Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 * D FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 FERÐALÖG ÞRÖNGAR, brattar götur með háum húsveggjum beggjavegna setja sérstakan svip á Montepulciano. GAMLI bærinn í Montepulciano. BRAGÐAÐ á framleiðslunni áður en merkt er við á matseðli veitingastaðarins. AÐ var örvæntingarfull leit að bensínstöð við sveita- vegi Toscana héraðs sem leiddi til þess að við röm- buðum á skiltið sem vísaði veginn til Montepuleano. Þá rifjaðist upp að svissnesk vinkona hafði ráðlagt nokkurra daga dvöl þar. Við kross- lögðum putta, vonuðum að bensín- droparnir væru nógu margir eftir, og fylgdum leiðarvísum til bæjarins. Bensínið dugði og Montepulciano var alveg draumur. Bærinn leynir reyndar á sér í byrjun. Það sem fyrst blasir við lík- ist hvaða venjulegum ítölskum nú- tíma bæ, en þegar betur er að gáð er Montepulciano einstakur bær. Hann liggur utan í hlíð; nýi bærinn er í þokkalegum halla, en efst í honum er gengið í gegnum gamalt bogahlið og þar blasa við ótrúlega brattar götur gamla bæjarins. Þröngar, með háum húsveggjum beggja vegna, minna þær helst á náskyldan ættingja síkjanna í Fen- eyjum. Brattinn er hins vegar ein- stakur. Brekkuboltl Við fundum illilega fyrir brattan- um þar sem við gengum, léttilega fyrst en síðan þyngri í spori, ofar og ofar í bæinn í leit að gistirúmi. Við vorum nefnilega ekki fyrstu ferðamennirnir til að uppgötva dá- semdir bæjarins. Upp götur, niður hliðargötur, aftur upp, upp tröppur, niður tröppur. Loksins, laust her- bergi á Albergo Duomo efst í bæn- um. Gistiheimilið litla og notalega dregur nafn af dómkirkju bæjarins sem trónir þarna efst á fjallstoppn- um. Torgið fyrir framan kirkuna er helsti samkomustaður bæjarbúa eft- ir að dimma tekur. Kaffíhúsin leggja ferðamennirnir að mestu undir sig, en þama sitja heimamenn undir berum himni og rabba saman. Á torginu sjálfu er að finna mesta sléttlendi bæjarins, sem þó er ekki meira í það heila en svona hálfur fótboltavöllur. Torgið er enda vin- sælt hjá ungviðinu sem sparkar þar bolta af miklum móð. Öðru hverju sparkar einhver of fast og boltinn þeytist niður næstu götu. Þarmeð er leiknum lokið því enginn nær að hlaupa boltann uppi ef hann kemst á ferð. Ef boltinn helst inni á vellin- um heldur leikurinn áfram þar til einhveijum fullorðnum þykir nóg til um ærslin og börnin eru rekin burt. Þá fara þau neðar í götumar og reyna að sparka bolta þar, því þrátt fyrir allt em þau ítalir í húð og hár og ítalir elska fótbolta. Þessum krökkum hefði þótt mikið til um aðstöðuna hefðu þau fengið að spila fótbolta í Bankastrætinu í Reykja- vík. Rétt innan við hliðið, neðst í aðal- götu gamla bæjarins, er forvitnileg- ur veitingastaður. Þar er gengið inn um þröngar dyr og fyrir innan er verslun þar sem gestum er boðið að bragða á vínframleiðslu eigenda, ostum, skinku og pylsum ýmis kon- ar. Síðan er um tvennt að velja; að kaupa það sem manni líst á og hverfa á brott með fenginn, eða að fara enn innar í ranghala bygging- arinnar þar sem er að finna veitinga- stað. Á boðstólum er einungis eigin framleiðsla eigendanna sem meðal annars reka vínekrur í nágrenninu. Matseðillinn er því með einfaldara móti, listi yfir framleiðsluna og svo krossar maður við það sem vekur áhuga. Frábær staður og á rölti okkar um bæinn næstu daga rák- umst við á fleiri sem byggðir eru upp á svipaðan hátt. Þau eru líka ótal mörg kaffihúsin í Montepulc- iano. Fjölgar eftir því sem ofar dreg- ur, enda þurfa margir að kasta mæðinni og. svala þorsta eftir „klifrið“. Bílar ekkl vel séðlr Eðli málsins vegna er bílaumferð ekki vel séð á götum gamla bæjar- ins í Montepulciano. Víða eru göt- urnar hreinlega of þröngar til þess að bílar af venjulegri stærð geti farið þar um og bílastæði eru sjald- séð. Álla jafna eru þessir farskjótar því skildir eftir fýrir utan hliðið góða, en einstaka undantekningar eru gerðar. Umferð um gamla bæ- inn hefur verið takmörkuð frá árinu 1989. Þeir sem mega aka um eru íbúar bæjarins og bæjarstarfsmenn, þeir sem flytja vörur og þá á sér- staklega tilgreindum tímum, og loks gestir hótela í gamla bænum, ef hótelið tryggir þeim bilastæði. í þeim tilfellum eru sérstaklega til- greindar þær leiðir sem gestirnir eiga að aka að hótelum. Lítill og krúttlegur strætó fer um helstu göturnar og einstaka bílkríli keyra þar um. Því minni, því betri, á við um bíla íbúanna og þær fáu bílskúrsdyr sem sjást í bænum eru mun minni en þær sem við eigum að venjast. Fyrir innan dyrnar er Vínkjallori undir kirkju heilags Nikulósar í KJALLARAHVELFINGUNNI undir kirkju heilags Nikulásar við Ost-West götu í Hamborg er vínverslunin CCF Fiseher. Ferðamenn sem skoða kirkjuna og mynda hana í bak og fyrir hafa yfír- leitt ekki hugmynd um tilvist vinkjallar- ans, enda harla óljós merki um hann utan frá séð. Fyrirtækið CCF Fischer var stofnað árið 1828 og hefur verið til húsa undir kirkjunni frá þvi laust eftir stríð. Boðið er upp á um 800 víntegundir í ýmsum verðflokkum frá mörgum löndum. Dýr- asta vínið er rauðvín frá árinu 1918 á 980 þýsk mörk eða jafnvirði um 44 þús- und íslenskra króna. Ekki fer á milii mála að sérfróðir menn ráða ríkjum hjá CCF Fischer. Kjallarameistarinn talar af mikilli þekk- ingu um einstök vín, ráðleggur við- skiptavinum sínum og gefur sér góðan tíma. Hann sagði að dýrasta vínið væri ekki endilega best og einu gilti hvort drukkið væri hvítvín eða rauðvín með kjöti, fólk ætti einfaldlega að velja það vín sem því þætti gott. Ósjaldan er gestum skenkt í glös, rétt til að bragða á veigunum, sem þeir íhuga að kaupa. Fremur dimmt er kjallara- hvelfíngunni, en kertaljós á víð og dreif skapa hlýlegt andrúmsloft. Hægt er að tylla sér niður, kaupa sér vínglas og fá sér smámeðlæti, t.d. brauð eða salt- kringlur. f versluninni fást sérfræðibæk- ur um vín og ýmiss gjafavara fyrir víná- hugamenn. Þeim og öðrum þætti trúlega fengur í að skoða úrvalið í kjallaranum og rabba við kjallarameistarann. ■ vþj KIRKJA heilags Nikuláser eyðilagðist mikið í stríðinu. Hún er í nýgotneskum stíl, byggð árið 1882.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.