Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 ITALSKT BLAÐ- ÍSLENSKAR FYRIRSÆTUR/3 ..v\............. RÚMLEGA þúsund manns hafa sótt um sumarvinnu sem flugfreyjur eða flugþjónar hjá Flugleiðum, en skilafrestur umsókna rann út sl. þriðjudag. Margrét Hauksdótt- ir, deildarstjóri í upplýsingadeild Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að um 60 flugfreyjur og -þjónar yrðu ráðin í sum- arvinnu, og er það talsvert meiri fjöldi en undanfarin ár. „Auk þess kemur til starfa nokkur fjöldi flugfreyja og -þjóna, sem hafa verið í sumarvinnu hjá okkur áður. Umsvif félagsins hafa aukist, ný flugvél er að bætast í flotann og áfangastöðum að fjölga." Alls starfar 301 flugfreyja hjá Flugleiðum og eru flugþjónar 11 talsins. Samkvæmt jafnréttislögum ber atvinnuveitendum að stefna að því að jafna stöðu kynja innan fyrirtækis og sporna gegn því að til verði hefðbundin kvenna- og karla- j störf. Margrét sagði að hæfni um- Æ sækjenda myndi alfarið ráða því Jp ö hveijir fengju sumarvinnu hjá fé- Jm-'É laginu, gerðar væru ákveðnar Á/f kröfur til starfsfólks og skipti Jlmlœ'A- engu máli hvors kyns það væri. „í gegnum tíðina ./• hafa miklu fleiri konur 'ÆjSjP ' •,: sótt um þessi störf en Æpr’' karlmenn og því er : ■ eðlilegt að þær séu -- ' í miklum meiri- r hluta." ■ ÆBÍvœ&&-áiÍ»i. JÁ SÚTAÐAR kindavambir hafa ekki verið notaðar í fatnað hér- lendis fyrr en Linda Björg Árna- dóttir, nemi í tískuhönnun, fékk hugmyndina að kjól, sem síðar færði henni sigur í Smirnoff- keppninni á íslandi og aftur í Smirnoff-keppni í Höfðaborg í Suður-Afríku í síðustu viku. í samvinnu við Skinnaiðnað hf. á Akureyri sútaði hún og þróaði kindavambirnar þar til þær urðu nothæfar í kjól. „Ég hef ekki saumað fleiri flíkur úr efninu, en vann norræna textíl- keppni sl. vor þar sem framlag mitt var tvær mismunandi sútað- ar kindavambir. Þær eru núna á samnorrænu farandsýning- unni Verde í Vín,“ segir Linda Björg. Aðspurð hvort hún MHSæk ætli að hanna flíkur S m{úr öðrum álíka * §im nýstárlegum efn- um ’ framt'ð- mn' segist i hún vera | A spennt fyrir sútuðum svartfuglshömum, sem hún gerði tilraunir með í sumar. „Hráefnið, sem allajafna er fleygt í stórum stíl, hentar vel í fatnað og ég get varla beðið eftir að hanna slíkan pels. Hreinsun og sútun er mun auð- veldari en á kindavömbum. Áferðin verður eins og fiðrað leður, sem hægt er að lita í öllum litum, ef hamurinn af bringunni er notaður. Mismunandi vambir og sútun Haraldur Siguijónsson, efna- fræðingur hjá Skinnaiðnaði hf., segir að notkun á sútuðum kindavömbum í klæði sé ekki alveg ný af nálinni. Dæmi um slíkt sé í Brasilíu og Indlandi. Einnig hafi Grænlendingar til skamms tíma notað sútaðar sels- vambir og garnir í fatnað, en Linda Björg segist hafa fengið hugmyndina þegar hún las um aðferðir þeirra. Kjóllinn er í rauninni tvær « flíkur; innri og ytri flík. Vambirnar í innri flíkinni V eru gegnsæjar og ann- f\Æ, ' arrar gerðar en notaðar js' eru í ytri flíkina auk þess sem þær voru sútaðar á annan hátt. í ytri flíkina eru notaðar vélindavambir, sem er sama hrá- efni og haft er utan um slátur. Haraldur segir að sútun- | araðferðin ráði úrslitum um É hvort hægt er að nota kinda- ; vambir í fatnað, en er efins , um að slíkt efni nái almenn- ||: um vinsældum. m Umfangið tll vandræða H Júlíus P. Guðjónsson, um- m boðsmaður Smirnoff, hafði m kjólinn í sinni vörslu þar til !f hann var sendur í keppnina í i Höfðaborg. „Við vorum í mestu t vandræðum, því kjóllinn er á grind og afar umfangsmikill. Okkur datt fyrst ekki annað í hug en við þyrftum að senda hann í flugfragt og fengum til- boð um slíkan flutning á 200 þúsund krónur. Síðar komust við að raun um að hver farþegi má hafa einn og hálfan rúmmetra af farangri. Kjóllinn var rétt inn- an þeirra marka og vó innan við 10 kg þannig að flutningskostn- aðurinn endaði í núlli, því Gunn- ar, sonur minn, hafði hann í far- teskinu til Höfðaborgar.“ ■ ■ 1 ÉHPlÍf FÓLK sem stundar rekstur í einni eða annarri mynd gæti á næst- unni átt mögnleika á að kaupa geisladiska sem hefðu að geyma nýtt framtalsforrit ásamt skatta- lögum, reglugerðum og leiðbein- ingum. Tíund, tímarit ríkisskattstjóra, segir frá þessari hugmynd. Þar er bent á að notkun geisladiska hafi aukist verulega og geisla- diskadrif séu orðin staðalbúnaður í einmenningstölvum. Útgáfa framtalsforrits á geisladiski ásamt lögum, reglugerðum og leiðbeiningum muni nýtast vel við framtalsgerðina því textaleitun sé nyög auðveld. Enn sem komið er á þessi hug- mynd aðeins við um skattaframtöl rekstraraðila. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.