Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 19 VIÐSKIPTI Efnahagsfrelsi mest í Hong Kong Leysir Singapore af hólmi í yfirliti Heritage Foundation Hong Kong. Reuter. FRELSI í efnahagsmálum er hvergi meira en í Hong Kong, sem hefur leyst Singapore af hólmi að því leyti að sögn stofnunarinnar Heritage Foundation í Washington. Hong Kong tryggði sér fyrsta sæti af 142 í árlegri könnun stofn- unarinnar vegna þess að þar eru lágir skattar, traust bankakerfi, frelsi í viðskiptum og lítill sem eng- inn svartur markaður. Fast á eftir koma Singapore, Bahrain, Nýja-Sjáland, Sviss, Hol- land og Bandaríkin. Chris Patten landstjóri sagði þeg- ar skýrslan var afhent að hanri von- aði að frelsi nýlendunnar yrði ekki skert þegar Kínveijar tækju við stjórn hennar 1997. Samkvæmt skýrslunni voru greinimörk efnahagsfrelsis viðskipti, skattar, ríkisútgjöld, peningamála- stefna, fjármagnsstreymi og erlend fjárfesting, stefna í bankamálum, kaupgjalds- og verðlagseftirlit, eignaréttur, reglur um starfsemi atvinnugreina og svartur markaður. Singapore stóð Hong Kong ekki á sporði vegna hærri skatta á fyrir- tæki. í júní sagði tímaritið Fortune að Hong Kong yrði útkjálki þegar Kín- verjar tækju við stjórninni. Ritið spáði því að kínverskir her- menn mundu ganga um stræti, blöð- in yrðu beitt ofríki og erlend fyrir- tæki mundu ekki geta keppt við kín- versk fyrirtæki á jafnréttisgrund- vellj. Áður hafði Fortune gefið Hong Kong þá einkunn að þar væri betra að stunda viðskipti en í New York, London og Singapore. I skýrslu Heritage Foundation segir um efnahagsástandið í Hong Kong: „Stjórnvöld skipta sér ekki af markaðnum, skattar eru lágir og hægt er að spá fyrir um þá og opin- ber útgjöld eru nátengd hagvexti." „Utanríkisviðskipti eru fijáls, regiur eru augljósar, gilda jafnt um alla og eru án mótsagna." Kína varð í 121. sæti á listanum. Hádegisverðarfundur ÍMARK Merkjavara - sérmerkjavara Hver er framtíðin? Innreið sérmerktra vara er hafin á íslandi. ÍMARK boðar til hádegisverðarfundar um áhrif þessarar þróunar á neytendavörumarkað og kauphegðun neytenda í framtíðinni. Frummælendur: Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar hf. Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Yddu. Fundarstjóri: Árni Geir Pálsson, Mættinum og dýrðinni. Fundurinn verður í Víkingasal Hótel Loftleiða, fimmtudaginn 30. nóvember ki. 12:00 -13:30. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir ÍMARK-félaga en 2.500 kr. fyrir aðra (innifalið er hádegisverður og kaffi). Styrktaraöilar ÍMARK 1995 -1996 eru: Marct smdtt OPIN KERFI HF ÍSLANDSBANKI PÓSTUR OG SÍMI Isiiliililariimiismiiljiilil. Eigið fé SÍS 7 milljónir SKULDASKILUM Sambandsins er nú lokið og eftir standa eignir um- fram skuldir upp á rúmar 7 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambandsins s.l. föstudag. Á fundin- um var jafnframt kosinn nýr stjórn- arformaður, Egill Olgeirsson, stjórn- arformaður Kaupfélags Þingeyinga, en Sigurður Markússon, fráfarandi stjórnarformaður, sem stýrt hefur uppgjöri SÍS, gaf ekki kost .á sér til endurkjörs. Á aðalfundinum var skuldastaða Sambandsins rædd og kom þar fram að nú hefur verið gengið frá öllum útistandandi skuldum SIS samkvæmt nauðasamningi sem gerður var á síð- asta ári. Samkvæmt honum voru 3/4 útistandandi skuldum þess þá afskrif- aðar, alls ríflega 213 milljónir króna. Það sem eftir stóð var greitt upp og nú nema eignir SÍS sem fyrr segir 7 milljónum króna. Ný stjóm var kjörin á aðalfundin- um. Auk formannsskipta urðu tvær aðrar breytingar á stjóminni. Þeir Þorsteinn Sveinsson og Sigurður Kristjánsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu en í stað þeirra komu Gfsli Jónatansson og Þorfinnur Þórarinsson. Aðrir stjómar- meðlimir eru þá Þórir Páll Guðjóns- son, Jóhannes Sigvaldason, Jón E. Alfreðsson og Þórhalla Snæþórsdótt- ir. Ákvörðun um framtíð SÍS frestað til vors Fyrir þessum aðalfundi lágu tillög- ur nefndar sem skipuð var á síðasta aðalfundi SÍS og átti hún að ræða framtíðarskipulag Sambandsins. Svo virðist sem rætt sé um lauslegt sam- band fyrrum SÍS fyrirtækja í anda samtaka á borð við Verslunarráð, Kaupmannasamtökin og fleiri slík samtök og mun þessi umræða einnig tengjast framtíðarskipulagi Vinnu- málasambandsins. Ekki fékkst nein niðurstaða í þá umræðu samkvæmt þeim heimildum sem Morgunblaðið aflaði sér í gærkvöld og var ákvörðun því frestað til næsta aðalfundar, sem haldinn verður næstkomandi vor. blabib - kjarni málsins! Nýheiji á Opna tilboðsmarkaðnum Stefnt að skráningu fyrirtækisins á Verðbréfaþingi á næsta ári NÝHERJI hf. hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem skrá hlutabréf sín á Opna tilboðsmarkaðnum og er markmiðið að fyrirtækið verði skráð á Verðbréfaþingi íslands þegar að fjöldi hluthafa er-orðinn nægur til að uppfylla þau skilyrði sem Verð- bréfaþing gerir, að sögn Árna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns Ný- heija hf. Skráningin á Opna tilboðsmark- aðnum kemur í kjölfar hlutabréfa- útboðs fyrirtækisins, sem nú er lok- ið. Hlutafjáraukningin nam 40 millj- ónum króna og voru bréfin seld á genginu 1,95. Áð auki var 20 milljón króna hlutur Draupnissjóðsins í fyr- irtækinu seldur. Kaupgengi bréf- anna á OTM er nú 1,92 en sölu- gengi 1,99. Að sögn Gunnars Hanssonar, for- stjóra Nýheija, er ætlunin að nota þetta viðbótarhlutafé til þess að fjár- magna þær viðamiklu fjárfestingar sem fyritækið hefur ráðist í að und- anförnu, nú síðast með kaupum á 20% hlut í Hug hf. Þá sé fyrirtækið nú einnig betur í stakk búið til þess að nýta sér þau tækifæri sem bjóð- ist á markaðnum. Fyrirtækið lagað að óskum stofnanafj árfesta Hluthafar eru nú orðnir 65 talsins í stað 10 áður, en til þess að upp- fylla skilyrði fyrir skráningu á Verð- bréfaþingi íslands þurfa hluthafar, sem eiga yfir 30 þúsund króna hlut, að vera 200 eða fleiri. Árni segist hins vegar reikna fastlega með því að gengið verði frá skráningu Ný- heija á þinginu á næsta ári, enda séu talsverðir hagsmunir í húfi. „Fjárfestingar stofnanafjárfesta í hlutabréfum eru að stórum hluta bundnar við fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. Við teljum því að skráning á þinginu sé nauð- synleg til þess að laga okkur að óskumjiessara mikilvægu fjárfesta," segir Árni. Stærsti hlutahafi í Nýheija er sem fyrr IBM Danmark A/S með 25% hlut, en tveir aðrir hluthafar eiga nú yfir 10%, Vogun hf. á 15,8% hlut og Þróunarfélagið er með 13,5%. Ky, mnmg a Orade Workgroup/2000 hugbúnaói til upplýsingavinnslu |TM verður á Skandic Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.00 - 16.30 ■ SöluaSilar Oracle Workgroup/2000™ kynna vörur sínar og þjónustu ■ Vandamól í heföbundnu vinnuumhverfi ■ Upplýsingaumhverfi meS Oracle Workgroup/2000™ ■ StuSningur viS dreifó vinnuumhverfi og óhrif vaxtar á þróun vinnuumhverfa ■ Oracle Workgroup/2000™ og InternetiS Léttar veitingar í lok fundarins. Á kynningunni verSa afhent eintök af Oracle Workgroup/2000™ hugbúnaSi til reynslu i allt aS 90 daga án endurgjalds! Auk þess verSa kynnt sérstök afsláttarkjör sem aSeins standa til boSa í takmarkaSan tíma. Þátttaka er ókeypis og óskast tilkynnt í síma 561 8131, meS símbréfi i síma 562 8131, eSa í tölvupósti til teymi@oracle.is meS upplýsingum um nafn fyrirtækis og nafn þátttakanda. Oracle Workgroup Þér eru allir vcgir farir CLE HUGBÚNAÐUR Á ÍSIANDI Slmi 561 8131 B r 6 f s Im i 5 6 2 8 13 1 Ne tfa n g leymiOorocle.ís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.