neyðarlínunni, en á það bæri að líta að þau hefðu haft mikla yfírburði á markaðnum fyrir. Þá gæti hver sem er keypt sig inn í Neyðarlínuna. Hörð samkeppni í sölu búnaðar Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, tekur í svip- aðan streng og bendir á að skipta megi markaðnum í nokkra hluta. „Það ríkir hörð samkeppni í sölu á búnaði og þar eru fjölmörg fyrir- tæki. Þá er mikil samkeppni í upp- setningu á búnaði. Hins vegar hafa einungis tvö fyrirtæki verið í rekstri stjórnstöðva af einhverri alvöru en önnur fyrirtæki sem reynt hafa fyrir sér hafa hætt rekstri. Það er tvennt sem liggur að baki samvinnu fyrirtækjanna. Við náum fram hagkvæmni stærðarinnar og öryggi viðskiptavina Vara eykst um allan helming því við höfum mun fleiri bíla en þeir höfðu. Samvinnan er einnig hugsuð sem forstig að Neyðarlínunni sem hefur starfsemi 1. janúar. Neyðarlínunni er fyrst og fremst ætlað að svara neyðarsím- hringingum en ekki öryggiskerfum. Með samkeyrslu á stjórnstöðvar- rekstrinum höfum við auðveldað Neyðarlínunni að ganga í gegnum barnasjúkdómana. Það er hins vegar algjörlega úr lausu lofti gripið að Securitas eða eigandi þess sé jafn- framt eigandi Vara." Leigubílstjórar virkjaðir En um svipað leyti og Samkeppn- isráð sendi frá sér sína skýrslu hafa ný fyrirtæki verið að spretta upp á sviði öryggisþjónustu, eins og fyrr segir. Þar á meðal er fyrirtækið Vakt24. Það býður lægra verð en önnur fyrirtæki á markaðnum að eigin sögn og er mánaðargjaldið fyr- ir tengingu húss við stjórnstöð 1.800 krónur. Þá hóf Öryggismiðstöð íslands hf. starfsemi um miðjan september sl. Fyrirtækið sinnir öllum þáttum ör- yggisgæslu, þ. á m. rekstri öryggi- smiðstöðvar allan sólarhringinn en öryggisverðir annast farandgæslu og staðbundna gæslu. Það selur auk þess ýmsar tegundir búnaðar á borð við viðvörunarkerfi vegna bruna og innbrota. Loks má nefna Öryggisþjónustuna sem hefur gert samning um gæslu við bíistjóra á sendibílastöðinni 3x67. Þessi fyrirtæki eiga ekki upp á pallborðið hjá stóru fyrirtækjunum á rnarkaðnum eins og nærri má geta. „Ég gef ekki mikið fyrir öryggissjón- armiðin hjá Öryggisþjónustunni sem hefur samið við sendibílstjóra um gæslu og Vaktar24 sem nýtir leigu- bílstjóra," segir Hannes Guðmunds- son. „Þetta fyrirkomulag er hvergi til staðar í heiminum og ekki ýkja flókið að átta sig á ástæðum þess. Öryggisgæsla er sérstakt fag þar sem menn verða ekki þjálfaðir á einu kvöldi. Leigubílstjórar eru stór stétt manna á öllum aldri. Okkar öryggis- verðir í farandgæslu eru hraustir og frískir menn sem að jafnaði eru ekki eldri en 35 ára og ailir með hreint sakavottorð. Þá á algjörlega eftir að svara því hvernir lyklavarsla fer fram hjá þessum aðilum, en meðferð lykla að einkaheimilum og fyrirtækjum er ekki lítið mál. Við fögnum því þeirri ábendingu Samkeppnisráðs að dóms- málaráðuneytið þurfi að setja reglur um aðgang fyrirtækja að Neyðarlín- unni." Ekki með byssu og kylfu Haraldur Haraldsson hjá Vakt24 vísar gagnrýni af þessu tagi á bug og segir bílstjórana ekki eiga að fara út úr bílunum. „Það gætir þess mis- skilnings um öryggisverði sem fara á staðinn eftir útkall að þeir eigi að ganga um með kylfu og byssu. Þeir eiga að sitja úti í bíl og tilkynna stjórnstöð hvað sé um að vera. Síðan kemur tengiliður viðkomandi eigenda húsnæðis á vettvang að ósk stjórn- stöðvar. Hjá okkur verða aldrei færri en 40 bílar á vakt hverju sinni, bæði í Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Kópavogi og víðar. Þeir eru fljótir á staðinn ef tilkynning berst til stjórn- stöðvar og geta t.d. gefið upplýs- ingar til lögreglu." IslaixdL og evropskt \íðskiptaumhverfi í tilefni opnunar upplýsingaskrifstofu Euro-Info á íslandi verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum föstudaginn 24. nóvember 1995 kl. 09.00-11.30. "• Dagskrá Setning 3ón Ásbeigsson, framkvæmdastjóri Útflutningsiáðs ísiands Ávarp Islensk fyrirtæki og evrópska efnahagssvæðið, Finnur Ingólfsson iðnaðar -og viðskiptaraðherra Erindi The role of the European Union in stimulating trade, Mr. Harald Hartung frá DGXXIII-deild Evrópusambandsins -------------------------------------------------• Kaffihlé Erindi Hvemig eiga íslensk fyrirtæki að hagnýta sér stuðningskerfi ESB, Orri Hlöðversson starfsmaður Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna Erindi íslensk þekking í alþjóðlegu samstarfi, GuðmundurÖmlngólfsson framkvæmdastjóri Máka áSauðárkróki Pallborðsumræður Asamt frummælendum taka þeir Lárus Asgeirsson frá Marel, Ingvar Kristinsson frá Silfurtúni og Guðbrandur Sigurðsson frá Islenskum sjávarafurðum þátt í umræðunum. Aígangur er ókcypis og öllum opinn ffl ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstígur 1 101 Reykjavík sími 511 4000 bréfsfmi 511 404O tölvupósifnng euroinfo @icetrade.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.