Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 4 D FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG FORSTJÓRI, 32 ÁRA Morgunblaðið/Ásdís GRIÐASTAÐUR - Andri Már Ingólfsson á heimili sínu. Framkvæmdamaöurinn ANDRI MAR INGOLFSSON SUMIR halda að dæmigerðir piparsvein- ar séu gamaldags sérvitringar. Aðrir sjá fyrir sðr ljúft líf, villtar meyjar og freyð- andi vín og enn aðrir dapurleg örlög og einsemd. Aldursmörk eru óljós til að telj- ast til þessara prúðu sveina, en þeir sem komnir eru yfir þrítugt fá gjaman sér- Miðað við tölur Hagstofu íslands virð- ist lífsmáti unga fólksins í Bretaveldi ekki eiga eins mikið upp á pallborðið hérlendis. Hlutfall karla og kvenna, sem búa ein, hefur lítið breyst á tíu árum. Árið 1984 voru karlar 14,9% af heildar- manngölda, en konur 12,6%. í árslok KARI BJARNASON HEIMSPEKINGUR OG ÍSLENSKUFRÆÐINGUR, 35 ÁRA Morgunblaðið/Þorkell SVEFNSTAÐUR - Kári Bjarnason á heimili sínu. Fræöimaöurinn EFALÍTIÐ renna margar meyjarnar hýru auga til Andra Más Ingólfs- sonar. Hann hefur búið sér fallegt heimili i glæsi- legu einbýlishúsi við sjávarsíð- una, rekur eigið fyrirtæki, ekur nýlegum jeppa og virðist ganga allt í haginn. Híbýli hans eru einkar hlýleg og snyrtileg; blóm og kertaljós í hvetju homi, og ekkert bendir til að kvenmanns- hendur gætu nokkuð bætt þar um betur. Fjölbreytt, skemmtilegt og erilsamt starf sem forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Heimsferða segir Andri Már helstu ástæðu þess að hann hef- ur ekki enn fest ráð sitt og eign- ast nokkur stykki börn. „Lífið líður svo hratt að ég hef sjaldan tíma til að staldra við og hugsa um að stofna fjölskyldu. Mér líður vel að búa einn og fmn afar sjaldan til einmanaleika. Samt hvarflaði að mér þegar ég las ævisögu Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar, sem kvæntist ekki fyrr en sextíu og eins árs, að ég hefði ennþá nægan tíma. Vitaskuld langar mig að kvænast góðri konu í fyllingu tímans og eignast hell- ing af börnum. Allt hefur sinn tíma og ég hef raunar ekkert verið að leita, enda á ferð og flugi árið um kring. í fyrra var ég erlendis í samtals hundrað og tíu daga. Slíkur lífsmáti myndi trúlega ekki falla vel að hefð- bundnu fjölskyldulífi." Starfið umfram allt Andri Már stofnaði Heimsferðir fyrir rúm- lega þremur árum. Eftir slæma reynslu af vinnu fyrir aðra ákvað hann að verða sinn eigin húsbóndi og leggja sig allan fram við uppbyggingu fyrirtækisins. „Mér finnst sama máli gegna um starfið og hjóna- bandið. Mikilvægt er að leggja rækt við og hlúa að hvoru tveggja. Núna tek ég starfið fram yfír flest og er raunar orð- inn hálfgerður spennufíkill, enda veit maður aldrei hvað hver dag- urinn ber í skauti sér í ferðaþjón- ustunni." Fyrir Andra Má er heimilið griðastaður. Hann lagði töluvert á sig til að eignast húsið sitt, sem hann keypti fokhelt fyrir nokkrum árum. Þótt ekki sé annað að sjá en allt sé tilbúið utan sem innan, segir hann enn nokkuð í land og trúlega verði hann að dunda við það til alda- móta. „Ég vil hafa snyrtilegt í kringum mig og hef dálæti á fallegum húsgögnum og lista- verkum. Mér finnst lítið mál að halda húsinu hreinu, en fæ stöku sinnum heimilishjálp svona rétt til að „dauðhreinsa“. Ég hef bara gaman af að vaska upp, þvo og strauja, skúra og þess háttar. Þótt ég sé sælkeri nenni ég yfirleitt ekki að kokka ofan í mig einan, borða einkum brauð og ávexti, enda er ísskápurinn oft óttaleg eyðimörk." Andri Már segist vera gæddur þeim góða eiginleika að geta skilið vandamálin eftir í vinn- unni. Hann á stóran vinahóp, sem hann þekkir frá fornu fari eða hefur kynnst í tengslum við starfið. Þeir félagar gera sér oft glaðan dag, snæða góða máltíð á veitingastað, dreypa á rauðvíni og líta síðan við á krám eða kaffihúsum. „Slík kvöldstund finnst mér óskaplega notaleg, sérstaklega eftir langan vinnu- dag og líkamsrækt. Ég er að mörgu leyti sammála þeim sem segja að skemmtanalífið sé inn- antómt til lengdar. íslendingar skemmta sér líka öðruvísi en aðrar þjóðir. Sumir fara alltaf út á lífið einu sinni í viku og binda miklar og óraunsæjar væntingar við eina kvöldstund. Sjálfur er ég heima ef mig langar ekki til að vera í ijölmenni og hávaða, les góða bók, spila á flygilinn eða hlusta á sígilda tónlist. Flestum liði áreiðan- lega mun betur ef þeir gerðu það sem þá langar til hveiju sinni og byndu ekki vænt- ingar sínar við félag- ana, eiginkonuna eða aðra. Ann- ars finnst mér skemmtun vera fólgin í ýmsu, til dæmis skemmti ég mér konunglega á kirkjukon- sert í París nýverið." Lífskúnstner og fagurkeri Reglubundna líkamsrækt tel- ur Andri Már nauðsynlega til að halda jafnvægi á sál og lík- ama. Hann reynir að veija minnst sex tímum á viku í hlaup og lyftingar, enda segist hann afar sjaldan stökkva upp á nef sér þótt eitthvað bjáti á. Þótt Andri Már eigi tvær sam- búðir að baki hefur hann að mestu búið einn frá nítján ára aldri. Hann viðurkennir að ein- staka sinnum sakni hann þess að lifa ekki reglubundnu fjöl- Só sem er glaóur hið innra veit að enginn annar getur gert hann ham- ingjusaman. skyldulífi. „Það er helst að tóma- rúm myndast eftir langa vinnut- örn. Að sumu leyti nýt ég for- réttinda fram yfir marga. Mér finnst dýrmætt að eiga lífsglaða og góða vini og fjölskyldu, en ég er líka þeirrar gæfu aðnjót- andi að líða alltaf vel með sjálf- um mér. Ég þarf mínar stundir í kyrrð og ró til að að öðlast innri orku. Sá sem er glaður hið innra veit að enginn annar getur gert hann hamingjusaman. Hamingjan er undir hveijum og einum komin, ekki ástinni, hjónabandinu eða peningum." Andri Már vill fá orð hafa um heitið - jafnvel þótt þeir eigi fleiri en eina sambúð að baki. Trúlega eiga sumir þeirra sem búa einir sér þann draum að bindast annarri manneskju tryggðarböndum, stofna heimili og ijölskyldu. Aðrir eru fullkom- lega sáttir við hlutskipti sitt, meta frels- ið umfram allt og fínnst að hjónaband eða sambúð sé einungis til trafala. í síðasta mánuði var fjallað um ungt ólofað fólk í breska blaðinu Independ- „ísskápurinn er stundum óttaleg eyðimörk.“ kvenhylli sína, en segist þó vera mikill lífskúnstner og fagurkeri að upplagi. Hann unir fremur við lestur en sjónvarpsgláp og lætur ekki farsímann, sem hann er nýbúinn að fá sér, trufla sig á síðkvöldum. Skrautmunir - Birinbau hljóðfæri frá Brasilíu, notað í Capoeira dansi. Klassíski klúbburinn „Þótt ég sé svarti sauðurinn í fjölskyldunni á tónlistarsviðinu hlýði ég löngum stundum á sí- giída tónlist eða jazz og glamra á flygilinn mér til ánægju og yndisauka. Núna er ég að glíma við prelúdíur Bachs, en passa mig á að hafa gluggana lokaða.“ Nokkrir vinir Andra Más, flestir viðskiptafræðingar, hag- fræðingar og tölvufræðingar, stofnuðu nýverið klassískan klúbb. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði heima hjá einum þeirra og ræða klassísk tónverk og ber gestgjafanum skylda til að halda fyrirlestur um tónskáld, tónverk eða tón- smíð. „Piparsveinunum er óðum að fækka í hópnum, en það aftr- ar okkur ekki frá að hittast, því allir erum við miklir lífs- kúnstnerar. Hvort sem lífið er stutt eða langt myndi ég vilja segja að ég hefði aitént lifað mikið." ■ ent. Fram kom að árið 1993 hafði fjöldi þeirra sem bjuggu einir tvöfaldast frá því fyrir þrjátíu árum. Aukningin er ekki sögð í hópi aldraðra eða sjúkra, enda hafí þeir ætíð búið einir að stórum hluta, heldur ungs fólks á framabraut. „Ung og einhleyp, nýtískulega klædd, metnað- argjöm og rík og aldrei fleiri,“ segir grein- arhöfundur, en kemst samt að þeirri nið- urstöðu að líf unga fólksins, utan vinnunn- ar, sé innantómt, dapurlegt og einmana- legt. Dregin er upp harla fábrotin mynd af lífsmynstrinu; vinna tólf tíma á sólar- hring, farsími ávallt við hendina, skyndi- bitafæði á hlaupum og myndbandsspólan eini félagsskapurinn heimavið. síðasta árs voru karlar 15%, eða 40.087, en konur 12,9% eða 34.373. í sambúð og hjónabandi hvílir hiti og þungi heimilishaldsins yfirleitt meira á herðum kvenna. Líklega ræður uppeldi og ábyrgðartilfínning einhveiju þar um og einnig hvað körlum tekst oft að gera sig auma og uppburðarlitla þegar kemur að tiltekt, matseld, þvotti og öðrum nauð- synlegum verkum. Einu gildir hvort kona býr ein eða með öðrum, yfirleitt þykir BÍLAR eru Kára Bjarna- syni lítt hugleiknir. Hann hefur aldrei átt bíl og fer flestra sinna ferða fótgangandi, enda ágætis göngutúr frá heimili hans í mið- borginni að handritadeildinni í Þjóðarbókhlöðunni. Þar segist hann una sér best og líti á leigu- herbergin sín tvö sem svefnstað fremur en heimili. Eldhúsi og baðherbergi deilir hann með fyr- irtæki, sem starfrækt er á sömu hæð. Honum finnst fyrirkomu- lagið ágætt, enda varla heima nema yfír blánóttina. Þegar inn er komið fer ekki Kóri SKRAUTMUNIR - Ljósmynd frá heimsókn Kára í Vatíkanið, gamlir barnaskór og Maríustytta. „Eldamesnnskunni gef ég hámark þrjár mín- útur.“ hún lagnari en kari að skapa sér hlýlegt og notalegt heimili. milli mála að bækur eru í miklu uppáhaldi. Þær eru yfir fjögur þúsund talsins og þekja veggi í báðum herbergjum. Til þess að geta tekið vinnuna með sér heim endrum og sinnum fékk Kári sér tölvu, sem hann hefur í svefnher- berginu. Útsaumaða stólinn, púðana og alla heimilislegu hlut- ina segir hann ættaða frá fóstur- móður sinni, sem nú er látin, en annað keypt í IKEA. í hópi karla, sem búa einir eru flestir Fremur ástand en lífsháttur 20-24 ára, eða 8.709. Upp úr því þynn- ist hópurinn töluvert, 25-29 ára eru þeir 5.170, 30-34 ára 3.508 og 35-39 ára 2.524. En hverníg búa einhleypir karlar? Er ekki allt í rúi og strúi heima hjá þeim? Eru þeir ekki alveg ósjálfbjarga einir og sér? Daglegt líf ákvað að kynna sér búskaþ- arhætti og lífsviðhorf tveggja ungkarla, 32 og 35 ára, sem um árabil hafa verið aleinir heima. Vulgerður Þ. Jónsdóttir „Mér finnst ég heldur ungur til að líta á sjálfan mig sem piparsvein. Hjá mér er þetta fremur ástand en lífsháttur. Með öðrum orðum frekar hlutskipti um stundarsakir að minnsta kosti heldur en val. Lif pipar- sveinsins er líf hinnar eilífu von- ar því hann er alltaf að líta í kringum sig. Mér líkar vel að búa einn og þurfa ekki að ráðg- ast við einn eða neinn um tíma minn og annað.“ Þótt Kári hafi verið í sambúð skamma hríð, hefur hann að mestu búið einn frá tvítugsaldri. Honum finnst almannarómur telja að hamingjan felist í ást- inni. Slíkt segir hann að megi vel vera rétt, en sú hætta sé þá fyrir hendi að maðurinn hætti að vera það sem hann er og lifi fyrir maka sinn. Heimspekingurinn Kári hefur velt málum fyrir sér frá öllum hliðum og sér líka ýmsa ókosti við einlífið. „Þeim sem búa einir hættir til að verða einrænir og sjá ekki samhengi hlutanna. Þeim finnst lífíð og tilveran snú- ast um þá sjálfa í einu og öllu og eiga erfitt með að taka tillit til annarra. Ég á marga góða vini, en þó næ ég aldrei að af- hjúpa hugsanir mínar algjörlega eins og eiginmaður gagnvart eiginkonu. Trúnaðurinn verður aldrei 100% og því fær maður aldrei nauðsynlegt íjarlægðar- skyn á sjálfan sig. Nátengd manneskja eins og eiginkona myndi segja skoðun sína um- búðalaust meðan vinir hika við hversu heilir sem þeir kunna að vera.“ Kára finnst öllu skemmtilegra að tala um starfið en heimilis- haldið. Starfið er ástríða hans, líf og yndi og til þess segist hann vakna giaður á hveijum morgni. Tólf tíma á dag grúfir hann sig yfir forn handrit og leiðist aldrei. Sem handritafræð- ingur segist hann alltaf vera í spennandi leynilögregluleik þar sem nýjar uppgötvanir séu dag- lega innan seilingar. „Núna er til dæmis komið í ljós að sýn okkar á bókmenntir frá 16. og 17. öld er kolröng. Tölvur hafa umbylt allri úrvinnslu gagna. Það er geysilega gef- andi að taka þátt í að breyta handritadeild- inni úr ósýnilegum ijársjóð í sýnilegan. Aður var undirbún- ingsvinnan 99% og úr- vinnslan 1%, en með tölvunum hafa hlutföllin snúist við og fýr- ir vikið verður vinnan mun skemmtílegri." Kári segir að eitt af verkefn- um handritadeildarinnar sé að fá fólkið í landinu til að láta í té gamlar dagbækur, sendibréf og hvers kyns aðrar heimildir um horfna tíð. „Flestir gera sér ekki grein fyrir hversu hvers- dagsleg gögn segja mikla sam- tíðarsögu . . .“ Hámark 3 mínútur í eldamennsku Kári er óstöðvandi þegar talið berst að handritum og áhuga- málinu; rannsóknum á Maríu- kvæðum. Fyrir þremur árum fór hann utan til að helga sig rann- sóknum á slíkum kvæðum í sjálfu Vatikaninu. Ekki ofalinn á launum frekar en aðrir opin- berir starfsmenn segist Kári hafa kostað ferðina að mestu leyti sjálfur og yfirleitt hafa nóg fýrir sig að leggja, enda ekki þurftafrekur. „Eg borða heitan mat í mötuneytinu í hádeginu á hveijum degi. Ef ég fæ mér snarl heima, kaupi ég tilbúna rétti og skelli þeim í örbylgjuofn- inn. Eldamennskunni gef ég há- mark þijár mínútur og hversu leiðinlegt sem mér þykir að skúra og þrífa þarf ég náttúrlega að sinna því einstöku sinnum. Ég fer með þvottinn í þvottahús, á ekki þvottavél og hef ekki hug á að kaupa mér slíkt tæki í bráð.“ Skemmtanalífið segir Kári innantóma gerviveröld. Hann er löngu hættur að stunda það, fer fremur í bíó eða heimsóknir í frístundum. „Á árunum áður fórum við, vinirnir, oft út að skemmta okkur og eyddum væn- um fúlgum af námslánunum í drykkjuskap og þvíumlíkt. í rauninni leiddist okkur og núorð- ið nenni ég hvorki að fara út á lífið né bragða áfengi.“ Frelsið er miklll kostur Þótt Kári sé ekki í margmenni í vinnunni segir hann að ein- manaleiki hijái sig ekki að ráði. Hann seg- ist spjalla við sjálfan sig í og úr vinnu og hitti vini sína og vin- konur ef hann vanti félagskap. Hann á inni heimboð í Þýskalandi um jólin, sem hann ætlar að þiggja, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um. Aðspurður hvort þýsk vinkona væri í spilinu segist hann svo sem ekki vera í algjörri þurrkví. . . „Líkja má piparsveini við sjó- mann sem aldrei fer í höfn. Ef til vill þurfa menn að kvænast og eignast börn til að vera full- gildir þátttakendur í mannlíf- inu. Lífið er í rauninni aðeins hálft líf, ef menn axla ekki þá ábyrgð, sem samfélagið gerir kröfur til. Óneitanlega er mik- ill kostur fólginn í frelsinu og ég er sannfærður um að marg- ur ungkarlinn tékur áhugavert starf fram yfir eiginkonu og fjölskyldu. Hins vegar veit ég ekki hvort ég verð eins sáttur við hlutskipti mitt ef ég verð enn einn á báti eftir tuttugu ár.“ ■ Líf pipar- sveinsins er líf hinnar eilífu vonar þvíhann er alltaf að líta í kringum sig. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 D 5 Póstverslun s. 566-7580 frá kl. 9-18 Losaðu þig við appelsínuhúðina og fækkaðu sentimetrunum á einfaldan hátt! Meðferðarhjólabuxur frá Svensson Heilsusamlegar, þola þvott og eru fyrir bæði kynin. Fáanlegar svartar og Ijósar r..„nccr>n® P'lrin8du °S fáðu sendan OvCl IbbUI 1 ókeypis vöruiista I Mjódd, sími 557-4602_____________ Opið virka daga kl. 13-18* Laugardaga kl. 13-16. Sælkeravörur úr öllum heimshornum Úh eilsuhúsið Skóltwörðustíg & Kringlunni |U 1 1 * I 7 M ‘ , <?. á ... ■ ,v*5S» 31 Hi. % Æ MEÐLÆTI: Gott brauð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.