Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðherrar sendu lausnarbréf í gær til 82 flugumfer ðar stj óra Uppsagnarfrestur 32 flug- umferðarstjóra framlengdur Morgunblaðið/Kristinn FLUGUMFERÐARSTJÓRI að störfum. Samgönguráðherra og utanríkisráðherra sendu í gær lausnarbréf til 82 flugumferðar- stjóra sem sögðu upp starfí sínu í lok septem- ber. í lausnarbréfinu er hluta starfsmanna veitt lausn frá og með 1. janúar, en uppsagn- arfrestur 32 flugumferðarstjóra framlengdur til 1. apríl 1996. Guðjón Guðmundsson kynnti sér stöðuna í kjaradeilunni. FRAMLENGING uppsagnar- frests 32 flugumferðar- stjóra er í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, til þess að halda megi uppi nauðsynlegri flugum- ferðarþjónustu og tryggja flugör- yggi ásamt því að hefja þjálfun nýrra starfsmanna. Samhliða þessu munu stöður flugumferðar- stjóra verða auglýstar lausar til umsóknar innanlands sem erlendis og er umsóknarfrestur til áramóta. Hugsanlegt er að leitað verði til erlends verktakafýrirtækis á sviði flugumferðarstjórnar meðan verið er að ná upp fullri mönnun sem tekur a.m.k. eitt ár. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að hægt verði að halda uppi fullnægjandi flugumferðar- þjónustu í byijun næsta árs. „Við höfum látið nærliggjandi flugstjórnarmiðstöðvar vita um þessar aðgerðir og haft náið samr- áð við- nálæg lönd. Einnig hefur Alþjóðaflugmálastofnuninni verið gerð full grein fyrir þróun mála,“ sagði Halldór. Grafalvarlegt mál Halldór segir að Alþjóðaflug- málastofnunin hiki ekki við að grípa inn í ef eitthvað skortir á fiugumferðarþjónustuna. Ekki sé hægt að tefla í tvísýnu hvort unnt verði að halda uppi eðlilegum sam- göngum yfir Atlantshafið. Halldór segir að stór hluti fiug- stjómarsvæðisins sé í færeyskri og grænlenskri lofthelgi sem heyri undir Dani. „Ef Danir kjósa að taka þessi mál í sínar hendur verð- ur ekki svo auðvelt að snúa því við. Hér er því grafalvarlegt mál á ferð og mikið í húfi, eða 800-900 milljónir kr. í gjaldeyristekjum," sagði Halldór. Islensk flugmálayfirvöld hafa gert samning við Alþjóðaflugmála- stofnunina vegna nýju flugstjóm- armiðstöðvarinnar á Reykjavíkur- flugvelli. Samkvæmt honum skuid- bindur Alþjóðaflugmálastofnunin sig til þess að niðurgreiða 82% af kostnaði við byggingu stöðvarinn- ar eftir að hún hefur verið tekin í notkun í formi leigugjalds. Kostn- aður við byggingu flugstjórnarmið- stöðvarinnar er um 1,5 milljarðar kr. Halldór segir að efni íslending- ar ekki sinn hiuta samningsins geti það haft alvarlegar afleiðing- ar. „Við ætlum okkur auðvitað að standa við okkar hlut og þess vegna teljum við nauðsynlegt að grípa þegar í Stað til nauðsynlegra ráðstafana og leita fyrir okkur er- lendis um þær leiðir sem okkur standa til boða,“ segir Halldór. Uppsagnarfrestur 23 flugum- ferðarstjóra hjá samgönguráðu- neytinu hefur verið framlengdur og níu flugumferðarstjóra hjá ut- anríkisráðuneytinu, en Alþjóða- flugmálastofnunin greiðir hluta af launakostnaði þeirra. Ásgeir Páls- son, framkvæmdastjóri flugum- ferðarþjónustunnar, segir að skóli Flugmálastjómar verði áfram starfandi en uppsagnarfrestur þriggja kennara við skólann verður framlengdur til 1. apríl en fjórði kennarinn sagði ekki upp störfum. Uppsagnarfrestur níu flugumferð- arstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli verður fram- lengdur og verða þar alls starfandi fimmtán fullgildir flugumferðar- stjórar en þar hefur að jafnaði 41 flugumferðarstjóri verið starfandi. Uppsagnarfrestur fímm vaktstjóra í Reykjavíkurflugturni verður framlengdur, eftirlitsmanns flug- umferðarþjónustunnar, fjögurra flugumferðarstjóra á Akureyri og eins í Vestmannaeyjum þannig að þar verða tveir flugumferðarstjór- ar starfandi því annar þeirra sagði ekki upp störfum. Verktaka Öllum flugstjórnarmiðstöðvum á Atlantshafínu ber að hafa neyðar- áætlun sem gripið er til ef útlit er fyrir að flugumferðarþjónusta leggist af vegna náttúruhamfara eða af öðrum orsökum. Ásgeir seg- ir ekki unnt að segja til um hver neyðaráætlunin verði fyrr en vitað sé hve margir flugumferðarstjórar verði starfandi um áramótin þegar umsóknarfresturinn er útrunninn. Auglýst verður eftir flugumferðar- stjórum í þessari viku. „Við þurfum að fylla í skörð 82 flugumferðar- stjóra miðað við 1. apríl. Fáist enginn til starfa til lengri tíma er útséð um að hægt verði að halda hér uppi alþjóðaflugþjónustu. Hins vegar þyrftí að breyta aðferðum sem beitt er við flugumferðarstjóm hérlendis til þess að halda uppi þjónustu við innanlandsflug," segir Ásgeir. Ásgeir segir eðlilegt að gerður verði kjarasamningur við þá flug- umferðarstjóra sem ekki hafa sagt upp störfum, enda hafí þeir verið lausir frá því um áramót. „Líklega fara þeir, sem verða ráðnir, inn á svipaða samninga. Einnig er vel hægt að hugsa sér að verktakar annist þjónustuna á því tímabili sem það tekur að ná upp fullri mönnun aftur, sem er að minnsta kosti eitt ár,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir að verði ráðnir verktakar sé ekki sjálfgefíð að þeir verði á sömu launakjörum og íslenskir flugumferðarstjórar. „Það yrði gerður verksamningur sem ekki hefði í sér fólgið neitt starfsör- yggi og því yrði hann ekki bundinn við þau launakjör sem íslenskir flugumferðarstjórar starfa eftir,“ segir Ásgeir. Nokkur erlend fyrirtæki sinna verktöku af þessu tagi og hafa íslenskir flugumferðarstjórar starfað hjá slíkum fyrirtækjum, eins og f.a.m. fyrirtækinu IAL. Ásgeir sagði að m.a. yrði leitað til þess fyrirtækis. Líklegast yrði þó starfsemin hér á landi áfram, þ.e. verktakarnir inntu þessa þjónustu af hendi hérlendis. Námið flutt til útlanda Skóli Flugmálastjórnar, sem þjálfar flugumferðarstjóra, verður starfandi fram til 1. apríl. „Ef við þurfum að þjálfa það marga að við getum ekki sinnt því sjálfír er alveg eins líklegt að þeir verði sendir erlendís til náms eins og gert var hér til langs tíma þegar íslenskir flugumferðarstjórar voru menntaðir í Bretlandi, Kanada eða Bandaríkjunum," sagði Ásgeir. Karl Álvarsson, sem á sæti í stjórn Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, segir að það sé mat lögmanns félagsins að það sé kom- ið fram yfir þau tímamörk að flugumferðarstjórum sé skylt að taka framlengingu uppsagnar- frests. „Það hefði strax átt að framlengja uppsagnarfrestinn því um leið og flugumferðarstjórar sögðu upp störfum horfði til auðn- ar í stéttinni. Flugumferðarstjórar munu þó ekki brjóta lög,“ sagði Karl. Hann kvaðst telja afar ólík- legt að erlendir flugumferðarstjór- ar fáist til starfa hérlendis. Karl kvaðst fagna því ef erlent verktakafyrirtæki yrði fengið til þess að sinna þessari þjónustu. Verktakamir greiði þau laun sem þarf til þess að fá flugumferðar- stjóra til vinnu hér. „Fyrir nokkr- um árum voru danskir flugum- ferðarstjórar, sem ekki hafa verk- fallsrétt, mjög ósáttir við sín launa- kjör. Mjög margir þeirra réðu sig í vinnu til IAL. Dönsk flugmálayf- irvöld voru orðin svo aðkreppt að þau höfðu samband við IÁL og óskuðu eftir því að fyrirtækið út- vegaði þeim flugumferðarstjóra. IAL útvegaði þeim danska flugum- ferðarstjóra. Danimir komu því aftur til starfa á tvöföldum þeim launum sem þeir höfðu áður verið á. Þetta leiddi til þess að þeir sem voru fýrir hættu og réðu sig einn- ig til IAL. Þessu lauk síðan með því að laun danskra flugumferðar- stjóra voru hækkuð. Þetta er kölluð danska aðferðin, hún er þekkt og við erum tilbúnir að taka þátt í henni,“ sagði Karl. Beitti hnífi í átökum 23 ÁRA norskur sjómaður stakk mann í lærið með hnífi í átökum sem komu upp milli hans og skipsfélaga hans ann- ars vegar og nokkurra ísfirð- inga hins vegar aðfaranótt sunnudagsins. Hann var færð- ur fyrir dómara í gær. Að sögn lögreglu hafði kom- ið til væringa milli Norðmann- anna og nokkurra annarra gesta inni á Sjallanum á Isafírði. Þeir sem hlut áttu að máli neita því að deilan hafí staðið í sambandi við fiskveiði- deilu þjóðanna í Barentshafi. Stimpingar hópanna bárust út á götu. Sá sem beitti hnífnum hugðist aðstoða félaga sína við átökin og þegar hann sá að hann mundi bíða lægri hlut tók hann upp vasahníf og sveiflaði honum um sig. í stimpingum sem á eftir fylgdu var maður stunginn í lærið. Lögregla kom skömmu síð- ar á staðinn og hlupu Norð- mennirnir þá á brott. Sá sem hlotið hafði lagið var fluttur á sjúkrahúsið og þar var gert að meiðslum hans, sem eru ekki talin alvarleg. Vitni bentu lögreglu á hver beitt hefði hnífnum og var hann færður í fangageymslur. Að lokinni rannsókn málsins var hann færður fyrir dómara á mánudag og var málinu þá lokið með sektargreiðslu. Skip Norðmannsins beið lykta málsins og lét úr höfn á mánu- dag. Greiddu með fölsuð- um bréfum ÁRVEKNI bílasala í Keflavík kom í veg fyrir að tveimur mönnum tækist að kaupa bíl og greiða fyrir hann með föls- uðu skuldabréfi. Mennirnir reyndust vera með nokkur skuldabréf til viðbótar, öll föls- uð, og þeim hafði tekist að svíkja út bíl á Hellu. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík var annar mannanna að ganga frá kaup- um á bíl, þegar starfsmenn bílasölunnar ákváðu að kanna pappírana, sem maðurinn lagði fram, betur. í ljós kom, að nöfn ábyrgðarmanna voru not- uð í heimildarleysi og undir- skriftir þeirra því falsaðar. Þegar lögreglan hafði hend- ur í hári mannanna kom í Ijós að þeir voru með fleiri fölsuð skuldabréf í fórum sínum og höfðu náð að svíkja út bíl á Hellu. Mennirnir hafa komið við sögu lögreglu áður vegna fjár- svikamála. * Isbrúnín 38 sjómílur frá landi FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór í ískönn- unarflug úti fyrir Vestfjörðum á sunnudag og þá kom í ljós að ísbrúnin er næst landi um 38 sjómílur norðvestur af Barða og 40 sjómílur norðvest- ur af Straumnesi. Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast um 4-6/io, en ísdreifar að þéttleika l-3/io voru allt að 10 sjómílur út frá ísbrúninni. Færri börn til tannlæknis EITT af hveijum tíu bömum í Reykjavík á aldrinum sex til 15 ára fór ekki til tannlæknis á síðasta ári samkvæmt tölum, sem í gær komu fram í svari Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, við fyrir- spurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Þjóðvaka í Reykjavík, um það hvaða áhrif regl- ur um aukna þátttöku foreldra í tannlækna- kostnaði þessa aldurshóps hefði haft. Tannlæknaþjónusta í Reykjavík er veitt af skólatannlæknum annars vegar og einkatann- læknum hins vegar. Árið 1991 var staðan þannig að skólatannlæknar skoðuðu 82% barna og ungiinga á aldrinum sex til 15 ára og einka- tannlæknar 58%. Einhveijir hafa greinilega nýtt sér þjónustu hvorra tveggja, en ekki er hægt að sjá hve margir fóru ekki til tannlæknis. Á síðasta ári brá svo við samkvæmt svari heilbrigðisráðherra að skólatannlæknar skoð- uðu 5.307 börn og unglinga á aldrinum sex til 15 ára eða 38%, einkatannlæknar 7.508 eða 52%, en að minnsta kosti 1.544 eða 10% fóru ekki til tannlæknis árið 1994. Hafi einhver nýtt sér þjónustu beggja kerfa gæti sú tala verið hærri. Börnum og unglingum, sem „skólatann- læknar í Reykjavík hafa skoðað hefur því fækk- að úr 82% árið 1991 niður í 38% árið 1994“, segir í svarinu. I svari heilbrigðisráðherra kom ekki fram hvort þetta hefði haft áhrif á tannheilsu bama í Reykjavík. Ekki vora til tölur fyrir landið allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.