Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 4
ÍÞfémR KÖRFUKNATTLEIKUR Meistaramir með sýningu BIKARMEISTARAR Grindavík- ur héldu sýningu í íþróttahús- inu í Grindavík þegar þeir lögðu Tindastól að velli í síðasta leik 16 liða úrslita í bikarkeppni KKÍ. Helgi Jónas Guðfinnsson fór á kostum í leiknum og nán- ast skaut gestina í kaf. Þar með er Grindavík eina liðið af Suð- urnesjum sem er eftir í bikar- keppninni. Það voru gestimir sem skoruðu fyrstu körfuna, en þá tók Helgi Jónas við sér og gerði fyrstu ■■■■■■ 10 stig heima- Frímann manna. Þegar stað- Ólafsson an var 33:17 heima- skrífar frá mönnum í hag hafði Gríndavík hann gert 23 stig og gerði samtals 26 stig í hálfleikn- um. Leikurinn var þó fjarri því að vera eins manns sýning því Grinda- víkurliðið lék eins og vel smurð vél í fyrri hálfleik en það kom í hlut Helga að ljúka sóknunum með þess- um frábæra árangri. Þeir léku 3:2 vörn með þá Guðmund og Myers undir körfunni og „léttu“ mennina frammi. Tindastólsmönnum gekk mjög illa að koma boltanum inn á Torrey John og neyddust til að taka ótímabær skot sem leiddi til hraða- upphlaupa heimamanna og munur- inn jókst stöðugt. Með þessu tókst heimamönnum nánast að gera út um leikinn Tfyrri hálfleik og seinni hálfleikur því nær formsatriði. Helgi Jónas lék frábærlega fyrir Grindvíkinga og vex með hveijum Ieik. Hann hitti nánast úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik og endaði Ieikinn með 8 þriggja stiga körfum. Herman Myers var dijúgur allan leikinn og hann og Guðmund- ur hjálpuðust mjög að í vörninni og héldu Torrey John niðri í fyrri hálfleik. Annars var allt liðið að leika vel. Tindastólsmenn vilja sjálf- sagt gleyma Grindavíkurferðunum í vetur því í þeim tveimur leikjum sem þeir hafa spilað þar hefur þeim hreinlega verið rúllað upp. Pétur Guðmundsson sem lék nú í 1. skipti í Grindavík eftir að hann fór norður fékk þó varmar viðtökur frá áhorf- endum en síðan ekki söguna meir. „Nei, þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Þeir eru alltaf erfiðir mót- heijar og við vorum lélegir í þessum leik. Við vorum að skjóta alltof fljótt og þá fengu þeir hraðaupphlaup sem enduðu með körfu. Það gengur alls ekki upp gegn Grindvíkingum. Núna er eins og við séum sprungin bóla en það er ekkert annað en að sanna annað. Við ætlum að breyta þessu og það getur ekki verið ann- að en uppávið hjá okkur,“ sagði Pétur eftir leikinn. „Þetta gekk alveg ágætlega og ég fann mig vel í kvöld og samheij- amir leituðu mig uppi. Eg var nú orðinn dálítið þreyttur eftir fyrri hálfleikinn. Þetta gefur okkur styrk að vinna þennan leik því það var smá skrekkur í okkur fyrir leikinn, að þurfa að halda uppi heiðri Suður- nesja. Við ætlum okkur að veija þennan titil okkar og fara alla Ieið,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þreyttur en ánægður eftir leikinn: GUÐMUNDUR Bragason lék vel með Grlndavík í gærkvöldi. UMFG-UMFT 100:75 fþróttahúsið (Grindavtk, 16 liða úrslit bikar- keppni karla í körfuknattleik, föstudaginn 24. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:2, 10:2, 10:9, 19:15, 30:15, 40:19, 52:23, 56:30, 65:35, 69:44, 77:50, 77:57, 90:63, 98:66, 100:75. Stig UMFG: Helgi Jónas Guðfinnsson 36, Herman Myers 29, Hjörtur Harðarson 10, Marel Guðlaugsson 7, Guðmundur Braga- son 7, Unndór Sigurðsson 6, Ingi Karl Ing- ólfsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2. Fráköst: 12 í sókn - 25 í vöm. Stig UMFT: Torrey John 22, Arnar Kára- son 14, Hinrik Gunnarsson 11, Atli B. Þor- björnsson 10, Ómar Sigmarsson 8, Pétur Guðmundsson 6, Óli Bárðdal 2, Lárus Dag- ur Pálsson 2. Fráköst: 10 í sókn - 21 i vöm. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson voru nánast óaðfinnanlegir. Villur: UMFG: 16 - UMFT: 20 Áhorfendur: Um 420. 1. deild karla ÍH - Selfoss....................85:81 Reynir- Þór....................107:83 KFÍ - Höttur....................99:70 Blak 1. deild karla HK-KA.............................3-0 Handknattleikur 2. deild karla Fylkir-ÍH.......................20:23 Þór-Fjölnir.....................24:20 Risabikarinn í Þýskalandi Þýskaland - Svíþjóð.............26:23 Rússland - Frakkland............26:24 ■Þýskaland og Rússland leika til úrslita. Knattspyrna Þýskaland Hamborg - St. Pauli...............1:0 (Spoerl, 40.vsp.). 54.976. Diisseldorf - Stuttgart...........1:2 (Katemann 32.) - (Elber 65., Bobic 67.). 2. deild Bochum - Mainz...................3:0 ■Þórður Guðjónsson lék með Bochum sem er haustmeistari með 39 stig eftir 17 leiki. FELAGSLIF Opið hús hjá Blik- um í Smáranum Knattspymudeild Breiðabliks er með opið hús fyrir vini og velunnara í Smáranum í dag, laugardag, kl. 18 til 20.30. Dagskráin verður óformleg en stutt ávörp flytja Sigurður Hall- dórsson, þjálfari meistaraflokks karla, Guðmundur Oddsson, formaður knatt- spymudeildar og Hákon Gunnarsson, ritari knattspyrnudeildar. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar. Styrktarkvöld hjá Stjömunni Stjaman heldur styrktarkvöld fyrir meistaraflokks kvenna í handknatt- leik, vegna þátttöku í Evrópukeppn- inni, í kvöld í Stjörnuheimilinu við Ásgarð. Það hefst kl. 21 og allir em velkomnir. ÞOLFIMI Urtökumót fyrir HM Alþjóðasambandsins ÞOLFIMIMÓT verður í Laugardalshöll á sunnudags- kvöld og eiga sigurvegarar mótsins möguleika á að kom- ast á heimsmeistaramót Al- þjóða fimleikasambandsins, sem verður í desember í Par- ís. Keppt er ífjórum flokkum samkvæmt nýjum reglum fim- leikasambandsins og verða fjórir íslandsmeistarar meðal keppenda í Laugardalshöll. að eru þau Magnús Scheving, Anna Sigurðardóttir, meistar- ar FSÍ, Irma Gunnarsdóttir, meist- ari IAF, og Unnur Pálmarsdóttir, sem varð Islandsmeistari kvenna í fyrra. Hún hefur aðstoðað marga við æfingar sínar, m.a. Magnús, og keppir nú að nýju eftir meiðsl, sem hún hlaut á Evrópumótinu í fyrra. „Við höfum öll þurft að semja rútínuna upp á nýtt og keppnin í kvennaflokki verður mjög jöfn. Við þurfum að flétta skylduæfingum inn í æfingar sem við sköpum sjálf. Það ræður miklu að keppandi hafí góðan takt og tækni til að ná ár- angri,“ sagði Unnur í samtali við Morgunblaðið. „Það hafa orðið miklar framfarir í þolfími erlendis og heimsmeistaramótið verður mjög sterkt, í flokki karla verða 37 keppendur, þannig að keppnin verður mjög hörð. Magnús tel ég vera meðal þeirra þriggja bestu í heiminum í dag. Ef hann hefði meiri tíma til að æfa sig, yrði hann langbestur. Hann er ótrúlega fljót- ur að tileinka sér nýjar æfingar. Ég er sátt við mína rútínu og bíð spennt eftir að komast á gólfið." Guðrún ísberg er yfírdómari mótsins, en ellefu dómarar munu dæma frammistöðu keppenda. „Það sem við dæmum er það hvort keppendur ljúka öllum skylduæf- ingum og í hvaða erfiðleikastyrk þær eru. Keppendur geta valið ýmsar æfingar og tengt þær saman á mismunandi hátt. Keppendur þurfa m.a. að sýna stökk, snún- inga, spörk, liðleika og hafa gott jafnvægi ásamt úthaldi," sagði Guðrún. _,,Það eru sérstakir tækni- og listfengidómarar sem leggja mat á útfærslu keppenda á æfingunum. Þá gefa erfiðleikadómarar kepp- endum stig fyrir það hvað þeir velja sér erfiðar æfingar. Þetta er síðan allt saman tekið saman og heildar- einkunn gefin. Við notum sömu reglur og verða á heimsmeistara- mótinu, en það er mikil þátttaka í því. Við eigum mjög frambærilega keppendur á það mót, en keppend- ur verða engu að síður að vinna sér sæti með góðri frammistöðu á mótinu í Laugardalshöll,“ sagði Guðrún. íslandsmeistarar unglinga munu sýna rútínur sínar á keppninni og auk þess sýna nýkrýndir vaxtar- ræktarmeistarar, þau Guðmundur Bragasson og Nína Óskarsdóttir rútínur sínar. Þá hafa þolfímikenn- arar stærstu líkamsræktarstöðv- anna sett saman fjölmennt opnun- aratriði fyrir mótið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Lidugir keppendur ÁSDÍS Sigurðardóttir hefur llólelka úr flmlelkum og kepplr á úrtökumótinu fyrlr helmsmelstaramót þolfimlmanna. Magnús Schevlng, sem æfir hér meó hennl, kepplr elnnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.