Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Samningur tannsmiða við Enn um þjónustu Tryggingastofnun ríkisins sérskóla SVAR við grein Harð- ar Þórleifssonar tann- læknis á Akureyri sem birtist í Morgunblaðinu 27. september sl. Hörður Þórleifsson skrifar í grein sinni að Tryggingastofnun „deili nú út tannlæknaleyfum til tannsmiða". Þessi fullyrðing er alröng. - Það vekur furðu að Hörður Þórleifsson skuli ekki gera greinarmun á , leyfi til tannlækninga og samningi tannsmiða við Tryggingastofnun ríkisins. I samningi fjögurra tannsmiða við Tryggingastofnun ríkisins felst ekki tannlæknaleyfi, enda lækna tann- smiðir engan, þeir smíða stoðtæki fyrir tannfátt og tannlaust fólk. Sam- kvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur frá 20.12. 1994 er tannsmiðum heimilt að taka mát og smíða gervitennur, tannlæknar hafa ekki einkarétt á máttöku gervitanna eins og þeir hafa haldið fram. Nýlega gerðu þrír tannsmíðameist- arar, sem eru til þess bærir að mati Tryggingastofnunar, samning um endurgreiðslu á smíði og viðgerðum gervigóma og gervitanna fyrir sjúkra- tryggða elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem eru slysatryggðir skv. lögum um almannatryggingar. Aður hafði Tryggingastofnun gert samning við einn tannsmið um þessa vinnu. Samningurinn er viðurkenning á stefnu og vilja stjórnvalda, þessefnis, að tannsmíðameistarar sérhæfí sig í máttöku og smíði gervigóma beint til viðskiptavina sinna, án milligöngu tannlækna og lækki þannig verð gervitanna til notenda. Á íslandi ríkir samningafrelsi og er því fullkomlega lögmætt og eðli- legt að Tryggingastofn- un semji við tannsmíða- meistara um viðgerðir og smíði á gervigómum á lægra verði en stofn- unin þarf að greiða fyr- ir sambærilega vinnu ef tannlæknar hafa milligöngu um verkið. Tannsmiðir eru hand- verksmenn Tannsmiðir eru ekki ómenntaðar undirtyllur eins og Hörður Þórleifs- son skrifar í grein sinni. Tannsmíði er lög- vemduð iðngrein, íjög- urra ára bóklegt og verklegt nám sem útskrifar nemendur með sveins- próf í tannsmíði. Eftir tveggja ára starf undir hand- leiðslu meistara getur tannsmiður farið í meistaranám og fer þá lengd Tannsmíði er lögvernd- uð iðngrein, segir Iris Bryndís Guðnadóttir, og tannsmiðir starfa sjálfstætt og á eigin ábyrgð. og umfang meistaranámsins eftir því hvaða _ grunnmenntun viðkomandi hefur. I dag eru tannsmiðir, sem út- skrifast frá Tannsmiðaskóla íslands, með stúdentspróf í grunnmenntun. í nútíma þjóðfélagi eru menn aldr- ei fullnuma. Sjálfsnám, endurmennt- un, námskeið og lestur fagrita er sjálfsagður þáttur til að takast á við íris Bryndís Guðnadóttir Jólastrætó FÁTT er hvimleiðara í verslunarannríki jól- anna en mengunin og örtröðin á Laugavegin- nm þegar líða tekur á desember. Troðfullar gangstéttar af fólki, bensínstybba og enda- laus röð af bílum sem sniglast niður götuna, flautandi hver á annan, skáskjótandi sér inn á bílastæðin og hálfa leið upp á gangstéttamar til þess að komast sem næst búðunum; bílstjór- amir allir pirraðir yfir að komast ekkert áfram vegna þessa að „hinir“ eru að þvælast fyrir þeim. Hver kannast ekki við þessa Lauga- vegsmartröð sem endurtekur sig fyrir hver jól? Ortröð bílanna burt Hve léttara yrði ekki yfir öllu ef bílarnir hreinlega hyrfu af Lauga- veginum, síðustu daga fyrir jól, en í þeirra stað ækju strætisvagnar við- stöðulaust — kannski á 5-10 mín- útna fresti — niður Laugaveg og upp Hverfisgötu, óhindraðir af silalegri og síflautandi bílaumferð. Hvílíkur munur væri það ekki fyrir vegfar- endur og viðskiptavini verslananna að geta dregið andann léttar, í orðs- ins fyllstu merkingu, og þó komist leiðar sinnar hratt og vel. Þannig væri hægt að leggja bílnum ofan við Hlemm, í bíiageymsluhúsinu við Hverfísgötu eða á Bergsstöðum, og taka svo strætó þangað sem verslun- arleiðangurinn ætti að byrja. Að honum loknum væri síðan hægt að hoppa aftur upp í strætó og láta hann flytja sig á þann stað sem maður skildi bílinn eftir, hafi maður komið akandi á annað borð. Að öðrum kosti kæmist maður í fljót- heitum upp á Hlemm eða niður á Lækjartorg þaðan sem vagnar ganga til allra átta. Já, ef þetta væri mögu- leiki, þá léti maður sér kannski detta i hug að fara nokkra leiðangra niður Laugaveginn fyr- ir þessi jól. Og þetta er mögu- leiki. Frítt í strætó á verslunartíma Minnug bensínstybb- unnar og taugaspennunnar í jóla- traffíkinni á Laugaveginum, flutti ég tillögu í stjórn Stærtisvagna Reykjavíkur nú fyrir skömmu, um það fyrirkomulag sem að ofan er lýst. Er skemmst frá því að segja að stjórnin samþykkti samhljóða að „lýsa sig reiðubúna til þess að staka þátt í tilraun með að loka Laugaveg- inum fyrir almennri bílaumferð á verslunartíma frá 14.-24. desember. Þess í stað verði strætisvagn látinn ganga á fimm mínútna fresti niður Laugaveg og upp Hverfisgötu, far- þegum að kostnaðarlausu á meðan á tilraun stendur. „í tillögunni fólst að haft yrði samráð „við þá aðila sem málinu tengjast, þ.á m. Lauga- vegssamtökin" og hefur það þegar verið gert. I herbúðum Laugavegssamtak- anna var tillögunni tekið með velvilj- aðri tortryggni — en að lokum lýstu samtökin sig reiðubúin að taka þátt í þessari hugmynd „að hluta til“. Þannig vill nefnilega til að laugar- daginn 2. desember næstkomandi verður mikið húllumhæ á Laugaveg- Ólína Þorvarðardóttir nýja tíma. Góðir tannsmiðir fara utan á námskeið, kaupa fagtímarit og lesa sér til um fagið. Sjálfstæð atvinnustarfsemi, ábyrgð á eigin verkum, frumkvæði og fyrir- hyggja eflir þrótt og ánægju í starfí. Tannlæknar gerðir að iðnaðarmönnum Þegar tannsmíði var gerð að lög- giltri iðngrein var tannlæknum ekki lengur heimilt að starfa sem tann- smiðir. Tannlæknar kröfðust þess að fá meistarabréf í tannsmíði. Mennta- málaráðuneytið setti reglu um að þeir tannlæknar sem útskrifuðust fyrir 1980 fái útgefín meistarabréf sem tannsmiðir án tillits til þess hvort þeir hafí haft nema í tannsmíði eða ekki. Tannlæknar sóttu þessi meistara- bréf sín og fengu færri en vildu. Með öðrum orðum: Tannlæknum voru færð réttindi iðnaðarmanna á silfur- fati og þeir skreyta sig með létt- fengnum leyfum í æviágripum og í opinberum skrifum. Það má ætla að tannlæknanámið snúist um mikilvægari þætti en að taka mát og smíða gervitennur, þótt þeir þurfi visssulega að kynna sér þau verk í náminu, enda fá þeir ekki starfsréttindi sem tannsmiðir í dag, þótt þeir útskrifíst sem tannlæknar. Tannsmiðir höfðu upphaflega leyfi til að taka mát og smíða gervigóma og eru þau réttindi tannsmiða stað- fest með dómi Héraðsdóms frá 20.12. 1994. Gervigómasmíði þar sem tann- smiðir sjá um móttöku og mátun gerfítannanna tíðkast víða, eins og t.d. í Danmörku, Kanada, Hollandi, Finnlandi, Sviss og á Spáni. Höfundur er tannsmíðameistari með samning við Tryggingastofn- un ríkisins og formaður Tann- smiðafélags íslands. Hve léttara yrði ekki yfir öllu ef bílarnir hreinlega hyrfu af Laugaveginum síðustu daga fyrir jól, segir Ólína Þorvarðardótt- ir, en í þeirra stað ækju strætisvagnar viðstöðu- laust — kannski á 5-10 mínútna fresti — niður Laugaveg og upp Hverfísgötu. inum. Þá ætla verslunareigendur formlega að hefja jólavertíðina með ýmsum uppákomum, og eru samtök- in tilbúin að gera tilraun til þess að loka götunni fyrir bílaumferð þennan tiltekna dag, en hafa sístreymi strætisvagna í staðinn. Sú viljayfír- lýsing er vissulega fagnaðarefni svo framarlega sem menn eru í fram- haldi af því tilbúnir til þess að meta árangurinn af þessum eina degi og endurtaka leikinn síðustu daga fyrir jól, ef vel hefur til tekist. Bílaumferð á Laugavegi Undanfarin misseri hafa hags- munaaðilar við Laugaveg haldið á lofti hugmyndum um svokallaðan „Laugavegs-strætó“ sem gangi milli Hlemms og Lækjartorgs um Laugaveg og Hverfisgötu. Þær hug- myndir hafa fyrst og fremst strand- að á þeirri staðreynd, að strætis- vagnar komast ekki að óbreyttu um Laugaveg, vegna þeirrar gríðarlegu bílaumferðar sem er þar að jafnaði. Vagnarnir stæðu fastir stundar- fjórðungum saman vegna þess ÓLAFUR Ólafsson skólastjóri við Dal- brautarskóla skrifaði grein í Morgunblaðið sl. laugardag um þjón- ustu sérskóla ríkisins. Ólafur kemur þar fram með athugasemdir við grein sem ég skrifaði um svipað efni þann 11. nóv sl. og virðist hann hafa lesið úr henni ýmislegt annað en í henni stóð. Ólafur sá m.a. ástæðu til að skrifa langa varnartölu fyrir hönd síns ágæta skóla, Dalbrautarskóla, sem að sjálfsögðu er gott og blessað, en mín umfjöllun gaf ekki tilefni til slíkra varnarviðbragða. Ég var á Heppilega skólavist, segir Anna Kristín Sig- urðardóttir, á að byggja upp sem næst heimabyggð engan hátt að kasta rýrð á starfsemi sérskóla, heldur þvert á móti tók ég fram að þeir hefðu gegnt mikilvægu hlutverki í kennslu fatlaðra barna hér á landi og ég er sannfærð um að þeir munu gera það áfram. Spurn- ingin snýst um það hver rekur þá og hvar þeir eru staðsettir á land- inu. Dalbrautarskóli hefur þá sér- stöðu meðal sérskóla að vera kennslu- og greiningarúrræði fyrir hvernig íslendingar troða bílum sín- um í stæði, einatt með skutinn út í götuna. Við bætist að akstur með aðföng í verslanir fer fram um Laugaveginn, þar sem sendibílar standa einatt hálfir uppi á gang- stéttum, og hálfir úti á götunni meðan verið er að afferma þá. Það er því deginum ljósara, að ef stræt- isvagnar eiga að komast um Lauga- veg, verður almenn bílaumferð að víkja. Ávinningurinn Með því vinnst einkum þrennt: 1) Það dfregur úr mengun og örtröð og er þess vegna gott fyrir þá sem eiga erindi á Laugaveginn, enda komast þeir nú leiðar sinnar fyrirhafnarlaust með strætó. En það kemur sér einmitt vel fyrir verslun- areigendur, því búast má við aukinni verslun með bættu „aðgengi“ við- skiptavina. 2) Þetta eykur nýtingu bíla- geymsluhúsanna við Bergsstaði og Hverfisgötu. 3) Laðar fólk að þjónustu strætis- vagnanna, jafnvel fólk sem ekki hefur stigið upp í strætisvagn í mörg ár. Þar með hefur verið lögð áhersla á jákvæðar almenningssam- göngur í borginni. Að öllu samanlögðu ætti því mönnum að vera ljóst, að tilraunin er þess virði að reyna hana — ekki einn dag, ekki tvo, heldur alla ann- ríkustu verslunardagana fyrir jólin, og meta síðan hvort ástæða er til að endurtaka leikinn á næsta ári. Það er því full ástæða til þess að skora á bæði hagsmunaaðila við Laugaveg og borgaryfirvöld að meta með opnum huga hvort tilraunin gefst vel þann 2. desember, og ef hún þykir hafa gert það, að halda henni þá áfram eins og tillaga stjórn- ar SVR gerði ráð fyrir. Maður myndi þá kannski treysta sér í bæinn með barnakerruna fyrir jólin. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi og situr í stjórn SVR. börn sem lögð eru inn á sjúkrastofnun og þarf að vera áfram til sem slíkur eins og við aðrar sjúkrastofnanir þar sem börn dveljast vegna langtímameðferðar. Eins og fram kemur hjá Ólafi þá dveljast börn yfirleitt í stuttan tíma í einu í Dalbrautarskóla, því þarf heimaskólinn, hvar sem er á landinu, að geta séð fyrir þörfum barnsins í annan tima. Nokkurt ósamræmi er einnig í samanburði á nemendafjölda milli landsbyggðar og Reykjavíkursvæðis. I mínum tölum er Reykjanes flokkað með Reykja- víkursvæðinu en Ólafur telur það til landsbyggðar. Ólafur virtist hafa misskilið þær tillögur sem ég setti fram um rekst- ur sérskóla eftir að sveitarfélög hafa tekið við, þess vegna vil ég ítreka þær hér. Mér finnst eðlilegt að öllu fjármagni sem fer nú til sérkennslu verði skipt milli sveitar- félaga eða fræðsluumdæma eftir höfðatölu, nema litlum hluta sem færi í jöfnunarsjóð til að mæta sér- stökum þörfum minnstu sveitarfé- laga. Borgaryfirvöld geta ákveðið að reka sérskólana áfram og jafn- vel selt öðrum sveitarfélögum að- gang að þeim. Forsvarsmenn ein- stakra sveitarfélaga geta þá ákveð- ið hvort þeir nota það fjármagn sem til umráða er til að byggja upp þjón- ustu fyrir alla sína nemendur í heimabyggð eða gert samning við önnur sveitarfélög. Það sveitarfélag þarf ekki endilega að vera Reykja- vík. Það eru engin fagleg né félags- leg rök sem mæla gegn því að þjón- usta, sambærileg við þá sem nú er veitt í sérskólum, sé byggð upp annars staðar á landinu. Er þá und- anskilin sú kennsla sem fram fer inni á eða í beinum tengslum við sjúkrastofnanir. Ólafur setur fram þá von að ég sé að tjá mína persónulegu skoðun, en ekki skoðun Félags íslenskra sér- kennara eða Fræðsluskrifstofu Suð- urlands. Ég get fullvissað hann um það að ég tjái mína persónulegu skoðun, ekkert í minni grein benti til annars. Hins vegar byggi ég skoð- un mína á þeim ákvæðum grunn- skólalaga og sérkennslureglugerðar að öll börn á grunnskólaaldri skuli eiga rétt á skólagöngu sem næst sinni heimabyggð. A grundvelli þess- ara laga starfar Fræðsluskrifstofa Suðurlands og þau móta einnig stefnu Félags íslenskra sérkennara. Félagið hefur gefíð út stefnuáherslur sínar í litlu hefti sem sent hefur verið öllum félögum og öllum skólum á landinu og því aðgengilegt öllum þeim sem vilja kynna sér. Að lokum setur Ólafur það fram sem lögmál að „fólk af landsbyggð- inni muni halda áfram að flytja til Reykjavíkur til þess að tryggja börn- um sínum heppilega skólavist". Ég hins vegar tek undir þá skoðun lög- gjafans að foreldrarnir þurfi ekki að fiytjast búferlum til þess að sækja grunnmenntun fyrir börn sín. Heppi- lega skólavist á að byggja upp sem næst heimabyggð, en til þess þarf fjármagn. Ég vona að við sérkennarar, sem og aðrir kennarar, berum gæfu til að ræða um skólamál á faglegum og málefnalegum grunni og af til- hlýðilegri virðingu hver fyrir öðrum. Ég hef lokið minni umíjöllun um þetta efni á opinberum vettvangi. Að lokum óska ég Ólafi og starfsliði hans áframhaldandi velfarnaðar í starfi. Höfundur er sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Suðurlands og formaður Félags íslenskra sér- kennara. Svar við athugasemdum Olafs Olafssonar Anna Kristín Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.