Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum HVENÆR vinnur maður eitthvað með öðrum sem maður gæti gert án hans? Það gerir maður þegar fyr- ir liggur að samvinnan gerir verkið léttara við að fást, og að afrakst- urinn verður jákvæður fyrir báða aðila. Hvenær ganga menn til félagsskapar við fjölda annarra um tiltekin viðfangsefni? Það gera menn þegar verkefnin eru það um- fangsmikil að þau verða ekki leyst án sameiginlegs átaks. Hvað gera samfélög þegar að þeim stafar ógn utanfrá? Þá sam- einast menn um vamir, og eru þá hvað mest meðvitaðir um sameigin- lega hagsmuni sína. Eiga þessi atriði við um það svæði sem nú tekur afstöðu með eða á móti sameiningu? Ég tel svo vera. Ekki leikur vafí á því að sameinuðum mun okkur veitast auðveldara að takast á við mörg núverandi og komandi verk- efni. Við stöndum, og munum I auknum mæli standa frammi fyrir verkefnum sem hvert eitt sveitarfé- lag getur ekki leyst hjálparlaust. Og ekki hvað síst er orðið bráð- nauðsynlegt að sameinast um að veija byggð á Vestfjörðum. Eins og nú er ástatt og hefur reyndar lengi verið, eru íbúar sveit- arfélaga á Vestfjörðum alls ófærir um að skapa flestum afkomendum sínum lífsviðurværi á svæðinu. Áratugum saman hefur fólksflutn- ingur frá Vestfjörðum numið fjölg- uninni, og hin síðari ár hefur verið höggvið í stofninn og íbúum fækk- að. Jarðgöngin forsenda sameiningar Við sjáum nú fram á samgöngu- bætur sem ætlaðar eru til heiisárs- tengingar byggðanna. Jarðgöngin eru að sjálfsögðu forsenda samein- ingar. Væru byggðirnar umhverfís jarðgöngin öflug samfélög, mann- mörg og sjálfum sér nóg um flesta hlpti þyrfti ekki að sameina þau þó svo að slík tenging komi á. Hins vegar er óafsakanlegt að nýta ekki slíka samgöngubót til samvinnu og samruna þegar um er að ræða byggðir sem eiga í vök að verjast. Það er því eðlilegt að sveitar- stjórnir á norðanverðum Vestfjörð- um hafí nú ákveðið að leggja þá spurningu fyrir íbúana hvort þeir vilji sameinast í eitt sveitarfélag, og það í annað skiptið á stutt- um tíma. Almenningur spyr sjálfan sig og sveitar- stjómarmenn: Hvers vegna eigum við að sameinast? Og al- menningur biður um upplýsingar. Almenn- ingur spyr um skuldir, almenningur spyr um þjónustu, almenningur vill fá að vita hvers konar samfélag verður úr slíkum samruna. Sveitarstjómimar hafa gert upp hug sinn og leggja nú spilin á borðið. Og hvað er á hendi? Sex sveitarfélög með sam- tals 4.850 íbúa, frá Þingeyrar- hreppi til ísafjarðarkaupstaðar. Fjögur stykki fírðir með öllu. Heild- arskuldir eru 276.000 kr. á mann. Gert er ráð fyrir sama þjónustu- stigi og nú er. Fyrir liggur uppkast að stjórnkerfí með 11 kjörnum full- trúum, þar af sitji 5 í bæjarráði. Á þessum tímapunkti liggur ekki meira frammi af upplýsingum til handa kjósendum. Hygg ég að eitt- hvað muni þar við bætast fram að kosningum en geri þó ekki ráð fyr- ir að þær skipti sköpum um afstöðu íbúanna. Nýtt samfélag í mínum huga er þetta samein- ingarmál afar einfalt. Skuldir ein- stakra sveitarfélaga skipta ekki máli. Þær eru ekki að fara neitt, framtíðin verður að greiða þær hvort eð er. Ekke'rt þessarar sveit- arfélaga getur státað af góðum efnahag og setur ekki fjárhagslega niður við sameiningu. Þarfír íbú- anna fyrir vegi, vatn, holræsi, sorp- hirðu, hafnir, heilsugæslu, mennt- un, íþróttamannvirki o.s.frv. minnka hvorki né aukast við sam- einingu, og ekki stendur til að skerða þjónuogstu. Við erum ein- faldlega að taka ákvörðun um það hvort við viljum standa saman að umræddum verkefnum eða ekki. Þrátt fyrir fram komin drög að stjómskipan sameinaðs sveitarfé- lags er engin ástæða til að hengja sig á þá uppskrift. Hún er aðeins uppfitjun á því sem kæmi í kjölfar sameiningar. Með sameiningu erum við að stofna til samfélags sem er okkur áður óþekkt. Við getum ekki fyrirfram vitað hvernig því verður best stjómað. Það verð- ur verkefni þeirra sem til þess velj- ast eftir að sameining hefur átt sér stað. Hvers vegna að sameina sveitarfélögin? Einar Hreinsson svarar og segir: Til þess að geta leyst þjónustu við íbú- ana betur af hendi. Ég get vel skilið að sumum fínn- ist mikil áhætta fólgin í því að hafa ekki fastmótaðra stjórnkerfí klárt áður en við segjum af eða á um sameiningu. Að mínu mati er það alls ekki nauðsynlegt, og bein- línis varasamt að láta núverandi sveitarstjórnarmenn véla þar um meira en brýna nauðsyn ber til. Ef íbúamir kjósa að sameinast, verða valdir nýir sveitarstjórnar- menn, og þeir menn standa frammi fyrir gjörbreyttu viðfangsefni. Þetta nýja viðfangsefni er það jákvæðasta við sameininguna. Það að losna úr núverandi farvegi. Það að takast á við nýja tilvem, það að sameinast um að bæta hér búsetuskilyrði og að tryggja framtíð okkar. Við höfum engu að tapa Höfum við einhveiju að tapa? Er líklegt að fámenn sveitarfélög haldi velli við núverandi aðstæður? Veitir okkur nokkuð af því að standa saman? Tekur það því að sitja hver á sínum koppi og þykjast eiga eitthvað undir sér? Er ekki líklegra að tæplega 5000 manna samfélag með öruggum samgöngum, fjölbreyttri þjónustu, og á stóru og fjölbreyttu lands- svæði, standi sterkara að vígi sam- einað en í bútum? Ágætu núverandi og tilvonandi sveitungar. Hengið ykkur ekki í skuldastöðuna án þess að líta til eignanna. Hengið ykkur ekki í óþarfa áhyggjur af snjómokstri, skólaakstri, þjónustufulltrúum o.þ.h. Hengið ykkur ekki í nafngift- ir og þvæling um það hver gleypir hvern. Með sameiningu fórnum við engu, ef frá era taldar sex sveitar- stjómir. Miðað við almennt dálæti fólks á sveitarstjórnum sínum getur það ekki talist mikil fórn. Við fáum eina í staðinn. Það verður okkar að-velja hana og gefa henni það vegarnesti sem við sjálf kjósum. Horfum því til framtíðar, kjósum sameiningu, látum slag standa, við höfum engu að tapa. Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur. Einar Hreinsson. Átt þú viðskiptahugmynd eða hugmynd að hagnýtum hlut eða virknilausn ! Nú eru nokkur pláss laus á grunnnámskeiði fyrir hugmyndasmiði, sem vilja læra að vinna með hugmyndir sínar, sem nýst geta í iðnaði og viðskiptum. Nánari upplýsingar er að fá í símum 562 6015 og 565 1476 og á skrifstofu félagsins að Lindargötu 46-2h, alla virka daga milli kl. 13 og 15. Félag íslenskra hugvitsmanna. ÚTSALA ÚTSALA Við flýtum vetrarútsölunni 25% afsláttur af öllum k venfatnaði! DÖMUDEILD Völvufelli 19 • Sími 557 8255 adidas íþróttagollar mikið úrval Þekklr þú merkið? • Á bifreiöaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaöi meö merki Bíliönafélagsins. • Merkiö tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aögang aö endurmenntun á sínu sérsviöi. • Láttu ekki bífinn þinn í hendurnar á hverjum sem er. Það gæti oröið þér dýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.