Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 D 7 FERÐALÖG Leiðarvísir á listahátið ----------- EFTIRMINNILEGT ------------- Peking í Kína líður Bryndísi Schram seint úr minni BÆRINN Montepulciano er um- kringdur vínekrum og ólívu- trjám Toscana héraðs. Það eru fjölmargar góðar ástæður fyrir þvi að heimsækja þennan skemmtilega bæ. Fortíðin minnir á sig á hverju götuhorni en þó er Montepulciano annað og meira en söfn og minjar. í síðari hluta júlímánaðar ár hvert er haldin listahátíð í bænum, Canti- ere d’Arte. Listahátíðin laðar að sér fjölmarga listunnendur víðs- vegar að úr heiminum. Montep- ulciano er enda mikill menning- arbær og á meira að segja sína eigin útgáfu af Scala. Það er leikhúsið Teatro Poliziano sem er lítil eftirlíking þessa fræga óperuhúss í Mílanó. Þeir sem ferðast á eigin bíl og keyra suður Toscanahérað eftir hraðbraut A1 beygja útaf á afleggjara númer 28: Bet- tolIe/Val di Chiana. Komi fólk að sunnan eftir þessari sömu hraðbraut er afleggjarinn af brautinni númer 29 og heitir: Chiusi/Chianciano Terme. Þeir sem ferðast með járn- brautarlest taka lestina Flórens- Róm og fara úr á brautarpalli Chiusi/Chianciano Terme. Það- an gengur rúta til Montepulc- iano alla daga árið í kring. Ýms- ir fleiri möguleikar eru í boði fyrir þá sem eru á ferð með lest- um, en til að fólk glöggvi sig betur á staðsetningu bæjarins er rétt að geta þess að þaðan eru aðeins um 120 km suður til Fannst sem ég gengi inn í mióaldir BRYNDÍS Schram í Kína, hér í nýju hverfi. KÍNA er Bryndísi Schram, fram- kvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs, ofarlega í huga, en hún hefur tvisv- ar átt þess kost að heim- sækja landið, haustið 1993 og um páskana 1994. „Það er manneskju úr vestrænu velferðarþjóðfé- lagi óhjákvæmlega mikið áfall að koma inn í samfé- lag þúsund milljóna þar sem lífsbaráttan snýst um að lifa frá degi til dags,“ segir Bryndís Schram en henni er sérstaklega minnisstæð ein morgun- stund í íbúðahverfi í höf- uðborginni Peking. Eldsnemma morguns á breiðum götum „Ég fór mjög snemma á fætur einn morguninn, og laumaðist alein út úr hótelinu áður en hin eig- inlega dagskrá hófst. Það var ekki orðið albjart, sól- in var að fikra sig upp eftir himninum og ég gekk um breiðgötumar en meðfram þeim eru háir múrveggir og á þeim stór hlið. Ég fór inn um eitt hiiðiðí gamla hluta borgarinnar og mér fannst sem ég gengi inn í miðaldir," segir Bryndís. Handan múrveggsins voru þröngar moldargöt- ur sem hlykkjuðust enda- laust meðfram hrörlegum húsunum í sömu jarðlitum og göturnar. Bryndís gekk framhjá húsum sem hölluðust hvert upp að öðru eins og til að biðjast vægðar frá að falla til jarðar. Fólk utan dagskrár „Þarna var krökkt af fólki,“ segir Bryndís „en á hveijum degi flytja milljónir Kínverja úr sveitunum til höfuðborg- arinnar í von um betra líf. Þetta fólk býr í gömlu borgarhverfunum utan múranna árum saman og bíður þess að komast inn í hús sem borgaryfirvöld reisa þeim.“ Bryndís segist hafa haft á tilfinningunni að hún væri að skyggnast á bak við tjöld sem hún mátti ekki og að hún væri óboðinn gestur því fólkið sá hana en lét sem þaðvissi ekki af henni. „í þessum gömlu hverf- um er ekkert rennandi vatn og fólkið úti á götu að borða morgunmat. Gamlar konur í lörfum stóðu á götuhornum að sjóða hrísgijón í pottum og fólkið sat á tunnum og kössum og gæddi sér á hrísgijónakökum steikt- um á pönnum,“ segir Bryndís og minnist sér- staklega lyktarinnar. Það var þrúgandi loft eða eins og að vera inni í herbergi með lokuðum gluggum. Lyktin var í kyrru loftinu blönduð kryddi og svita fólksins. Börnin í Kína falleg „ Allir voru samt hlæj- andi og masandi," segir Bryndís, „glaðir og falleg- ir þrátt fyrir f átæklega umgjörð. Börnin í Kína eru falleg, húð þeirra er slétt og gljáandi og hárið kolsvart og tennurnar heilar." Hrísgijón og grænmeti eru greinileg góð undirstaða. Bryndís segir að þetta hafi verið fyrir sjö að morgni; dagurinn var að hefjast, fólkið á leið til vinnu á hjólum, börnin í skólann og gamla fólkið út í garðana. Bryndísi fannst eins og hún hefði gengið inn í forboðna veröld. „Það var ekki ætlasttil að útlend- ingar væru þarna, og heldur ekki farið með gesti í þessi gömlu hverfi,“ segir hún að lok- um. ■ ------------------- LUCAS-CARTON --------------------------- Eftirlætisveitingastaður Skúla Hansen veitingamanns í Skólabrú plássið ótrúlega vel nýtt. Það er ómögulegt að lýsa Montepulciano án þess að minnast á kaffihúsið fræga Caffi Poliziano þar sem Hemingway var á meðal fastagesta á sín- um tíma í hópi annarra heimsþekktra lista- manna. Þeir sátu þar á þessu fallega kaffi- húsi sem er enn í upp- runalegri mynd, sö- truðu kaffi eða nutu annarra veitinga — og útsýnisins sem er hreint ótrúlegt. Kaffi- húsið bókstaflega hangir utan í snarbrattri hlíð og það er ekki fyrir lofthrædda að sitja úti á litlu smíðajárnssvölunum. Flestir gera þó að minnsta kosti eina til- raun. Útsýnið er þess virði. ■ Hanna Katrín Fríðriksen ÞESSI sérstaki „vöruþríhjólabíll" er algeng sjón í Montepulciano. Morgunblaðið/vþj KJALLARAMEISTARINN skenkir í glösin. Pantað með múnaðar fyrirvara €kÚLI Hansen ogfé- lagar, veitingamenn á Skólabrú, halda endrum og sinnum í sérstakar pílagrímsferðir út í heim til að kynna sér veitinga- , - hús. „Þar sem við breyt- um matseðlinum hjá okk- ur nokkrum sinnum á ári, er nauðsynlegt að viða að sér hugmyndum úr ýmsum áttum. Sumt tökum við til eftirbreytni og annað reynum við að laga að því hraefni sem hér er í boði. Ég hef snætt á mörgum fyrsta flokks veitingahúsum, sem erf- itt er að gera upp á milli. Samt held ég að.Lucas- Carton í París hafi vinn- inginn. Staðurinn býður upp á fjölbreyttan sér- réttamatseðil A La Carte, en er einkum frægur fyr- ir gæsalifur og steikta önd í apríkósusósu, sem eru sérréttir hússins." Þrjár Michelin-stjörnur Lucas-Carton státar af þremur Michelin- stjörnum, sem Skúli segir alþjóðlega viðurkenningu og staðfestingu á af- bragðs mat og þjónustu. „Michelin-stjörnur eru veittar víðast hvar í heiminum. Ekkert ís- lenskt veitingahús getur þó enn sem komið er stát- að af slíkri viðurkenn- ingu. Ógrynni veitinga- húsa er með eina eða tvær stjörnur, hámarkið er þijár en slík veitinga- hús eru ekki á hveiju strái. Til að standa undir þremur stjörnum má ekkert út af bera til að tapa viðurkenningunni." Lucas-Carton er í gamalli byggingu í mið- borg Parísar. Innrétting- ar og skreytingar segir Skúli vera í nítjándu ald- ar stíl. „Gulbrúnn viður og gler skapa hlýlegt og rómantískt andrúmsloft. Staðir á borð við Lucas- Carton eru alltaf einsetn- ir og taka um fimmtíu manns í sæti.“ í pílagrímaferðunum segist Skúli oftast fá leyfi til að reka nefið inn í eld- hús og kanna aðstæður. Yfirleitt séu eldhúsin svipuð á betri veitinga- stöðum; vel búin tækjum og snyrtileg. Aðspurður hvort tilviljun hefði ráðið því að hann snæddi á Lucas-Carton segir hann að undirbúningur píla- ‘ grímsferðanna hefjist hér heima og upplýsingar um staðinn hefði hann fengið hjá franska sendi- ráðinu árið 1983. Mekka matargerð- arlistar „Ég hef þrisvar sinn- um snætt á Lucas-Carton og mér finnst staðurinn bera af öðrum. Maturinn er ekki gefinn, ég gæti trúað að þriggja rétta í PARÍS er fjöldi veitingahúsa, en Lucas-Carton er eitt fárra sem státar af þremur Michelin stjörnum. Skúla finnst Mið-Evr- ópa vera Mekka matar- gerðarlistarinnar, t.d. París, Luxemborg og Brussel. Hann segir að bestu veitingastaðanna sé ekki endilega að leita í miðborgunum. „London státar líka af mörgum góðum veitingahúsum. Annars er matargerðar- list líka á háu stigi í Bandaríkjunum og fjarri þvi að þar á bæ séu ein- ungis skyndibitastaðir." A ferðalögum með fjölskyldunni gegnir öðru máli en í pílagrímsferð- unum. Þá segist Skúli, rétt eins og hver annar, fara á þá veitingastaði sem næstir eru. Fyrir þá sem ætla til Parísar á næstunni og vilja snæða á Lucas-Carton hefur Skúli símanúmerið á tak- teinum; 42652290. ■ SkúliHansen. máltíð með góðu borðvíni fyrir einn kosti um fimmtán þúsund krónur. Þarna gengur enginn beint inn af götunni, stundum þarf að panta borð með mánaðarfyrir- vara og greinilegt er að Lucas-Carton er vinsælt hjá aristókrötunum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.