Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SIGBJÖRNSSON + Signrður Sig- björnsson, fyrr- verandi sjómaður, fæddist I Vík, Fá- skrúðsfirði, 20. maí 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reylga- vík 17. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Sigurðar voru Sigbjörn Þor- steinsson, útvegs- •jóndi í Vík, f. 22. ^uní 1858, d. 14. júní 1915, og kona hans, Steinunn Jakobína Bjarnadóttir, f. 11. október 1862, d. 24. desember 1943. Börn Sigbjarnar og Stein- unnar voru: Þorsteinn, f. 7. október 1883, d. 3. júní 1906; Solveig María, f. 19. janúar 1885, d. 20. júní 1954; Margrét Jóhanna, f. 21. apríl 1886, d. 26. júlí 1897; Níels Jakob, f. 1. október 1887, d. 13. apríl 1913; Jón Austmann, f. 14. júní 1889, d. 9. febrúar 1958; Bjarni Guð- mundur, f. 3. ágúst 1890, d. 30. október 1890; Olafur, f. 2. febr- —#ar 1892, d. 9. nóvember 1957; Bjarni Guðmundur, f. 10. októ- ber 1893, d. 4. ágúst 1920; Egg- ert, f. 15. apríl 1895, d. 27. sept- ember 1896; Sigurborg, f. 25. júlí 1896, d. 27. nóvember 1903; Ágústa, f. 7. ágúst 1898, dvelur á Eir í Reykjavík; Sigurður, f. Safnaðarheimili Háteigskirkju . SímDl: 551 099 Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIBIR 20. maí 1900, d. 17. nóvember 1995; Jó- hanna Hálfdánía, f. 10. mai 1901, d. 2. ágúst 1986; Sigur- borg, f. 14. janúar 1904, d. 19. maí 1911. Árið 1924 kvænt- ist Sigurður Unu Magnúsínu Helga- dóttur, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990. Þau eignuð- ust einn son, Þor- stein Berent, f. 10. júní 1925. Hann er kvæntur Ingunni Sigurðardótt- ur. Sigurður og Una slitu sam- vistum. Hinn 20. desember 1930 kvæntist Sigurður Guðrúnu Haraldsdóttur hjúkrunarkonu frá Byggðaholti í Reyðarfirði, f. 10. júlí 1900, d. 17. desember 1945. Hinn 12. apríl 1947 kvæntist Sigurður Ástrúnu Guðmundsdóttur, f. 10. desem- ber 1906, d. 20. júní 1989. Ást- rún var ekkja eftir Elías Lofts- son sem fórst með bv. Braga 1940. Ástrún og Elías áttu son- inn Guðmund, f. 27. júlí 1939, lækni í Reykjavík. Hann er kvæntur Ragnheiði Briem menntaskólakennara. Utför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. UPP af bænum Vík í Fáskrúðsfírði gnæfír Sandafellið mikilúðlegt og svipmikið með nær sporðréttum basaltlögum í Suðurhlíðum. Undir þ««sum hlíðum fæddist Sigurður frændi minn. Hann var 12. í röð- inni af 14 systkinum. Þegar hann fæddist höfðu þijú úr þessum stóra systkinahópi þegar látist. Heimilið á Vík var á allan hátt til fyrirmyndar. Húsakynnin góð, húsbóndinn Sigbjörn stundaði sjó- róðra og bústörf af krafti og var þekktur fyrir greiðasemi við þá sem voru hjálparþurfi. Sigbjörn Erfidryfzfzjur frd kr. 590 pr. mann Símar: 551 1247 551 1440 stóð ekki einn og óstuddur í lífsbar- áttunni. Húsfreyjan á heimilinu, Steinunn Jakobína, var kunn fyrir dugnað og hagsýni. Sigurður byrj- aði að róa með föður sínum strax og hann gat setið undir árum. All- ir þurftu að leggja sitt af mörkum því ijölmennt var í heimili og lífs- baráttan hörð. Þarna steig Sigurð- ur sín fyrstu spor á löngum og farsælum sjómannsferli. Siggi frændi gnæfði ekki yfir umhverfið eins og Sandafellið. Hann var frek- ar lágvaxinn, en ákaflega stæltur og hraustur. Osérhlífinn og áræð- inn var hann og því mjög eftirsótt- ur í skipsrúm. Þegar hann var 15 ára kom ensk- ur togari, Imperialist, inn á Fá- skrúðsfjörð. Háseti á Imperialist var Ólafur, bróðir Sigurðar. Þannig fór að Sigurður var ráðinn sem háseti og sýnir það að hann hefur snemma þótt nothæfur til sjós því ekki voru ráðnar liðleskjur til slíkra stafa. Sigurður var lengi á skipum Tryggva Ófeigssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og kunni Tryggvi Crfisdrykkjur Vettlnoohú/ið GAPi-mn Sími 555-4477 vel að meta störf hans. Einnig var hann lengi á Karlsefni og Belgaum. Sem dæmi um áræði Sigurðar má segja frá því þegar hann á miðjum aldri klifraði í ísingu og fárviðri á Halamiðum upp í toppmastrið á Belgaum til að draga inn upphalara fyrrir loftnetið sem slitnað hafði niður. Sigurður var háseti, stýri- maður og formaður á mótorbátum sem gerðir voru út frá Vestmanna- eyjum, Hafnarfirði og Reykjavík. Um tíma gerði hann út og var skip- stjóri á mb. Mími. Síðustu árin til sjós var hann á Úranusi með Helga Kjartanssyni, skipstjóra. Sigurður hættir til sjós kringum 1955 og hóf störf hjá Byggingarfélagi verka- manna. Síðan gerðist hann vakt- maður hjá Eimskipafélagi íslands og starfaði þar til ársins 1975. Ég man fyrst eftir Sigga frænda upp úr 1950. Þá bjó hann á sínu fallega heimili í Stangarholti 16, ásamt sinni glæsilegu eiginkonu, Ástrúnu, og syni hennar, Guð- mundij sem Sigurður gekk í föður- stað. Á heimilinu bjó einnig öldruð móðir Ástrúnar, Ingibjörg og systur Ástrúnar, Elín og Guðmunda. Alla mína ævi hefur heimilið í Stangarholti 16 verið fastur punkt- ur í tilverunni. Ég hef komið þang- að öðru hvoru allt mitt líf og alltaf voru móttökurnar hlýjar og innileg- ar og þar^var maður ætíð velkom- inn. Ég tóka aldrei eftir því að Siggi væri farinn að eldast. Hann var alltaf grannur og spengilegur. Beinn í baki og léttur á sér. Hann bjó á sínu heimili þangað til hann var 93 ára og fram að þeim tíma gekk hann vítt og breitt um Reykja- vík sér til heilsubótar. Fyrstu elli- merki hjá Sigga voru þau að ekki var alitaf auðvelt að rata til baka heim í Stangarholtið úr löngum göngutúrum, svo var heyrnin ekki sem best. Síðasta ár dvaldi Sigurður á Hrafnistu og þ. 17. nóvember sl. var ákveðið á æðri stöðum að nú væri tími hans kominn. Ef ég þekki Sigga rétt þá hefur hann sjálfur verið sammála að þetta væri góð tímasetning. Ég þakka Sigga frænda mínum fyrir mjög ánægjulega samfylgd. Éinnig þakka ég þá vináttu og vel- vild sem hann ávallt sýndi mér og minni ijölskyldu. Steinar Petersen. Með þakklæti í huga kveð ég vin minn og tengdaföður, Sigurð Sig- bjömsson, sem nú er Iátinn í hárri elli. Þegar við kynntumst fyrir tæp- um þremur áratugum óraði hvorugt okkar fyrir því að við ættum jafn- margar samverustundir fyrir hönd- um og raun varð á. Hann hafði þá ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 \Sn ERFISDRYl 11II11II U L II U veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 m m Islenskur elniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- iiggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. —-- t*K3S» ai S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 um skeið fundið til verkja fyrir brjósti sem sennilega stöfuðu af millirifjagigt en höfðu verið rang- lega greindir og taldir kransæða- þrengsli. Þessum tíðindum tók hann með stóískri ró. Mér eru minnisstæð kveðjuorð hans þegar við hjónin héldum skömmu síðar til Bandaríkj- anna í margra ára framhaldsnám: „Þegar þið komið aftur verð ég löngu dauður," sagði hann, „en það gerir ekkert til. Þið sjáið um Ástu ef hún þarf á að halda.“ Þessi orð hans endurspegluðu í raun ótrúlega vel lífsviðhorf hans og reynslu. Með vinnusemi og fádæma dugnaði hafði hann búið svo í haginn fyrir konu sína að hún þyrfti ekki að kvíða þótt hans nyti ekki lengur við. Það var mikilvægast. Ekki var honum heldur nýnæmi að horfast í augu við dauðann: Þessi aldna kempa hafði stundað sjósókn frá barnæsku. Þegar hann hóf feril sinn á sjónum innan við fermingu hafði tæknin sáralítið breyst á þúsund árum íslandsbyggðar. Hver róður var nánast eins og rússnesk rúll- etta. Menn höfðu fátt annað við að styðjast en eigin dugnað og hyggju- vit og vonina um að ná landi í tæka tíð er veður gerðust válynd. Ekki tók betra við í seinni heimsstyijöld- inni þegar Sigurður var á togurum sem sigldu með aflann til Eng- lands. Þá var næga vinnu að fá í landi og ég spurði hann einhvern tíma hvers vegna hann hefði ekki valið þann kost fremur en að hætta lífi sínu í hveijum túr. „Tja,“ sagði hann eins og hann hefði aldrei hug- leitt þetta fyrr, „einhver varð að gera það“. Augsýnilega hafði aldrei hvarflað að honum að svíkjast und- an merkjum til að bjarga eigin skinni. Strax og við Sigurður kynnt- umst tókst með okkur góður kunn- ingsskapur er með árunum þróaðist í djúpa vináttu sem aldrei bar skugga á. Sigurður var skarp- greindur maður og hafði einstaka frásagnarhæfileika. Níræður var hann enn stálminnugur og átti auð- velt með að rifja upp helstu atburði ævi sinnar meira en átta áratugi aftur í tímann. Við vorum gerólík um flesta hluti og þess vegna naut ég þess e.t.v. enn betur en ella að hlusta á frásagnir hans og fékk hann til að segja mér sömu sögum- ar aftur og aftur. Svo tryggilega hafði hvert smáatriði greypst í minni hans að aldrei kom fyrir að hann viki frá þeirri útgáfu sem ég hafði heyrt fyrsta. Hann mundi tímana tvenna, var sjálfmenntaður í því sem máli skipti. Hreysti sína kvaðst hann hafa byggt upp með lýsisþambi úr tunnu sem alltaf var til reiðu í skemm- unni heima í Vík og hann kenndi sjálfum sér hálfgert hundasund með því að stökkva út í ískaldan bæjar- lækinn og svamla þar um uns hann gat fleytt sér. Vinnuhörku kynntist hann strax sem unglingur. íÞá reri hann á opnum bátum og voru vakt- irnar eins langar og þurfa þótti. Þegar menn voru að niðurlotum komnir var helsta ráðið til að halda þeim vakandi við róðurinn að löðr- unga þá með hráblautum sjóvettl- ingum. Það var því ekki að undra þótt Sigurði yrði tíðrætt um þau aldahvörf sem urðu í lífi sjómanna við setningu vökulaganna. En lengi býr að fyrstu gerð og var Sigurður alla tíð hamhleypa til verka jafnt á sjó sem landi hvort sem því hefur valdið eðlislægur dugnaður og sam- viskusemi eða endurminningin um ískalda kinnhesta bátsformannsins í æsku. Sigurður fylgdist vel með fréttum, ekki síst af stjórnmálum. Hann var vinstri sinnaður og fyrir hveijar kosningar hélt hann yfir mér mergjaðar áróðursræður og vitnaði gjarna orðrétt í þá skörunga sem hann taldi skásta hvetju sinni. Ég dáðist að mælsku hans og datt auðvitað ekki í hug að andmæla þessum íslenska Demosþenesi sem vár mér bæði eldri og reyndari. „Já, þú segir það,“ sagði ég stund- um þegar mér þótti nóg komið. Þá leit hann til mín kankvís á svipinn og flýtti sér að bæta við: „En þeir voru nú ýmsir ágætir íhaldsmenn- irnir líka.“ Svo klykkti hann út með einhverri góðri sögu af Tryggva Ófeigssyni eða Ólafí Thors og taldi greinilega að með því hefði fyllsta hlutleysis verið gætt! Ástrún Guð- mundsdóttir, tengdamóðir mín, var ekkja með. ungan son þegar leiðir þeirra Sigurðar lágu saman árið 1947. Hún hélt þá heimili ásamt móður sinni og tveimur systrum á Skólavörðustíg 35 og hafði þar myndast nokkurs konar félagsmið- stöð fjölmenns hóps ættingja og vina eins og algengt var í fásinni þeirra tíma. Þær mæðgur voru söngelskar með afbrigðum og mátti oft sjá vegfarendur staðnæmast fyrir utan húsið til að hlýða á marg- raddaðan sönginn sem barst út um gluggana á góðum stundum. Inn á þetta_ heimili flutti Sigurður þegar þau Ásta gengu í hjónaband og var þá í einni svipan orðinn húsbóndi í sex manna fjölskyldu. Sjálfur var hann ekkjumaður og átti uppkom- inn son af fyrsta hjónabandi, Þor- stein flugumferðarstjóra. Þau Ásta eignuðust fljótlega íbúð í verkamannabústöðunum, í Stang- arholti 16. Var ósegjanlegur léttir fyrir þau að vera loksins komin í eigið húsnæði á miðjum aldri. Með- an Sigurður var í siglingum var hann óþreytandi að færa Astu alls kyns kjörgripi sem bjargað hafði verið úr sprengjurústum stríðsins og hafnað höfðu í forngripaverslun- um í Fleetwood eða Bremerhaven. Gæddu þessir hlutir heimilið sér- kennilegum þokka. Þegar ég varð heimagangur í Stangarholti var Sigurður kominn undir sjötugt og hættur á sjónum. Ekki datt honum í hug að setjast í helgan stein þótt eftirlaunaaldri væri náð heldur varð sér úti um vinnu sem vaktmaður í vöruskálum Eimskipafélags íslands við Reykjavíkurhöfn. Þar undi hann hag sínum vel í grennd við sjóinn og skipin, hjá verkstjórum sem voru gamlir sægarpar eins og hann, þeim Ingólfi Möller og Sigurði Jóhanns- syni. Allt lék í lyndi og á tyllidögum buðu þau hjónin í stórveislur sem seint gleymast. Þá voru dregin fram gömul myndaalbúm og Sigurður var í essinu sínu þegar hann sagði okkur skondnar sögur af viðskipt- um sínum við prestinn og lækninn í Vestmannaeyjum, þá séra Jes og doktor No (öðru nafni Pál Kolka). Svo var spilað á orgel og sungið, oft uns birti af degi. Þau Ásta og Sigurður eignuðust ekki börn sam- an en áttu hvort sinn soninn sem síðar tengdust vináttuböndum þótt aldrei byggju þeir undir sama þaki. Atvikin höguðu því svo að Sigurður hafði ekki tíma eða tækifæri til að sinna ungbörnum fyrr en hann eignaðist seinni stjúpsonarsoninn tæplega áttræður að aldri. Margir sem þótti Sigurður harður í horn að taka hefðu eflaust rekið upp stór augu ef þeir hefðu séð hvernig hann sinnti hvítvoðungnum. Það var bókstaflega hjartnæmt að fylgj- ast með nærfærni hans og blíðu gagnvart þessum litla afastrák sem var honum þó alls óskyldur. Sömu natni sýndi hann Ástu þegar heilsu hennar tók að hraka. Þá kom í ljós að honum lét ekki síður að hjúkra sjúkum en stumra yfir ungbörnum. Hann lét einskis ófreistað tii að draga úr þjáningum hennar og gera henni lífið bærilegt. En allt kom fyrir ekki. Ásta var stóra ástin hans og þegar hún dó árið 1989 hvarf gleðin úr lífi hans. Á skömmum tíma breyttist hann úr eldhressum kjarnakarli í hnugginn öldung. Hann reyndi að sönnu að bera sig vel, fór eftir sem áður með okkur í helgarferðir út úr bænum og kom í heimsóknir. Afastrákurinn gisti hjá honum um hveija helgi meðan stætt var og mágkonur hans gerðu hvað þær gátu til að halda í horfinu heima fyrir. Seinasta árið dvaldist Sigurður á Hrafnistu. „Mér líður vel,“ sagði hann tómlátur þegar hann var spurður. Hann heimsótti okkur síðast á aðfangadagskvöld í fyrra. Þá þekkti hann mig ekki lengur. „Hver ert þú?“. spurði hann og ég vissi að andinn var horfínn þótt líkaminn lifði. Og nú er hann allur. Eftir lifa minningarnar um kæran vin sem ávallt vildi mér vel. Megi hann hvíla í friði. Ragnheiður Briem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.