Morgunblaðið - 28.11.1995, Page 12

Morgunblaðið - 28.11.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIGDÍS Finnbogadóttir ræðir við Bernadette Chirac og á milli þeirra sést Noor, drottning Jórdaníu. * Forseti Islands á ráðstefnu um réttindi barna VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, tók í gær þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í París um réttindi barna, en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Menningarmálastofnun SÞ, UNESCO, voru meðal aðstandenda ráðstefnunnar. Skipuleggjandi ráðstefnunnar var Anne-Ayirione Giscard d’Estaing, eiginkona Valery Giscard d’Estaing fyrrum Frakklandsforseta, en ráðstefnuna sóttu konur í æðstu embættum og eiginkonur þjóðarleiðtoga frá 25 löndum. Talið frá hægri á myndinni eru Suha Arafat, Marieke de Klerk, Naina Jeltsín, Anne-Aymone Giscard d’Estaing, Vigdís Finn- bogadóttir og bakvið hana sést Noor, drottning Jórdaníu. Nýtt útbob ríkisvíxla mibvikudaginn 29. nóvember Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 23. fl. 1995 Útgáfudagur: 1. desember 1995 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagar: 1. mars 1996, 7. júní 1996, 6. desember 1996. Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000. 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Veröa skráöir á Veröbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir veröa seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóöum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 1 milljón króna. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 29. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070. 4 --------------------------------- Samtök fámennra skóla vilja fresta flutningi grunnskólans Ráðherra segir frestun geta valdið óvissu STJÓRN Samtaka fámennra skóla hefur samþykkt ályktun um að fresta beri áformum um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga þar til fjárhagslegur grundvöll- ur sveitarfélaga hafi verið tryggð- ur. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til að sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að taka við rekstri grunnskólanna. í ályktun stjórnar Samtaka fá- mennra skóla kemur fram að hún hafi alvarlegar áhyggjur af að öll fjárhagsleg ábyrgð á rekstri grunn- skóla verði flutt til sveitarfélaga meðan fjárhagsstaða margra þeirra er svo bág sem raun ber vitni. „Stjórnin telur grunnskólann alltof dýrmæta og viðkvæma stofn- un til að flytja inn í svo ótryggt rekstrarumhverfi. Stjórnin óttast að við þessar aðstæður kunni til- flutningurinn að tefla skólahaldi í fjölmörgum sveitarfélögum í tví- sýnu með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir menntun og framtíð barna í landinu," segir í ályktuninni. Réttarstaða kennara að skýrast Björn Bjarnason sagði í samtali við Morgunblaðið að ályktunin kæmi sér á óvart, miðað við fyrri afstöðu samtakanna, sem alla tíð hefðu ver- ið hlynnt því að sveitarfélögin tækju grunnskólann að sér. „Mér finnst ekkert hafa komið fram í síðustu viku á fjármálaráðstefnu sveitarfé- laganna, sem bendi til að þau séu ekki í stakk búin til að taka þetta verkefni að sér. Þvert á móti held ég að fullur hugur fylgi máli hjá sveitarstjórnarmönnum, þegar þeir segjast reiðubúnir að taka málið að sér og taka þátt með fulltrúum ríkis- ins og kennara í því mikla starfi, sem nú hefur verið unnið um nokk- urra mánaða skeið og miðar að því að takist að flytja grunnskólann til sveitarfélaga í byrjun ágúst næst- komandi,“ sagði Björn. Ráðherra sagði að í byrjun næsta mánaðar ætti réttarstaða kennara g að fara að skýrast. „Það ætti að minnsta kosti að koma fram um I hvað er tekizt á í því máli, þegar hinar margvíslegu athuganir á rétt- arstöðunni hafa verið gerðar,“ sagði hann. Björn sagðist ekki hafa orðið var við annað en að í þessu efni væri stefnt að samkomulagi. Tekizt á um hvað séu ný verkefni Menntamálaráðherra sagði að ekki væri deilt um það hvernig ætti að sjá sveitarfélögunum fyrir tekjustofnum. „Hins vegar er tekizt á um hvað beri að skilgreina sem ný og aukin verkefni frá því sem verið hefur. Því hefur verið lýst af hálfu ríkisins að það ætli ekki að hagnast á þessari breytingu og góð sátt virðist ríkja um þær jöfnunar- aðgerðir, sem kynntar hafa verið á fundum víða um land í haust. Mér virðist að einnig í þessu efni hafi menn unnið með því hugarfari að ná samkomulagi. Björn sagði að hugmyndir sveit- arfélaga um sérfræðiþjónustu væru víða vel mótaðar og að ekki væri ástæða til að óttast að sú þjónusta minnkaði við flutninginn. „Mér fínnast rökin fýrir að slá málinu á frest ekki í anda þess sam- starfs, sem hefur skapazt um málin. Þvert á móti getur það valdið óvissu ef menn fara að telja sér trú um að sveitarfélögin háfi ekki bolmagn til að taka við grunnskólanum. Það hefur rætzt úr fjárhag þeirra frekar en hitt, að því er fram kom á ijár- málaráðstefnunni,“ segir Björn Bjamason. [ i I Kaup Tómasar A. Tómassonar á Pósthússtræti 9 VIS A samþykkti hvorki ábyrgðir né raðgreiðslur FASTEIGNAVIÐSKIPTI hér á landi hafa hingað til ekki verið stunduð með greiðslukortum og fregnir um að raðgreiðslur greiðslukortafyrir- tækisins VISA-íslands hafí verið notaðar til að festa kaup á húsinu í Pósthússtræti 9 eiga ekki við rök að styðjast, að því er fram kemur hjá talsmanni VISA-Íslands. Rað- greiðslur snúast um sýnu minni upp- hæðir, en hér um ræðir. Raðgreiðslur VISA fara þannig fram að korthafar gefa út skulda- bréf vegna viðskipta, sem þeir gera. Innheimtan fer þannig fram að korthafinn leyfir að afborganir, vextir og aðrar færslur verði skuld- færðar mánaðarlega, en VISA- ísland sér um að koma fénu til eig- anda skuldabréfsins, hvort sem það er í höndum þess, sem viðskiptin "oru gerð við, eða hefur verið selt þriðja aðila. „Ekkert raðgreiðslubréf hefur verið gefið út vegna þessara við- skipta," sagði Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri VISA, í samtali við Morgunblaðið um kaup Tómasar á Pósthússtræti 9 frá Reykjavíkurborg á 54 milljónir króna. „Auk þess er hámarkið á þessum raðgreiðslum langt, langt undir þeirri upphæð sem hér er um að_ræða.“ I frétt Morgunblaðsins á mið- vikudag um þessi viðskipti Tómasar og Reykjavíkurborgar, var sagt að til tryggingar legði kaupandi fram yfirlýsingu frá VISA-íslandi um að fyrirtækið skuldbyndi sig til að leggja inn greiðslur á reikning borg- arsjóðs á gjalddögum. Upplýsingar þessar voru úr gögnum frá Reykja- víkurborg. „Það hefur ekkert verið við okkur talað um að veita slíka ábyrgð og það munum við ekki gera,“ sagði Leifur Steinn. „Við getum ekki tek- ið ábyrgð á framtíð einstakra fyrir- tækja. VISA ábyrgist ekkert.“ c í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.