Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Litróf hippa- tímans Stöð 2 hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni SÖgum úr stórborg sem byggð er á skáldsögum Armiste- ads Maupin. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir fjallar um söguhetjur Maupins og tilurð þáttanna. MICHAEL og sakleysinginn Mary Ann. IHUGUM margra hefur San Francisco yfir sér blæ frjáls- ræðis og kraumandi lífs og víst er að borgin með bröttu brekkunum iðar af mannlífi. Hippamenningin blómstraði hvergi sem í San Franc- isco og fólk streymdi til hennar víðs vegar að úr Bandaríkjunum í hálf- gerðum pílagrímsferðum til þess að kynnast af eigin raun hinum nýju straumum og stefnum. Rithöfundurinn Armistead Maupin hefur skrifað mikinn sagna- bálk sem fjallar einmitt um lífið í San Francisco á áttunda og níunda áratugnum. Bálkur þessi, sem sam- anstendur af sex skáldsögum, hefur hlotið miklar vinsældir vestra sem jukust enn frekar eftir að sex klukkustunda sjónvarpsþáttaröð var gerð eftir fyrstu bókinni. Stöð 2 hefur nú nýverið hafið sýningar á Sögum úr stórborg eins og þáttaröðin er nefnd í íslenskri þýð- ingu. Fyrsta sagan í þessUm mikla bálki, Tales of the City eða Sögur úr stórborg, kom út árið 1978. Persónur bókarinnar höfðu þó flest- ar þegar litíð dagsins ljós í dagleg- um pistlum sem Maupin skrifaði í dagblað eitt í San Francisco. Þá þegar kom í ljós hæfíleiki hans til að skrifa leiftrandi fjörug og skemmtileg samtöl sem fanga augnablikið á sama tíma sem þau hafa mun víðtækari skírskotun. Samtölin eru ráðandi í öllum sögun- um sex en þær eru um margt byggðar upp eins og pistlar í dag- blaði. Hver kafli er stuttur og yfir- leitt er ein persóna í forgrunni í hverjum kafla. Kvennabósi - hommi og saklaus sveitastúlka Persónusafn Maupins er ákaf- lega, litríkt og sjaldan nein logn- molla sem ríkir í sögunum hans. Aðalpersónurnar virðast í fyrstu eiga það eitt sameiginlegt að leigja á sama stað, að Barbary Lane núm- er 28, einni af þessum litlu götum sem hlykkjast um Rússnesku hæðina (Russian Hill). Húseig- andinn, Anna Madrigal, er kona á sextugsaldri sem ræktar marijúana og aðrar slíkar nytjaplöntur í garðinum hjá sér og tekur á móti hverjum nýjum leigjanda með því að festa „jónu" á dyrnar á íbúð viðkomandi. Anna Madrigal er nokkurs konar allsherjar móðir allra í húsinu enda ¦BHBl talar hún iðulga um leigj- endurna sem börnin sín. Leigjend- urnir eru Brian, Michael, Mona og Mary Ann, öll einhleypt fólk á þrít- ugsaldri. Brian er óstöðvandi kvennabósi, Michael er líka laus í rásinni en hann er hommi, Mona leitar í báðar áttir og Mary Ann horfir saklausum augum á allt sam- an enda er hún nýgræðingur í þessu samfélagi. - ¦•¦¦ ¦- , •-«**• -, a* - * - *s Nfc* %%&*¦ ANNA og Edgar við sjávarsíðuna. Bækur Maup- ins heita „Tal- esoftheCity. More Tales of the City. Further Taies oftheCity. Babycakes. Significant Others. Sure of You." Sagan gerist um miðjan áttunda áratuginn, kynlífsbyltingin er enn í algleymingi, eiturlyf eru hvers- dagslegt fyrirbæri og unga fólkið er í endalausri leit að nýjum gildum því viðhorf foreldrakynslóðarinnar ríma ekki lengur við líf þeirra yngri. Hið nýfengna sjálfstæði ungu kyn- slóðárinnar er ekki eintómur dans á rósum, því fylgir jafnframt ákveð- ið rót- eða öryggisleysi og einmana- leiki krumar undir glaðværu yfir- borði borgarlífsins. Enginn vill vera einn og skyndikynni blómstra víða, s.s. í almenningsþvottahúsum, bað- húsum og jafnvel í stórmörkuðum innan um grænmeti og niðursuðu- vörur! En skyndiást er skammvinn sæla og persónur bókar- innar eiga það flestar sameiginlegt að vera í leit að einhverju varan- legra: í leit að „einhverj- um til þess að kaupa jólatré með," eins og ein persónan orðar það. Vináttan Vináttan er Maupin líka ofarlega í huga og raunar eru allar bækur hans rannsókn á vinátt- unni, mikilvægi hennar ¦¦¦¦¦ og einnig þeim fórnum sem hún krefst á stund- um. Leigjendurnir að Barbary Lane nú'mer 28 tengjast smátt og smátt mjög sterkum vináttuböndum sem haldast þrátt fyrir að íbúarnir flytj- ist á nýjan stað. Húsfrúin, Anna Madrigal, er fasti punkturinn í til- veru unga fólksins og til hennar leita þau með öll sín vandamál. Maupin hefur reyndar sagt frá því í viðtölum að hann byggi þetta sam- LEIGJENDURNIR Mona og Michael. LEIGUSALINN léttlyndi Anna Madrigal. félag sitt að nokkru leyti á raun- verulegri fyrirmynd en hann leigði í nokkur ár á Russian Hill. Þrátt fyrir þennan sannsögulega þátt sagna Maupins er ljóst að aðal bóka hans er góð persónusköpun og það hve tíðarandinn speglast vel í gegnum persónur hans. í raun má segja að Maupin sýni lesendum sínum ótvírætt fram á hversu mikið við mótumst af tíðarandanum hverju sinni. Eins og áður sagði gerast bækur hans á áttunda og níunda áratugnum og á þeim tíma verða ótrúlega miklar breytingar í bandarísku þjóðlífi (og raunar alls staðar í hinum vestræna heimi). Hugsjónir hippakynslóðarinnar eru ráðandi í fyrstu en um 1980 skipti algjörlega um og hin sk. Reag- an-kynslóð tók vðldin. íhaldssöm viðhorf og efnishyggja urðu nú ráð- andi öfl. Alnæmið gjörbreytti við- horfum í kynferðismálum, einkum fengu samkynhneigðir að finna fyrir mikilli andúð. Maupin er sjálfur sam- kynhneigður og hefur misst fjölda vina úr alnæmi. Það er þó langt í frá að depurð einkenni bækur hans, þvert á móti er gamansemin ríkj- andi og Maupin hefur einstakt lag á að skrifa um hin viðkvæmustu mál án þess að væmni eða tilfinn- ingasemi beri hann ofurliði. Það merkilega við þennan bóka- flokk Maupins er hversu vel fersk- leikinn varðveitist. Raunar má segja að síðasta bókin gefi þeirri fyrstu lítið eftir, það er helst að krafturinn dali aðeins í miðbókunum og Maup- in nái sér þá síst á flug. Aldrei fær maður þó leið á persónunum, heldur vill fá að heyra meira. Það er rétt eins og eitthvað vanabindandi sé í textanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.