Morgunblaðið - 23.11.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.11.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 C 5 Spéfuglinn Letterman Spjallþáttur Davids Letterman eða „The Late Show with David Lctterman" hóf göngu sína á CBS sjónvarpsstöðinni í ágúst fyrir rúmum tveimur árum og tókst strax á fyrsta ári að næla sér í Emmy-verðlaun. Alls horfðu um 23 milljónir á fyrsta þáttinn. Gagnrýnendur Iofuðu Letterman og efnistök hans og töldu að þátturinn ætti eftir að draga til sín enn fleiri áhorfendúr. Það gekk eftir og nú er þessi spjallþáttur með vin- sælasta kvölddagskrárefni Bandaríkjamanna. Á þessum tveimur árum hjá CBS hefur David Lett- erman tekist að halda í gamla aðdáendur sína og sömuleiðis eignast fjöldann allan af nýjum. Honum er lagið að sjá spaugilega hlið á mála, spyr gesti sína mjög nær- göngulla spurninga og kem- ur alltaf skemmtilega á óvart. Gestir hans eru stór- stjörnur úr kvikmynda-, sjón- varps-, íþrótta-, stjórnmála- og tónlistarheiminum. Spjall hans er kryddað gamaninn- skotum og oftast lítur leyni- gestur við, en meðal þeirra sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi eru Johnny Car- son, Barbara Streisand og Paul Newman. Topp tíu listinn er á sínum stað í hverjum þættí og þar er ekki farið neinum silki- hönskum um menn og málefni líðandi stundar. Fyndnasti sjónvarpsmaður arsins Samtök bandarískra sjón- varpsgagnrýnenda völdu þáttinn sem þann besta sinnar tegundar á síðastliðnu ári og þá fékk David Letteripan heiðursnafnbótina „Fyndnasti sjónvarpsmaður árs- ins“ frá samtökum grínista og gamanleikara. Einnig heiðruðu Alþjóðlegu útvarps- og sjón- varpssamtökin hann sérstaklega fyrir framlag hans til sjónvarps. Framleiðendur þáttanna eru þeir Pe.ter Lassally og Robert Morton. Lassally hefur gert Qölda þátta, m.a. fyrir Johnny Carson og Mike Wallace, auk þess sem hann sá um The Johnny Carson Show í ein 17 ár. Tveggja daga gamlir Robert Morton hefur verið í þáttagerð með David Letterman síðan 1982 en siðan þá hafa þættir Davids verið út- nefndir til amk. 18 Emmy-verð- launa. Tón- listarstjóri Davids Letter- man er Paul Shaffer, en þeir félagar hafa verið sam- an í nærfellt 23 ár. Aðdáendur The Blues Brothers með John Belushi og Dan Aykr- oyd ættu að kannast við kauða því hann var tónlistar- stjóri „Bri- efcase Full of Blues“ sem seldist í milljónum eintaka um allan heim. David Letterman verður á dagskrá Stöðvar 3 öll virk kvöld kl. 23.00 og verða þættirnir aðeins eins til tveggja daga gamlir þegar þeir eru sýndir. 12.00 ►Kaffi Gurrí Alla laugardaga frá kl. 12-15 er lÉÉBÉMÍáAÍAáÉéfl þátturinn Kaffi Gurrí á dagskrá Aðalstöðvarinnar. I tutt- ugu mínútur í hádeginu er kíkt í spilin, en frá klukkan eitt er fjallað um kaffi á ýmsan hátt og kaffihús vikunnar tekið fyrir. Einnig eru nýjar bækur kynntar með viðtölum, upplestri eða umsögnum og gagnrýnendur frá 7 ára aldri segja álit sitt á bókunum. Umsjónarmaður þáttarins er Guðríður Haraldsdóttir, kaffikerling með meiru, en hún byijaði á Aðalstöð- inni árið 1990 með bókmenntaþáttinn Úr bókahillunni sem var á dag- skrá stöðvarinnar í nokkur ár. I fyrravetur var hún annar umsjónar- manna morgunþáttarins Drög að degi ásamt Hirti Howser. Guðríður Haraldsdóttir Kaffi Gurrí MYIMDBOND Sæbjörn Valdimarsson SKIPT UM HLUTVERK SPENNUMYND Svogottsem dauður (As Good asDead) + ir Leikstjóri og handritshöfundur Larry Cohen. Aðalleikendur Judge Reinhold, Crystal Bern- ard, Traci Lord, George Dicker- son. Bandarísk kapalmynd. Wils- hire Court 1995. CIC myndbönd 1995.85 mín. Aldurstakmark 12 ára. FÖRÐUNAR-meistarinn Nicole (Traci Lord) þarf að gangast undir minniháttar skurðagerð. Kynnist hún af tilviljun Susan (Crystal Bernard) og setja þær stöllur upp tryggingarsvindl svo Nicole geti þegið sjúkratryggingu Susan með- an á spítalavistinni stendur. En allt fer úrskeiðis þegar Nicole deyr á skurðarborðinu. Málið reynist ærið flókið svo hún fær hjálp manns sem hún kynnist (Judge Reinhold) til að greiða úr mannskæðri flækjunni. Þokkaleg kapalmynd , leikstýrt af gamalreyndum jaxli í gerð hryll- ings- og spennumynda í B-dúr. Myndin er nokkuð spennandi þótt áhorfandinn hafi oftast á tilfinning- unni hvað er að gerast handan við homið. Ef Svo gott sem dauður kemst á blöð kvikmyndasögunnar þá er það helst fyrir þær sakir að hún er að öllum líkindum fyrsta myndin sem klámmyndadrottningin Traci Lord kemur fram í á venjuleg- um ígangsklæðum. Og þykir sjálf- sagt einhveijum miður... 0U«#PIATT AftUS ttGWABO mtft R«ÖRI AIMKMS ARaaðhvoft ffði hann hetje ■ eða dauöat ci NFILTRATOR NJÓSNAÐ UM NÝNAZISTA SPENNUMYND ískugga Hitlers (the Infiltrator) ir it Leiksljóri John McKenzie. Hand- rit Guy Andrews. Aðalleikendur Oliver Platt, Arliss Howard, Pét- er Riegert, Alan King. Bandarísk kapalmynd. HBO 1995. Bergvík 1995.95 mín. Aldurstakmark 16 ára. YARON Svorey (Oliver Platt), Bandarískur blaðamaður af gyð- ingaættum, er sendur til Þýska- lands að fjalla um blóðugar kyn- þáttaóeirðir. Svoray tekst að vinna sér traust innstu manna í nýnasis- taklíku og heldur með þeim hópinn um sinn og kemst að ýmsu, miður góðu um starfsemi öfgasinnanna. Myndin mun vera byggð á sannri sögu af viðskiptum Svorays við þýsk skallagengi og víst er að þau viðskipti hafa verið hin æsilegustu þar sem maðurinn var lengst af með höfuðið í gini ljónsins. í skugga Hitlers er hinsvegar lítið meira en meðal spennumynd og er þar eink- um að kenna ótrúverðugum leik og fasi Platts sem ætti endilega að halda sig við gamanmyndirnar. Þar er hann á heimavelli. EITT SINN SKÁTI... DRAMA Herra Smith fer á þing (Mr. 'Smith Goes to Washington) itiritir Leikstjóri Frank Capra. Handrit Sidney Buchman. Tónlist Dimitri Tiomkin. Aðalleikendur James Stewart, Jean Arthur, Claude Rains, Edward Arnold, Thomas Mitchell, Harry Carey, Guy Kibbee. Bandarísk. Columbia 1939. Skífan 1995.129 mín. Öll- um leyfð. ÞRÁTT fyrir að þessi sögufræga mynd hafi örlítið látið á sjá, komin talsvert á sextugsaldurinn er hún og verður ekkert annað én klassík. Herra Smith fer á þing vakti geysi- lega athygli er hún kom fram á sjónarsviðið árið 1939. Hún ruddi leiðina fyrir ádeilumyndir á spill- ingu innan þinghússins og hlaut að launum óréttmæta gagnrýni á þeim vettvangi. En þeir stjómmálamenn sem deildu á myndina voru nánast þeir einu sem það gerðu því hún varð vinsælasta mynd ársins ’39, var kjörin besta mynd ársins af grimmum gagnrýnendum press- unnar í New York, hlaut fjölda Óskarsverðlaunatilnefninga og Sidney Buchman hreppti þau fyrir besta handrit ársins. Jefferson Smith (James Stewart) er vel látinn skátaforingi, hugsjóna- maður og föðurlandsvinur í Mont- ana þegar annar þingmanna fylkis- ins fellur frá. Senatorarnir og fylk- isstjórarnir eru með ýmislegt gruggugt í pokahominu og þurfa á nytsömum sakleysingja að halda til að hlaupa í skarðið. Fyrir valinu verður skátaforinginn hrekklausi, en þeir veðjuðu á vitlausan hest. Herra Smith lætur ekki stinga sér í vestisvasann. James Stewart þótti leika þessa manngerð öllum örum betur, hinn venjulega borgara sem lætur ekki troða á sér þegar á reynir. Túlkun hans á Smith, manngerðinni sem ætti að vera öllum þingmönnum fyrirmynd, er sterk og eftirminni- leg, málflutningurinn glitrar af perlum, en dramatískur umbúnað- urinn og barnaleg framkoma þing- mannsins er bam síns tíma. Bráðsnjallir leikarar fara einnig vel með minni hlutverk, einkum Claude Rains sem fallin fyrirmynd Smiths, enn betri er Edward Arn- old í hlutverki Taylors, gjörspillts kaupsýslu- og stjórnmálamanns. Jean Arthur leikur einkaritara Smiths af innlifum og engin kemst með tærnar þar sem Thomas Mitc- hell hafði hælana þegar drykkju- boltar vpru annars vegar. Öll um- gjörð myndarinnar er óaðfínnanleg, töfrar allra þessara listamanna und- ir öruggri stjórn Capra virka full- komlega í dag þrátt fyrir gjör-: breyttan tíðaranda - og boðskapur- inn jafn hollur sem fyrr. Ómissandi öllum þeim sem einhvern snefíl hafa af áhuga fyrir kvikmyndum. BÍÓMYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson STRÁKAR TIL VARA * irVi ÞRJÁR ágætar leikkonur, Whoopi Goldberg, Mary-Louise Parker og Drew Barrymore, leika afar ólíkar persónur sem kynnast fyrir tilviljun á langri leið vestur um Bandaríkin. Óvenjulegt efnið gerir myndina nokkuð sérstaka, en stöllurnar eiga allar við þá djöfla að draga sem eru heldur fátíðir í A-myndum úr draumaverksmiðjunni. Ein er lesb- ía, önnur langt leidd af eyðni og sú þriðja heldur vafasamur pappír, móralskt séð. Urvinnslan er brokk- geng, svo ekki sé meira sagt. Mynd- in á fína spretti, ekki síst í kringum Goldberg en gefur fá, fullnægjandi svör við sínum stóru spurningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.