Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 C 3 THRUST SSC REYNIR VIÐ HRAÐAMETIÐ Tilraunir með drenmalbik VERIÐ er að gera prófanir með svokallað drenmalbik í samvinnu Hlaðbæjar-Colas, Rannsókna- stofnunar byggingaiðnaðarins og Vegagerðarinnar. Markmiðið með prófununum er að afia upplýsinga um hljóðdeyfandi áhrif þess, slit- þol og viðhaldsþörf í samanburði við hefðbundið malbik. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, sem stýrir rann- sóknarverkefninu sem Vegagerðin veitir fé til á þessu ári, segir að aðallega þrír kostir séu við dren- malbik, þ.e. hljóðdeyfandi áhrif þess, lekt og slitþol sem hann seg- ir jafnast á við hefðbundið malbik. Drenmalbik hefur verið notað hérlendis við ýmis mannvirki, eins og íþróttavelli, hlaupabrautir og einnig í auknum mæli á götur. Örlítift dýrara Væntanlegur ávinningur af rannsókninni er mat sem fæst á notagildi drenmalbiks við íslenskar aðstæður sem hugsanlega gæti leitt til minni kostnaðar við háv- aðavarnir þar sem þeirra er þörf. Sagt er að drenmalbik geti komið í stað hljóðvarnarmannvirkja. Gerðar voru viðamiklar tilraunir með ýmsar malbikstegundir á Reykjanesbraut við Voga árið 1991 og áætlað er að lókaúttekt þessara tilraunakafla fari fram á þessu ári. „Drenmalbik dregur úr umferð- arhávaða. Það var lagður tilrauna- kafli á Reykjanesbrautinni með drenmalbiki fyrir ijórum árum. Það kom mönnum mest á óvart að það er ekkert síður slitsterkt en annað malbik þótt það sé mun grófara og vatn leki í gegnum það. í rigningu má sjá virkni dren- malbiksins á því að úði aftan úr bílnum dettur niður þegar ekið er inn á drenmalbikskaflann,“ sagði Sigurður. Sigurður segir að kostnaður við lagningu drenmalbiks sé örlítið hærri en við venjulegt malbik. Drenmalbik er gert úr grófara hráefni, meira af steinum og minna af sandi, en hefðbundið malbik. ■ DETROIT Aldargömul Bílaborg í dróma HÖFUÐSTÖÐVAR stærsta fyrirtækis heims, General Motors, sem reistar voru árið 1919. UM þessar mundir er þess minnst að eitthundrað ár eru síðan Duryea bræðurnir smíðuðu fyrsta ameríska bílinn. Aldarafmæli þetta er Banda- ríkjamönnum hugleikið, enda hefur enginn einn hlutur mótað þá þjóð eins mikið og bíllinn. Fæðingarbær T-Fordsins Miðstöð bandaríska bílaiðnaðar- ins mótaðist í upphafi aldarinnar í iðnaðardeiglunni umhverfis vötnin miklu. Þar hafði á síðustu öld risið verslunarstaðurinn Detroit, sem fljótlega breyttist í miðstöð hins ört vaxandi bílaiðnaðar. Þar setti Henry Ford upp verksmiðjur sínar og þar fæddist T-Fordinn árið 1918, bíllinn sem innleiddi færiböndin, fyrstu byltinguna í bílaiðnaðinum. Við Highland Park standa enn T- Ford verksmiðjurnar og ekki langt undan bera glæsibyggingar Generai Motors við himinn, en þær voru reistar árið 1919. GREINARHOF- UNDURvið læstar dyr hjá Packard, en þar voru framleiddir glæsivagnar í nær hálfa öld. Ríkasta iðnaðarborg heims En Detroit er ekki einungis minn- isvarði.þessara tveggja iðnaðarrisa, hún er minnisvarði liðinnar gullald- ar þegar bandarískur bílaiðnaður var sá öflugasti í heiminum og verkamenn á færiböndunum höfðu hærri laun en háskólakennarar. Um hálfrar aldar skeið var Detroit rík- asta iðnaðarborg heims og þar stóðu glæsilegustu stórverslanirnar og fallegustu einbýlishúsin. Svartir verkamenn streymdu frá baðmull- arökrum Suðurríkjanna í vellaun- aða verksmiðjuvinnu í bílaborginni og á skömmum tíma fór íbúatalan úr 200 þúsund í fjórar milljónir. En síðan kom áfallið. Árið 1967 brutust út stórfelld átök hvítra og svartra, óeirðir sem enduðu með stórbruna í miðborginni og íhlutun hersins. Þegar síðustu eldamir höfðu verið slökktir vom hvítir íbúar mið- borgarinnar famir úr fallegu húsun- um sínum og fluttir í úthverfín. SÖGUFRÆGASTI íbúi bílaborgarinnar T-Fordinn, sem framleiddur var í 15 milljón eintökum frá 1908-1927. Olíukreppan I dag standa heilu hverfin full af yfirgefnum niðumíddum húsum og í miðborginni ráða blökkumenn ríkjum. Annað áfall fylgdi í kjölfar- ið með olíukreppunni og þeim um- skiptum sem þá urðu í bílaiðnaði heimsins. Bandaríkjamenn höfðu misst af lestinni og erkifjendur þeirra úr nýliðnu stríði Þjóðveijar og Japanir búnir að taka forskotið. Efnahagslegt hrun varð í bíla- borginni sem leiddi til fjöldagjald- þrots fyrirtækja og 20% fækkun íbúa. Þegar ekið er vítt og breitt um borgina má finna yfirgefnar bílaverksmiðjur. Stærstar þeirra em Packard verksmiðjurnar, en þar voru á fyrrihluta aldarinnar fram- leiddir glæsilegustu Wlar heims. Ekki langt frá stendur grunnur Hudson verksmiðjanna, en þar störfuðu forðum 30 þúsund menn við smíði eðalvagna. Enn em þó framleiddir glæsivagnar í borginni, flaggskip General Motors, Cadillac á sitt hreiður hér ásamt úrvalsdeild Chrysler. Skammt frá Detroit er Fordborg- in Dearborn og í nágrannaborgun- um Flint og Lansing renna Buick og Oldsmobile af færibandinu. Við norðurhliðið er bær indíánahöfð- ingjans Pontiac þar sem samnefnd- ir bílar hafa verið framleiddir í 70 ár. Minnisvaröar glataðra tíma í dag, á hundrað ára afmæli bandaríska bílsins, blasir við afmæl- isgestum aldurhnigin iðnaðarborg sem tíminn hefur leikið grátt. Engu að síður er hún miðstöð bílsins, mekka fornbílamanna sem vekur ákveðna lotningu í bijósti aðkomu- manns frá hjara veraldar. Um þessar mundir er verið að snurfusa hana með nýju malbiki á helstu götur og gatnamót og það sem af er árinu hafa 18 þúsund yfirgefin hús verið rifin. Enn híma þó þús- undir þeirra með -tómar gluggatóftir, sem þöglir minnisvarðar þeirra tíma þegar bílaborgin stóð und- ir nafni. ■ SYNINGARBILL General Motors frá gullöld bandaríska bílsins, LeSabre árgerð 195Í. Örn Sigurðsson Fréttir af umboéum Brimborg BRIMBORG hf. hefur selt 149 Ford bíla frá því að eiginleg sala hófst í maí á þessu ári, að sögn Egils Jóhannssonar framkvæmda- stjóra, og reiknar fyrirtækið með því að selja um 500 bíla á næsta ári. Þegar Brimborg tók við Ford í febrúar sl. var lögð megináhersla á evrópsku Ford línuna til að byija með. Nú hefur Brimborg sett á markað Ford Escort, Escort Van, Mondeo og Transit og er því evr- ópska línan nú öll komin að Fiestu undanskilinni sem verður kynnt gjörbreytt og endurbætt næsta vor. Markaðssetning á 4x4 jeppum og pallbílum Samhliða hefur Brimborg undir- búið markaðssetningu á Ford 4x4 jeppum og 4x4 pallbílum frá Bandaríkjunum ásamt Ford Econ- oline sendibílum og Econoline 12 eða 15 manna hópferðabíium. Brimborg er að afhenda þessa dagana sjö pallbíla, tvo af gerðinni Ford F-series, þ.e. F250 og F350 sem eru öflugir bílar með drifi á öllum hjólum. Kaupandi er Rat- sjárstofnun. Fjórir bílar af Ranger gerð í Super Cab útfærslu voru afhentir RARIK en það eru heldur minni bílar en F-series og einnig með drifi á öllum hjólum. Hekla Villur komu fram í umfjöllun blaðs- ins um bíla frá Heklu þann 12. nóvember sl. Þess láðist að geta að rafstýrð fjölinnsprautun er í öllum 1400 vélum í VW og verð á VW Golf GL 1400 var sagt vera 1.348.000 kr. en það er 1.328.000 kr. Sagt var að 1800 CL vélin í VW Golf væri 90 hestöfl en hún er 75 hestöfl, og að Mitsubishi Pajero bensínbíllinn væri með fjög- f *■ Bílheimar 1 iB BUll HEKLA fær Mitsubishi Colt með nýju lagi eftir áramót. Um svipað leyti kemur á markað nýr Lancer. GÍSLI Bjarnason, sölusljóri hjá Bílheimum, Karl Hermannsson, Guðni Sigurðsson og Gísli Guð- mundsson við afhendinguna. / \ Morgunblaðið/Ásdís BRIMBORG afhenti nýlega RARIK fimm fjórhjóladrifna Ford Ranger pallbíla. Þessi er reyndar kominn með plasthús á pallinn. Morgunblaðið/Kristinn GUNNAR Hauksson, t.v., fjármálastjóri Ingvars Helgasonar hf. og Hafsteinn Valsson hjá Höldi. urra strokka vél. Hið rétta er að hann er með V6 vél, bæði 3ja lítra og 3,5 lítra. Einnig varð mynda- brengi í kynningu á VW Golf iang- baki, VW Golf GL 1800-og Mitsub- ishi Colt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum Bílheimar Bílheimar afhentu nýlega lögregl- unni í Keflavík nýjan Chevrolet Sportsvan lögreglubíl. Bíllinn er fluttur inn sem tólf manna bíll en er breytt hérlendis með tilliti til þarfa lögreglunnar. Bíllinn er með 6,5 lítra dísilvél, 8 strokka, 180 hestafla og er afturhjóladrifinn. Hann er með ABS-hemlalæsivörn, líknarbelg í stýri og samlæsingum ásamt öðru. Bíllinn kostar innan við þijár milljónir kr. Ford Econol- ine hefur verið nær einráður á lög- reglubílamarkaðnum undanfarin ár og lögreglan í Keflavík var ein- mitt að leggja einum slíkum bíl. Ingvar Helgason hf. Bílaleigan Höldur hf. fékk nýlega 10 Nissan Micra bíla í flota sinn. Fyrir afhendingu bflanna hafði Höldur hf. haft 20 Nissan Micra bíla í útleigu. Hafsteinn Valsson, framkvæmdastjóri Höldurs, segir að ástæðumar fyrir því að ákveðið hafi verið að fjölga Nissan Micra bílunum hafi verið þijár helstar. „Bilanatíðni Nissan Micra er með lægsta móti og viðskiptavinum bfla- leigunnar hefur líkað bílamir vel. Nissan Micra er stór smábíll sem stendur undir væntingum,“ sagði Hafsteinn. ■ MAN verksmiðjurnar ásamt 19 öðrum samstarfsfyrirtækjum hafa sett nýtt heimsmet er varðar olíu- eyðslu á vörubílum með 40 tonna heildarþyngd á 2.800 km ferð í gegnum Evrópu. Eyðslan var að meðaltali 25,7 og 25,15 lítrar á hveija 100 km. Bílalest með þrem- ur fulllestuðum aftanívögnum með fjögurra metra háa flutningakassa fór af stað frá Edinborg í Skot- landi til Bari á Ítalíu með það að takmarki að ná eyðslu niður fyrir 30 lítra á hveija 100 km. Til þátttöku i EcoChallenge ’95 voru fengnar tvær MAN F 2000 vörubifreiðar úr raðframleiðslu, önnur með 400 hestafla vél, hin með 460 hestafla vél, báðar euro 2 vélar. Þessar tvær vörubifreiðar voru framleiddar með besta fáan- legum tækniútbúnaði til eldsneytis- sparnaðar sem boðið er upp á hjá MAN verksmiðjunum og sam- starfsaðilum MAN. Til samanburð- ar var í ferðinni ein MAN F 90 Lásaþíðari ímiklu frosti JÓHANN Pálsson frá Hveragerði hefur sett á markað lásaþíðara sem er hans eigin uppfinning og hefur selst í mörg hundruð þúsund eintökum á Norðurlöndunum. Um er að ræða lítinn plasthólk, holan að innan og með litlum oddi á þeim enda hans sem er lokaður. Fjögur lítil göt eru á þeim enda hólksins sem stungið er inn í læs- ingu bíls og blásið er í hinn endann. Jóhann segir að hólkurinn dugi til að afþíða læsingar í mjög miklu frosti. Fyrirtækið Hamrar í Hveragerði framleiðir lásaþíðarann. „Ég bjó til fyrsta lása- þíðarann í Danmörku 1986, þar sem ég bjó um margra ára skeið. Kunn- ingi mjpn, sem er blaða- sé ekkert afskaplega fallegur hlut- ur. Hægt sé að hafa hólkinn fyrir vetrarlyklakippu og skipta svo um kippu á sumrin. Notagildið er hins vegar ótvírætt. Kunningi Jóhanns í Danmörku, Palle Jensen, á plastverksmiðju og LÁSAÞÍÐARAR sem Jóhann Pálsson hefur gert og selt mörg hundruð þús- und stykki af á Norðurlöndum. maður í Holbæk, bjó til sniðugan lásaþíðara með afþíðingarvökva sem settur var á lyklakippu. En sá galli var á þessum búnaði að olían vildi fara af honum í vasann og þar með lauk vinsældum hans. Hins vegar tókst honum að selja fleiri hundruð þúsund slíkra þíðara í Kanada og á Norðurlöndum, Það var þá sem mér datt í hug að góð lausn væri að blása í lásinn eins og maður gerði í gamla daga, reyndar oft með þeim árangri að varirnar frusu fastar við lásinn. Með því að hafa titt á hólknum sem fer inn í lásinn kemur maður í veg fyrir að rakinn fari inn í læsinguna,“ sagði Jóhann. Með einkaleyfi Hann segir að þetta sé líklega besta lausnin sem hafi komið fram en hitt sé reyndar rétt að þetta saman fóru þeir út í framleiðslu á lásaþíðaranum. „Ég sagði við hann að ég skyldi sækja um einkaleyfi ef hann smíðaði mótin. Einkaleyf- ið var dýrt og ég gerði ekkert í þessu en þegar ég kom úr sum- arfríi var Palle búinn að selja 200^ þúsund stykki til Esso. Nú erum við að markaðssetja lásaþíðarann í Kanada og það lítur vel út með það,“ sagði Jóhann. Hann kveðst hafa selt fleiri hundruð þúsund lásaþíðara en lítið undanfarin ár vegna hlýrra vetra á Norðurlöndunum. Einkaleyfið kostaði um fjórar milljónir kr. og hefur Jóhann selt lásaþíðara upp í þann kostnað. Fyrstu árin seldi Jóhann lásaþíðarann í fyrirtækú sem notuðu þá til gjafa. Nú hefur Esso keypt lásaþíðara sem dreift er á bensínstöðvum félagsins hér- lendis. ■ MAN flutningabílarnir sem settu heimsmet í lítilli olíueyðslu. Heimsmet í olíusparnaði AUDIA3 kemur á markað á næsta ári. Audi A 3 é næsta éri vörubifreið með 420 hestafla euro 1 vél. AUDI setur á markað á næsta ári minnsta bílinn í A-línunni, Audi A3. Hér að ofan sést frumgerð bílsins hálf undir tjaldi en sérfræð- ingar telja að endanlegt útlit A3 verði eitthvað þessu líkt. A3 deilir að nokkru leyti tækni með næstu kynslóð Volkswagen Golf en verð- ur dýrari og betur búinn bíll að öðru leyti. Hann verður m.a. boð- inn með fimm gíra sjálfskiptingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.