Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 41 MINNINGAR INGIMAR VALDIMARSSON + Ingimar Valdimarsson fædd- ist 3. nóvember 1952 á Dal- vík. Hann lést í Landspítalanum að morgni 17. nóvember og fór útförin fram 24. nóvember. TILVERA okkar er ’undarlegt ferða- lag. Að morgni 17. nóvember andaðist Ingimar Valdimarsson eftir tæplega þriggja sólarhringa baráttu við ill- skeyttan sjúkdóm, sjúkdóm sem tal- inn var vera flensa í fyrstu. Lækna- vísindin fengu ekki við neitt ráðið. Á slíkum stundum er sem tíminn nemi staðar, og í einni svipan verða viðfangsefni líðandi stundar hégómi einn. Á slíkum stundum finnur mað- ur hvað manneskjan er í raun lítil og vanmegnug gagnvart almættinu. Og maður spyr innst með sjálfum sér: Af hveiju hann? Og af hverju núna? En fær engin svör. Leiðir okkar Ingimars lágu fyrst saman á menntaskólaárunum í MR. Við lukum stúdentsprófí vorið 1972. Þá þegar hafði myndast góður kjarni traustra vina úr sjötta bekk sem halda hópinn enn í dag, hittast viku- lega og spila. Brids eitt kvöld í viku hefur verið fastur liður í lífi okkar nokkurra bekkjarfélaganna allt frá þvi á menntaskólaárunum. Upp í hugann koma ótal góðar minningar. Minningar tengdar spiia- mennsku, og minningar úr mörgum veiðiferðum sem við félagamir fórum ýmist tveir saman eða í stærri hópi til lax- og silungsveiða. Og svo koma upp í hugann marg- ar góðar minningar frá þeim gleði- stundum er við áttum með eiginkon- um okkar og börnum, frá ferðum okkar í Skjálg og víðar. Svo er það líka venja að fjölskyldurnar hittist, grilli og fylgist með söngvakeppninni á vorin. Því hefur alltaf fylgt mikil tilhlökkun. Gamalt máltæki segir: Segðu mér hveijir vinir þínir eru, og þá skal ég segja þér hver þú ert. Ingimar og Baddý eignuðust stóran hóp óvenju góðra vina á unglingsárunum. Það voru bæði við skólabræðurnir úr MR og fleiri. Þessi vinahópur var stór og vinskapurinn varð meiri fyrir það að í þessum hópi fundu mörg okkar, á þessum árum, æviförunaut sinn. Allir þessir góðu vinir eru felititri slegnir við að missa góðan vin á svo sviplegan hátt. En nú skilur leiðir án þess að við séum spurð álits. Ingimar, okkar góði og trausti vinur, er horfínn til annarra verkefna, verkefna í öðrum heimi, heimi sem við höfum takmark- aðan skilning á. Honum fylgja okkar heitustu óskir um gæfu og velgengni á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á. Við þökkum honum fyrir allt það sem hann var okkur, og við þökkum for- sjóninni fyrir það að hafa fengið að verða honum samferða þennan allt of stutta æviveg sem hann gekk. Við sem eftir stöndum þessa heims höldum áfram hinn veginn. Veginn sem liggur frá vöggu til grafar, góð- um vini fátækari. Við hjónin vottum aðstandendum Ingimars Valdimarssonar okkar inni- legustu samúð. Elsku Baddý, Jóhann Páll, Krist- inn Már og Valdís. Megi algóður Guð leiða ykkur, vernda og styrkja við þetta mikla áfall. Brynjólfur Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir og dætur. Fámennur vinnustaður okkar varð sem höggdofa föstudaginn 17. nóv- ember, þegar okkur barst fréttin um andlát Ingimars Valdimarssonar. Menn hljóðna, þegar valmenni í fullu ijöri hverfur á braut eftir þriggja daga veikindi. Svo er víðar um land, þar sem samstarfsmönnum mun þykja þetta ótímabæra fráfall hörmuleg tíðindi. Þeim hefur verið vel ljóst, að ég hygg, hversu miklu dugnaður hans og samviskusemi skipti þá. Ingimar Valdimarsson varð aðeins 43 ára gamall. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þeim Valdimar Ósk- arssyni og Valgerði Marinósdóttur á Dalvík í hópi fimm systkina. Þegar Ingimar var 11 ára gamall missti hann móður sína og dvaldist þá um tíma og einnig síðar að sumarlagi um langt árabil hjá föðursystur sinni, Ástdísi Óskarsdóttur í Syðra-Holti í Svarfaðardal. En 1964 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Hann varð stúdent frá Mennta- ' skólanum í Reykjavík og lauk síðan prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands árið 1976. Allt nám veittist honum auðvelt enda átti hann til gáfufólks að telja í báðar ættir. Á námsárum sínum vann hann hörðum höndum við flest algeng störf og hann var búinn því upplagi, að aldr- ei kom til greina að hætta námi sök- um takmarkaðs efnahags. Ingimar var gæfumaður í einkalífi og mikill fjölskyldumaður. Hann kvæntist Bjarnveigu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau 3 börn. Að þeim er sár harmur kveð- inn og skaði þeirra verður seint bætt- ur. Ingimar starfaði um tíma hjá Skýrsluvélum ríkisins og borgarhag- fræðingi, en í árslok 1978 hóf hann fullt starf hjá Islensku útflutning- smiðstöðinni hf., þar sem hann hafði áður unnið við bókhald í aukavinnu. Þar áttum við samstarf upp frá því án þess að nokkru sinni bæri skugga á. Nákvæmni hans, heiðarleika og reglusemi í starfi var við brugðið. Margir viðskiptavinir erlendis höfðu orð á þessum vönduðu vinnubrögðum og naut fyrirtækið góðs af. En gott viðskiptavit og létt skopskyn skipti einnig miklu. Fjölmargar ráðlegging- ar og hugmyndir komu frá honum í daglegu spjalli okkar og ætíð kom- umst við að sameiginlegri niðurstöðu eftir að hafa skipst á skoðunum. Hann tók sjálfur nokkurn þátt í vinnslu og útgerð og var því Ijósara en mörgum öðrum, að í atvinnulífinu er mikilvægast að auka arðinn til lands og sjávar og að hjólin snúast af sjálfu sér að því gefnu. Ingimar var ákveðinn og dulur maður og bar ekki persónuhagi sína á torg þó að hann væri ræðinn og lifandi um almenn málefni. Hann var hinn ágætasti ferða- og veiðifélagi og hann gleymdi aldrei þeim starfs- fliiaiajÍHai tefiiaiMi 'í Ooilal li rniclé' Csniial iirmetéll ri : • ' A * •„■y,::n‘ivrrfart‘i, - w-.v.'/./r ■ -i e SOTHYS Ný hágæða 24ra stunda krem fyrir nútímakonuna á verði sem kemur á óvart. 2 ný styrkingarkrem frá Sotliys: Fyrir blandaða og þurra húð. Gefur góða vörn og næringu, - húðin verður stinn og mjúk Notistá andlit og háls. Kaupauki fvlgir á ölluin ukkar útsölustöOum, meöan birgðir endast. skyldum sem honum var trúað fyrir. Á þessum dapra degi vottum við Birna þeim Bjamveigu, börnunum, föður, systkinum og öðrum ættingj- um samúð. Guð blessi minningu hans. Ottar Yngvason. Það er erfitt að kyngja því að maður á besta aldri og í blóma lífs- ins skuli kallaður svo skyndilega á brott. Horfinn í einu vetfangi frá eiginkonu sinni og bömum sem þörfnuðust hans svo sárt. Óneitan- lega er undarlegt til þess að hugsa að næst þegar leið okkar systkinanna liggur á skrifstofuna hjá pabba þá njóti krafta Ingimars þar ekki lengur við. Við kynntumst honum í gegnum vinnu okkar hjá íslensku útflutnings- miðstöðinni þar sem við eyddum óf- áum sumarfríum við afleysingar. Hann var ávallt einstaklega hjálp- samur og réð á yfirvegaðan og ör- uggan hátt fram úr hveiju því vanda- máli sem upp kom. Á 25 ára af- mæli Rækjuvers nú fyrir stuttu fór hann með okkur um verksmiðjuna og sýndi 12 ára áhugasömum syni Unnar á lifandi og skýran hátt hvern- ig allar vélarnar unnu. Hann var sem klettur sem ekkert fékk haggað, hvað sem á dundi. Pabbi var sannarlega heppinn að fá að njóta starfskrafta hans í hátt í tvo áratugi. Nákvæmni hans og áreiðanleika var við brugðið, reyndar svo að „heimsfrægt" var. Meðal við- skiptavina erlendis þótti það miklum tíðindum sæta ef eitthvað af því sem frá fyrirtækinu kom þurfti leiðrétt- ingar við. Kom það ekki síst til af því að engin skjöl voru fullgerð fyrr en þau höfðu farið undir smásjána hjá Ingimar og hlotið stimpil hans. Ingimar var einstaklega þægilegur í umgengni og átti það oft til að gera góðlátlegt grín að hlutunum. Hann sá ávallt björtu hliðarnar á þeim málum sem efst voru á baugi. Kváðu oftar en ekki við mikil hlátras- köll þegar hann deildi með sam- starfsfólki sínu og gestum spaugileg- um sögum yfir hádegismatnum. Há- degisverðarborðið var reyndar kapít- uli út af fyrir sig; síðasta lag fyrir fréttir, brauðið ófrosið og kavíarinn á sínum stað. Allt í röð og reglu að hætti Ingimars. Við minnumst hans með miklum söknuði og sendum eiginkonu hans og bömum svo og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur við þetta mikla áfall. Unnur, Helga, Yngvi og Rakel Óttarsböm Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er svo þungbært þegar vinnu- félagi er kallaður burt í miðri dags- ins önn. Maður sem var fullur af lífs- krafti og starfsáhuga. Hans kall kom svo fljótt, já svo alltof fljótt. Það er svo sárt fyrir þá sem næstir honum standa. Okkur langar að lokum að þakka Ingimar fyrir allt það sem hann gaf okkur á starfsferlinum. Ætíð stóð hann sem klettur við hlið okkar og gat svarað öllum okkar spurningum hvort sem það varðaði vinnuna eða persónulega hagi. Vinnustaðurinn verður aldrei samur án hans. Elsku Bjarnveig, Jóhann, Kristinn, Valdís og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur og styrki á þess- ari erfiðu stundu. Ásta og Soffía. Enn og aftur erum við minnt á hve stutt er á milli ljóss og myrkurs, gleði og sorgar. Án nokkurs fyrir- vara og svo ótímabært er Ingimar horfmn okkur og við eigum öll erfitt með að trúa því sem gerst hefur. Það er svo óendanlega sárt þegar faðir og eiginmaður er kallaður burt frá fjölskyldu sinni sem var honum svo kær. Saman voru þau öll svo samrýnd og samhent að eftir var tekið, en jafnframt fengu allir að njóta sín og það var ekki síst Ingír mar að þakka. Það var þannig sem allir kynntust þessari góðu samhentu fjölskyldu sem bauð alla velkomna hvenær sem var og var alltaf tilbúin að gera sitt að okkar. Ingimar var líka einstaklega hlýr persónuleiki, svo traustur og glaðvær. Nú þegar okkur er ljóst að engin undankomuleið er, verða minning- arnar um Ingimar ljósar og skýrar. Minningamar munu lifa með okkur áfram og fyrir þær viljum við þakka nú. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Baddý, Jóhann, Kristinn og Valdís, við biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja við þennan þung- bæra missi og lýsa ykkur veginn fram á við. Helga, Aðalsteinn, Fannar Páll og Hlín Vala. GÆÐ .l 0 G GO TT VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.