Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 39 AÐSEIMDAR GREIIMAR Af íslenskri nýsköpun, áströlskum sköttum og alþjóðlegum Einka-Geira NÝSKÖPUN er ægi- legt tískuorð um þessar mundir. Nýsköpun hér og nýsköpun þar, ný- sköpun er það sem ís- lenskt atvinnulíf þarfn- ast og það strax. Nú er það svo að íslending- ar bera sig gjarnan saman við nágranna- löndin þegar þeim finnst það eiga við. En staðreyndin er hins veg- ar sú að það eru meira en 200 þjóðríki á hnett- inum og efalaust getum við lært eitthvað af þeim velflestum. Á liðnu sumri kom hingað til lands yfir hálfan hnðttinn Ástrali að nafni John D. Bell. Sá hélt nokk- uð merkan fyrirlestur um reynslu áströlsku ríkisstjórnarinnar af nýrri stefnumótun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar (VTN). Ástralir búa líkt og íslendingar við hagkerfi sem grundvallað er á nýtingu náttúruauð- linda, námagreftri og landbúnaði. Þeir hafa um árabil rekið atvinnu- stefnu sem miðar að aukinni fjöl- breytni, þróun tækniiðnaðar og þjón- ustu með opinberum stuðningi við nýsköpun - skattalegri hvatningu. Þetta er mál sem stjórnmálamönnum verður tíðrætt um, einkum þegar nálgast fer kosningar, eða í háfleyg- um ræðum á tyllidögum. Það er raun- ar skemmst að minnast síðasta stjórnarsáttmála. Framkvæmdir hafa hins vegar látið á sér standa. Hvað er það sem við getum lært af þeim andfætlingum okkar í þessum efnum? Fyrstu aðgerðir ástralskra yfirvalda voru að lækka tolla og opna ástralskt efnahagslíf. Þetta leiddi til uppstokkunar í efnahagslífmu. og neyddi innlenda framleiðendur til að verða samkeppnishæfari. Ein afleið- ingin hefur verið aukinn þrýstingur á fyrirtæki að auka tæknilega sam- keppni. Á sama tíma og þessar breyt- ingar hafa verið að ganga yfir, hefur ríkisstjórnin boðið upp á skattaíviln- anir fyrir framlög til VTN. Aður hafði styrkjakerfi verið við lýði, en það hafði ekki leitt til nokkurrar aukning- ar framlaga. 1984 kom stjórnin því á skatthvetjandi kerfi upp á 150%. Það þýðir einfaldlega að fyrirtæki getur lækkað skattskyldar tekjur um $1.50 fyrir hvern dal sem eytt er í Þóra Arnórsdóttir Silkinúttföt kvenna kr. 3.450 karla kr. 3.990 Silkisloppar frá kr. 3.450 Gjafavara ímiklu úrvali. Hverfisgi 551-2050. VTN. Um þetta gildir hins vegar ákveðin lág- marksupphæð, sem nú nemur 20.000$ á ári. Árangurinn af þessu er meira en tvöföldun á framlögum fyrirtækja til VTN. Hér á landi er ekkert kerfi sem miðar að þessu markmiði. Það eina sem er frádráttarbært frá skatti er framlög til stjórnmálaflokka og menningarstarfsemi. Efling vísinda og rann- sókna hefur verið lítil sem engin. Framlög eru meira að segja skorin niður til Háskóla íslands, sömuleiðis það litla sem ríkið hefur látið af hendi rakna í sjóði eins og Vísindasjóð, Rannsóknasjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Hér er ekki verið að tala um stórar upphæðir sem ráða munu úrslitum um afkomu ríkissjóðs næstu árin, langt í frá. Það er einf ald- lega verið að klípa fimm og fímm milljónir þar sem síst skyldi. Það fer Hollvinasamtök Há- skóla íslands verða stofnuð þann 1. desem- ber. Þóra Arnórsdóttir segir þetta leið til að opna skólann og færa hann nær þjóðinni. um mann einhver ónotakennd við þessi tíðindi, vegna þess að þarna er svo ljóslega verið að ganga á bak við það sem stjórnin hefur orðið ásátt um að gera. Ég vil ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að svo verði, hall- ast frekar að því að þarna sé um ein- hver embættismannamistök að ræða sem vonandi verða leiðrétt hið fyrsta. Þegar því hefur verið kippt í liðinn ættu menn að fara að snúa sér að því að prófa n£jar leiðir til eflingar þessara þátta - til að mynda skatta- ívilnanir. Til þess mun gefast kær- komið tilefni þann 1. desember næst- komandi þegar stofnuð verða Holl- vinasamtök Háskóla íslands. Mark- mið þeirra samtaka verður fyrst' og fremst að halda sambandi við útskrif- aða kandidata og alla velunnara há- skólans, opna skólann og færa hann nær þjóðinni. Þar mun mönnum verða gert kleift að fylgjast með því sem er að gerast innan háskólans, nýjustu rannsóknum og þróun í sínu fagi og styrkja ákveðin verkefni ef þeir hafa áhuga. Forsenda þess er auðvitað sú, að slík framlög verði frádráttarbær frá skatti, um það eru allir sammála. Ríkisstjórnin hefur ekkert látið uppi um þær leiðir sem hún hyggst fara að því marki í þessum málum sem hún setti sér í stjórnarsáttmálanum og legg ég til að þessi leið verði reynd hið fyrsta. Hraða því helst eins og kostur er svo Alþingi geti gefið sam- tökunum bestu stofngjöfina: lífvæn- legan grundvöll fyrir vísindi og rann- sóknir, þar af leiðandi fyrir hina mikil- vægu nýsköpun. Höfundur er formaður mennta- málanefndar SHÍ. M RQC lÁGNV\RKSOFNÆMI ENGIN ILMEFNl ÆjkBlACK&f HJ0LSAGIR Verð fró kr. 12.950.- STINGSAGIR Verð frá kr. 5.950.- GEIRUNGSSAGIR Ver& fró kr. 27.298.- HEFLAR Verð frá kr. 12.950.- FRÆSARAR Vero fró kr. 19.780.- HITABYSSUR Verð frá kr. «50.- HEFTIBYSSUR Verð fró kr. 9.300.- HLEÐSLUSKRUFJJ Verð fró kr. 1750.- HLEÐSLUBi Verð frá kr. 6.950.- B0RVELAR Verð fró kr. 5.950.- BELTAVELAR Verð fró kr. i2m- HJÁMIÐJU Verð fró kr. 11.991.- SLIPIR0KKAR Verð fró kr. 10.221.- RAFNALIR Verð fró kr. 8.901.- Sölustaðir um Und allt SINDRA^ búðin » ts • n j BORGARTUNI 31 ¦ SIMI 562 7222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.