Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 272. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton reynir að afla stuðnings við friðargæslu í Bosníu Karadzic varar við blóðsúthellingum Frakkland Ráðist á risa- markaði París, Reuter. RÁÐHERRANN Jean-Pierre Raffarin, sem fer með málefni lítilla og meðalstórra fyr- irtækja í frönsku stjórninni, segir í viðtali við dagblaðið Le Monde, sem birtist í gær, að hann vilji herða reglur um rekstur risamarkaða til að ýta undir möguleika minni versl- unarfyrirtækja. Raffarin segir í viðtalinu að franskar borgir hafí verið eyðilagðar með stjórnlausri útþenslu verslana. Þar sem að þetta hafi gerst á löglegan hátt verði að breyta lögunum. Raffarin bætti við að leggja bæri áherslu á að ná tökum á hvernig verslunarhverfi þró- uðust í útjaðri borga og að við uppbyggingu miðbæjar- kjarna bæri að leggja áherslu á minni verslanir og verslun- armiðstöðvar. Búist var við því að á fundi í Bordeaux í gærkvöldi myndi Alain Juppe forsætisráðherra kynna nýjar aðgerðir stjórnar sinnar sem ætlað er að gjör- breyta starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja til hins betra. Reuter Kolin hömstruð FULLORÐNAR konur í Sarajevo hamstra kol til vetrarins. Bosníu- Serbar eru mjög andvígir því að borgin heyri að öllu leyti undir stjórn múslima og Króata. Hafa þeir heitið því að hún verði „Beir- út Evrópu" ef því verður haldið til streitu. Bandarískir embættis- menn segja að ekki komi til greina að semja um breytingar á því ákvæði friðarsamkomulagsins fyrir Bosníu. París, Sarajevo, Behjrad, Bonn, Washington. Reuter. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, varaði í gær við blóðsúthellingum ef hersveitir undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO) reyndu að handtaka hann eða aðra meinta stríðsglæpamenn úr röðum Serba. Carl Bildt, sátta- semjari Evrópusambandsins, lýsti viðvörunum Karadzics sem eintóm- um „hávaða". Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, flutti í nótt sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti þingið og þjóð- ina til að styðja fyrirhugaða þátt- töku. Bandaríkjahers í friðargæsl- unni í Bosníu. Clinton hyggst senda 20.000 hermenn til að framfylgja friðarsamningunum, sem náðust í Ohio, þrátt fyrir andstöðu repúblik- ana á þinginu. Repúblikanar lýstu ávarpinu sem „erfiðustu ræðunni á öllum stjórnmálaferli forsetans". „Þetta er erfiður prófsteinn á forystuhlutverk Bandaríkjanna," sagði Warren Christopher, utanrík- «UKT. isráðherra Bandaríkjanna, um áform stjórnarinnar. „Bandaríkja- stjórn getur ekki gefið friðinn upp á bátinn núna." Varnarmálaráðherrar Bretlands og Þýskalands tóku í sama streng og sögðu að ekki yrði hægt að koma á friði í Bosníu nema Bandaríkja- menn tækju þátt í að fylgja friðar- samningunum eftir. Sarajevo „Beirút Evrópu"? Samkvæmt friðarsamningunum verður Karadzic að afsala sér völd- um þar sem hann hefur verið sakað- ur um stríðsglæpi. Stjórnarerind- rekar í Belgrad segja að hann bindi nú vonir við að repúblikanar á þingi komi honum til bjargar með því að leggjast gegn þátttöku Bandaríkja- hers í friðargæslunni. „Ef þeir reyna að handtaka mig eða aðra serbneska borgara verða miklar blóðsúthellingar," sagði Karadzic í viðtali, sem franska dag- blaðið Infomatin birti í gær. „Ef þeir koma ekki fram við okkur sem vinir getur allt gerst. Og það er öruggt að þeir myndu þurfa að minnsta kosti 300.000 hermenn til að geta handtekið mig." Aður hafði Karadzic varað við því að Sarajevo yrði að „Beirút Evrópu" ef því yrði haldið til streitu að öll borgin yrði undir stjórn músl- ima og Króata, eins og gert er ráð fyrir í friðarsamningunum. Mikil andstaða er við þetta ákvæði samn- inganna meðal Bosníu-Serba en bandarískir embættismenn segja að ekki komi til greina að semja um breytingar á því. Carl Bildt sagði að mestu máli skipti að Slobodan Milosevic hefði samþykkt samningana fyrir hönd Serba. „Við höfðum búist við óánægjuhávaða frá Bosníu-Serb- um. Hann hefði í rauninni getað orðið meiri." Hart deilt í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EKKI tókst að ná samkomulagi um dönsku fjárlögin milli stjórnar og stjórnarandstöðu um helgina eins og ætlað var en vonast er til, að það takist í dag. Það er Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, sem harðast hefur rekið stjórnarandstöðuna, hugsanlega vegna innbyrðis átaka ef til þess kæmi að flokksformaður- inn yrði framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins. Átökin standa um atvinnuleysisbætur, fjárlagahallann og framlög til varnarmála. Að venju leggur stjórnin mikla áherslu á sam- stöðu um fjárlögin en Venstre hótar að greiða atkvæði gegn þeim þó það hafi ekki gerst áður á þessari öld. Ríkisstjórnin hafði þegar boðað hertar reglur um atvinnuleysisbætur í fjárlagadrögunum, enda hafa bæði Venstre og íhaldsflokkurinn lagt megináherslu á, að annars vegar verði erfiðara að fá bætur og hins vegar að þær fáist í skemmri tíma en áður, í fimm ár í stað sjö. Um leið vill Venstre herða reglur um hvenær megi neita atvinnutilboði og um leið að fólk verði hvatt til að fiytja sig um set eftir vinnu. Takmark Venstre er, að atvinnu- lausir verði skyldaðir til að taka þá vinnu sem býðst, jafnvel þó vinnan sé ekki á íagsviði viðkomandi, og ekki síðar en sex mánuðum eftir að viðkomandi missir vinnuna. Nú mega líða tólf mánuðir. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að eftirlit með atvinnuleysisbót- um verði hert og falið öðrum en stofnuninni, sem sér um bæturnár. í ár stefnir í fjárlagahalla upp á 417 milljarða ísl. kr. Stjórnarand- staðan krefst þess að hallinn á næsta ári fari undir 353 milljarða en stjórn- in vill stefna á 388 milljarða. Stjórn- in kýs niðurskurð á útgjöldum til varnarmála um rúmlega 28 milljarða ísl. kr. en því hafa hægri flokkarnir tveir hafnað. Nú stefnir í að sam- komulag náist um helming þeirrar upphæðar. 2.500 verslanir brunnu HUNDRUÐ hermanna fengu lítt við ráðið er eldur braust út á Bangabazar, einum stærsta markaði Dhaka, höf uðborgar Bangladesh, í gær. Eldurinn kviknaði að morgni og eftir um klukkustund haf ði hann læst sig um allan markaðinn. Eyðilögð- ust um 2.500 verslanir. Óyóst hvort um íkveikju var að ræða eða óhapp. Góður eldsmatur var í markaðnum, byggingar allar úr timbri. Gingrich fer ekki fram Marietta. Reuter. NEWT Gingrich, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, lýsti yfir því síðdegis í gær að hann yrði ekki í framboði í forsetakosningunum vestra á næsta ári. Getum hafði verið leitt að því að Gingrich, sem er 52 ára og þing- maður fyrir Georgíu-ríki, myndi leita eftir stuðningi i forkosningum Repúblíkanaflokksins í byrjun næsta árs en sjálfar forsetakosning- arnar fara fram í nóvember. Gingrich sagði á fundi með fréttamönnum að skyldur hans í þingdeildinni gerðu að verkum að hann gæti ekki sóst eftir útnefningu flokksbræðra sinna. Hann hefði hins vegar í hyggju að bjóða sig fram til þingsetu og hann vonaðist til að verða áfram forseti fulltrúa- deildarinnar. Minnkandi vinsældir Gingrich hefur verið áberandi í bandarískum stjórnmálum á undan- förnum árum og er einn helsti hug- myndafræðingur nýrrar stefnu- skrár repúblíkana sem tryggði þeim stórsigur í þingkosningum í fyrra. Fylgi við þessa stefnu hefur þó frek- ar farið minnkandi og hið sama á við um persónuvinsældir þing- mannsins. Samkvæmt skoðanakönnunum er Bob Dole, leiðtogi re"públíkana í öldungadeildinni, með mikla forystu á keppinauta sína og telja margir fullvíst að hann verði í framboði gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta næsta haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.