Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Daníel fylltur hetjumóð - athafnasamir drengir Jesús KARL Sigurbjörnsson sókn- arprestur, hvernig fyrirmynd er Jesús? Hann er hin æðsta fyrirmynd kristins manns. Hann er heill og sannur. Maður sem sameinar styrk, djörfung og hetjulund og hlýju, mildi og kærleika, en það er sjaldgæf samsetning af því að við veljum yfirleitt eitt á kostnað annars. Hann er maður sem horfist í augu við ófullkomleika manns- ins, breyskleika og synd, og fyrirgefur án þess að niður- lægja. Hann tekst á við bölið, ranglætið og neyðina án þess að hopa fyrir því eða finna því málsbætur. Hann notar vald sitt ekki sjálfum sér til framdráttar, ekki til að komast hjá sársauka og erfiðleikum. Hann finnur til með þeim sem líður illa og syrgja. Samúð hans er heil og djúp. Hann er fyrirmynd vegna þess að hann sýnir annars vegar hvernig manninum ber að vera, o g hins vegar hvernig guð er og viðbrögð hans. drekanum. Þær leysa ótal þrautir, sýna hugrekki gegn hinu ógnvæn- lega og mikla útsjónarsemi. Þær eru læknar sem bjarga fólki, slökkviliðsmenn sem ráða niðurlögðum eldsins, flugstjórar sem hefja þotur til lofts, bílstjór- ar, löggur sem stjórna umferðinni og fanga bófa, veiðimenn sem drepa ljónin og skipstjórar sem sigla um höfin blá. Þegar fylgst er með börnum Gunnar GUÐMUNDUR Andri Thorsson rithöfundur, hvernig fyrirmynd er Gunnar á Hlíðarenda? Litlar vinsældir Gunnars á Hlíðarenda sýna hrun karllegra gilda sem snúast ekki aðeins um atgervi og þrótt heldur ekki síður skapstillingu og drengskap. Nú- tímalesendur Njálu virðast upp- lifa hjónaband Gunnars og Hall- gerðar sem fótboltaleik þar sem þarf að halda með einhverjum en ekki þátt í þeim mikla harmleik sem sagan er. Og þá er haldið með Hallgerði. Vinfesti Gunnars við Njál er haft til marks um ergi því fólk virðist ekki geta hugsað sér ósexúala vináttu tveggja karla; óvilji Gunnars til mannvíga er túlkaður sem dauflyndi; kinnhest- urinn frægi er talinn heimilisof- beldi af verstu sort en ekki árekst- ur tveggja ofurstoltra manneskja sem sækja fyrirmyndir í eddu- kvæðin og óhjákvæmileg niður- staða þeirrar blöndu sjálfskapar- vítis og örlaga sem sagan er um; að snúa aftur er talið sýna ving- ulshátt. Gunnar er mennskastur allra gömlu fáfnisbananna, mesti nútimamaðurinn og verðug fyrir- mynd öllum karlmönnum. horfa saman á barnaefni i sjón- varpi skipta þau iðulega með sér hlutverkum. Strákarnir eru prins- arnir og stelpurnar eru prinsess- urnar og svo lifa þau sig inn í ævintýrið. Strákarnir eru Simbi, konungur ljónanna, og stelpurnar Nala vinkona hans. Þeir eru krýnd- ir konungar eða riddarar sem redda ríkinu. Það skortir ekki myndefni sem flytur skilaboðin að strákar uppskeri í samræmi við erfiðið. MANNESKJA leggur hart að sér í vinnunni, en það er ekki nóg. Hún tekur vinnuna með sér heim, annaðhvort í skjalatösku eða í huganum, og brátt kemst ekkert annað að. Tíminn líður og ánægju- stundunum fækkar. Vinnan hindr- ar eðlileg samskipti við fjölskyldu og vini. Vinnan er númer eitt, tvö og þijú og ófullnægður makinn íhugar að byija nýtt líf með öðrum sem hefur tíma. Og verst er að það er ekki einu sinni gaman í vinnunni lengur. Manneskjan er að brenna út, hvað er til ráða? Einfalt svar: „Vinna í vinnunni á skýrt afmörk- uðum tíma og vera annar maður utan þess, innan um aðra. Aðferð- in er eftirfarandi skv. ráði breska geðlæknisins Paul Gilbers við Kingsway spítala í Derby. Stimpla sig út andlega. Takið tíma í að hætta vinnu. Svarið ekki síma, takið til á skrifborði, skrifíð niður afrek dagsins og kveðjið svo. Stilla vitundina. Skiptið með- vitað um skap á leiðinni heim. Rifj- ið upp góðar minningar og komið ekki pirruð heim til að rífast við ijölskylduna. Hlustið á tónlist eða sögu í bílútvarpinu. Farið í sturtu og hrein föt þegar heim er komið. Vera lifandi. Mók fyrir framan sjónvarpið er ekki á dagskrá, hitt- ið frekar einhveija vini í vikunni. Leggið allt í ánægjulegan félags- skap. Farið í leikhús eða stundið íþróttir. Frístundir eru nefnilega ætlaðar til leiks og gleði en ekki aukavinnu. Fá símsvara. Heimilið er heil- agt. Leyfíð ekki starfsfélögunum „HALLÓ, bara alltaf í vinnunni? Hvernig væri að skreppa í heimsókn eitthvert?" ÞRÁTT fyrir líkamann og erfðir þarf að læra að vera karlmaður og æfa hlutverkið að vera karl. „Mömmó“ er til dæmis vinsæll leikur sem börn nota eins og til að æfa væntanleg hlutverk sín í lífinu. Hér verður einblínt á áber- andi fyrirmyndir drengja og ekki ályktað um fyrirmyndir stúlkna. Fyrirmyndir eru hluti af 55 félagsmótun. Börn draga O dám af fyrirmyndum sem eru 32 mikilvægar í lífí þeirra en það eru foreldrar, systkini, félag- ■C ar, kennarar og hetjur sem S birtast þeim úr bókum, sjón- 55 varpi eða kvikmyndum. Að 05 eiga sér fyrirmynd er að herma eftir hegðun sem ann- !*■ aðhvort er ýtt undir eða ekki, og í öllum þjóðfélögum gilda óskráðar reglur um æskilega hegðun kynjanna. Hið kvenlega tabú Bilið milli karla og kvenna, til dæmis hvað störf, klæða- burð og persónuleika varðar, hefur minnkað en samt sem áður má greina mun á mörgum sviðum, og ákveðnar kynbundnai fyrirmyndir eru ríkjandi í vestrænni menningu. Þegar einstaklingur reynir að svara spumingunni „hver er ég?“ hefur kyn hans iðulega áhrif á svarið og hlutverkið sem því fylgir. Samkvæmt rannsóknum er sterk tilhneiging í umhverfinu að ýta undir karlmennsku drengja og strax eftir 2ja ára aldur taka þeir að velja sér leikföng í samræmi við hugmyndir annarra um hvað séu strákaleikföng; vopn og bíla. Það er eins og eitthvað í umhverf- inu reyni að forða þeim frá því að vera „kvenlegir". Einnig hefur komið í ljós að þegar þeir eldast eru þeir fremur látnir hjálpa til utan dyra eins og að moka snjóinn, slá blettinn og þvo bílinn. Feður virðast líka láta athugasemdir falla ef synir þeirra eru í svokölluðum stelpuleikjum. Og síðast en ekki síst virðast félag- ar þeirra líta alla „kvenlega“ til- burði í hópnum hornauga. Þrátt fyrir aukið jafnrétti á heimilum og breytta tíma virðast strákagengin raða öllu í stráka- og stelpubása, og dagdraumarnir oft vera líkt og í textanum „Eg vil líkjast Daníel...“ sem sunginn er í sunnudagaskólanum (Rut hún er svo sönn og góð). Ég erveiðimaður sem drepur Ijón Fyrirmyndir drengja eru at- hafnamenn. Þær eru prinsinn eða fá- tæki sveitastrákur- inn sem finnur ráð til að bjarga prins- essunni Sókrates RÓBERT H. Haraldsson heim- spekingur, hvernig fyrirmynd er Sókrates? Ég myndi segja að hann væri þrenns konar fyrir- mynd. 1) Hann þorir aðvera hann sjálfur. Hann þorir að stíga út fyrir hinn hef- bundna ramma sem við not- um, bæði til að skynja og tala. Hann þorir að upp- lifa hlutina eins og maður sér þá og draga hefðbundið kennivald í efa. 2) Sókrates er líka fyrirmynd í því að þora að feta sig áfram með rökræðunni en ekki kappræðunni. Hann er fyrirmynd í að vera öðruvísi en aðrir en ekki á duttlungafullan hátt heldur með skapandi hugs- un. 3) Æðruleysið er þriðja fyrirmyndin sem ég sé í Sókratesi. Það kemur í ljós þegar hann tekst á við dauðann og óblíð örlög með einstakri hugaró og styrk. FLAUTULEIK- ARINN eftir Ma- net. Fyrirmyndir drengja blása til atlögu, annað- hvort með frið í hjarta eða hefnd. Er til líf eftir að vinnu lýkur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.