Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Móttaka auglýsinga Til að tryggja auglýsendum að efni þeirra birtist á réttum tíma er mikilvægtað auglýsingar berist blaðinu í tæka tíð. Fresturtilað skila auglýsingum tilbúnum á filmu eða pappír er til kl. 12.00 daginn fyrir birtingu og fyrir kl. 16.00 á föstudegi ef birting er í sunnudagsblaðinu. Auglýsingum sem skilað er á tölvudiskum eða á Interneti skal skila sólahring fyrr en filmum. Auglýsingar sem fara í filmuvtnnslu í Morgunblaðinu og birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að berast til blaðsins fyrir kl. 12 á ftmmtudögum. Skilafrestur á auglýsingum í Morgunblaðib Sérauglýsingar Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Smáauglýsingar Fasteignaauglýsingar Leikhús/bíóauglýsingar Dánarauglýsingar Skilafrestur á auglýsingum í sérblöo Morgunblabsins fþróttablað Úr verinu Myndasögur Moggans Viðskipti/atvinnulíf Dagskrá Daglegt lif/ferðalög Fasteignir/heimili Lesbók Menning/listir Biiar Fyrir virka daga og laugardaga Fyrir sunnudags- blaðiO kl. 16.00 tveimur dðgum fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á fóstudegi kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 tveimur dögum fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi Útgáfudagur þriðjudagur miðvikudagur miðvikudagur fimmtudagur fimmtudagur föstudagur föstudagur laugardagur laugardagur sunnudagur Skilatimi kl. 12.00 laugardag kl. 12.00 mánudag kl. 12.00 mánudag kl. 12.00 þriðjudag kl. 16.00 þriðjudag kl. 12.00 þríðjudag kl. 16.00 þriðjudag kl. 16.00 miðvikudag kl. 16.00 miðvikudag kl. 16.00 miðvikudag Netfang: mblaugl@centrum.is VIÐSKIPTI HUGVITIÐ LEYST ÚRLÆÐINGI SDfanrgnnMðSitö -kjarnimálsins! ÞANN 28. nóvember nk. er væntanlegur hingað til lands Dr. Edward de Bono, einn fremsti sér- fræðingur heims' á sviði skapandi hugsunar. Hann mun halda nám- stefnu á vegum Stjórnunarfélags íslands á Scandic Hótel Loftleiðum um það hvernig einstaklingar geta leyst hugvitið úr læðingi. Að mati Dr. de Bono er ljóst að aukin þörf er fyrir nýjar lausnir og fólk þarf að tileinka sér ný vinnubrögð til að geta dafnað og mætt nýjum væntingum og kröfum í lífinu. Meðal þeirra má nefna Shell, BP, Ford, IBM, British Airways, Kodak, 3M og fjölda annarra. Hann er einnig vin- sæll rithöfundur og hefur gefið út 45 bækur sem hafa verið þýddar á 26 tungumál. Þá má geta þess að dr. de Bono hefur framleitt tvær umfangsmiklar sjónvarps- þáttaraðir, tíu þátta röðina de Bono's Thinking Course, sem gerð var fyrir BBC og 13 þátta röðina The Greatest Thinkers, sem fjármögnuð var af IBM og Encyclopedia Britannica. Sköpunargáfan ekki aðeins náðargjöf Dr. Edward de Bono leggur áherslu á að sköpunargáfa er nokkuð sem þarf að læra og þroska með sér, einbeita sér að og leggja rækt við. Hann telur að sköpunargáfa sé ekki aðeins náðargjöf heldur geti einstaklingar örvað hugsun með sérstökum hjálpartækj- um, sem auðvelda þeim að virkja hugarorku sína. Eitt af þeim hjálpartækjum sem Dr. de Bono fjallar um á námstefn- unni er gagnvirk hugsun. Til að losna frá óljósum og ruglingslegum skýringum á hugtakinu sköpunar- gáfa þá bjó hann til hugtakið „gagnvirk hugsun" árið 1967. (Orðið er nú viðtekið í Oxford Engl- ish Dictionary). Gagnvirk hugsun Dr. de Bono er vinsæll fyrirlesari og ráðgjafí fjölda erlendra stórfyrirtækja, segir Arni Sigfússon, sem kynnir hér væntan- legan gest Stjórnunar- félags íslands. ff-v'- U |4; ^ , ^^rP^^ i>.i^^ Dr. de Bono á sérstaklega við um breytingu á hugmyndum og skynjunum. Dr. de Bono er menntaður í læknisfræði og sálfræði og nálgast viðfangsefni sín frá því sjónarhorni. Gagnvirk hugsun grundvallast á því að heil- inn starfar sem sjálfskipulagt kerfí og myndar óregluleg mynstur. Fyr- ir hendi er stærðfræðileg þörf til að vinna þvert á þessi mynstur sem Er þér borgað fyrir að hugsa? Ef svo er skaltu ekki missa af námstefnunni með dr. Edward de Bono sem líklega er þekktasti fyrirlesari og fræðimaður sem til íslands hefur komið í seinni tíð. Ennþá eru örfá sæti laus - skráðu þig sem fyrst. Námstefnan verður haldin á Scandic Hðtel Loftleiðum þriðjudaginn 28. nóvember 1995, frá kl. 9 til 16. AftMMtntfckr. 29.900. Srtiwrfckr. 25.415 (15% afsl.). tatffaMfc Vönduð námstefnugögn, morgunkaffi, hádegisverður, stðdegiskaffi og meðlæti. Skráðu þlg fyrlr morgundaglnn, í östudaglnn 24. nóvember og f áðu nýjustu bók dr. de Bonos, „Serlous Creativlty", íkaupbaatl. Hringdu í dag: 562 1066 Stjórnunarfélag íslands leiðir til^ hugtaksins „gagnvirk hugsun". í bókinni The Mechanism of Mind frá 1969, lýsir de Bono hvernig tauganet vinna sem sjálf- skipuleggjandi kerfi. Það er loks nú, tuttugu árum síðar, að þetta er orðin viðurkennd skoðun meðal þeirra sem starfa við rannsóknir á upplýsingakerfum heilans. Kenningar dr. de Bono í framkvæmd Engin borg í heiminum hafði áhuga á að halda Ólympíuleikana 1984 vegna þess gífurlega taps sem varð á 97. leikunum í Montre- al, en borgin situr enn í skuldasúpunni. Að lokum samþykktu borgaryfirvöld í Los Angeles að halda leikana með því skilyrði að fram- kvæmdastjórnin ábyrgðist að ekki yrði tap á framkvæmd- inni. I stað taps varð rekstrar- afgangur upp á 215 milljónir dala. Þegar skipuleggjandi leikanna Peter Uberroth var spurður í blaðaviðtali (Was- hington Post, 30. september 1984) hvernig hann hefði fengið allar þessar nýju hug- myndir, sem voru nauðsynleg- ar til að ná árangri, þakkaði hann árangurinn notkun sína á kenningum dr. de Bono. Upp frá því hafa margar stór- borgir sóst eftir að halda leik- ana. Fyrir 100. leikana bitust alls sjö borgir um að fá að halda þá. Borgirnar eyddu alls um 70 milljónum dollara í kynningarstarf, í von um að hreppa hnossið. Fleiri dæmi má nefna um ágæti kenninga dr. de Bono: • Átta árum eftir að dr. de Bono hafði verið beðinn að leiðbeina öllu starfsfólki í rannsóknardeild höfuð- stöðva fyrirtækisins 3M í gagn- virkri hugsun, sagði forstöðumaður deildarinnar að fyrirlesturinn hefði haft meiri áhrif á rannsóknarvinnu þeirra, en nokkuð annað sem þau hefðu gert. • Árið 1990 mælti IBM með því við framkvæmdastjóra sína um all- an heim, að þeir nýttu sér kennslu- efni sem dr. de Bono hafði þróað. • Dr. de Bono starfaði með iðnað- arframleiðsludeild DuPont fyrir- tækisins (ársvelta 5 milljarðar dala). Eftir nokkra mánuði hafði umtalsverður sparnaður náðst við notkun aðferða dr. de Bonos við framleiðsluna. Hvaða hag hafa íslendingar af mannauði og skapandi hugsun? Sköpunargleði örvar hugsanir fólks og vekur áhuga þess á því sem það tekur sér fyrir hendur. í fiskiðnaði hafa landsmenn náð miklum árangri með tækninýjung- um. Má þar nefna t.d. tölvuvogir, öryggiskerfi og flæðilínur í físk- vinnslu. Margar þessar uppfmning- ar hafa vakið heimsathygli og fs- lendingar hafa náð ákveðnu for- skoti umfram aðrar þjóðir á þessu sviði. Þörf er á fleiri sllkum nýjung- um í öðrum greinum, ekki síst í ýmsum greinum iðnaðar og ferða- þjónustu, sem verða sífellt mikil- vægari fyrir Islenskt atvinnulíf. Skólakerfi okkar á öllum stigum þarfnast virkari leiða til að örva hugsun. Námstefna dr. Edward de Bono er mikilvægt skref I þá átt að virkja þá auðlind sem I man- nauði landsins er fólgin, þannig að hún nýtist sem best og leysi þá krafta úr læðingi sem skipt geta sköpum um framtíðarvelgengni ís- lensks atvinnulífs. HSfundur er framkvæmdasíjóri Sljórnunarfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.