Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Argentínuför Díönu prinsessu lokið og „friðarviðræðna" beðið V Lafðin hefur öll trompin á hendi" DÍ AN A prinsessa af Wales hélt í gær til Lundúna f rá Argentínu þar sem hún hefur verið í opin- berri heimsókn undanfarna daga. Bretar bíða þess nú spenntir að sjá hvaða hlutverk konungsfjölskyldan er tilbúin til að bjóða prinsessunni, sem braut allar venjur og hefðir í fyrri viku er hún ræddi einka- líí' sitt og hjónaband þeirra Karls prins í sjónvarpsþætti. Talsmaður konungsfjöl- skyldunnar kvaðst í gær ekki vera tilbúinn að láta uppi hvar og hvenær viðræður prinsess- unnar og fulltrúa konungdæm- isins hæfust. „Hér er ekki um leiðtogafund að ræða og því munum við ekki skýra fyrst frá dagsetningunni og birta síðan fréttatilkynningu," sagði hann. Almennt er gengið út frá því að prinsessan verði í eins konar sendiherrahlutverki og að það verði í hennar verkahring að draga athygli að Bretlandi og breskri framleiðslu. „Friðarviðraeður" Konungsfjölskyldan bauð Dí- önu til viðræðna um framtíðar- hlutverk hennar í bresku sam- félagi sólarhríng eftir að sýnt hafði verið við hana sjónvarps- viðtal þar sem hún upplýsti m.a. að hún hefði verið eigin- manni sínum ótrú eftir að hjónaband þeirra var faríð út um þúfur og ræddi um „svik- ara." í höllu Bretadrottningar. Viðtal þetta vakti mikla athygli um allan heini og breskir fjöl- miðlar hafa nefnt samtöl þau sem konungsfjölskyldan hefur boðið „friðarviðræður". í Bretlandi teh'a margir áhugamenn og sérfræðingar um konungsfjölskylduna að Reuter BÖRNIN í bænum Gaiman í Suður-Argentínu tóku vel á móti Díönu á laugardag en síðan steig hún á skipsfjöl og fór í hvala- skoðunarferð. Díana hafi sýnt mikla dirfsku er hún féllst á sjónvarpsviðtalið og að staða hennar hafi styrkst mjög. Skoðanakannanir gefa til kynna að rúm 80% landsmanna hafi samúð með sjóharmiðum Díönu prinsessu. Ónefndir starfsmenn hirðarinnar munu hafa látið sömu skoðun í ljós í samtölum við fréttamenn. Dag- blaðið The Sun sagði í frétt í gær að konungsfjölskyldan vildi fyrir alla muni ná sam- komulagi við prinsessuna. „Lafðin hefur öll tromp á hendi sér" hafði blaðið eftir heimild- armanni einum. Ónýttjólateiti? Fram kom og að Díönu hef ði verið boðið að dvejjast með konungsfjölskyldunni um jólin og sagði í frétt blaðsins The Guardian að þar með yrðu áform Karls um að bjóða fyrr- um ástkonu sinni Camillu Park- er Bowles til síðdegisteitis á annan dag jóla að engu. Taleban-hreyfingin sækir að Kabul 37 falla í árásum á íbúða- hverfi Kabul. Reuter. 37 MANNS biðu bana og rúmlega 140 særðust í loftárásum uppreisn- armanna á íbúðahverfi í Kabúl á sunnudag. Þetta eru mannskæð- ustu loftárásir á afgönsku höfuð- borgina í rúmt ár. Tveir til viðbót- ar féllu vegna flugskeyta sem lentu nálægt forsetahöllinni í Kabul í gær. Talsmaður afganska varnar- málaráðuneytisins sakaði upp- reisnarhreyfinguna Taleban um árásirnar. Hreyfingin sækir að höfuðborginni frá að minnsta kosti fjórum stöðum og krefst þess að Burhanuddin Rabbani forseti segi af sér. Taleban hefur hafnað tillög- um Sameinuðu þjóðanna um að þjóðstjórn taki við af stjórn Rabb- anis. Vestrænn fréttaskýrandi sagði erfitt að sjá hvaða hernaðarlega tilgangi slíkar loftárásir ættu að þjóna en kvað hugsanlegt að þær væru svar við gagnárásum stjórnarhersins að undanförnu. Notaðar voru þrjár sprengjuvél- ar af gerðinni SU-22 og að minnsta kosti níu sprengjum var varpað á borgina. Taleban náði flugvélunum í ágúst og varnarmálaráðuneytið sakaði stjórnvöld í Pakistan um að hafa veitt hreyfingunni tækni- lega og fjárhagslega aðstoð til að gera við þær. Utanríkisráðuneyti Pakistans vísaði því á bug sem algjörum tilbúningi. Sprengjurnar voru með fallhlífar og sprungu um 30 metrum yfir jörðu, þannig að sprengjuflísar dreifðust yfir stórt svæði. -„Þetta er villimennska," sagði Kabúl-búi sem fylgdist með björg- unarmönnum draga lík tveggja ára barns úr rústunum. „Taleban- hreyfingin er grimmari en Djengis Khan. Jafnvel Rússar voru ekki jafn slæmir og þessir menn." Fróðleikur um lanclið þitt ! Landshagir 1995, ársrit Hagstofunnar, hafa að geyma fjölda upplýsinga um flest svið þjóðfélagsins svo sem um mannfjölda, vinnumarkað, verðlag, laun, tekjur, þjóðarbúskap, framleiðslu, heilbrigðismál, menntamál, kosningar o.fl. Ritið veitir m.a. svör við eftirtöldum spurningum: Hver er meðalævilengd íslendinga? Hvað reykja margir íslendingar daglega? Hverjar eru helstu dánarorsakir Islendinga? Hvað er atvinnuleysið mikið á Suðurnesjum? Hvað hefur sauðfé fækkaö mikið á undanförnum árum? Hvert flytja íslendingar útflutningsafurðir sínar? Hvað hefur verðbólgan verið mikil undanfarin ár? þetta er aðeins brot af þeim fróðleik sem Landshagir 1995 geyma. Atriðisorðaskrá auðveldar leitina að svörum við þessum og ótal fleiri spurningum. Viljir þú víta meira um ísland þá eru Landshagir 1995 þitt rit! Verð 2.200 kr. 313 bls. Verð á disklingum 4.400 kr. Hagstofa íslands Hagstofa Islands Skuggasundi 3 150Reykjavík Sími 560 9860 Bréfasími 562 3312 Nálgast hreinan meirihluta SPÆNSKA Þjóðarflokkinn myndi einungis skorta fj'ögur þingsæti til að ná hreinum meirihluta ef nú yrði gengið til kosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt skoðanakönnuninni fengi Sós- íalistaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra 127 sæti af 350 og missti þar með 32 þing- menn. Þjóðarflokkurinn myndi fá 172 sæti en hefur nú 141. Sameinaði vinstriflokkurinn fengi 25 þingmenn og flokkur Katalóna myndi missa þrjú þingsæti og fá 14 menn kjörna. Arás á Israel ARABÍSKIR skæruliðar í Suð- ur-Líbanon skutu í gær nokkr- um eldflaugum yfir landamær- in til ísrael. Talsmaður ísra- elska hersins sagði að ekkert manntjón hefði orðið í árásinni. Heimildir herma að ísraelski herinn hafi svarað fyrir árásina með því að hefja fallbyssuskot- hríð'á stöðvar Hizbollah-sam- takanna í Bekaa-dalnum. Tugir farast FARÞEGABÁT hvolfdi í gær á ánni Ganges í ríkinu Bihar á Indlandi. Fréttastofur sögðu að á bilinu 20-80 manns hefðu drukknað en lögreglumaður á svæðinu sagði í símaviðtali við Reuters að enginn hefði drukknað. Báturinn var byggð- ur fyrir 40 farþega en farþegar voru 80 er bátnum hvolfdi. Verða að breyta sátt- mála SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær að Frelsissamtök Palestínu yrðu að breyta stofnsátt'mála sínum þar sem hvatt er til að ísraels- ríki verði tortímt. Ef þessu yrði ekki breytt yrði framkvæmd friðarsamkomulagsins við Pa- lestínumenn stöðvuð. Sáttmá- lanum hefur aldrei verið breytt frá því hann var ritaður 1964 og til að breyta honum verða allar ellefu fylkingar PLO að vera því samþykkar. Hassmet í Hollandi HOLLENSKA lögreglan gerði í gær upptæk 27 tonn af kannabis og er það mesta magn er nokkurn tímann hefur verið gert upptækt. Eiturlyfin fund- ust um borð í flutningaskipinu Bethel Geuse sem var að koma frá Panama en sigldi undir brasilískum fána. Tveir Hol- lendingar voru handteknir í tengslum við málið en talið er að selja hafí átt eiturlyfin í Hollandi. Sirivudh póli- tískur fangi AMNESTY International lýsti því yfir í gær að það teldi Noro- dom Sirivudh Kambódíuprins vera pólitískan fanga og kröfð- ust samtökin þess að hann fengi réttlát réttarhöld. Sirivudh er hálfbróðir Sihano- uks konungs og hefur verið í haldi frá 21. nóvember. Er hann sakaður um aðild að samsæri til að myrða Hun Sen forsætis- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.