Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, og Jón Karlsson, varaformaður VMSÍ, bera saman bækur sínar á sambandsstjórnarfundinum. BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, á fundi sambandsstjómar ASÍ í gær. Utlit fynr uppsögn kjarasamninga Hugmyndir ASI og VSI um launahækkanir Hækkun Mat Hagdeildar ASÍ 80 90 100 110 120 130 140 Mánaðarlaun í þús. kr. Flest bendir til að fulltrúar ASÍ í launanefnd ASÍ og vinnuveitenda segi kjarasamningum upp á fundi launanefndar á mor^un eða fímmtudag. I framhaldi af því munu vinnu- veitendur bera uppsagnimar undir Félags- _ — - dóm. Egill Olafsson og Omar Friðríksson fylgdust með kjaramálunum. FLEST bendir til að fulltrúar ASÍ í launanefnd ASÍ og vinnuveitenda segi kjara- samningum upp á fundi launanefndar á morgun eða fimmtu- dag. Vinnuveitendur munu þá bera uppsagnirnar undir Félagsdóm. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði eftir sambandsstjórnarfund ASI í gær, að einungis breyting á afstöðu vinnuveitenda og ríkisvalds- ins gæti komið í veg fyrir uppsögn. Launanefndin kom saman sl. laugardag, en það var fyrsti form- legi fundur hennar í viku. Engin formleg tilboð voru lögð fram, en vinnuveitendur munu hafa sett fram hugmyndir um 10-12 þúsund króna eingreiðslu, en fulltrúar ASÍ ítrek- uðu kröfu sína um 3.000 króna hækkun mánaðarlauna. Formanna- fundur lands- og svæðasambanda ASÍ var haldinn á sunnudag og í gær var staðan í kjaramálum aftur rædd á sambandsstjórnarfundi ASI. Eining um uppsögn „Sambandsstjómarfundurinn staðfesti niðurstöðu formannafund-' arins.um að það sem nefnt hefur verið af hálfu atvinnurekenda og stjómvalda til þessa, til þess að koma í veg fyrir ákvörðun um uppsögn samninga, dugi ekki. Fundurinn er jafnframt sammála um að það séu fyrir hendi forsendur til uppsagnar ef ekki verður breyting á afstöðu gagnaðila okkar. Það er samdóma álit okkar að yfirlýsing ríkisstjómarinnar hafi ekki gengið eftir eða muni ekki gera það að óbreyttu fjárlagafrumvarpi. Það þarf að verða breyting í skatt- leysismörkum, bótarétti til aldraðra og öryrkja og atvinnulausra, sem samkvæmt fjáriagafrumvarpinu á að skerða um áramót. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eiga bætumar að tengjast kjarasamning- um,“ sagði Benedikt eftir fundinn. Nær öruggt er talið að vinnuveit- endur kæri uppsögn samninga til Félagsdóms. Benedikt sagði að ef ASÍ tapaði málinu þar yrðu samn- ingar gildir og máiið yrði þar með úr höndum forystu ASÍ. Hann var spurður hvor ASÍ væri ekki að taka áhættu með því að segja upp núna þar sem þeir væra þá hugsanlega að missa af þeirri launaleiðréttingu sem vinnuveitendur hefðu boðið og breytingum af hálfu ríkisstjórnar- innar. „Það má segja að við værum að taka nokkra áhættu ef við segðum samningum upp, en ég held að vinnuveitendur væru að taka meiri áhættu. Þeir gætu hugsanlega unnið stríðið, en þeir gætu ekki unnið frið- inn. Við þurfum að ná friði til þess að það verði einhver sátt um launa- stefnuna sem lagt var upp með í febrúar. Það hefst ekki að óbreyttum samningum vegna þess sem gerst hefur síðan, ekki síst af hálfu Al- þingis, Kjaradóms og fjármáiaráðu- neytisins," sagði Benedikt. Ágreiningur um forsendur Skv. ákvæðum kjarasamningsins eru forsendur hans annars vegar þær að verðlagsþróun út næsta ár verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum, og hins vegar er byggt á yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, sem gefín var í tengslum við gerð samninganna í febrúar. Ekki er ágreiningur milli ASÍ og atvinnu- rekenda um að verðlagsþróunin hef- ur ekkí brugðist væntingum manna. Þróun kaupmáttar hefur orðið um 0,5% betri það sem af er samnings- tímanum en reiknað hafi verið með þegar samningar voru gerðir. Vinnu- veitendur telja, að verðlagsforsendur muni einnig standast út næsta ár, jafnvei þótt samið yrði um 10-12 þúsund kr. viðbótargreiðslur við gild- andi samninga. Af hálfu ASÍ hafa verið settir ákveðnir fyrirvarar varð- andi verðlagsþróun á næsta ári og í því sambandi bent á verð á ákveðn- um landbúnaðarvöram. Ágreiningui- er milli ríkisstjórn- arinnar og ASÍ um hvort staðið hafi verið við yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá 21. febrúar. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að staðið hafi verið við alla meginþætti yfirlýsing- arinnar og að staðið verði við þá þætti sem enn hefur ekki verið hrint í framkvæmd. ASÍ telur hins vegar að mikið vanti upp á að staðið hafi verið við yfirlýsinguna og að breyta fjárlagaframvarpinu. Benedikt Dav- íðsson sagði í framsöguræðu á sam- bandsstjórnarfundi ASÍ í gær að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka ekki skattleysismörk í takt við verðlagsbreytingar væri ein og sér næg forsenda til uppsagnar samninga. Með henni væri verið að lækka skattleysismörkin og þar með að vinna gegn því loforði ríkisstjóm- arinnar að afnema tvísköttun á líf- eyrisgreiðslur. Hann sagði einnig að ákvörðun um að afnema vísitölu- tengingu milli trýggingabóta til ör- yrkja og atvinnulausra væri brot á þriðja tölulið yfirlýsingarinnar. Ástráður Haraldsson, lögfræðing- ur ASÍ, ræddi á sambandsstjórn- arfundinum um lagalegar forsendur samninganna og sagði að þeir hefðu bæði byggst á orðuðum og óorðuðum forsendum. M.ö.o. væri ekki nóg að horfa einungis á skriflega yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Samning- arnir hefðu einnig byggst á yfirlýs- ingum þeirra sem að .þeim hefðu staðið um launajöfnun. A fundinum var vísað í orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Morgunblaðinu frá 22. febrúar 1995, en hann sagði: „Það er ekki í vafa í mínum huga að þessir samningar ... verða alger- lega fordæmisskapandi fyrir aðra samninga." Vísað til Félagsdóms Vinnuveitendur eru sannfærðir um að ef verkalýðshreyfíngin segir upp samningum með tilvísun tii þess að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við yfirlýsingu sína fái það ekki staðist fyrir dómi. Atvinnurekendur munu, skv. heimildum Morgunblaðsins, vera ákveðnir í að leggja málið fyrir Félagsdóm ef verkalýðshreyfingin segir upp samningum og fá úr því skorið hvort marktæk frávik hafi orðið frá samningsforsendum. Vinnuveitendur líta svo á að ef svo færi að samningum yrði sagt upp og sú uppsögn yrði dæmd gild hefði það í för með sér að umsamd- ar 2.700 kr. eða 3% launahækkanir um næstu áramót, kæmu ekki til framkvæmda og heldur ekki þær eingreiðslur á næsta ári sem samn- ingar gera ráð fyrir. Þá væri óvíst hvenær eða með hvaða hætti viðræð- ur um nýjan samning yrðu hafnar. Að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar á Akureyri, hafa mörg verkalýðsfélög á Norðurlandi og víðar boðað trúnaðarráð sín til fundar annað kvöld. Þá á að vera orðið endanlega ljóst hvort launa- nefndin segir samningum upp. Björn sagði að ef launanefndin myndi ekki segja upp samningum yrði gerð sam- þykkt í trúnaðarráðunum um upp- sögn samninga. Hafnarfjörður Bæjarráð hafnar viðræðum við STH MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnaði á fundi bæjarráðs í gær að verða við beiðni Starfsmannafélags Hafnaríjarðar um viðræður varðandi uppsagnir 93 félaga í STH, en minnihluti bæjarráðs taldi hins vegar eðlilegt að verða við óskum STH. Málið verður tekið upp á nýjan leik á bæjarráðsfundi sem verður haldinn 30. nóvember, en stjóm STH hefur boðað til fundar um málið í Vitanum í dag kl. 13. I beiðni STH, sem lá fyrir fundi bæjarráðs, kemur fram að á fjölmennum fundi þeirra félagsmanna sem fengið hafa bréf um uppsagnir sérkjara hafí vinnubrögð bæjaryfir- valda í málinu og ný starfs- mannastefna verið harðlega átalin og skorað á bæjaryfir- völd að draga öll bréfin til baka eða eyða með öðrum hætti allri óvissu í eitt skipti fyrir öll. Starfsandi með því versta sem gerist Vísað er til ummæla bæjar- stjóra sem hann viðhafði á fjöl- mennum fundi í Álfafelli fyrir um fimm vikum um að samn- ingaviðræður ættu að hefjast í vikunni á eftir. Þær hafi enn ekki hafist og ljóst sé að fólk sé orðíð langþreytt á því óör- yggi sem það búi nú við. „Það er ekkert launungamál að starfsandi er með því versta sem gerist og fólk er verulega óöruggt um sig og sína. Verði ekkert að gert stefnir í veru- lega röskun á starfsemi við- komandi stofnana," segir í erindi Starfsmannafélags Hafnai-fjarðar til bæjarráðs. Eldurí Miðbæjar- markaði TILKYNNT var um eld í Aðalstræti 9, húsi Miðbæjar- markaðarins, um klukkan 20 í gærkvöldi. Tilkynningin barst frá sól- baðsstofu í kjallara um reyk á göngum og þegar slökkvil- iðið í Reykjavík kom á staðinn var talsvert mikill reykur og dökkur þar og voru upptök hans rakin upp á aðra hæð hússins. Þar bak við læsta hurð, sem merkt er sem bún- ingsklefi, voru eldsupptök og fóru reykkafarar þar inn og slökktu eldinn. Reykur um allt hús Talsverður reykur fór í gegnum loftræstikerfí í öll fyrirtæki í húsinu og íbúðar- hæðir þar fyrir ofan, þannig að talsverðan tíma tók að reykræsta bygginguna. Slökkviliðið færði til íbúa á efri hæðum í öiyggisskyni, en ekki þótti ástæða til að rýma húsið að fullu. Einnig voru eigendur allra fyrirtækja ka.ll- aðir út til að hægt væri að opna þau og losa reyk. Eldsupptök eru ókunn enn, en málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.