Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVER AKVEÐUR RÉTT LAUNÞEGA? FRAM kom á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða síð- astliðinn föstudag að Alþýðusamband íslands og Vinnuveit- endasambandið hefðu gert með sér samkomulag, sem felur meðal annars í sér að „launþegum verður áfram skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps“, eins og segir í frétt Morgunblaðsins af fundinum. Forystumenn ASÍ og VSÍ hafa með öðrum orðum komizt að þeirri niðurstöðu fyrir luktum dyrum, að áfram skuli vera skylduaðild að lífeyris- sjóðum. í samkomulagi samtaka vinnumarkaðarins, sem verður tekið til afgreiðslu á vettvangi þeirra nú í vikunni, er jafnframt kveð- ið á um hertar reglur um rekstur og uppbyggingu lífeyrissjóða. Margar þær kröfur, sem gera á til sjóðanna samkvæmt þessum reglum, eru til bóta. Þar má nefna ákvæði um, að lífeyrissjóði sé óheimilt að taka við iðgjöldum nema eignir sjóðsins dugi fyrir lífeyrisskuldbindingum. Einnig ákvæði um, að stjórn lífeyr- issjóðs sé skylt að láta fara fram tryggingafræðilega úttekt á fjárhag sjóðsins árlega og að niðurstaða þeirrar úttektar skuli vera hluti af árlegum reikningsskilum sjóðsins. Svo og ákvæði sem tryggja rétt sjóðfélaga betur en verið hefur, til dæmis hvað varðar lágmarkslífeyrisréttindi, rétt sjóðfélaga til setu á árs- fundi lífeyrissjóða og upplýsingagjöf sjóðanna. Réttur sjóðfélaga til setu á ársfundum er auðvitað sjálfsagður og skref í átt til lýðræðislegri uppbyggingar sjóðanna. Nýjar reglur um störf og skyldur stjórnenda lífeyrissjóða eru einnig mikilvægar. Þar er gert ráð fyrir, að stjórnarformaður og framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs skuli ekki sitja í stjórnum atvinnufyrirtækja, sem sjóðurinn á hlutabréf í. Það stenzt aftur á móti engan veginn að forystumenn ASÍ og VSÍ geti samið um það sin á milli að viðhalda skylduaðild launþega að ákveðnum lífeyrissjóðum. Það er sjálfsagt að menn séu skyldugir að leggja hluta af launum sínum til hliðar til að mæta kostnaði vegna veikinda og slysa og til að tryggja tekjur sínar á elliárum. Slík ákvæði eiga heima í landslögum. Það er hins vegar hreint og klárt mannréttindamál að launþegar geti ráðið því hvar þeir ávaxta lífeyri sinn. Að því hafa verið færð skynsamleg rök að skyldugreiðslur í fastákveðinn lífeyrissjóð brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. Það er sömuleiðis hiutverk löggjaf- ans að tryggja að þar sé öllum vafa eytt. Forsvarsmenn samtaka vinnumarkaðarins komast varla upp með að taka ákvarðanir um meðferð fjármuna launþega með þessum hætti. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra kvað nýlega upp úr um það að endurskoða ætti skylduaðild að lífeyrissjóðun- um. Ráðherrann lætur þessa samþykkt ASÍ og VSÍ tæplega breyta þeirri afstöðu sinni. Jafnframt hljóta launþegar að treysta á þá þingmenn stjórnarflokkanna beggja, sem áður hafa lagt fram þingmál um afnám skylduaðildar að lífeyrissjóðum, að taka málið upp að nýju og tryggja rétt launþega með lögum. LANGAVITLEYSA UM VÖRUGJALD ALLAR horfur eru nú á því að ísland verði fyrsta EFTA-rík- ið, sem dregið verður fyrir EFTA-dómstólinn vegna brots á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komið því á framfæri við fjármálaráðuneyt- ið að þolinmæði hennar sé nú á þrotum vegna þess að breyting- ar á innheimtu og álagningu vörugjalds á lslandi hafa enn ekki litið dagsins ljós. ESA telur að íslenzkum og erlendum framleiðendum vöru sé mismunað með því að við útreikning gjaldstofns vörugjaldsins er heildsöluálagning áætluð þegar um erlendar vörur er að ræða, en miðað við raunverð íslenzku vörunnar. Þá fá innlendir framleiðendur gjaldfrest, en ekki erlendir. Stofnunin skrifaði fjármálaráðuneytinu fyrst vegna þessa máls í júlí á síðasta ári. Formlegar athugasemdir voru sendar í marz á þessu ári og loks fékk fjármálaráðuneytið rökstutt álit, efsta stig athugasemda frá stofnuninni, í júní. Frestur til að koma breytingunum á rann út í ágúst. Hagsmunaaðilar á íslandi höfnuðu fyrir allnokkru frumvarps- drögum, sem fjármálaráðuneytið hafði útbúið til að reyna að leysa málið. Starfshópur, sem fjármálaráðherra skipaði með þátttöku hagsmunasamtaka nokkrum dögum áður en rökstudda álitið barst, átti að skila áliti í október, áður en þing kæmi saman. Hópurinn hefur hins vegar enn ekki komizt að niðurstöðu. Það mun tvímælalaust skaða hagsmuni íslands, verði það dregið fyrir EFTA-dómstólinn vegna máls, sem hlýtur að snú- ast fyrst og fremst um tæknileg útfærsluatriði, en ekki neina grundvallarhagsmuni. ísland á mikið undir því að staðið sé við skuldbindingar EES-samningsins, sem snúa að réttindum ís- lenzkra borgara og fyrirtækja í öðrum aðildarríkjum. HINN 1. mars 1994 kærði Radiomiðun hf. til Sam- keppnisráðs vegna „mis- notkunar Pósts og síma [P&S] á einkaleyfisaðstöðu sinni til eflingar á markaðsráðandi stöðu Söludeildar stofnunarinnar á hinum almenna notendabúnaðarmarkaði“. í greinargerð með kærunni var bent á meint misrétti milli söludeild- ar P&S og annarra söluaðila not- endabúnaðar. Meðal annars óeðlileg tengsl deilda P&S sem störfuðu í skjóli einkaréttar og þeirra sem kepptu á samkeppnismarkaði; óhjá- kvæmilega hagsmunaárekstra þar sem starfsmenn P&S áttu að gæta óskyldra hagsmuna; misnotkun á upplýsingum til að styrkja sam- keppnisstöðu og óeðlilegar inn- heimtuaðgerðir vegna sölu notenda- búnaðar. Radiomiðun hf. gerði þá kröfu að í stað söludeildar Pósts og síma yrði stofnað sjálfstætt fyrirtæki sem hefði eigin stjóm og heyrði beint undir samgönguráðuneytið; hefði sjálf- stæðan fjárhag og ætti ekki ríkissjóð upp á að hlaupa þegar illa áraði; hefði aðsetur í eigin húsnæði en ekki húsum Pósts og síma; að nafn og merki fyrirtækisins gæfi á engan hátt til kynna tengsl við Póst og síma. Farið var fram á að Samkeppn- isráð beitti samkeppnislögum og krefðist fullkomins aðskilnaðar sölu- deildar P&S frá vernduðum þjón- ustuþáttum stofnunarinnar sem störfuðu í skjóli einkaleyfis. Úrskurður Samkeppnisráðs Samkeppnisráð gaf út ákvörðun nr. 30/1994 hinn 20. september 1994. í niðurstöðum var bent á ýmislegt athugavert við rekstur Pósts og síma. Meðal annars að notendabúnaður söludeildar var til sölu þar sem einkaréttarþjónusta var innt af hendi. I álitinu sagði m.a.: „Á meðan ekki er bókhaldsleg- ur aðskilnaður á milli einkaleyf- isstarfsemi P&S annars vegar og sölu notendabúnaðar hins vegar og ekki er greiddur tekju- og eigna- skattur af starfsemi stofnunarinnar telur Samkeppnisráð samkeppnis- legt jafnræði með fyrirtækjum á markaði fyrir notendabúnað ekki tryggt.“ Með hliðsjón af niðurstöðum at- hugana Samkeppnisstofnunar og vísan til samkeppnislaga taldi Sam- keppnisráð „að taka beri til athugun- ar að stofnað verði sérstakt félag um þann hluta rekstrar P&S sem er i samkeppnisumhverfí og félagið verði sjálfstæður lögaðili sem greiði skatta og skyldur eins og samkeppn- isaðilar". Ákvörðunarorð Samkeppnisráðs voru eftirfarandi: „Til að taka af allan vafa um að Póst- og _______ símamálastofnun greiði ekki niður viðskipti með notendabúnað með einka- leyfisverndaðri starfsemi stofnunarinnar mælir ““”““ Samkeppnisráð, með vísan til 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, sbr. 1. gr. sömu laga, fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þeirrar starfsemi sem lýtur að viðskiptum með notendabúnað frá þeirri starf- semi stofnunarinnar sem nýtur einkaleyfisvemdar.“ Reglugerð um Póst og síma f framhaldi af þessum úrskurði gaf samgönguráðuneytið út reglu- gerð 98/1995 „um Póst- og síma- málastofnun, skipulag og verkefni“ hinn 10. febrúar sl. og gekk hún í gildi hinn 15. mars sl. Samtök seljenda fjarskiptabún- aðar (SSF) sendu Samkeppnisstofn- un erindi hinn 5. apríl síðastliðinn. Erindi SSF var að fá afstöðu Sam- keppnisstofnunar til skipulags og verkaskiptingar Póst og símamála- stofnunar, samkvæmt fyrrgreindri reglugerð, með tilliti til aðskilnaðar á milli einkaréttarstarfsemi og sam- keppnisstarfsemi. SSF óskaði eftir afstöðu varð- andi skilgreiningu reglugerðarinn- ar annars vegar á einkaréttarstarf- semi og hins vegar samkeppnis- Samkeppnis- legt jafnræði ekki tryggt SAMKEPPNI í FJARSKIPTUM Kvartað yfir ójafnri samkeppni Samkeppnisstofnun hafa borist nokkur erindi frá seljendum íjarskipta- búnaðar sem hafa kvartað yfir ójafnri samkeppnisstöðu hins ríkis- rekna Pósts og síma (P&S) annars vegar og einkarekinna fyrirtækja hins vegar. Guðni Einarsson kynnti sér niðurstöður og ákvarðanir Samkeppnisráðs varðandi fjarskiptamarkaðinn. mi; varðandi rekstrarform sam- keppnisstarfseminnar og einnig fjárhagslegan aðskilnað einkarétt- arstarfsemi og samkeppnisstarf- semi P&S. Einkaréttur á samkeppnissviði SSF taldi reglugerðina ekki gera ráð fyrir lögformlegum aðskilnaði einkaréttarstarfsemi og samkeppn- isstarfsemi P&S. Þá var bent á að undir verkefni samkeppnisstarfsemi P&S myndu falla stofnkerfi á sviði tveggja farsímarása og stofnkerfi á ______ sviði boðkerfa. P&S hefði í raun einkarétt á rekstri slíkra kerfa því sam- gönguráðuneytið hefði ekki veitt öðrum leyfi til ““ slíks rekstrar, ekki aug- lýst slík leyfi til umsóknar og ekki svarað einni umsókn um leyfí til reksturs GSM-farsímakerfis, sem þá hafði legið í ráðuneytinu í um hálft ár. Þá var á það bent að eng- in áform sæjust um það í téðri reglu- gerð að GSM-stofnkerfi P&S yrði til leigu fyrir aðra aðila á markaðn- um, líkt og víða hefur verið gert til að tryggja samkeppni. „Þvert á móti er beinlínis gert ráð fyrir að svokallað samkeppnis- svið stofnunarinnar hafi eitt aðgang að GSM-stofnkerfinu og að keppi- nautar á markaði verði að sækja allar einstakar tengingar og númer undir það og skrá hjá þessu sviði stofnunarinnar öll sín viðskipti,“ segir í bréfi SSF. Þá er á það bent að í viðbót við bein tengsl og órofna hagsmuni stofnkerfa og markaðsstarfsemi P&S njóti samkeppnisstarfsemi stofnunarinnar ríkisábyrgðar og skattleysis og horfur á að svo verði áfram. Niðurstaða SSF er sú að reglu- gerðin greini ekki á skilmerkilegan hátt á milli einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Ríkið selur síma Morgunblaðið/Ásdís EINKAFYRIRTÆKI sem selja notendabúnað á borð við símtæki, farsíma og faxtæki kvarta yfir því að Póstur og sími hefur notað pósthús og símstöðvar um landið sem sölustaði fyrir notendabún- að. Pósthúsin og símstöðvarnar heyra undir einkaréttarrekstur stofnunarinnar, en söludeild samkeppnisrekstur. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 33 Samtök seljenda fj arskiptabúnaðar SAMTÖK seljenda fjarskipta- _ búnaðar (SSF) voru stofnuð 17. maí 1990. Samtökin eru sam- starfsvettvangur 11 fyrirtækja í Verslunarráði íslands og Félagi íslenskra stórkaupmanna sem selja síma- og fjarskiptabúnað. Hvatinn að stofnun samtak- anna var undirbúningur að fjar- skiptalögum sem gengu í gildi 1. apríl 1993. Meðal markmiða samtakanna er „að móta afstöðu til laga og reglugerða sem í gildi eru eða í vændum hverju sinni og varða rekstur og þróun síma- og fjarskiptakerfa, sölu og við- hald hvers konar notendabúnað- ar og tengingu hans við fyrr- greind kerfi.“ Einnig beita samtökin sér fyr- ir því að almenn síma- og fjar- skiptaþjónusta á Islandi verði byggð upp og rekin af framsýni og öryggi og standistlkröfuharð- asta samanburð á alþjóðlegan mælikvarða. Samtökin beita sér fyrir alger- um aðskilnaði milli uppbygging- ar og reksturs stofnkerfa og al- menningssímaþjónustu; milli prófana og viðurkenningar á notendabúnaði; milli sölu not- endabúnaðar og tilheyrandi þjónustu. Þá er það markmið SSF að standa fyrir umræðum og að- gerðum í þeim tilgangi að vinna að heilbrigðu starfsumhverfi og eðlilegri þróun, þar á meðal af- námi hverskonar einokunar varðandi afmörkuð fjarskipta- kerfi og viðskipti með notenda- búnað. Formaður SSF er Þórður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hátækni hf. Samkeppni án samkeppni Samgönguráðuneytið tjáði sig um erindi SSF. I svari ráðuneytisins kom fram að við skiptingu milli fjar- skiptasviðs og samkeppnissviðs hafi í stórum dráttum verið fylgt skipt- ingu fjarskiptalaga í einkarétt og samkeppni. Síðan segir: „Grunnnet- ið og talsímaþjónustan er því á einkaréttarsviðinu en önnur starf- semi á samkeppnissviði. Skiptir þá ekki máli hvort samkeppni ríkir í raun á ákveðnu sviði heldur hvort samkeppni er heimil samkvæmt lög- um.“ Ráðuneytið telur að- samkeppni ríki í raun á öllum sviðum sam- keppnissviðs nema farsímaþjón- ustu. Það benti einnig á að í fjar- skiptalögum hefði P&S verið heim- ilað að taka þátt í samkeppni á markaðnum, að uppfylltum sömu skilyrðum og giltu gagnvart öðrum aðilum. Ráðuneytið taldi aðskilnað einka- réttarstarfsemi og samkeppnis- starfsemi P&S fullnægjandi, þótt póst- og símamálastjóri stjórnaði hvoru tveggja. Varðandi fjárhags- legan aðskilnað væri bannað að færa fjármuni á milli þessara sviða. Loks benti ráðuneytið á að vænt- anlega yrði öll fjarskiptaþjónusta gefin fráls hér 1. janúar 1998, í samræmi við ályktun EES og vænt- anlega tilskipun ESB. SSF taldi svar ráðuneytisins renna frekari stoðum und- ir það álit samtakanna að með reglugerðinni séu ekki uppfyllt skilyrði um fjárhagslegan aðskilnað einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Auk þess hafi ekki orðið neins konar lögformlegur aðskilnaður á milli fyrrnefndra sviða. Sérstakt félag æskilegt Samkeppnisráð svaraði 3. nóv- ember síðastliðinn erindi SSF og erindi frá Radiomiðun um hvort aðskilnaðurinn á milli einkaréttar- starfsemi og samkeppnissviðs væri í anda ákvörðunar Samkeppnisráðs frá 20. september 1994. Samkeppnisráð taldi að verka- skipting P&S, eins og hún kemur fram í reglugerð 98/1995, væri ekki ósamrýmanleg ákvæðum eða markmiði samkeppnislaga. Einnig að skipulagsbreytingar sem gerðar voru með útgáfu reglugerðarinnar væru samrýmanlegar samkeppnis- lögum. „Hins vegar þarf að búa svo um hnútana að samskipti sam- keppnissviðs og einkaréttarsviðs verði með þeim hætti að þau mis- muni ekki þeim sem eru á sam- keppnismarkaði.11 Samkeppnisráð ítrekaði ákvörð- un sína nr. 30/1994 um að æskilegt væri að stofnað yrði „sérstakt félag um samkeppnisrekstur Póst- og símamálastofnunar sem yrði sér- stakur lögaðili sem greiddi skatta og skyldur eins og keppinautar. Þetta sjónarmið hefur ekki breyst. Meðan rekstrarformið er með þeim hætti sem nú er munu einkarekin fyrirtæki ekki sitja við sama borð og samkeppnissvið Póst- og síma- málastofnunar." Hvað varðar atriði sem geta valdið samkeppnislegri mismunun, til dæmis miðlun upplýs- inga um stækkun farsímakerfisins, segir Samkeppnisráð: „Verður að telja það eðlilegt og sjálfsagt að öllum farsímaseljendum séu tiltæk- ar upplýsingar um slíka hluti á sama tíma.“ Hvað varðar sölu notendabúnað- ar á símstöðvum P&S telur Sam- keppnisráð að „rétt sé fyrir P&S að heimila þeim aðilum sem þess óska og uppfylla hlutlæg og sann- gjörn skilyrði að selja (í umboðs- sölu) notendabúnað í símstöðvum." Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við upplýs- •ingar samgönguráðuneytis og P&S um fjárhagslegan aðskilnað einka- réttarstarfsemi og samkeppnis- starfsemi P&S. Bið eftir reglum um farsíma Samkeppnisráð benti á að sam- kvæmt Iögum er samgönguráðherra heimilt að veita leyfi til að reka stofnkerfi. Það eru kerfi á borð við GSM-farsímaþjónustu. „Samgönguráðherra hef- ur ekki birt hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá leyfi til að reka umrædd kerfi þótt liðin séu tvö og hálft ár frá setningu fjarskiptalaga og nokkur tími sé liðinn síðan ráðu- neýtinu barst umsók um rekstur GSM-farsímakerfis... Með því að ekki liggja fyrir almenn hlutlæg skilyrði og vegna þess dráttar sem orðið hefur við afgreiðslu umsóknar um GSM-farsímakerfi verður að telja að farið sé gegn markmiði samkeppnislaga. Jafnframt verður ekki betur séð en að þessi skipan mála fari gegn þeirri grunnreglu íslensks réttar um jafnræði aðila.“ Yfirburðir P&S á markaðnum Að lokum bendir Samkeppnisráð á að fjárhagslegur styrkur P&S og umsvif í sölu notendabúnaðar skapi samkeppnissviði P&S yfirburða- stöðu á markaði fjarskiptabúnaðar. Einnig megi nefna aðgang að sölu- stöðum póst- og símstöðva sem öðrum hafi ekki verið boðinn. „Það er mat Samkeppnisráðs með vísan til stöðu samkeppnisstarfsemi Póst- og símamálastofnunar á markaðnum að hraða þurfi form- breytingu rekstrar stofnunarinnar svo að samkeppnislegur jöfnuður megi nást.“ Samkeppnis- reksturí sérstakt félag FAKTORSHÚSIÐ á ísafirði komst líklega fyrst í símasamband hér á landi. Einkarétt- ur í 90 ár IÁR eru 90 ár liðin frá því sett voru lög á íslandi um einka- rétt ríkisins á rekstri ritsíma og talsíma hér á landi. Kjarna þeirra var að finna í 1. grein laga sem konungur staðfesti 20. október 1905: „Landinu er áskilinn einkarétt- ur til þess að stofna og starfrækja ritsímasambönd og málþráða ...“ Þá þegar voru starfandi einkarekin tal- símafélög hér á landi. Líklega var Ásgeir Ásgeirsson yngri, kaupmaður á Isafirði, fyrstur til að leggja síma á íslandi. Sími hans var lagður sum- 'arið 1889. ísland er eina landið sem vitað er um þar sem talsími var tek- inn í notkun á undan ritsíma. Landssími Islands tók til starfa árið 1906 og næstu árin höfðu síma- félögin í einkaeigu takmörkuð starfsleyfi og tengdust línur þeirra símakerfi Landssímans. Svo fór að ríkið keypti þessi símafélög eitt af öðru. Allar götur síðan hefur ríkið haft einkarétt á fjarskiptaþjónustu hér á landi og Póst- og símamálastofnunin farið með einkaleyfið. Á sviði fjar- skiptaþjónustu hefur stofnunin byggt upp símakerfið, bæði grunn- kerfið og notendaþjónustu. Einkaréttur á undanhaldi Undanfarin ár hefur losnað um einokun ríkisins á fjarskiptasviðinu. Fram til ársins 1984 hafði Póstur og sími einkarétt á sölu notendabún- aðar en þá var sala notendabúnaðar, svo sem símtækja, faxtækja og far- síma, gefin fijáls. Fram að því þurftu símnotendur að sætta sig við það tækjaúrval sem Pósti og síma þókn- aðist að hafa til sölu á hveijum tíma. Að mati aðila sem þekkir vel til við- skipta með símbúnað tók ein fimm ár að metta uppsafnaða símaþörf landsmanna eftir einokunina. Þótt þessi einkaréttur væri afnuminn kváðu lög samt á um að stofnunin skyldi ætíð hafa til sölu allan almenn- an notendabúnað. Rekstur virðisaukandi fjarskipta- þjónustu færðist í vöxt í lok áttunda áratugarins. Þjónusta af því tagi hefur aldrei verið bundin einkarétti ríkisins og því öllum heimil sem upp- fylla almenn skilyrði um rekstur. Sem dæmi um virðisaukandi þjón- ustu má nefna símatorg og tölvuboð- skipti. Ekki lengur skylt að selja síma Árið 1993 voru sett ný fjarskipta- lög. Stofnað var Fjarskiptaeftirlit og tók það við tegundaprófun og viður- kenningu á notendabúnaði af Pósti og síma. Ekki var lengur krafist sérstaks leyfis til að selja notenda- búnað. Aflétt var þeirri skyldu af Pósti og síma að hafa allan notendabúnað til sölu en stofnuninni heimilað að selja sérhveija tegund fjarskipta- þjónustu og búnaðar að uppfylltum sömu skilyrðum og giltu gagnvart öðrum aðilum. Ríkið hélt áfram einkarétti til að veita talsímaþjón- ustu á íslandi og í íslenskri land- helgi og lofthelgi og að eiga og reka almennt tjarskiptanet. Póst og síma- SÍMTÆKI frá 1889 sem notað var í talsíma Ásgeirs Ásgeirs- sonar á Isafirði. málastofnunin annaðist framkvæmd þessa einkaréttar sem fyrr. Lögin takmarka einkarétt Pósts og síma á fjarskiptasviðinu við bygg- ingu fjarskiptakerfa og rekstur tal- þjónustu. Þrátt fyrir meira svigrúm til umsvifa einkaaðila á sviði fjar- skipta samkvæmt lögum hafa engir haslað sér völl svo um munar á því sviði enn sem komið er. Fullt samkeppnisfrelsi 1998 Með aðild að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) féllst Island á að taka inn í löggjöf landsins ýmsar sam- þykktir Evrópusambandsins (ESB) um fjarskipti. Þeirra á meðal er til- skipun um samkeppni á sviði fjar- skiptaþjónustu og tilskipun um að koma á fijálsum aðgangi að íjar- skiptanetum. Tilgangur þessara til- skipana er að veita íbúum innan EES fjölbreyttari og betri fjarskiptaþjón- ustu á hagkvæmu verði. EES hefur ályktað um að ö]l fjarskiptaþjónusta, þar með talinn rekstur grunnnets, verði gefin frjáls 1. janúar 1998. Þá lýkur einkarétti ríkisins til fjarskipta- þjónustu. í undirbúningi er löggjöf um breytt rekstrarform Pósts og síma. Félaginu verður breytt í hlutafélag í eigu ríkis- ins og fær það þá eigin stjórn. Enn grá svæði Unnið er að því að skilja sam- keppnisrekstur Pósts og síma frá þeim rekstri sem enn er bundinn einkaleyfi. Á milli samkeppnissviðs og einkaleyfissviðs munu þó enn vera grá svæði. I samtali við póst- og símamálastjóra, Ólaf Tómasson, sem birtist hér í blaðinu 28. júlí í fyrra tók hann svo til orða um skilin á milli samkeppnissviðs og einkarétt- arreksturs stofnunarinnar: „Nú þeg- ar er búið að aðgreina þetta að hluta til en það verður aldrei alfarið gert. Hins vegar má ekki niðurgreiða þjón- ustu, sem er í samkeppni þannig að við færum tekjur og gjöld eins aðskil- ið og við getum. Eg á von á þvi að verði um samkeppni að ræða í öðrum þjónustugreinum verði að byggja upp eitthvert hliðarfyrirtæki, þó svo að ýmislegt verði notað sameiginlega eins og bókhald, yfirstjórn og slíkt; það er ekkert óeðlilegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.