Morgunblaðið - 28.11.1995, Side 30

Morgunblaðið - 28.11.1995, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMTUN Sveitar- sljórnar- menn treysta áríkið Ekki eru öll kurl komin til grafar hvað varð- ar flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga. Hildur Friðriksdóttir sat ráðstefnu sveitarfélaga um fjármál og veltir því fyrir sér hvort sveitarfélögin verði í stakk búin að takast á við verkefnið eftir átta mánuði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MEÐ ÞVÍ að færa stjórn skólanna meira til þeirra sjálfra er talið að útkoman verði betri skólar. ÞRÁTT fyrir að talað sé um flutn- ing grunnskóla frá ríki til sveitar- félaga 1. ágúst 1996 mun mennta- málaráðherra eftir sem áður fara með yfirstjóm málaflokksins. Enn- fremur mun hann hafa eftirlit með því að sveitarfélögin uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir og aðalnámsskrá kveða á um. Hins vegar munu sveitarfélögin sjá um rekstur grunnskólans, sem felst m.a. í því að sjá um framkvæmd skólahalds og skólastarfs innan ramma gildandi laga, reglugerða og aðalnámsskrár. Einnig fellúr í hlut ráðuneytisins að annast upplýsingaöflun um skólahald og skólastarf. Er ráð- herra skylt að gera Alþingi grein fyrir framkvæmd þess á þriggja ára fresti. Þá leggur menntamála- ráðherra grunnskólanum til sam- ræmd próf og ber ábyrgð á að fram fari mat á skólum og skólastarfi. Hann hefur umsjón með Þróunar- sjóði grunnskóla og getur þar af leiðandi haft forgöngu um þróun og tilraunastarf í grunnskólum, að fengnu samykki sveitarstjórnar. Námsgagnagerð og útvegun náms- gagna verða á vegum ríkisins. Loks hefur ráðherra úrskurðarvald í ein- stökum málum er snerta skólahald og skólastarf í grunnskólum. Nefndir enn að störfum Nýju grunnskólalögin voru sam- þykkt sl. vor. í kjölfarið skipaði menntamálaráðherra verkefnis- stjórnir og nefndir til að fjalla um flutninginn frá öllum hliðum. Ein nefndin hefur skilað lokaskýrslu og tvær nefndir áfangaskýrslum. Á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármál, sem hald- in var í lok liðinnar viku, kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Þar var m.a. ítrekað hversu slæm fjárhags- staða sveitarfélaganna er og að hún hafi farið versnandi á undanförnum árum allt fram til ársins 1994. Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Sel- fossi, sem var einn framsögu- manna, sagði skýringuna ósköp einfalda. „Of mörg sveitarfélög hafa eytt um efni fram. Þau hafa alls ekki sniðið sér stakk eftir vexti,“ vom hans orð. Þá sagði hann rekstrartekjur vart nægja fyrir rekstrarútgjöldum hjá mörg- um sveitarfélögum. En ef sveitarfélögin eru svona illa stödd fjárhagslega og það kost- ar þau frá 8 til 9 milljarða króna árlega á árunum 1996-2000 að reka grunnskólann, því er þá verið að fara út í þessa framkvæmd? Meginrökin eru þau, að með því að færa stjórn skólanna til sveitar- stjómarmanna fáist betri skóli vegna nálægðar þeirra sem stjórna honum við þá sem nota hann. Að aðhaldið verði meira. Menn voru að minnsta kosti fullir bjartsýni á sínum tíma þegar 160 af 170 sveit- arstjómarmönnum greiddu at- kvæði með sameiningunni. Vitum vér allir? Á ráðstefnunni sköpuðust hvorki miklar umræður né komu fram margar fyrirspumir þegar gefínn var kostur á þeim. Má því velta fyrir sér hvort sveitarstjórnarmenn séu enn sammála fyrri ákvörðunum og telji sig ekki þurfa á umræð- unni að halda, hvort þeir átti sig ekki enn á stöðu mála eða hvort þeir treysti á að ríkið sjái þeim fyrir nægu fjármagni. Á ráðstefn- unni tók einn sveitarstjórnarmanna úr fámennu byggðarlagi svo stórt upp í sig að segja að meirihluti sveitarstjórnarmanna vissi ekkert um málið. „Við erum flestir áhuga- menn en ekki fagmenn," sagði hann. Ekki stóðu fleiri upp til að taka undir orð hans, en til þó nokk- urra heyrðist í salnum sem tóku undir þessi sjónarmið og sögðu hann hafa rétt fyrir sér. Óliklegt er að sveitarstjórnar- menn geri sér ljósan þann kostnað- arauka sem verður sarhfara því að uppfylla lagaskyldu nýju grunn- skólalaganna vegna þess að þeir sem eru að vinna í nefndum hafa ekki enn gert sér grein fyrir því. Sveitarstjórnarmenn hafa hins veg- ar ætíð lagt áherslu á að ríkið standi við sín framlög, þó svo að ákveðinnar tortryggni virðist gæta í þá átt. í ljós kom einnig á ráð- stefnunni að einhveijir hafa einnig áhyggjur af því að skortur á fjár- magni komi niður á gæðum skól- anna, þannig að þeir geti ekki veitt fullnægjandi þjónustu. Kostnaður hækkar í skýrslu kostnaðamefndar kem- ur fram að kostnaður vegna grunn- skólans sé 5,2 milljarðar 1995, 6,2 milljarðar 1996 og verði orðinn 6,7 milljarðar árið 2000. Inni í þeim kostnaði er almennur launakostn- aður, viðbótarkostnaður vegna kja- rasamninga og kostnaður vegna sérskóla og fræðsluskrifstofa. í kostnaðarmati Karls eru ýmis ný ákvæði miðað við eldri lög sem að hans sögn auka útgjöld sveitar- félaganna eftir yfirfærsluna. Um er að ræða aukinn rekstrarkostnað vegna lengingar skólatíma, viðbót- arhúsnæðis og mötuneytisaðstöðu. Einnig kostnaðarauki vegna ýmiss- ar aðstöðu og tækja með aukinni viðveru nemenda og kennara í skól- anum, vegna sérfræðiþjónustu, sér- kennslu, stjórnunar, gæðamats og ýmissa annarra atriða í aukinni starfsemi skólans. Að hans mati vex rekstrarkostnaður vegna þess- ara þátta um 150 milljónir króna á ári og verður 750 milljónir árið 2000. Auk þessa bendir Karl á að auk- inn stofnkostnaður vegna skóla- húsnæðis muni nema 1.200 milljón: um á ári fram til ársins 2000. í því efni vegur þyngst ákvæði um einsetningu grunnskólans fyrir árið 2001 sem kallar á auknar fram- kvæmdir við skólana. Þá bendir hann á að kostnaður vegna lífeyris- skuldbindinga nemi 300-400 millj- ónum á ári. Grunnskólinn kostar 9,1 milljarð árið 2000 en ekki 6,7 Að mati Karls verður kostnaður við grunnskólann sem reikna þurfi með við yfirfærsluna 8,0 milljarðar 1996 í stað 6,2 milljarða, 8,3 millj- arðar 1997 í stað 6,4, 1998 verði kostnaðurinn 8,5 í stað 6,5, 1999 verði kostnaðurinn kominn i 8,8 milljarða í stað 6,6 og árið 2000 verði hann orðinn 9,1 milljarður í stað 6,7. Hann benti á að útsvar sem hlut- deild í skatttekjum ríkisins þurfi að hækka mun meira en gert hefur verið ráð fyrir til að vega upp þenn- an kostnaðarauka eða um 3,13% 1996 í stað 2,44%, 1997 þurfi hækkunin að vera 3,27% í stað 2,52%, 1998 þurfi hún að vera 3,38% í stað 2,57%, 1999 3,49% í stað 2,62% og árið 2000 3,57% í stað 2,64%. í erindi sínu benti Karl meðal annars á að hlutfall launakostnaðar hjá sveitarfélögum færi úr 37% af skatttekjum í 48% miðað við 7 milljarða flutning. Rekstrarafgang- ur færi niður í 5% af skatttekjum úr 7% 1994. Hann varaði við mikl- um væntingum kennara til launa- hækkana eftir yfirfærsluna og benti á að þriggja launaflokka hækkun til þeirra myndi éta upp allan rekstrarafgang sveitarfélag- anna. Þá væri ekkert eftir til af- borgana og til framkvæmda. í lok máls síns lagði hann áherslu á að mikilvægt væri að fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna gerðu sér ljósa grein fyrir staðreyndum málsins. „Þær upplýsingar sem ég hef kynnt eru ekki til þess ætlaðar 'að draga úr mönnum kjarkinn. Þær eru einungis settar fram til þess að auðvelda fulltrúum ríkis og sveitarfélaga að skynja fjárhags- lega stærðargráðu þess verkefnis sem við er að fást,“ sagði hann. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sagði einnig á ráðstefn- unni að sveitarstjórnarmenn hafi ítrekað látið í ljós þá skoðun sína að ekkert verði af yfirfærslunni nema samkomulag liggi fyrir um réttinda- og lífeyrissjóðsmál kenn- ara, um mat á kostnaði og flutn- ingi tekjustofna frá ríki til sveitar- félaga, auk faglegra þátta sem leysa þurfi. Ljóst er að mikið undirbúnings- starf hefur verið unnið nú þegar vegna yfirfærslunnar en mikil vinna er einnig eftir. Spumingin sem lá því í loftinu var hvort átta mánuðir nægi til að ganga frá öll- um endum þannig að viðunandi sé. Nefnd um lagabreytingar Tækniskóla íslands Meginmark- miðin haldist óbreytt skólar/ námskeið ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Marintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun - Intemet grunnur, frh. eða HTML skjðl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. Tolvuskóli Revkjavi'kur EKKI ER talin ástæða til að breyta skilgreiningu á meginmarkmiðum Tækniskóla íslands í lögum, en rétt er talið að mótuð verði skýr stefna í helstu málaflokkum, þar sem fram komi sérstaða skólans og áherslur hans. Ennfremur að sett verði markmið í hveijum mála- flokki og unnið samkvæmt þeim. Þetta er meðal niðurstaða sem nefnd, skipuð af menntamálaráð- herra og ætlað var að skila tillög- um að frumvarpi til laga um Tækniskólann (TÍ), hefur lagt fram. Var nefndinni falið að taka mið af væntanlegu hlutverki og þróun tæknimenntunar hér á landi og í nágrannalöndum í framtíðinni. Guðbrandur Steinþórsson, rekt- or TÍ, sem sæti átti í nefndinni, segir að engin kollsteypa hafí átt sér stað. í raun sé verið að færa hlutina til nútímalegra horfs. Fyrri lög séu frá árinu 1972. „Markmið- ið er að gera starfsemina skilvirk- ari og kerfið sveigjanlegra til að auðveldra sé að bregðast við breyttum aðstæðum ef þurfa þyk- ir,“ sagði hann. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru: • í framtíðinni verði staða rektors auglýst laus til umsóknar og skip- að verði í hana til 4 ára í senn. • Skólanefnd verði lögð niður í núverandi mynd, en í stað hennar komi ráðgjafarnefnd. Auk þessa verði tengsl skólans við atvinnulíf- ið byggð upp á deildagrundvelli. Komið verði á deildaráðum hlið- stæðum núverandi námsbrauta- nefndum í heilbrigðisdeild til að tryggja að áhrif viðkomandi at- vinnulífsgreina á námsframboði deildarinnar verði stöðugt og í samræmi við það nýjasta sem er að gerast í atvinnulífinu hveiju sinni. • Skólastjórn í núverandí formi verði lögð niður og í hennar stað komi ný innri stjórn með vel skil- greint verksvið og ábyrgð. í henni eigi sæti rektor, deildarstjórar, fulltrúar kennarafélags og nem- enda. • Ákvæði um deildaskiptingu verði ekki bundin í lögum en ákvörðuð í reglugerð. • Ákvæði um gæðastjórnun/eftir- lit og utanaðkomandi úttektir með aðild atinnulífs og ráðuneytis verði fest í lög og tryggð með fjárveit- ingum, sem eðlilegur og reglu- bundinn þáttur í skólastarfinu. • Að tekin verði upp samnings- stjórnun við skólann. • Vinnsukylda kennara feli að hluta í sér hagnýt verkefni tengd atvinnulífinu. • Samstarf milli Tækniskólans og þeirra skóla sem bjóða upp á nám til tæknistúdentsprófs verði eflt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.