Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 1
3H0r0tsmMaM$i • Með ungversku ívafi/2 • Að sjá tónlist /3 • Amy Tan komin íhöfn /4 MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 D BLAÐ Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir Helga Erlendsdóttir, öðru nafni Ljósblá, eigandi Gallerís Helgu. Sljakasýning áHöfn Hornafirði. Morgunblaðið. Nú geta Hornfirðingar og nærsvei- tungar barið augum verk fremstu leirlistarkvenna landsins. En nú stendur yfir í Gallerí Helgu í Horna- firði samsýning þeirra. Kolbrúnar Kjarval, Steinunnar Marteinsdótt- ur, Rannveigar Tryggvadóttur, Brita Kristina Berglund, Ingu Elín- ar Kristinsdóttur, Þóru Sigurþórs- dóttur, Helgu Jóhannesdóttur, Koggu og Ljósblár sem er eigandi gallerísins. Þema sýningarinnar eru kertastjakar og hefur hún verið mjög vel sótt það sem af er. Sýning- in er mjög skemmtileg því fjöl- breytnin er mikil í verkunum. Ljós- blá er sú eina á sýningunni sem ekki vinnur úr leir heldur einungis úr tré. Er sýning sem þessi mikill menn- ingarauki fyrir sýsluna og verður enginn ósnortinn yfir því mikla hugmyndaflugi sem þessar konur allar búa yfir og koma svo skemmti- lega frá sér í nytja- og skrautmun- um líkt og kertastjökum. Sýningin stendur fram til 3. desember nk. og er einnig sölusýning. AÐDÁENDUR írska ljóðskálds- ins og nóbelsverðlaunahafans Seamus Heaney, geta nú nálgast nýjasta verk hans, sem eru ljóða- þýðingar úr pólsku. Heaney þýð- ir verk 16. aldar skáldsins Jan Kochanowski ásamt Stanislaw Baranczak. Verk Kochanowskis, sem ber heitið Laments (Harma- ljóð), eru ort að bamungri dóttur skáldsins látinni. Er samvinna Heaneys og Baranczak, sem einnig er ljóðskáld, tilfinninga- þrungin og vel unnin, að mati ritdómara The Observer. JÚRÍ Grígorovitsj, sem lét af störfum sem stjórnandi Bolshoj- ballettsins fyrr á þessu ári, til- kynnti um síðustu helgi að hann hygðist koma á fót nýjum ballet- hópi. Grígorovitsj stýrði Bolshoj með jámaga um þriggja áratuga skeið og sagðist hann í samtali við Itar-Tass ætla að setja ball- etta á svið með „nemendum mín- um og öðm fólki sem ég deili skoðunum með“. Ástæða þess að hann lét af störfum hjá Bolshoi á sínum tíma var ósætti hans við áform stjórnvalda um að skipa nefnd stjórnenda við húsið og breytt fyrirkomulag ráðninga- samninga. RITHÖFUNDURINN Kazuo Is- higuro hlaut fyrir skömmu heimsveldisorðuna bresku (OBE). Það var Karl prins sem afhenti Ishiguro orðuna í viður- kenningarskyni fyrir þjónustu í þágu bókmenntanna. Fiðraðir karlar FULLVÍST er talið að nýjasta breska uppfærslan á Svanavatn- inu við tónlist Tsjakovskíjs muni slá i gegn hjá dansunnendum þar í landi. Danshópar keppast við að vera frumlegir og víst er að Adventures in Motion-hópurinn er þar engin undantekning, því Svanavatn hans er eingöngu flutt af karldönsumm. Svanirnir em klæddir í hnésíðar fjaðrabrækur en prinsinn dansar allsnakinn. Dansahöfundurinn og stjórn- andinn Matthew Bourne hefur hlotið mikið lof fyrir fyrri upp- færslur sínar á Hnotubijótnum og La Sylphide. Sýningin fær góða umsögn í Sunday Times þar sem segir að hún sé frumleg og áferðarfalleg og að nútímaleg uppsetning Bournes og hin sí- gilda tónlist Tsjaikovskíjs eigi ágætlega saman, þrátt fyrir að sýningin sé á stundum blanda af Ijaldbúðaskemmtun og ígmnd- uðum hugmyndum. ADAM Cooper, í miðju, í hlutverki Svansins á fjaðrabrók. Málfrelsi eða lygar Hart er nú deilt í dómsal um ævisögu Bertholds Brechts, þar sem ýmsum þykir hallað á skáldið HÖRÐ rimma er nú háð í frönskum dómsal um nýja ævisögu þýska skáldsins Berthold Brecht, sem lést árið 1956. Það er dóttir hans, Barbara Brecht- Schall, sem höfðar málið á hendur höfundi bókarinnar, Bandaríkja- manninum John Fuegi, vegna ýmissa ummæla hans um Brecht, sem hann segir m.a. hafa verið gyðingahatara, ritþjóf og hallan undir McCartyismann, að því er segir í The European Fuegi segir Brecht hafa verið svo vondan mann að hann hafi átt heima í hópi helstu illmenna sög- unnar, þar sem fyrir eru menn á borð við Hitler og Stalín. Hann hafi beitt ótrúlegum brögðum til að fanga samstarfsmenn og konur í snöru sína. Þá segir Fuegi að Barbara sé ekki dóttir eiginkonu Brechts, leikkonunnar Helene Weigel, heldur sé hún barn ráðs- konu þeirra en að Weigel hafi neyðst til að láta sem hún ætti barnið. Barbara Brecht-Schall ber fyrir sig frönsk lög sem banna „sögu- fölsun“ og að fara með fleipur um lifandi menn og látna. Fuegi og útgefandi hans hafa varist þessum ásökunum með því að bera fyrir sig málfrelsi og rétt sagnfræðinga og gagnrýnenda til þess að kanna og fjalla um líf þekktra persóna og verk þeirra. Segir lögfræðingur Fuegis að í raun sé það aðeins hégómagirnd einstaklinga sem liggi að baki málssókninni. „Það að banna öfgar er að banna hæfi- leika.“ sagði lögfræðingur Fuegis m.a. við réttarhöldin en lögmenn Brecht-Scall hafa hins vegar dreg- ið fram hvert vitnið á fætur öðru, sem segja Fuegi hafa haft rangt eftir sér í bókinni. Við réttarhöldin hefur dóttir Brechts sannað móðerni sitt með inu“, verið giftur gyðingi og flúið nasismann til Norðurlanda og Bandaríkjanna en hann bjó síðustu æviárin í Austur-Berlín. Dóttir Brechts stendur ekki ein í baráttu sinni, því Brecht-félagið bandaríska styður hana með ráð- um og dáð. Hefur það grandskoð- að bók Fuegis og hafa tekið sam- an lista yfir hundruð meintra rang- færslna í henni. John Fuegi. Brecht-Scall. fæðingarvottorði. Hún neitar því hins vegar ekki að hinar ýmsu hjákonur Brechts voru honum til aðstoðar við samningu leikrita hans, enda þakkar hann þeim jafn- an á titilsíðunum. Hann gekk meira að segja svo langt að halda við fjórar konur í einu, auk þess sem hann gerði hjákonurnar að kokkum, riturum ofl. Hins vegar þvertekur dóttirin fyrir það að marxistinn Brecht hafi verið gyð- ingahatari. Hann hafi samið verk- ið „Ótti og óhamingja í Þriðja rík- DREGIN er upp sú mynd nf Rrnclil q A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.