Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 24. nóvember 1995 Blað D Iðnnemar heiðraðir NÝLEGA fengu Félagsíbúðir iðnnema viðurkenningu Þróun- arfélags Reykjavíkur fyrir að ljúka við endurbyggingu Bjarnaborgar. Er þessi viðurkenning veitt fyrir fram- lag til uppbyggingar á mið- borginni. / 2 ► Samræmt eftirlit? EFTIRLIT með byggingum á að vera samræmt fyrir landið en framkvæmdin getur verið með ýmsu móti. Þetta kemur fram í Lagnafréttum Sigurðar Grétars Guðmundssonar. Segir hann að breyta verði lokaút- tektum Iagnakerfa. / 24 ► Ú T T E K T Einbýli úr timbri frá Kanada ÆT AHELLU er verið að reisa tvflyft einingahús úr timbri sem fram- leitt er í Kanada. Nokkur slík hús hafa þegar verið reist hérlendis en húsið á Hellu er það fyrsta sem er tvflyft. Húsið er um 170 fermetrar að stærð að meðtölum bflskúr og áætla eigendur að fiytja inn í það fullbúið fyrir tæpar 9 milljónir króna. Umboð fyrir þessi kanadísku hús, Fermco, hefur Borgafell hf. og segir Örn Ragnarsson framkvæmda- stjóri að meðalfermetraverð á t.d. tæplega 200 fermetra húsi sé um 54 þúsund krónur. Haukur Viktorsson arkitekt annast ráðgjöf og hönnun með kaupendum en hægt er að raða Fermco-húsunum saman eftir óskum hvers og eins, stærð, útlit og litaval á klæðningum er mjög Qöl- breytt. Eftir að lóð er fengin þarf að velta vöngum yfír staðsetningu húsa á lóðinni, stærð og gerð og þvílíku og ganga frá bygginganefndar- og verkfræðiteikningum. Hús- in eru prófuð af Rannsókna- stofnun byggingaiðnaðarins og segir Haukur þau hafa staðist öll próf með ágætum. Auk fbúðarhúsa framleiðir Fermco sumarhús og getur einnig boðið atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerð- um. / 16 ► íbúðabyggingar minnka um 5% í ár og standa í stað til næsta árs Rekstrartekjur 63 fyrirtækja í byggingariðnaði 1993 og 191 Bygging og viðgerð mannvirkja, 17 fyrirtæki 1994 1993 Húsasmíði, 11 fyrirtæki 1993 505,4 m.kr. Húsamálun, 11 fyrirtæki 1994 ■HHHSKHHHHHiHM 665,5 Múrverk, 10 fyrirtæki 1994 ■■■■■■ 191,3 m.kr. «JS 1993 mammm 200,8 m.kr. ' Pípulagning, 13 fyrirtæki 1994 ■■■■■■■■■ 360,1 m.kr. 1993 340,5 m.kr. Rafvirkjun, 9 fyrirtæki 1994 ■■■■—— 425,8 m.kr. 1993 480,7 m.kr.\ Veggfóðrun & dúkalagning, 9 fyrirtæki 1994;*'! , i 98,0 m.kr. 1993 ■■ 106,2 m.kr. TlÖ00\ ÍBÚÐABYGGINGUM lands- manna hefur ýmist farið fjölgandi eða fækkandi á síðustu árum. Þannig minnkuðu þær um tæplega 6% árið 1993 en jukust um 2% árið 1994 en þá voru byggðar rúmlega 1.680 íbúðir. Talið er að þær minnki um 5% á þessu ári eða niður í um 1.600 og standi í stað fram á næsta ár. Framkvæmdir við íbúðarhús samsvara nú um 4% af landsframleiðslu og er það lægra hlutfall en sést hefur um langt skeið. Þessar tölur komu fram í erindi Þórðar Friðjónssonar á mann- virkjaþingi nýlega þar sem hann ræddi um horfur í fjárfestingu í mannvirkjagerð. Á síðustu árum hafa einna flestar íbúðir verið full- gerðar árin" 1973 eða 2.200, 1977 þegar 2.300 íbúðum var lokið og árið 1980 þegar 2.237 íbúðir voru fullgerðar. Yfirleitt eru um tvöfalt fleiri íbúðh' í smíðum en lokið er við á hverju ári. Þannig voru um og yfir fimm þúsund íbúðir í byggingu á ár- unum 1974 til 1978 en fóru niður í rétt um þrjú þúsund í fyrra. Á rúm- lega þriggja ára- tuga tímabili eða frá 1960 til 1994 hafa alls verið full- gerðar 60.255 íbúð- ir. Minni rekstrar- tekjur Staða fyrirtækja innan bygginga- iðnaðarins hefur einnig verið mis- jöfn síðustu árin og kom fram í talnayfirliti sem lagt var íram á mannvirkjaþinginu að tekjur minnkuðu milli áranna 1993 og 1994 í mörgum greinum en jukust dálít- ið í öðrum. Rekstrartekjur fyrir- tækja í byggingu og viðhaldi mann- virkja minnkuðu úr 6.590 milljónum árið 1993 í 6.422 árið 1994, tekjur fyrirtækja í húsasmíði drógust saman á sama tíma úr 505 milljón- um í 430 milljónir en í húsamálun jukust tekjur úr 474 milljónum í 665 milljónir. Hjá fyrirtækjum í vegg- fóðrun og dúkalagningu, múrverki og rafvirkjun minnkuðu tekjurnar en jukust í pípulögnum úr 340 millj- ónum í 360. Mannafli í sumum greinum bygg- ingastarfseminnar árin 1985 til 1993 hefur sveiflast mikið. Árið 1985 voru 1.578 ársverk í húsa- smíði, þau urðu flest 2.094 árið 1989 en voru 1.463 árið 1993. í húsamál- un voru ársverk 553 árið 1985, 586 árið 1987 en voru komin í 518 árið 1993. í rafvirkjun hafa verið miklar sveiflur, fjöldi ársverka var árið 1993 739 en var mestur árið 1987 eða 1.002 og um 900 árin 1988 til 1990. Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Inntlutningsaðili Gustavsberg á Islandi: Krókháls hf. Sími 587 6550

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.