Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 7

Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Lyftingar Gísli setti þrjú íslands- met unglinga GÍSLI Kristjánsson lyftingamað- ur úr IR setti þrjú Islandsmet unglinga á opnu móti í ólympísk- um lyftingum hjá ÍR í Júdó-Gym fyrir skömmu. Hann lyfti 125 kg í snörun, jafnhattaði 165 kg og lyfti því 285 kg samanlagt. I öðru sæti var Stefán R. Jónsson, FH, lyfti 187,5 kg samanlagt og þriðji Jón Bjarni Bragson, USAH, með 150 kg í saman- lögðu. Gísli sem er enn í unglinga- flokki verður þátttakandi á Norðurlandamóti fullorðinna í ólympískum lyftingum sem fram fer i byrjun desember. Fimmtán með í byrj- endaflokki FIMMTÍU ungmenni tóku þátt í borðtennismóti í salarkynnum Borðtennisdeildar KR í gamla Hampiðjuhúsinu nýlega, þar af voru fimmtán í byijendaflokki. Keppt var í fjórum flokkum, flokki byrjenda, 1. flokki karla og kvenna og 2. flokki karla. í byijendaflokki var æsispenn- andi keppni þar sem fimmtán einstaklingar af báðum kyiyum tóku þátt. Svo fór að Arnar Agnarsson og Kjartan Hákonar- son áttust við í úrslitum þar sem ekkert var gefið eftir og ágætis borðtennis var leikið. Arnar hafði sigur í tveimur lotum, 21:17 og 21:18. Kjartanvarþó ánægður þrátt fyrir tapið, enda hefur hann æft mun skemur en Arnar, eða frá síðustu áramót- um. „Þetta var jafn og skemmti- legur hörkuleikur hjá okkur Arnari og ég var svolítið stress- aður, sérstaklega í byrjun, en ég er ánægður þrátt fyrir að ég tapaði, því það er ekki langt síð- an ég byrjaði í borðtennis," sagði Kjartan að leik loknum. í fyrsta flokki karla sigraði Tómas Aðalsteinsson, Víkingi, Arna Ehman úr Stjörnunni í tveimur lotum en tapaði einni, og í þriðja til fjórða sæti höfn- uðu Ivar Hólm Hróðmarsson, KR, og Kristinn Bjarnason, Vík- ingi. Asa Þ. Þórðardóttir, KR, hafði síðan betur í jöfnum leik gegn Kristínu Hjálmarsdóttur, einnig úr KR, í úrslitum í 1. flokki kvenna. Kristín vann fyrstu lotuna 21:16, en Ásatvær síðari 21:19 og 21:17. ANTOIU Bjarnason gefur hér einu barni á námskeiðinu holl ráð áður en stokkið er af paillnum niður á dýnuna. Morgunblaðið/ívar FJÓRIR þeir hlutskörpustu í byrjendaflokki, f.w.: Kjartan Há- konarson, er varð annar, þá sigurvegarinn Arnar Agnarsson og loks Ólafur Jónsson og Magnús Kristinn Ásgeirsson, en þeir hrepptu þriðja til fjórða sætið. Morgunblaðið/ívar GLAÐBEITTUR hópur glimuiðkenda hjá Fjölni, efri röð f.v.: Gunnar Pálsson, Brynjar Þór Ólafs- son, Ómar Lindal Magnússon, Jón Kristófer Woll, Leon Már Hafsteinsson, Helgi Pétur Hannes- son og Eggert Örn helgason. Fremri röð f.v.: Erlendur Óli Guðmundsson, Ásthildur Teitsdótt- ir, Hafsteinn Másson, Níls Lindal Magnússon, Hinrik Harðarson. ÆT Islenska glíman virðist vera í stöðugri sókn „ÉG ER sannfærður um að það er hægt að ná til hóps barna með því að kynna íslensku glfmuna fyir þeim. Glímusambandið hefur undanfarin ár heimsótt grunnskóla víðsvegar um landið og verið með glímukynningar og fengið mjög góðar undirtektir, einkum hjá þeim yngri. Það er kveikjan að því að ég tók þeirri áskorun að vera með glímuæfingar hjá Fjölni tvisvar í viku. Ég er nokkuð ánægður því hér koma að jafnaði tuttugu krakkar á hverja æfingu,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, fyrrum formaður Glfmusambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Ivar Benediktsson skrífar Undanfarin ár hefur orðið vart vaxandi áhuga á íslenskri glímu víðsvegar um land og að sögn Rögnvaldar hafa Strandamenn ög Skagfirðingar verið mjög að sækja í sig veðrið eftir að íþróttin hafi legið þar í láginni í nokkur ár og það sama á við um Reyðfirðinga. Einnig hefur verið umtalsverður áhugi í Grafarvogi og tvö undangengin vor hafa þar verið grunnskólamót í glímu og þátttak- endur verið um eitt hundrað í hvort skipti. Þá átti Fjölnir í Grafarvog tvo keppendur i glímu á Unglinga- landsmóti UMFÍ í sumar sem leið. „Það sem ég geri hér er að fara í gegnum ýmsar grunnæfíngar og láta þau takast léttilega á. Svona verður að byija þar til betur kemur í ljós hveijir hafa brennandi áhuga og hveijir ekki. Þegar út í það er komið er farið út í mun skipulagðari æfíngar. En til að byija með er nauð- synlegt að hafa nokkum leik með í æfíngunum," sagði Röngvaldur. „Eg byijaði að æfa glímu í fyrra og mér þykir gaman, ég er líka í Tae Kwon Do. En ég er ekki með núna vegna þess að ég handleggs- brotnaði nýlega og hef þurft að sleppa átta síðustu æfíngum, en ég losna við gipsið fljótlega og þá byija ég aftur. Eg keppti á grunnskóla- mótinu í vor og gekk vel,“ sagði Gunnar Pálsson, 11 ára gamall, sem fylgdist grannt með æfíngunni sem Morgunblaðið heimsótti. „Mér þykir mjög gaman, en ég ér nýbyijuð og hef ekkert keppt ennþá. Það hefur verið önnur stelpa að æfa hér en hún mætti ekki í dag. Ég ætla að halda áfram að æfa þótt það sé svolítið erfitt að glíma við strákana," sagði Ásthild- ur Teitsdóttir, 10 ára, en hún var eina stúlkan á æfingunni og gaf strákunum ekkert eftir. „Ég var búinn að æfa júdó í nokkur ár en hætti því fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á glímuæfingu og mér finnst gaman og stefni að því að halda áfram. Svo æfi ég einnig íshokkí hjá Skautafélagi Reykjavíkur," sagði Leon Már Hafsteinsson, 12 ára, en þrátt fyrir að vera á sinni fyrstu æfingu, áttu þeir sem lengra voru komnir erfitt með að fella hann. „Það er af og frá að íslenska glíman sé að detta upp fyrir. Það hefur verið vaxandi áhugi undan- farin ár þrátt fyrir stöðugt aukið framboð á íþróttum fyrir börn,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson þjálfari. ÚRSLIT Handknattleikur Um síðustu helgi var 2. umferð leikin í 2. og 4. flokki karla og kvenna viðsvegar um land og urðu úrslit sem hér segir: 4.flokkur karla 1. deild - 2. umferð: KR-ÍR 14:12 Fram - FH 18:18 Valur-KR 22:12 ÍR-Fram 23:20 FH-Valur 15:16 KR - Fram 14.14 ÍR-FH 20:18 Fram - Valur 20:17 FH-KR 10:10 Valur - ÍR 15:20 Lokastaðan ÍR.. 6 stig Valur Fram v 4 stig KR 4 stig FH 2 stig 2. deild - A-lið: Fylkir - Grótta 12:22 Haukar - Þór Þorl 24:24 ÍBV - Fylkir 16:22 Grótta - Haukar 21:18 ÞórÞorl.-ÍBV 25:12 IBV - Grótta 15:21 Fylkir - Haukar 18:15 Grótta - Þór Þorl 22:19 Haukar - ÍBV 16:18 ÞórÞorl. - Fylkir 26:16 Lokastaðan: Grótta Þór Þorl 5 stig Fylkir 4 stig ÍBV Haukar 2. deild — B-lið: Fjölnir - Keflavík 14:35 Víkingur - Breiðablik.. 14:22 Stjaman - Fjölnir 35:17 Breiðablik - Keflavík... 17:15 Stjaman - Breiðablik.. 25:18 Keflavík - Víkingur 21:17 Breiðablik - Fjölnir 30:9 Víkingur - Stjarnan.... 13:22 Fjölnir - Víkingur 14:29 Keflavík - Stjarnan 16:16 Lokastaðan: Stjarnan 7 stig Breiðablik 6 stig Keflavík Víkingur Fjölnir 4. flokkur kvenna - Norðurriðill KA-Þór 20:9 Þór-Völsungur 9:15 KA - Völsungur 14:13 2. flokkur karla 1. deild: Haukar- Valur. 12:12 Haukar-ÍBV 16:25 Haukar - KR 27:18 Haukar- ÍR 24:19 Valur - ÍBV 13:16 Valur-KR 23:16 Valur-ÍR ...22:22 ÍBV-KR 23:17 ÍBV-ÍR 19:19 KR-ÍR 28:24 Lokastaðan: ÍBV 7 stig Haukar Valur ÍR KR 2 stig 2. deild — A-riðill 21:16 KA - Fjölnir 20:15 KA-HK 24:12 KA-Þór 19:14 Stjaman - Fjölnir 18:15 Stjaman - HK 23:15 Stjaman - Þór 24:6 Fjölnir - HK 21:19 Fjölnir-Þór 17:16 HK-Þór 18:10 Lokastaðan: KA Stjaman Fjölnir HK Þór Ak 2. deild — B-riðill: Víkingur - Fylkir 34:13 17:17 FH - Víkingur B 21:12 Fvlkir- Fram 17:16 FH - Víkingur 20:17 Víkingur B - Breiðabiik. Fram - FH 14:16 Breiðablik - Fylkir 18:21 Víkingur - Víkingur B .... 23:19 FH - breiðablik 21:16 Víkingur - Fram Víkingur B - Fylkir 23:9 Breiðablik - Víkingur 17:24 Fylkir - FH .“ 14:23 23:14 Lokastaðan: FH 10 stig Víkingur 8 stig Fylkir Fram 3 stig Breiðablik 2. flokkur kvenna 2. deild: Haukar - Selfoss 13:13 Haukar-Stjarnan 15:16 Selfoss - Stjarnan 10.22 ■Lokastaðan var sú að Stjaman hlaut 4 stig en Haukar og Selfoss 1 stig hvort.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.