Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 6

Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Framleiðni- aukningarundrið Fjármál á fimmtudegi Vísbending er um að nýtt hagvaxtarskeið íslendinga sé annars eðlis en hagvöxtur fyrri ára, skrifar Sigurður B. Stefánsson. Hátækni, upplýsingasamfélagið og afnám hafta í viðskiptum hafa þegar valdið stórfelldum umskiptum í íslenskum fyrirtækjum. Framleiðsla á mann á Islandi 1980-95 og áætluð til 2000 Vísitala, 1980 = 100 i—i—i—i—i—i—i—r ’85 1990 1—I—T~l—I..TT '95 2000 ...I 1971.4- 1980.1- 1981.3- 1990.3- 1980.1 1981.3 1990.3 1995.1 2,5% 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum 1989-1995 Aukning í dollurum frá sama mánuöi fyrra árs 5$ ~ mm □r -|i| • 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 50% ■ 45- Utflutningur sem hlutfall af VLF 1970-95 Meðaltal tímabilsins er 35,4%. Súlurnar sýna frávik frá meðaltalinu ll-.iL.lill 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Markaðsvextir af húsbréfum 8---------- 1993-95 1993 1994 1995 FRAMLEIÐSLA á mann á íslandi hefur ekki breyst mikið á síðustu árum. Eftir kröftugan vöxt og tekjuaukningu árin 1984 til 1987 tók við stöðnunarskeið frá 1988. Efnahagslægð í viðskiptalöndun- um sem hófst um svipað leyti hjálpaði ekki til og árin 1991 til 1993 lækkaði markaðsverð á sjávarafurðum um 25% um leið og draga þurfti meira úr afla- heimildum á Islandsmiðum en dæmi voru til. Framleiðsla á mann (framleiðni) hefur aukist um ná- lægt 2% hvort áranna 1994 og 1995 en þó er hún enn ekki kom- in á sama stig og hún náði hæst árið 1987. Þótt enn séu aðeins um tvö ár liðin frá því að nýtt hagvaxtar- skeið íslendinga hófst haustið 1993 eru ákveðnar vísbendingar um að það sé annars eðlis en hag- vöxtur hér á fyrri árum. Allt frá stríðslokum og fram undir árið 1980 nutu íslendingar ríkulegs hagvaxtar og tekjuaukningar um- fram flestar þjóðir meðan unnt var að auka afrakstur fiskistofnanna og fyrstu skrefin voru tekin til orkunýtingar í stórum stíl. Frá því seint á áttunda áratugnum er eins og dregið hafi úr framleiðniaukn- ingu ef árin 1984 til 1987 eru undanskilin og á þeim tíma hafa íslendingar dregist langt aftur úr samkeppnisþjóðum okkar í OECD. Á árunum 1980 til 1994 jókst t.d. framleiðsla á mann í ríkjum OECD um 29% samtals en ekki nema 16% á íslandi. Stökkbreyting verður í framleiðni í Bandaríkjunum frá árinu 1990 Súluritið efst til hægri sýnir að á tíunda áratugnum hefur orðið stökkbreyting í framleiðni í Bandaríkjunum. Eftir tuttugu ára hægagang á áttunda og níunda áratugnum þegar tekjur láglauna- fólks stóðu nokkurn veginn í stað og árleg framleiðniaukning var aðeins 0,6 til 0,9% (sjá lægri súl- urnar þijár) er nýtt skeið há- tækni- og upplýsingaþjóðfélagsins tekið við og framleiðni er orðin 2,2% árlega að jafnaði frá árinu 1990. Er hugsanlegt að sömu þættir og hafa meira en tvöfaldað framleiðniaukningu í Bandaríkj- unum séu einnig famir að hafa áhrif í þjóðarbúskap Íslendinga? Er hugsanlegt að íslendingar séu teknir að færast „frá handafli til hugvits", svo að vísað sé til orða Þorkels Sigurlaugssonar fram- kvæmdastjóra hjá Eimskip og bók- ar hans frá árinu 1993 þar sem hann fjallar um þekkingu og nýt- ingu hennar og þau miklu áhrif sem hún mun hafa á þjóðfélög, einstaklinga og fyrirtæki í fram- tíðinni? (Framtíðarsýn, Reykjavík 1993.) Lítum aðeins nánar á fram- leiðniaukningarundrið í Bandaríkj- unum á síðustu árum áður en vik- ið er að framvindunni á næstu árum hér. Bandaríkjamenn nefna hið nýja hátækni- og framleiðniskeið „The Age of Productivity“ (Business Week, 16. október sl.). Fyrirtækin eru að breyta og endurskipuleggja starfsemi sína eftir því sem ný upplýsingatækni ryður sér til rúms. Sá sem ekki bregst við og hagræðir, bætir þjónustuna við viðskiptavinina og beitir nýjustu tækni í starfseminni., hann staðn- ar, heltist úr lestinni og deyr. Bandaríski hlutabréfa- m irkaðurinn nær forystu á nýjan leik Bandaríkjamenn eru ekki búnir að gleyma basli sínu á sjöunda og áttunda áratugnum þegar Japanir æddu fram úr þeim og hver fram- leiðsluvaran á fætur annarri heima fyrir allt frá bílum til sjónvarps- tækja virtist vera búin að glata samkeppnishæfni sinni. Afleiðing- amar komu skýrt fram í viðskipt- um með hlutabréf. Árið 1988 var hlutabréfamarkaður í Tókíó orðinn 44% af heimsmarkaði hlutabréfa og hafði stækkað úr 27% á árinu 1980. Á sama tíma minnkaði markaðsvirði hlutabréfa í Banda- ríkjunum sem hlutfall af heims- markaði úr 50% í 29%. Núna eru bandarísk fyrirtæki að fjárfesta í miklum mæli í nýrri tækni, vélum og tækjum og hagn- aður þeirra sem hlutfall af lands- framleiðslu er mun hærri en á níunda áratugnum. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn er aftur búinn að ná forystuhlutverkinu en verðið þar hefur hækkað um 75% síðan árið 1990 á sama tíma og hlutabréfaverð í Japan hefur lækk- að um 50%. Það er framleiðn- iaukningarundrið sem veldur öllu þessu, eða um 2,2% framleiðslu- aukning á mann árlega síðan árið 1990 (sjá meðfylgjandi súlurit). Bandaríkin eru nú í fremstu röð meðal iðnríkjanna ef mælt er eftir framleiðniaukningu og fjölda nýrra starfa sem árlega verða til. Nú eru liðin hátt í fimm ár frá því að uppsveiflan í þjóðarbú- skapnum þar hófst og venjulega er tekið að draga úr framleiðslu á mann þegar svo langt er liðið á hagsveifluna sem í heild tekur að jafnaði um sjö til tíu ár. í þetta skiptið jókst framleiðsla á mann um hvorki meira né minna en sem næmi 3,5% ársvexti á öðrum fjórð- ungi ársins 1995. Kjör bandarískra launþega lagast eftir langvarandi stöðnun Það er áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna framleiðni tekur allt í einu að blómstra á tíunda áratug aldarinnar jafnvel þótt tölv- ur hafi verið tiltölulega algengar í a.m.k. aldarfjórðung. Ein tilgáta er sú að tölvur hafi í raun og veru hægt á framleiðniaukningu í upp- hafi eins og oft vill verða þegar menn taka að spreyta sig á nýjum og flóknum tækjum og tólum sem þeir hafa ekki séð áður og kunna að rugla menn í fyrstu. Að tileinka sér nýja tækni getur tekið mörg ár í rekstri fyrirtækja og á meðan þarf sífellt að fíkra sig áfram með breytingar og endurbætur sem naumast eru vel til þess fallnar að gleðja starfsfólkið. Loks nær nýja tæknin fótfestu og með auk- inni útbreiðslu getur verð á tækni- vörum haldið áfram að lækka. Tölvur og skrifstofubúnaður í Bandaríkjunum hefur lækkað síð- ustu fímm árin um 13% á ári svo að tæki sem kostaði 100 árið 1990 kostar aðeins 50 nú. „Framleiðn- iaukningarundrið“ hefur sig á flug og margur hefur orðið til að líkja áhrifum upplýsingabyltingarinnar nú við áhrif iðnbyltingarinnar fyr- ir tveimur öldum. Frjáls og eðlileg samkeppni er örugg leið til fram- leiðniaukningar Nú standa vonir til þess að kjör bandarískra launþega taki senn að batna á nýjan leik en sam- kvæmt mælingum hafa rauntekjur lækkað um 0,2% árlega síðustu fímm árin. Þegar litið er til langs tíma haldast batnandi kjör_ og framleiðniaukning í hendur. Árin 1948 til 1973 jókst framleiðni í Bandaríkjunum um 2,5% að jafn- aði árlega og þá hækkuðu tekjur um 3% árlega. Þegar hægði á framleiðniaukningu í 0,9% á ári árín 1973 til 1993 dró úr kjarabót- um svo að þær urðu einungis 0,7% á ári. Núna standa vonir til þess að almennir launþegar beri á ný meira úr býtum en áður en það hefur verið mönnum nokkurt áhyggjuefni að launamunur hefur vaxið í Bandaríkjunum á síðustu árum. í raun og veru er það aukið frelsi í viðskiptum og fijáls og eðlileg samkeppni sem talin er hafa leyst úr læðingi framleiðn- iaukningarundrið í Bandaríkjun- um. Máttarstólparnir eru hátækni og þekkingarsamfélagið. Ef ekki hefði verið losað um höft á fijálsa samkeppni síðustu tíu til fímmtán árin í ótal greinum allt frá raforku- vinnslu og -dreifingu til fjarskipta og fjármálaþjónustu og flugsam- gangna er ekki víst að áhrifin væru hin sömu. En víkjum nú sög- unni til íslands en hér starfar þriðji hver vinnandi maður í atvinnu- greinum þar sem ekki nýtur fijálsrar og eðlilegrar samkeppni. Áður var vikið að því að íslend- ingar kynnu að standa á þröskuldi nýs hagvaxtarskeiðs þar sem tekjuaukningu væri að rekja til annarra þátta heldur en enn frek- ari nýtingar fiskimiða og orku- linda. Það þurfti hugrekki og framsýni þegar Þorkell Sigur- laugsson ritaði bók sína „Frá handafli til hugvits" sem vísað var til hér að ofan, mitt í bölsýninni sem heltók þjóðina í efnahags- lægðinni á árunum 1992 og fram- an af árinu 1993. í inngangsorðum sínum segir Þorkell m.a.: „Fyrir íslendinga er nauðsynlegt að átta sig á því, að framtíð þjóðarinnar mun byggjast að verulegu leyti á því að selja þekkingu. Þekking á veiðum, eldi, vinnslu og sölu físks er sá vett- vangur þar sem þjóðin á að geta verið flestum öðrum fremri. Sama gildir um þekkingu á tæknibúnaði fyrir fískveiðar og vinnslu og þekkingu á ýmsum sérhæfðum sviðum. Þá er þekking forsenda fyrir uppbyggingu öflugrar ferða- þjónustu, þekking á landinu, sér- stæðri náttúru þess, fjölbreytni og fegurð, og þeim möguleikum sem þessu fylgja. Enn fremur þarf þekkingu á þörfum ferðamanna og hvernig megi uppfylla þarfir þeirra. Hugvitið og þekkingin eru auðlindir. Nýting þeirra auðlinda er forsenda þess að bæta megi lífs- kjör í landinu. Útflutningsaukning annarra greina en sjávarútvegs og stóriðju er 9,5% Árin 1993 og 1994 jókst út- flutningur íslendinga á vöru og þjónustu um 6,4% og 9,5%. í ár eru horfur á því að útflutningur aukist um 3,2% og þrátt fyrir umtalsverða aukningu innflutn- ings (samanlagt 11% árin 1994 og 1995) er reiknað með því að viðskiptajöfnuður verði jákvæður árin 1995 og 1996, þriðja og fjórða árið í röð en ekki eru dæmi til slíks fjögurra ára skeiðs síð- ustu áratugina. Nú er kröftug uppsveifla í útflutningi ekki óþekkt fyrirbæri á íslandi (sjá súluritið neðst til vinstri sem sýn- ir útflutning sem hlutfall af lands- framleiðslu). Það sem er óvenju- legt er að á þessu ári er talið að um 9,5% aukning verði á útflutn- ingi annarra greina en sjávarút- vegs og stóriðju en sú aukning ber í raun uppi útflutningsaukn- inguna í heild á þessu ári. Áætlað er að aukning í tekjum af ferða- mönnum á árinu 1995 verði 16% frá fyrra ári. Þessar tölur eru ánægjulegar og þær sýna raunverulega tekju- aukningu sem er að verða til. Þær veita þó einar sér enga innsýn í þá umbreytingu sem er að verða í íslenskum þjóðarbúskap vegna upplýsingabyltingarinnar, tölvu- og fjarskiptatækni og ráðstafana um aukið fijálsræði í viðskiptum frá síðustu tíu árum. Og þær ljóstra engu upp um útrás ís- lenskra fyrirtækja og nýja eða nýlega fjárfestingu þeirra um allan heim. Þessi fjárfesting byggist á útflutningi á þekkingu íslenskra fyrirtækja í veiðum og vinnslu í sjávarútvegi og á stjórnun í slíkum fyrirtækjum, á fjölbreyttum há- tæknibúnaði sem ætlaður er fyrir- tækjum í sjávarútvegi, á þekkingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.