Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Yiðræður bæjarins og ríkisvaldsins um verkefni reynslusveitarfélagsins Akureyrar Akureyrarbær reki Heilsugæslustöðina SAMNINGAVIÐRÆÐUR Akur- eyrarbæjar við ríkisvaldið um verk- efni reynslusveitarfélagsins Akur- eyrar standa yfir en samkvæmt lög- um skulu verkefnin standa yfír í fjögur ár, eða frá 1. janúar 1996. Akureyrarbær lagði upp með 8 verk- efni en þau eru á sviði menningar- mála, félagslegra húsnæðismála, heilbrigðismála, þjónustu við aldr- aða, þjónustu við fatlaða, um breytt vinnubrögð hjá skipulagsdeild og byggingaeftirliti og málefni at- vinnulausra. Til viðbótar er sérstakt heimaverkefni og snýr að bættri skilvirkni innan bæjarkerfísins og bættri þjónustu við bæjarbúa. „Þessar viðræður við ríkisvaldið standa mjög misjafnlega en stefnt er að því að ná endum saman fyrir áramót, þó svo að það taki einhvern tíma til viðbótar að koma öllum at- riðum í eðlilegan farveg,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, starfsmaður framkvæmdanefndar um reynslu- sveitarfélagið Akureyri. Hann segir að varðandi þjónustu við aldraða sé komin upp nýr flötur og snúi að því að Akureyrarbær yfirtaki rekstur Heilsugæslustöðv- arinnar. „Þetta kæmi ekki til með að breyta upphaflegum markmiðum varðandi þjónustu við aldraða en myndi vikka þau talsvert út og er leið til að koma til móts við sem flest sjónarmið. Það myndi jafn- framt þýða að verkefnið færi ekki af stað fyrr en um mitt næsta ár.“ Gert var ráð fyrir því að færa fé frá þeim stofnunum sem eru reknar fyrir aldaraða á Akureyri og yfir í svokallaða opna þjónustu og er fyr- ir þá sem eru heima hjá sér. Jafn- framt var ráðgert að færa heima- hjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar undir sambærilega starfsemi á veg- um bæjarins. „Vegna tæknilegra vandamála við að færa heimahjúkr- unina frá Heilsugæslustöðinni eru nú að hefjast viðræður við heilbrigð- isráðuneytið um að bærinn yfirtaki allan rekstur Heilsugæslustöðvar- innar.“ Við þá breytingu hefði bærinn í hendi sér að skipta þeim ijármunum sem í þennan málaflokk fara á milli stofnanaþjónustunnar og opnu þjón- ustunnar en margt gamalt fólk vill búa sem lengst við öryggi heima hjá sér. Bærinn yfirtaki rekstur svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra er gert ráð fyrir að Akureyrarbær yfírtaki þá þjónustu sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Norðurlandi eystra hefur veitt og þá þann hluta sem snýr að Eyjafjarðarsvæðinu. „Menn sjá mikla kosti við að færa þessa þjónustu undir bæinn en viðræðurn- ar hingað til hafa strandað á fjár- máiahlið samningsins. Hins vegar er að rofa til í þeim efnum og ef ríkið treystir sér til að standa við þann fjármálaléga grunn sem það hefur boðið upp á ættu samningar að nást. Þetta gefur okkur mikla möguleika á að samtvinna þá félags- legu þjónustu sem Akureyrarbær veitir nú þegar. Það mun taka allt næsta ár að flétta þetta allt saman, enda mikil vinna eftir í samráði við starfsmenn svæðisskrifstofunnar.“ Þórgnýr segir að menn séu nokk- uð ánægðir með félagslega hús- næðiskerfið eins og það er. Það standa engar slíkar íbúðir auðar í bænum og íbúðir sem á að byggja á næsta ári eru þegar fráteknar. Þjónusta Veðdeildar flytjist norður „Þær breytingar sem óskað hefur verið eftir snúast um að bærinn fái rammalán sem hann ræður hvernig hann ráðstafar. Markmiðið með þessu er að ná niður kostnaði og byggja sem ódýrast. Þessu ætti að fylgja einföldun á samskiptum Hús- næðisskrifstofunnar og Húsnæðis- stofnunar og jafnvel að með því spöruðust einhveijir íjármunir um leið og þjónustan yrði skilvirkari. Einnig höfum við lagt til að Hús- næðisstofnun semji við Landsbank- ann á Akureyri um að þjónusta Veðdeildar flytjist hingað. Þetta at- riði snýr ekki beint að reynslusveit- arfélagaverkefninu en væri til að styrkja þann farveg sem við erum að reyna að fara í.“ Lagt er til að öll fjárveiting til menningarmála á Akureyri komi í einum pakka og bærinn sjái síðan um að skiptaþeim Ijármunum. Inni- falið í þeim hugmyndum er að ríkið geri áætlun um uppbyggingu í menningarmálum næstu fjögur árin. „Ríkið hefur lagt um 30 milljónir króna á ári til þessa málaflokks en nú viljum við fá inn til viðbótar stofnframlög vegna Amtsbóka- safnsins og gera áætlun um hvernig við getum uppfyllt lagaskyldu safns- ins. Jafnframt viljum við fá svigrúm til aukinnar starfsemi en þessi atr- iði eru enn á viðræðustigi,“ segir Þórgnýr. Þá er lagt til að atvinnuleysis- tryggingasjóður, Akureyrarbær og menntamálaráðuneytið fari í sam- vinnu um að varðveita og skrá minj- ar í Gásakaupstað í Glæsibæjár- hreppi. Markmiðið er þríþætt, í fyrsta lagi að varðveita þessar minj- ar, í öðru Iagi að gera svæðið að- gengilegt fyrir ferðamenn og skóla og í þriðja lagi að þetta verði verk- efni fyrír atvinnulausa. Einnig að komið verði á fót stöðu minjavarðar fyrir Eyjafjarðarsvæðið, með aðset- ur á Akureyri, sem yrði þá fulltrúi Þjóðminjasafns og þjóðminjaráðs. Loks eru uppi hugmyndir um að koma upp iðnminjasafni í bænum, í tengslum við ákvörðun Þjóðminja- safnins um að koma upp tækni- minjasafni. Sjálfstæði byggingafulltrúa verði aukið Gert er ráð fyrir að auka sjálf- stæði byggingafulltrúa, þannig að hann hafi leyfi til að afgreiða allar byggingaleyfisumsóknir, sem þurfi þá ekki lengur að fara fyrir bygg- inganefnd. Sætti umsækjandi sig ekki við úrskurð byggingafulltrúa getur hann áfrýjað málinu til bygg- inganefndar, sem þá kynnir sér málið og kveður upp úrskurð. „Með þessu er verið að einfalda ferilinn og gera hann fljótvirkari án þess að völd bygginganefndar séu skert. Þetta tengist jafnframt end- urskipulagningu hjá embætti bygg- ingafulltrúa. Umhverfisráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa breytingu og nú er það hið pólitíska vald í bænum sem þarf að leggja blessun sína yfir hana. Varðandi skipulagsdeild er unnið að því að gera hana sjálfstæðari og fækka þeim skrefum sem þarf að taka í samráði við Skipulag ríkisins. Ekki er um verkefnaflutning að ræða heldur einföldun á starfsemi deildarinnar. U mhverfisráðuneytið hefur enn ekki samþykkt þessa til- lögu en hyggst nota tækifærið til að taka á þessu þegar nýtt frum- varp til bygginga- og skipulagslaga verður lagt fram. „Við viljum endi- lega fá að prófa það frumvarp því þar er kveðið á um nokkrar af þeim breytingum sem við leggjum til en við höfum ekki enn fengið svar við þeirri málaleitan." Á meðal tillagna um bætta þjón- ustu við bæjarbúa er að komið Verði á fót upplýsingamiðstöð Akureyrar- bæjar og eins að bærinn fari á ver- aldarvef alnetsins. Þar geti bæj- arbúar nálgast fundagerðir og aðrar hagnýtar upplýsingar og jafnframt lagt fram hugmyndir og tillögur um bætta þjónustu við notendur. „Það er mjög brýnt að koma á fót upplýs- ingamiðstöð, þar sem fólk getur fengið svör við spurningum sínum og þurfi ekki lengur að hlaupa eftir upplýsingum á milli deilda um allan bæ,“ sagði Þórgnýr. ,1111 Lindab ■ iit : þaKrennur ■ • , o °.°o : ♦ Allir fylgihlutir : Þakrennukerfið frá okkur er heildar- * lausn. Níðsterkt og falleg hönnun. m Þakrennukerfi sem endist og end- : ist. Verðið kemur skemmtilega á m óvart. Gott litaúrval. Umboðsmenn um land allt. ■ TÆKUIDEILO ÚJSfh ,/í/ING Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík m Sími 587 5699 • Fax 567 4699 «l Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. Lindab ÞAKSTÁL TÆKÍJIDEILÐ ÚJi Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 *# «i' a ■ * i f 1111 ■ i ft* Morgunblaðið/Kristján Týri og skautasvellið ÞAÐ HEFUR verið heilmikið fjör á skautasvelli Skautafélags Akur- eyrar á Krókeyri síðustu daga og þangað hafa fjölmargir krakkar lagt leið sína. Ekki eru þeir allir háir í loftinu, sem stunda þessa vinsælu vetraríþrótt á Akureyri. En greinilegt er að það eru ekki bara börnin sem hafa áhuga á að renna sér á spegilsléttu svellinu, hann Týri mændi löngunaraugum yfir grindverkið og langaði mikið að fara eina salihunu um svellið, en Guðmundur húsbóndi hanS hélt aftur af þessum áhugasama skautahundi. Gallerí AllraHanda í Hekluhúsinu ÞAU sýna í sal Gallerís AllraHanda, Kristjana F. Arndal og Hólmfriður Bjartmarsdóttir í neðri röð og Hörður Jörundsson, Aðalsteinn Vestmann og Örn Ingi Gíslason í þeirri efri. Verk 5 listamanna FIMM listamenn sýna nú verk sín í sal Gallerís AllraHanda í Hekluhús- inu á Gleráreyrum, þau Aðalsteinn Vestmann, Hólmfríður Bjartmars- dóttir, Hörður Jörundsson, Kristjana F. Arndal og Öm Jngi Gíslason. Á sýningunni eru um 50 verk, mynd- vefnaður eftir Hólmfríði, en aðrir eru með olíumálverk eða vatnslitamyndir og síðan sýnir Kristjana einnig nokkra steina sem hún hefur málað á myndir. Fimmta sýningin í salnum Salur Gallerís AliraHanda var opnaður í Hekluhúsinu í mars síð- astliðnum, en þau hjónin Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Baldurs- son eiga og reka hann en auk hans eru þau með fjölbreyttan rekstur í húsinu. Fyrsta sýningin í salnum var í marsmánuði, þá sýndi Val- gerður Hauksdóttir, síðan kom Að- alsteinn Vestmann og sýndi verk sín um páskana. Um vorið voru tvær norskar myndlistarkonur á ferðinni með textílverk sem vöktu verðskuldaða athygli. Eftir sum- arfrí var opnað að nýju með sýningu Gunnars Rafns skurðlæknis á Húsa- vík, þannig að sýning fimmmenn- inganna nú er sú fimmta í salnum frá því hann var opnaður. „Það hefur alltaf verið góð aðsókn að sýningum hér,“ sagði Kristján, en yfír eitt þúsund manns sáu síðustu sýningu í salnum, verk Gunnars Rafns. „Fólk veit af þessum sal hér og það skiptir ekki máli þó við séum ekki í miðbænum, fólk kemur," sagði Þórey. Áhrif tímans „Eg er undir áhrifum frá tíman- um, þetta eru allt myndir svona á tímabilinu frá seinni slætti og fram á veturinn, mest haust- og vetrar- myndir," sagði Kristjana F. Arndal, en hún var fyrst listamanna á Akur- eyri til að hljóta starfslaun lista- manns í bænum. Það var árið 1990 og síðan sýndi hún í Safnaðarheim- ilinu ári síðar. Frá þeim tíma hefur verið hljótt um Kristjönu. „Ég er í gamla góða tímanum, mér þykir allt í lagi þó líði 3-4 ár milli sýninga, maður þarf ekki endilega að sýna á hverju ári,“ sagði hún. Sýningin stendur til 11. desember næstkomandi, en salurinn er opinn daglega frá kl. 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.