Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 B 5 VIÐSKIPTI PlayStati- on á Islandi SKIFAN hefur nú sett á markað hér á landi PlayStation sjónvarps- leikjaspilarann frá Sony. Hann hefur reyndar fengist hér síðan í september en formlegur útgáfu- dagur var síðastliðinn laugardag. Sem kunnugt er stýrði Olafur Jóhann Ólafsson markaðssetning- unni á PlayStation þegar hann var forsljóri Sony Interactive Entertainment. Hann lagði mikla áherslu á að verði spilarans yrði haldið undir 300 dollurum (19.500 krónum) og óttuðust ýmsir aðrir sljórnendur fyrirtækisins að það bæri of lítið úr býtum með þeirri verðlagningu. Ólafur Jóhann vildi hins vegar hafa tækin sem ódýr- ust en vinna það upp með aukinni sölu á hugbúnaði. Ólafur Jóhann hafði sitt fram og segir Jóhann D. Vestarr, fram- livæmdastjóri hugbúnaðardeildar Skifunnar, að nú hafi um 300.000 Play Station leikjatölvur selst í Evrópu frá því þær komu á mark- að í september. „Þetta er stærsta átak í markaðssetningu hjá Sony síðan geislaplatan kom á markað. Skífan er með einkaumboð fyrir gripinn á íslandi og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja. Sjónvarp- sleikjaspilarinn var kynntur með húllumhæi í Kringlunni um síð- ustu helgi og sölunni er nú fylgt eftir í Megabúðinni og verslunum Skífunnar. Vegna mikillar sölu í Evrópu höfum við átt í erfiðleik- um með að tryggja okkur spilara. Við höfum nú þegar fengið 50 eintök og vonumst til að ná 300 til viðbótar. Spilarinn kostar 35.990 krónur og hver leikur kost- ar 4.900 kr. Meira en 40 leikir koma á markaðinn hér fyrir jól- in." Jóhann leggur áherslu á að „PlayStation" sé leikjatölva fyrir fullorðna ekki síður en börn. „ÖU hönnun hefur verið miðuð við að allir aldurshópar hafi gaman af. Til dæmis er töluvert um að hringt sé frá útgerðum og tölvur pantaðar um borð í togara." HÖNNUN GÆÐI ¦ SSffi .w Á.GUÐMUNDSSON HF. WWr húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Simi 557 3100 <Q> Sannur gæðingur Tulífp computers Gæðamcrkið frá Hollandi ÍSJYTT >-^ pentium Pentium 120 850 MB diskur 8 MB minni Ethemet á móðurborði kr. 194.900 (Q^NÝHERJI SKAFTAHI.IÐ24-SIMI 569 7700 fAX 569 7799 ERTÞU AÐ MISSA AF LESTINNI? TVOFOLD AFSKRIFT HJÁ REKSTRARAÐILUM SEMFJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÓT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. Ráðgjafar Glitnis eru sérfróðir um hvernig rekstraraðilar geta nýtt sér þessar heimildir. Þórður Kr. Jóhannesson Sigfús Á. Kárason Sigurður L. Sœvarsson ráðgjafi ráðgjafi ráðgjafi Hafðu samband og kynntu þér málið. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.