Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 1
ytfatgmibUfaib Með ungversku ívafi/2 Að sjá tónlist/3 Amy Tan komin íhöfn /4 MENNING USTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 1995 BLAÐ Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir Helga Erlendsdóttir, öðru nafni Ljósblá, eigandi Gallerís Helgu. Stjakasýning áHöfn Hornafirði. Morgunblaðið. Nú geta Hornfirðingar og nærsvei- tungar barið augum verk fremstu leirlistarkvenna landsins. En nú stendur yfir í Gallerí Helgu í Horna- firði samsýning þeirra. Kolbrúnar Kjarval, Steinunnar Marteinsdótt- ur, Rannveigar Tryggvadóttur, Brita Kristina Berglund, Ingu Elín- ar Kristinsdóttur, Þóru Sigurþórs- dóttur, Helgu Jóhannesdóttur, Koggu og Ljósblár sem er eigandi gallerísins. Þema sýningarinnar eru kertastjakar og hefur hún verið mjög vel sótt það sem af er. Sýning- in er mjög skemmtileg því fjöl- breytnin er mikil í verkunum. Ljós- blá er sú eina á sýningunni sem ekki vinnur úr leir heldur einungis úr tré. Er sýning sem þessi mikill menn- ingarauki fyrir sýsluna og verður enginn ósnortinn yfir því mikla hugmyndaflugi sem þessar konur allar búa yfir og koma svo skemmti- lega frá sér í nytja- og skrautmun- um líkt og kertastjökum. Sýningin stendur fram til 3. desember nk. og er einhig sölusýning. AÐDAENDUR írska Ijóðskálds- ins og nóbelsverðlaunahafans Seamus Heaney, geta nú nálgast nýjasta verk hans, sem eru ljóða- þýðingar úr pólsku. Heaney þýð- ir verk 16. aldar skáldsins Jan Kochanowski ásamt Stanislaw Baranczak. Verk Kochanowskis, sem ber heitið Laments (Harma- ljóð), eru ort að barnungri dóttur skáldsins Iátinni. Er samvinna Heaneys og Baranczak, sem einnig er ljóðskáld, tilfinninga- þrungin og vel unnin, að mati ritdómara The Observer. JÚRÍ Grígorovitsj, sem lét af störfum sem stjórnandi Bolshoj- ballettsins fyrr á þessu ári, til- kynnti um síðustu helgi að hann hygðist koma á fót nýjum ballet- hópi. Grígorovitsj stýrði Bolshoj með járnaga um þriggja áratuga skeið og sagðist hann í samtali við Itar-Tass ætla að setja ball- etta á svið með „nemendum mín- um og öðru f ólki sem ég deili skoðunum með". Ástæða þess að hann lét af störfum hjá Bolshoi á sínum tima var ósætti hans við áform stjórnvalda um að skipa nefnd stjórnenda við húsið og breytt fyrirkomulag ráðninga- samninga. RITHÖFUNDURINN Kazuo Is- higuro hlaut fyrir skömmu heimsveldisorðuna bresku (OBE). Það var Karl prins sem afhenti Ishiguro orðuna í viður- kenningarskyni fyrir þjónustu í þágu bókmenntanna. Fiðraðir karlar FULLVÍST er talið að nýjasta breska uppfærslan á Svanavatn- inu við tónlist Tsjako vskíjs muni slá í gegn hjá dansunnendum þar í landi. Danshópar keppast við að vera frumlegir og víst er að Adventures in Motion-hópurinn er þar engin undantekning, því Svanavatn hans er eingöngu flutt af karldönsurum. Svanirnir eru klæddir í hnésíðar fjaðrabrækur en prinsinn dansar allshakinn. Dansahöfundurinn og stjórn- andinn Matthew Bourne hefur hlotið mikið lof fyrir fyrri upp- færslur sínar á Hnotubrjótnum og La Sylphide. Sýningin fær góða umsögn í Sunday Times þar sem segir að hún sé frumleg og áferðarfalleg og að nútímaleg uppsetning Bournes og hin sí- gilda tónlist Tsjaikovskijs eigi ágætlega saman, þrátt fyrir að sýningin sé á stundum blanda af tjaldbúðaskemmtun og ígrund- uðum hugmyndum. ADAM Cooper, í miðju, í hlutverki Svansins á fjaðrabrók. Málfrelsi eða lygar Hart er nú deilt í dómsal um ævisögu Bertholds Brechts, þar sem ýmsum þykir hallað á skáldið HÖRÐ rimma er nú háð í frönskum dómsal um nýja ævisögu þýska skáldsins Berthold Brecht, sem lést árið 1956. Það er dóttir hans, Barbara Brecht- Schall, sem höfðar málið á hendur. höfundi bókarinnar, Bandaríkja- manninum John Fuegi, vegna ýmissa ummæla hans um Brecht, sem hann segir m.a. hafa verið gyðingahatara, ritþjóf og hallan undir McCartyismann, að því er segir í The European Fuegi segir Brecht hafa verið svo vondan mann að hann hafi átt heima í hópi helstu illmenna sög- unnar, þar sem fyrir eru menn á borð við Hitler og Stalín. Hann hafi beitt ótrúlegum brögðum til að fanga samstarfsmenn og konur í snöru sína. Þá segir Fuegi að Barbara sé ekki dóttir eiginkonu Brechts, leikkonunnar Helene Weigel, heldur sé hún barn ráðs- konu þeirra en að Weigel hafí neyðst til að láta sem hún ætti barnið. Barbara Brecht-Schall ber fyrir sig frönsk lög sem banna „sögu- fölsun" og að fara með fleipur um lifandi menn og látna. Fuegi og útgefandi hans hafa varist þessum ásökunum með því að bera fyrir sig málfrelsi og rétt sagnfræðinga °g gagnrýnenda til þess að kanna og fjalla um líf þekktra persóna og verk þeirra. Segir lögfræðingur Fuegis að í raun sé það aðeins hégómagirnd einstaklinga sem liggi að baki málssókninni. „Það að banna öfgar er að banna hæfi- leika." sagði lögfræðingur Fuegis m.a. við réttarhöldin en lögmenn Brecht-Scall hafa hins vegar dreg- ið fram hvert vitnið á fætur öðru, sem segja Fuegi hafa haft rangt eftir sér í bókinni. Við réttarhöldin hefur dóttir Brechts sannað móðerni sitt með inu", verið giftur gyðingi og flúið nasismann til Norðurlanda og Bandaríkjanna en hann bjó síðustu æviárin í Austur-Berlín. Dóttir Brechts stendur ekki ein í baráttu sinni, því Brecht-félagið bandaríska styður hana með ráð- um og dáð. Hefur það grandskoð- að bók Fuegis'og hafa tekið sam- an lista yfír hundruð meintra rang- færslna í henni. DREGIN er upp sú mynd af Brecht að hann haf i átt heima I hópi hetstu ill- menna sögunnar. John Fuegi. Brecht-Seall. fæðingarvottorði. Hún neitar því hins vegar ekki að hinar ýmsu hjákonur Brechts voru honum til aðstoðar við samningu leikrita hans, enda þakkar hann þeim jafn- an á titilsíðunum. Hann gekk meira að segja svo langt að halda við fjórar konur í einu, auk þess sem hann gerði hjákonurnar að kokkum, ríturum ofl. Hins vegar þvertekur dóttirin fyrir það að marxistinn Brecht hafi verið gyð- ingahatari. Hann hafi samið verk- ið „Ótti og óhamingja í Þriðja rík-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.