Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 43 MINNINGAR SIGURJÓN HERBERTSSON + Sig-urjón Her- bertsson fædd- ist á ísafirði 3. mars 1938. Hann andað- ist á Landspítalan- um 21. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Herbert Sigurjóns- son, f. 3. mars 1913, og Björg Bergþóra Bergþórsdóttir, f. 9. júlí 1913, d. 14. maí 1995. Systir Siguijóns er Inga Herbertsdóttir Wessman og henn- ar maður er Ib Wessman. Sigur- jón kvæntist Hlíf Theodórsdótt- ur og eignaðist með henni þijú börn, Theodór Má, f. 1958, Herbert Bergþór, f. 1960, og Ingu Hafdísi, f. 1970. Siguijón og Hlíf skildu. Eftirlif- andi maki hans er Kristín Helga Há- konardóttir. Henn- ar börn eru: Þor- steinn, f. 1963, Sig- urður, f. 1964, og Vigdís, f. 1966. Utför Siguijóns verður gerð frá Fossvogskirlgu 28. nóvember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr, en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þar eru himnamir honum yfír. (Hannes Pétursson.) Fundum okkar Siguijóns Her- bertssonar bar fyrst saman fyrir þrjátíu og fjórum árum. Með okkur tókst kunningsskapur, sem leiddi til vináttu, sem aldrei bar skugga á til hinstu stundar. Þegar maður stendur frammi fyrir því að kveðja vin sinn hinstu kveðju verður manni ljós hverful- leiki sinnar eigin jarðnesku tilveru. Jarðarförin sjálf vekur upp ýmsar spurningar um það, sem þar fer fram. Hvað á slík athöfn að tjá? Er hún ekki kveðjustund, stund til að minnast, stund til að þakka, stund til huggunar þeim er eftir lifa? Stund vonar mitt í sorginni. Jarðar- förin er einnig þáttur í sorg að- standendanna og að marka nýtt skeið. Sá sem var hér er horfinn, er nú kvaddur og með honuip ákveðinn hluti af æviskeiði þeirra, er hans sakna. Missirinn er stað- reynd. Nýtt skeið tekur stefnuna á það að læra að lifa með missinum og sorginni og verða aftur virkur þátttakandi í lífinu. Siguijón Herbertsson var óvenju- legur maður fyrir margra hluta sakir. Hann var friður maður og hafði fyrirmannlega framkomu. Hann var gleðimaður í orðsins fyllstu merkingu. Siguijón var hið mesta ljúfmenni í umgengni við alla, en gat verið fylginn sér og mikill málafylgjumaður ef honum þótti það við þurfa. Siguijón var hraustmenni og heilsugóður þar til fyrir þremur árum, að hann veiktist af krabba- meini. í þessum löngu og erfiðu veikindum heyrði ég hann aldrei mæla æðruorð. Það var gæfa Siguijóns í þessari miskunnarlausu baráttu, að þar var hann ekki einn. Aldraður faðir hans sat löngum við sjúkrabeðinn og veitti honum gleði og styrk. En hæst ber ástúð og umhyggju konu hans, Kristínar Helgu Hákonardótt- ur hjúkrunarkonu, sem hjúkraði honum nær allan tímann á heimili þeirra af óþreytandi umhyggju, sem vakti aðdáun allra þeirra, sem fylgdust með. Við Gyða sendum börnum Sigur- jóns, sem öll eru búsett erlendis, stjúpbömum, föður hans og eigin- konu innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guð blessi minningu Siguijóns Herbertssonar. Kristján Guðmundsson frá Fáskrúðarbakka. Lífið er fljótt; lílit er það elding sem glampar um nótt ijósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matth. Joch.) Það er óijúfanlegt lögmál lífsins að það á fyrir okkur öllum að liggja að hverfa til æðri heima, en það er eigi að síður mjög sárt þegar fólk veikist og deyr langt fyrir ald- ur fram. Faðir okkar var aðeins 57 ára þegar hann lést, eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm, sem að lokum hafði yfírhöndina. Siguijón faðir okkar stóð á meðan stætt var, vann þangað til hann gat ekki meira. í sumar fór pabbi til Danmerkur til að heimsækja tvö barna sinna sem þar voru búsett og þeirra fjöl- skyldur. Þessi ferð þeirra Kristínar Helgu varð honum andleg upplyft- ing og hressti hann mikið. Hann naut þessara daga vel með börnum sínum. Faðir okkar var mikil félagsvera, glaðvær og vel liðinn af samstarfs- mönnum sínum og duglegur til allra verka. Hann starfaði yfir 20 ár sem ökumaður hjá SVR og jafnframt vann hann sem rennismiður í Meitl- inum í Reykjavík, hjá fyrrverandi tengdaföður sínum. Síðastliðin ár starfaði hann sem bifreiðarstjóri hjá Bæjarleiðum. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar um föður okkar, en sérstaklega eru í huga okkar þær stundir sem hann tók okkur með í bílskúrinn hjá afa og ömmu á Rauðalæk. Þar var margt forvitni- legt að sjá fyrir unga drengi og má segja að þetta hafi verið okkur dýrmætt veganesti fyrir lífíð að horfa á hann vinna við bílana sína. Einnig eigum við margar skemmti- legar minningar frá veiðiferðum og ferðalögum okkar á sumrin með pabba og mömmu. Systir okkar er töluvert yngri en við og vegna skilnaðar foreldra okkar á hún aðrar minningar en við, þá aðallega um ferðalög erlend- is og innanlands. Þá voru breyttir tímar og nokkuð algengt að fólk færi oft til útlanda. Sem yngsta bamið og einkadótt- ir hafði hún mikið samband við föð- ur okkar og Kristínu Heigu. Hann leiðbeindi henni um lífið og brýndi fyrir henni að taka sínar eigin ákvarðanir og standa og falla með þeim. Það er komið að kveðjustund. Við minnumst föður okkar með hlý- hug og vottum Kristínu Helgu og hennar fjölskyldu innilega samúð, einnig afa okkar, Herberti og föður- systur okkar, Ingu, og hennar fjöl- skyldu. Við systkinin emm öll búsett er- lendis um þessar mundir og okkur þótti það mjög erfitt að geta ekki verið við dánarbeð pabba. Það reyndi mikið á Kristínu Helgu konu hans og Herbert afa okkar sem veittu honum alla þá hjálp og umönnun sem hann þurfti með. Fyrir þetta þökkum við þeim af alhug. Við geymum með okkur góðar minningar um pabba okkar. Guð blessi hann. Theodór Már, Herbert Bergþór, Inga Hafdís og fjölskyldur. Litli bróðir minn er dáinn. En minningarnar lifa og þær em marg- ar og góðar. Þær fyrstu em frá fæðingarbæ okkar, ísafirði, þar sem við slitum barnsskónum. í góðu umhverfi og í faðmi góðra og kær- leiksríkra foreldra höfðum við það gott og ég sem var svo heppin að vera eldri gat dekrað við fallega og góða bróður minn. Árið 1948 fluttist litla fjölskyldan til Reykja- víkur. Mamma okkar dó í maí á þessu ári og var Onni þá orðinn mikið veikur, búinn að gangast undir tvo stóra höfuðuppskurði og var mjög sorglegt að sjá hann, en hann var svo duglegur og bjartsýnn, blessað- ur. Hann var í höndum góðra lækna og hjúkrunarfólks, en sá sem öllu ræður vildi fá hann til sín. „Framar ber að hlýða Guði en mönum.“ (Post. 5,29). Onni fékk góða og kærleiksríka umönnun af sambýliskonu sinni, Kristínu Helgu Hákonardóttur, en hún annaðist hann á heimili þeirra sem sagt fram í andlátið með hjáíf^ barna sinna og systkina þegar hann var orðinn algjörlega hjálparvana. Þau vom öll stórkostleg. Hafið öll þökk fyrir. Guð veri með ykkur öll- um. Pabbi okkar var og er duglegur. Með sín 82 ár heimsótti hann eina drenginn sinn daglega og var það honum mikil sorg að sjá honum hnigna dag frá degi. Onni upplifði að eignast tvö bamaböm, sem eru búsett í Dan- mörku, en þær stundir sem hann var með þeim vora honum heilagar. Einnig hafði hann góð sambönd við börn og barnabörn Helgu sam- býliskonu sinnar. Börnunum mír^_ um var hann sannur frændi, enda aldrei kallaður annað en Onni frændi. Með orðum okkar stóra meistara kveðjum við elskulegan og góðan bróður, mág og frænda og þökkum samverustundirnar. Þín er saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjðf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kyn'rn' ast þér. (Ingibj. Sig.) Þín systir, Inga H. Wessman. + Vilhjálmur Al- bert . Lúðvíks- son var fæddur á Eskifirði 4. desem- ber 1897. Hann lézt í Hafnarbúðum í Reykjavík 13. nóv- ember sl. Foreldr- ar Vilhjálms voru Jóhann Lúðvík Jakobsson, f. 4. apríl 1870, og Anna Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 14. janúar 1866. Vilhjálmur kvæntist 10. októ- ber 1936 Helgu Gissurardóttur frá Byggðar- horni í Flóa, f. 28. maí 1911, dáin 9. september 1994. Börn þeirra eru þijú; Oddný, f. 1937, Gissur Karl, f. 1941, og Lúðvík, f. 1945. Útför Vilhjálms fer fram frá Dóinkirkjunni og hefst athöfn- in klukkan 13.30. LATINN er í hárri elli góður vinur og samheiji í stjórnmálum. Ég kynntist Vilhjálmi og fjölskyldu hans þegar ég eignaðist mína bestu vinkonu, hans einkadóttur Oddnýju, fyrir tuttugu og fimm árum. Vilhjálmur var mikill gæfu- maður í einkalífi og hann hélt heils- unni alveg til dauðadags. Hann var í rauninni einstaklega hraustur enda mikill hófsemdarmaður í öllu. Hann ræktaði vel fjölskyldu sína og var einstaklega gjafmildur mað- ur. Við Vilhjálmur áttum sameigin- legan mikinn áhuga á stjórnmálum og ræddum við alltaf pólitík þegar við hittumst. Honum þótti skemmtilegt þegar ég sótti hann á Grundarstíginn til að vera við setn- ingu landsfundar flokksins. Hann var einlægur sjálfstæðis- maður og það var hans aðalsmerki að tala allt- af vel um þá sem stjórnuðu flokknum hveiju sinni. Honum sárnaði neikvæð um- ræða um menn og málefni. Vilhjálmur var afar fróður og hann hafði á eigin spýtur lært erlend tungumál ensku, þýsku, frönsku, latínu ásamt dönsku. Þegar hann tók til við frönskuna réðst hann ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann keypti sér Birt- ing erar Vóltaire og franska orða- bók sem hann notaði við námið og náði þannig góðum tökum á málinu sem hann nýtti sér fyrst og fremst við lestur. Þannig var þrautseigja hans og þolinmæði. Þeir hverfa nú hver af öðrum sem tilheyrðu þeirri kynslóð sem við kennum við aldamótin. Vilhjálm vantaði aðeins rúm tvö ár í að verða hundrað ára eins og hann ætlaði sér. En dauðinn kemur alltaf óvænt. Vilhjálmur fékk að fara í friði eftir langa og gifturíka ævi. Hann fæddist á Eskifirði inn í þjóð- félag sem um margt var svo ólíkt því sem við búum við. Sem korna- barni var honum komið í fóstur til Oddnýjar Guðmundsdóttur, sem þá var orðin ekkja. Hann talaði jafnan hlýlega um hana og sagði hana bestu konu sem hann hafði kynnst. Seinna flutti hann með Oddnýju til Vilborgar Einarsdóttur og Páls Bóassonar sem bjuggu í Finnshúsi í Eskifjarðarsókn. Synir Vilborgar og Vilhjálmur urðu sem uppeldis- bræður. Á heimilinu ólst einnig upp Oddný Guðmundsdóttir sem var eins og systir drengjanna. Þeir sýndu Vilhjálmi jafnan mikla rækt- arsemi og hittust þeir oft og áttu góðar stundir saman. Þessi ræktar- semi hélst hjá barnabörnunum og má þar sérstaklega nefna Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Hörð Ein- arsson hæstaréttalögmann. Vin- átta þeirra var Vilhjálmi afar dýr- mæt og frá honum féllu jafnan hlý orð í þeirra garð. Vilhjálmur lifði tvær heimsstyijaldir og var einkum sú síðari honum hugleikinn. Hann fylgdist mikið með gangi styijald- arinnar í útvarpi og blöðum. Hægt var að ná erlendum stöðvum bæði BBC og þýskum. Þannig þjálfaði hann sig í ensku og þýsku. Vil- hjálmur var alla ævi sístarfandi. Hann vann við skrifstofustörf sem kölluðu á mikla og langa kyrrsetu. Þetta bætti hann sér upp með því að ganga sem oftast til og frá vinnu. Ef einhver skutlaði honum heim, sem einkum gerðist á sein- ustu starfsáranum, lét hann jafnan setja sig út á Snorrabrautinni og gekk síðan heim á Grandarstíginn þar sem þau Helga Gissurardóttir áttu yndislegt heimili. Nú eru þau bæði látin. Mikill söknuður fyllir hjarta mitt. Megi kærleiksríkur guð umvefja þau. Oddný mín, Lúðvík, Gissur og aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Bessí Jóhannsdóttir. í dag verður jarðsettur tengda- faðir minn, Vilhjálmur A. Lúðvíks- son. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Það er gæfa að kynnast manni sem gefur af sér og leiðir menn til betri vegar. Vil- hjálmur var þannig maður. Ég kynntist honum fyrir 30 árum og það var upphaf að vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Virðing fyrir því sem rétt er og satt var það sem ég tók strax eftir að tengdafaðir minn hafði í hávegum. Hann kunni ekki kjaftasögur eða slúður, en hann var hafsjór af fróðleik um hin ólíkustu mál og það var ekki fyrr en fyrir fáum áram að ég áttaði mig á að þarna fór ekki langskóla- genginn maður. Ég sá hann lesa franskar, þýskar, enskar og dansk- ar bókmenntir á upprunalega mál- inu og mér fannst það svo sjálf- sagt. Eg komst svo að því að hann hafði sjálfmenntað sig í þessum málum og þá áttaði ég mig á því hvað mannkostafólk af hans kyn- slóð gat, ef að það vildi, en við sem eigum og áttum tækifærin getum hugleitt hvort við stóðum okkur. Tengdapabbi var einstaklega barngóður og það var gaman að koma með barnabörnin til hans, en þó var ég ekki allskostar sátt við skápinn í stofunni sem alltaf var fullur af sælgæti, það vitnar um hug okkar hve margir Vilhjálmarn- ir eru í okkar litlu fjölskyldu. Vil- hjálmur og Helga Gissurardóttir, kona hans, eignuðust þijú börn, sem öll eiga sinn Vilhjálm. Tengdapabbi var einlægur sjálf- stæðismaður og ekki er mér grun- laust um að hann hafi haft af því áhyggjur að ég, tengdadóttirin, væri full róttæk. En við gátum rætt hlutina og þá koma alltaf í ljós að það var réttlæti sem var hans hugsjón og við náðum saman og aldrei talaði hann niður til mín, þó að stundum kæmi reynsluleysi mitt upp á borðið. Síðustu árin dvaldi Vilhjálmur í Hafnarbúðum og hann var ánægður og leið vel í góðri umönnun frábærs starfsfólks á þeim stað. Vil ég, fyrir hönd okkar aðstandenda, færa þeim fyr- ir. Bryndís Sigurðardóttir. Afi minn, Vilhjálmur A. Lúðvíks- son, er látinn. Mig langar að minn- ast hans í örfáum orðum. Ein af minningunum um okkur afa saman er þegar amma fékk okkur til að tína rifsberin á Grundarstígnum. Fór meira _af beijum upp í mig en í fötuna. Ég fékk að fara alein í strætó úr Hafnarfirði og fannst mér ég vera orðin fullorðin. Afi kom mér upp á að drekka kókómalt og sá hann fjölskyldunni lengi vel fyr- ir kókómalti. Gaf hann mér vigt og hrærivél til að blanda drykkinn rétt, líklega við lítinn fögnuð for- eldranna. Afi las mikið. Er maður kom í heimsókn á Grundarstíginn sat hann oftast með bók og rauðan penna og leiðrétti málfarsvillur. Þegar við krakkarnir fóram í sveit- ina á sumrin og sendum afa og ömmu bréf voru þau leiðrétt með rauðum penna og var síðan farið yfir þau er við komum í bæinn á haustin. Alltaf var gaman að koma í heimsókn á Grundarstíginn. Afi átti nefnilega skáp og var hann troðfullur af nammi. Þessi skájmr var læstur og beið maður óþreyju- fullur eftir að hann væri opnaður. Afi var mikill málamaður, kunni þýsku, ensku, dönsku og frönsku. Man ég þegar ég var að taka stúd-' entsprófið, þá fór ég til afa á Grandarstíginn og hjálpaði hann mér með þýskuna. Afi tefldi mikið, tefldi við skáktölvur og vann hann iðulega tölvuna. Þá þurfti hann að fá nýja. Eftir smátíma var hann farinn að vinna hana líka, og þurfti þá að fá enn nýja. Einnig spilaði hann brids við ömmu og vini sína. Afi og amma fluttu í þjónustu- íbúðir aldraðra á Dalbraut, en hann var síðan fluttur þaðan í Hafnar- búðir. Þar leið honum vel og talaði vel um stelpurnar þar, enda reynd- ust þær honum vel. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem við höfum fengið að hafa afa með okkur. Helga Pála. VILHJALMUR A. L ÚÐ VÍKSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.