Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 D 7 Frá Gamla bíói til Carnegie Hall TONLIST íslcnska úpcran SAMSPILSTÓNLEIKAR Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir. Miðvikudagur 22. nóvember. Á VEGUM Styrktarfélags ís- lensku óperunnar héldu essin tvö, þær stöllur Sigrún og Selma, upp á tíu ára samstarfsafmæli sitt og markið er að ljúka þessum áfanga með tónleikum í Carnegie Hall 2. desember nk. Á styttri tíma en tíu árum gera menn annaðhvort að þroskast nokkuð eða taka bakföll nokkur, að standa í stað er jafnútilokað og ætla sér að stöðva tímann. Sjakonnan í g-moll eftir Tommaso Vitali reynir á flesta strengi fiðlu- leikarans og hér sýnir Sigrún áframhaldandi þroska frá því und- irritaður heyrði hana síðast. Leik- ur hennar í sjakonnunni var agað- Astrid og Bjarni sýna í Bergi í GISTIHEIMILINU Bergi við Bæjarhraun í Hafnarfirði stendur nú sýning á verkum Astrid Ellingsen og Bjarna Jónssonar. Astrid sýnir pijónakjóla, pijónajakka og skírnarkjóla, en Bjarni sýnir málverk unnin með olíu og vatnslitum. Meðal mynda sem Bjarni sýnir eru heimildarmyndir um gerðir fiskiskipa frá upphafi, en Bjarni vann um áratuga skeið með Lúðvík Kristjánssyni að ritverkinu íslenskir sjávar- hættir. Sýningin er opin dagleg til jóla. Garðar sýnir landslags- málverk í DAG opnar Garðar Jökulsson málverkasýningu í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru 25 lands- lagsmálverk, öll olíumálverk. Þetta er áttunda einkasýning Garðars. Sýningin stendur til 3. desember og er opin mánu- daga til föstudaga kl. -10-18, laugardaga kl. 10-16 og sunnu- daga kl. 14-18. Hildur sýnir áCafé Mílanó HILDUR Waltersdóttir mynd- listarkona opnar sýningu á Cafe Mílanó, Faxafeni 11, í dag, laugardag. Þetta er önnur einkasýning Hildar á þessum sýningarstað. Verkin eru aðallega unnin með olíu á striga og krossvið, auk nokkurra minni kolateikninga. Sýningin stendur til 26. jan. Sýningu Hreins lýkur SÝNINGU Hreins Friðfinns- sonar í Ingólfsstræti 8 lýkur á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. ur, bæði hvað tækni og stíltilfinn- ingu varðaði, tilbrigðin birtust eðlileg hver á fætur öðru, eins og perlur á bandi þar sem hver fékk sitt skin en bundin af þeirri sem á undan var og því sem eftir kom. Selma studdi. Næst kom sú hin fræga Vorsónata Beethovens í F-dúr op 24. Hér var áframhald- andi sama ögunin og í .sjakonn- únni, þótt fyrir kæmu smá hnökr- ar, sem frekar hentu þann ágæta píanóleikara Selmu, og geta jú alltaf skotið upp kollinum. Það sem þó eftir sat að flutningurinn var dálítið daufur, ekki nægilega mar- keraður, flaut áfram í sætleika sem lítið á skylt við vorkomuna í Vín og Gumbolskirchner og Riesl- ing. Undirrituðum fannst semsagt vanta vínið í flutninginn, minni pedal, meiri gleði og af gleðinni eiga þær Sigrún og Selma nóg og þurfa ekki annað en stilla yfir á annan gír. Sumar útsetningarnar hans Atla Heimis á íslensku sönglögun- LEIKLIST Lcikfclag Sclfoss LAND MÍNS FÖÐUR eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóri: Inguim Ásdísardóttir. Tónlistar- stjóri: Helgi E. Kristjánsson. Aðal- leikendur: Júlia Þorvaldsdóttir, Guð- mundur K. Sigurdórsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson, Kristín Steinþórs- dóttir, Kolbrún D. Eggertsdóttir, Ólafur J. Sigurðsson, Rúna Einars- dóttir, Erla B. Andrésdóttir, Ester Halldórsdpttir, Gunnar Þ. Jónsson, Guðjón H. Ólafsson, Sölvi Hilmarsson o.m.fl. Frumsýning á Selfossi 17. nóv. EKKI leist mér á blikuna þegar ég heyrði að Selfyssingar ætluðu að troða Landi míns föður inn á sviðið í litla leikhúsinu við ána. Bæði er að Landið er nokkuð plássfrekt og hitt að venjulegt fólk þarf að anda frá sér til að komast upp á sviðið, svo lítið er það og ekki dýpra en götupollur í rign- ingu. En félagar í Leikfélagi Sel- um eru snjallar en ekki allar auð- veldar. Sjáið þið hana systur mína þarf virtúós til að spila og sá er Sigrún, en það er vandi að halda við lögum sem búið er að „full- æfa“ og það bitnaði dálítið á sum- um lögunum, en þess á milli sýndi hún afar fallegan skilning á þess- um vinsælu sönglögum. Lítið gagn væri að þeirri gagnrýni sem ætti að vera sem einraddaður ha-le-lú- ja-söngur frá a-ö, og því vil ég benda á að stundum þegar skipt var um stillingu (position) á fiðl- unni og sami tónninn var endur- tekinn við skiptinguna þá munaði of miklu að hann væri sá sami, Kaninn er svo viðkvæmur fyrir svona smámunum. Best spilaða verkið, ásamt sjakonnu Vitalis, var Poeme op 25 eftir Ernest Chaus- son. Hér hljómaði fiðlan hennar Sig- rúnar sem af himnum ofan, lag- línan ein óslitin heild frá byijun til enda, hér var hvergi minnsta spennufall. Tónleikunum luku þær Sigrún og Selma með Danse Expagnole úr „La Vida Breve“ eftir de Falla og Kreisler og spil- uðu eins og síamstvíburar. Til hamingju með árin tíu, þökk fyrir allan ykkar góða tónlistarflutning og góða ferð til Carnegie Hall. foss víla ekki fyrir sér að gera kraftaverk á sýningum í þessu litla húsi (það sýndu _ þeir rækilega í fyrra, bæði með íslandsklukkunni og Beðið eftir Godot), og núna, með frábærri útsjónarsemi, snjallri leikmynd og listrænni ögun (leik- stjórinn, Ingunn Ásdísardóttir, á örugglega sinn dijúga þátt í því), hefur þeim tekist að setja á svið Land sem hvergi geldur þess að þröngt er um það en hefur meira að segja af því ávinning: Verkið „þéttist“, sparneytnin í rýminu gleður augað. Það er jafnvel pláss fyrir hljómsveitina, með blásturs- hljóðfæri og hvaðeina, fyrir enda sviðsins þegar á þarf að halda. En þessi nýtni er einungis einn margra þátta sem ganga upp í sviðsetningunni og gera þetta „Land“ að skemmtilegustu og best unnu sýningu í áhugaleikhúsi sem ég hef séð á undanförnum árum. Búningar eru prýðilegir, tónlistar- flutningur kankvís og góður, atr- iðaskipti áreynslulítil og næstum saumlaus. Tónlist fyrir alla í Kópavogi Hljómskála- kvintettinn í Digraneskirkju UNDANFARNA daga hefur Hljómskálakvintettinn leikið fyrir nær 3.000 nemendur í grunnskól- um Kópavogs á vegum verkefnis- ins Tónlist fyrir alla og lýkur tón- leikaferð sinni með almennum tón- leikum í Digraneskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar verður flutt ijölbreytt efnis- skrá eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Scheidt, Bach, Mozart, Schumann, Dvorak, Debussy, Bernstein, Berlin og Sousa. Verkin hafa því ólíkt yfirbragð, allt frá hátíðlegum hljómi frá fyrri hluta 17. aldar til djasssveiflu 20. aldar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. En það sem er allra ánægjuleg- ast og gerir þessa leiksýningu eftirminnilega er hve vel hún er æfð og leikin og hve Selfyssingar hafa á að skipa mörgum góðum leikurum á öllum aldri. Ný kynslóð ungra leikara, sem alist hafa upp í góðu læri hjá reyndu fólki, stígur hér fram og leikur glæsilega. Framsögnin er góð og sviðshreyf- ingar eðlilegar, og það er einmitt einn helsti kostur þessarar sýning- ar: Hún er eðlileg og áreynslulítil, en eins og allir vita er erfíðast af öllu að láta erfitt verk sýnast létt. Dansar og söngur: Öll kóreógrafía til fyrirmyndar, hvergi feilspor þar og ég er viss um að sumir á svið- inu hafa aldri sungið betur. Þessi sýning á það sannarlega skilið að fólk flykkist hvaðanæva til að sjá hana. Hún er hin besta skemmtun og ótvíræð sönnun þess hve mikil listræn og skapandi orka reynist með fólki sem leitar hátt og nenn- ir að hafa fyrir hlutunum. Guðbrandur Gíslason MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. aikitekts tíl 9. des. Listasafn íslands Sýn. safris Ásgríms Jónss. tíl 26. nóv. Gallerí Stöðlakot Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir til 26. nóv. Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinsson sýnir til 26. Önnur hæð Alan Charlton sýnir út desember. Gallerí Borg Ingálvur af Revni sýnir til 26. nóv. Gallerí Sólon Islandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Listhús 39 Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen sýna tit 27. nóv. Við Hamarinn Sýn. „Takt’ana heim“ til 26. nóv. Hafnarborg Erla B. Axelsd., og Jón Gunnarss., sýna til 27. nóv. Norræna húsið Sýn. „Samtímis" til 3. des. Grafíksýn. til 3. des. í anddyri; Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 3. des. og Lína Langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Siguijóns Olafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson stendur f allan vetur. Gallerí Fold Katrín H. Ágústsdóttir sýnir til 10. des. og Ásdfs Sigurþórsdóttir sýnir í iynningarhomi. ismundarsalur Tumi Magnússon sýnir til 10. des. Gallerí Umbra Iréne Jensen sýnir til 6. des. Listasafn ASI Helga Egilsdóttir sýnir til 28. nóv. Nýlistasafnið Guðný og Thomas sýna og Martin í Setustofu til 26. nóv. Gallerí Greip Tinna Gunnarsdóttir sýnir til 26 nóv. Gallerí Birgir Hannes Lársusson sýnir til til 15. des. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til áramóta og Garðar Jökulsson sýnir til 3. des. Myndás Ljósm.sýn. Kristjáns Logas. til 15. des. TONLIST Laugardagur 25. nóvember Karlak. Selfoss, Karlak. Rangæinga og Karlak. þrestir syngja í Víðistaða- kirkju kl. 17. Jazzkvintett Paul Weeden í Hótel Hveragerði kl. 20.30. Lúðrasv. verkal. í Bústaðakirkju kl. 17. Hljóm- skálakvintettinn í Digraneskirkju kl. 17. Skólahljómsv. Akraness í sal Fjöl- brautarskóla Vesturl. kl. 15. Sunnudagur 26. nóvember Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg kl. 20. Sinfóniuhljómsv. áhugamanna i Nes- kirkju kl. 16.30. Þriðjudagur 28. nóvember Tónleikar. LR á Stóra sviði kl. 20.30; Bubbi Morthens. Nem. óperudeildar Söngsk. í Reykjav. i Leikhúskj. kl. 21. Tónl. í sal Fél. ísl. hljómlistarm. að Rauðagerði 27 kl. 20.30. Fimmtudagur 30. nóvember Kvennak. Reykjav. rifjar upp jóla- söngva að Ægisgötu 7 kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið v Þrek og tár laú. 25. nóv., sun., fím., lau. Taktu lagið, Lóa sun. 26. nóv., þri., fím., lau. Sannur karlmaður mið. 29. nóv., fös. Kardemommubærinn lau. 25. nóv., sun., lau. Glerbrot fös. 1. des. Borgarleikhúsið Lina Langsokkur lau. 25. nóv., sun., lau. Súperstar fim. 30. nóv. Tvískinnungsóperan lau. 25. nóv., lau. Hvað dreymdi þig Valentína? lau. 25. nóv., lau. BarPar frums. lau. 25. nóv., sun., fös., lau. Við borgum ekki Við borgum ekki fös. 1. des. íslenski dansflokkurinn: Sex ballettverk sun. 26. nóv Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 25. nóv. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 25. nóv., fös., lau. Hafnarijarðai'leikluisið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, l_au. 25. nóv., fös., lau. íslenska óperan Carmina Burana sun. 26. nóv., lau. Madama Butíerfly lau. 25. nóv., fös. Kaffíleikhúsið Sápa þtjú og hálft fós. í. des. Kennslustundin lau. 25. nóv., fim., lau. Sögukvöld mið. 29. nóv. Leikbrúðuland Jólasveinar einn og átta, lau. 25. nóv. og sun. að Fríkirkjuvegi 11 kl. 15. Furðuleikhúsið Bétveir sun. 26. nóv. Ragnar Björnsson ÞORGERÐUR SigTirðardóttir myndlistar- maður opnar sína áttundu einkasýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, laugar- daginn 25. nóvember kl. 16. Myndirnar eru tréristur, allar unnar á þessu ári. Myndefnið er sótt í einn þekkt- asta listgrip Islandssögunnar, Marteins- klæðið frá Grenjaðarstað, refilsaumað alt- arisklæði frá miðöldum, sem segir tólf atr- iði úr sögu heilags Marteins frá Tours. Paul Gaimard eignaðist klæðið í leið- angri sínum hingað 1836. Hefur það í hálfa aðra öld verið eign Louvre-safnsins í París þar sem það er að staðaldri sýnt með öðr- um kjörgripum úr kirkjulist. Heilagur Marteinn er einn af vinsælustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar. Tíu kirkjur voru helgaðar honum hérlendis i kaþólskum sið og saga hans er til á íslensku frá miðöldum. Með tréristunum á sýningunni er Mar- teinsklæðið á sinn hátt flutt heim á ný. Sýningin verður opin frá 25. nóv. tíl 17. des. Opið er daglega kl. 12-18 nema á mánudögum. í tengslum við sýninguna kemur út ritið Heilagur Marteinn frá Tours eftir Ólaf H. Torfason, með upplýsingum um dýrling- TRÉRISTA eftir Þorgerði inn og myndirnar. Sigur liðsheildarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.