Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjunga- gjarnir tónlist- arnemar NOKKRUM Ijónheppnum evrópsk- um tónlistarnemum í framhalds- námi gefst nú kostur á því að taka þátt í eins árs námskeiði þar sem allt er greitt. Námskeiðið er að þessu sinni haldið á glæsilegu hefðarsetri nærri Kraká í Póllandi og fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna tekur nemendurna í kennslustund. Þá er ráðgjafamefnd fyrir nemendur sem menn á borð við Yehudi Menuhin, Luciano Berio, Georgy Ligeti og Pierre Boulez, eiga sæti í. Það er evrópska Mozart-stofnun sem stendur að námskeiðinu, en stofnunin er nú þriggja ára. Evrópu- sambandið og fjöldi banka fjár- magna námskeiðið og er ætlunin með því að auka menningartengsl landa á milli. Skólastjórinn, Michal Bristiger, segir list raunar vera einu leiðina til bæta fyrir þá miklu mis- skiptingu auðs, sem sé staðreynd { Evrópu. Nú eru fimmtíu nemendur á nám- skeiðinu, á aldrinum 22 til 30 ára, að því er segir í The European. Á síðasta ári var námskeiðið haldið í Prag og vonast er til þess að næst verði hægt að halda það í Ungverja- landi. Nemendumir hafa til þessa farið vítt og breitt um Evrópu með upp- færslur sem æfðar hafa verið á nám- skeiðinu. Hingað til hefur lykilorð þeirra verið nýbreytni. Á síðasta ári sýndu nemendur umdeilda uppfærslu á verki Hindemiths, Sancta Susanna, sem fjallar um kynóra nunnu. Höf- undurinn dró á sínum tíma verk sitt til baka og það hafði ekki verið sett á svið í 72 ár er nemendumir tóku það upp á sína arma. í ár fmmsýndu þeir ópem Moz- arts, Zaide, sem hann náði ekki að ljúka við. Það verk tók Luciano Berio að sér, samdi forleik að henni og fyrsta atriði þar sem persónurnar deila um hvemig Mozart hefði Iokið við ópemna. jsbb r M - "TBí.- '1 -- b. • m - i - itxwm • Lrn,- 'iL i a ' 2 '■ l '' UV2M Morgunblaðið/Þorkell Ljósakassar eru not- hæfir fyrir margt annað en auglýsingar. Þór- oddur Bjarnason skoð- aði ljósmyndir í Ijósa- kassa á Kirkjusandi og kannaði tilurð verksins. Myndir RAX í stærsta ljósa- kassa á landinu SETTUR hefur verið upp ljósakassi með myndum eftir Ragnar Axelsson, RAX, í anddyri nýrrar fjár- málamiðstöðvar íslandsbanka á Kirkjnsandi. Þar bætist RAX í fé- lagsskap Kjarvals og Þorvaldar Skúlasonar sem eiga einnig verk í miðstöðinni. RAX er fyrir margt löngu kunnur fyrir ljósmyndir sínar og nýlega var sýning á verkum hans í anddyri Morgunblaðshússins. Segja má að tími sé kominn til að verk hans fái birtingu sem þessa. Verkið blasir við þeim sem heim- sækja fjármálamiðstöðina strax á leið þar inn. Því er stillt upp beint andspænis rafmagnsrennihurðun- um sem opna manni leið inn í húsið. Tónlist í myndunum Áberandi er að á flestum mynd- unum er fólk, hvort sem það er í nærmynd eða það stendur í íjarska eins og hluti af landslaginu eða umhverfmu. Hiti, vatn, íslands- banki, beljandi jökulár, ærslafullar lindár, fólk að störfum og ballett er meðal myndefna. Ljósakassinn færir myndimar ljóslifandi fram á borð áhorfandans og tónlistin í myndunum framkallast í eyrunum. Eitthvað fór upplýsingahöggmynd bankans í taugarnar á mér en henni hefur verið skellt ansi nærri mynd- unum. Hún myndi örugglega njóta sín_ betur aðeins fjær. íslandsbanki leggur áherslu á tengsl sín við náttúruöflin og at- vinnulífið og sjást þessir þættir vel í verkinu. Tvær stúlkur gægjast út um glugga einhvers útibúsins á krumpaðri en öðruvísi mynd og dýr- in stór og smá eiga sína fulltrúa. Áhugavert þótti mér að sjá strand- myndina því Island er svo sannar- lega ekki frægt fyrir ljósar kóral- strendur, þó þessi sé það kannski ekki, en hvar er þessi- strönd? Ljósakassinn, sem er um sjö metrar á breidd og tveir á hæð, er sá stærsti á landinu að sögn Krist- jáns Péturs Guðnasonar fram- kvæmdastjóra Skyggnu - Mynd- verks sem sá um vinnslu verksins í samstarfi við Ragnar og arkitektinn Valdimar Harðarson sem hannaði umgjörð myndanna. I kassanum eru 28 myndir sem RAX tók sérstaklega fyrir verkefnið eða valdi úr safni sínu. Að sögn Sigurveigar Jónsdótt- ur, upplýsingafulltrúa bankans, var hugmyndin á bakvið myndvalið sú að annarsvegar væri lögð áhersla á fallegar myndir sem gleðja augað og hinsvegar að sýna hvað bankinn stendur fyrir í orði og á borði. Hún sagði að Ragnar hefði komið með tillögur í upphafi sem hefðu svo slíp- ast til á vinnslutímanum. Heldur lit í 5 - 6 ár „Upphaflega var talað um að nota ljósmyndir á pappír en það þótti meira nýnæmi í ljósakassanum og því var sú leið farin auk þess koma myndirnar betur á móti áhorf- endum með þessu móti,“ sagði Kristján Pétur. Hann sagði að verk- efnið hafi verið tímafrekt og krefj- andi en þó skemmtilegt enda er um að ræða fyrsta verkið af þessum toga sem unnið hefði verið hér á landi. Cybachrome-efnið sem er notað við myndirnar er eina efnið sem þolir langtíma lýsingu og held- ur fullum lit í 5 - 6 ár. . Sigurveig Jónsdóttir sagði að með því að setja myndimar í ljósakassann hafi verið tekin töluverð áhætta enda tíðkast þessi myndvinnsla nær ein- göngu í auglýsingum. Hún sagði að með þessu móti væri anddyrið hlý- legra en ella og þau í bankanum væru afskaplega ánægð með útkom- una. Aðspurð af hveiju ekki kæmi fram nafn listamannsins á verkinu sagði hún að til stæði að koma fyrir einhverjum upplýsingum, bæði um listamanninn og myndimar sjálfar. Ákveðið var að hafa engan texta inni á myndunum sjálfum og því er nafn Ragnars hvergi sjáanlegt. Brahms, Mozart og Kodály í brennidepli hjá Tríói Reykjavíkur í Hafnarborg Með ung-- versku ívafi VONANDI eiga þessir tón- Iéikar éftir að falla hlust- endum vel í geð. Verkin eru ólík en öll í mjög háum gæðaflokki,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari en annaðkvöld kl. 20 verða aðrir tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar. Á efnis- skrá eru tríó í B-dúr eftir Mozart, tríó í C- dúr eftir Brahms og dúó fyrir fiðlu og selló eftir Kodály. Auk Gunnars koma Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Philip Jenk- ins píanóleikari fram á tónleikunum. Guðnýju og Gunnar þarf vart að kynna ís- lenskum tónlistarunn- endum en gestur kvöldsins, Philip Jenkins, kemur frá Skotlandi. Hann var um hríð búsettur hér á landi og hélt þá fjölmarga tónleika og kom meðal annars fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Islands. Þau Guðný hafa leikið töluvert sam- an og efndu til að mynda árlega til sónötutónleika um nokkurt skeið. Jenkins er nú um stundir yfirmaður píanódeildar Royal Scottish Aca- demy of Music and Drama í Glasgow. Tríó í B-dúr er fjórða tríóið af sjö sem Wolfgang Ámadeus Mozart (1756-1791) samdi á árunum 1786-1788. „Mozart var frægur fyrir mikil afköst,“ seg- ir Gunnar, „auk þess sem verkin komu yfir- leitt fullsköpuð úr pennanum. Hann breytti sárasjaldan nótu.“ Gunnar segir að tríó Mozarts séu mjög fal- leg en ekki jafn mikið leikin og tríó Beetho- vens, þar sem jafnvægi ríki milli píanósins, fiðl- unnar og sellósins. „í tríóum Mozarts er píanóið í lykil- hlutverki, fiðlan gegnir einnig stóru hlutverki en sellóið er í algjöru und- irleikshlutverki." Safnaði þjóðlögum Dúó fyrir fiðlu og selló samdi ungverska tónskáldið Zoltán Kodály (1882-1967) árið 1914 eða um líkt Philip Jenkins Morgunblaðið/Ásdís GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran eru á einu máli um að dúó fyrir fiðlu og selló eftir Kodály sé sennilega stór- brotnasta dúó sem skrifað hafi verið fyrir þessi hljóðfæri. leyti og eitt af sínum frægustu verk- um, einleikssónötu fyrir selló. Kod- ály kostaði kapps um að safna, rannsaka og gefa út ungversk þjóð- lög, meðal annars í samvinnu við Bela Bartók. Urðu þau síðan uppi- staða í mörgum verka hans. „Á þessum tíma var Kodály far- inn að nota þjóðlögin mikið. Það kemur berlega í ljós í þessu verki,“ segir Gunnar og Guðný er honum sammála um að þetta sé sennilega stórbrotnasta dúó sem skrifað hafi verið fyrir fiðlu og selló. Kodály var lengi prófessor við tónlistarháskólann í Búdapest og bryddaði upp á ýmsum nýjungum í tónlistarkennslu. Hafa þær notið mikillar hylli. „Börn eiga að læra að syngja jafn fljótt og þau læra að tala,“ er haft eftir honum. Tríó í C-dúr eftir Johannes Brahms (1833-1897) hefur notið geysilegra vinsælda í gegnum tíð- ina. „Þetta verk er geysilega vold- ugt og vel samið og ber öll merki þroskaðs listamanns. Allir kaflarnir eru stórkostlegir en annar kaflinn, sem er einmitt byggður á ungversku stefi, er í mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Gunnar og Guðný bætir við að í raun megi segja að tónleikarnir verði rrtéð ungversku ívafi. Árið 1997 verða hundrað ár liðin frá andláti Brahms og hefur Tríó Reykjavíkur í hyggju að minnast þeirra tímamóta sérstaklega. „Þótt Brahms sé mjög frægur fyrir stóru verkin sýnir hann síst veikari hlið á sér sem kammertónskáld. Að mínu mati er Brahms eitt stórbrotnasta tónskáld sem skrifað hefur kammer- tónlist," segir Gunnar og Guðný tekur í sama streng: „Fólk fær aldr- ei nóg af tónlist eftir Brahms.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.