Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 45 + Helga Ásta Guðmundsdótt- ir fæddist 5. júní 1907 á Breiðafirði. Hún lést í Landspít- alanum 18. nóvem- ber síðastliðinn. Helga var dóttir hjónanna Jónínu Sólveigar Guð- mundsdóttur, f. 20. september 1877, d. 23. maí 1914, og Guðmundar Jó- hannssonar, f. 9. september 1883, d. 12. desember 1914, síðast búsett að Þingvöllum í Helgafellssveit. Helga átti þrjú systkini sem öll eru látin, þau voru Jóhann, Sigurlaug og Jón- mundur. Helga ólst upp frá 10 ára aldri hjá föðursystur sinni, Guðrúnu Jóhannsdóttur, og manni hennar, Sigurði Þor- steinssyni á Kálfalæk á Mýrum. Uppeldissystkini Helgu voru Arnbjörg, Steinunn, látin, Jó- hann og Óskar sem er látinn. Hinn 27. október 1945 giftist Helga Ólafi Magnússyni húsa- smíðameistara, f. 29. desember MIG LANGAR að senda þér nokkur orð í kveðjuskyni, en eins og oftast þá skortir mig orð. í minningunni lifir efst hve gaman var að gista hjá ykkur afa, að fá kvöldkaffi og sögu. Hvað þú kunnir margar sög- ur, amma, þær voru óteljandi og alltaf varstu tilbúin að segja okkur eina. Aldrei man ég eftir að hafa séð þig sitja auðum höndum, skelja- safnið fyrir föndrið þitt var sem ævintýraheimur og hvað þá að fá að fara með í fjöruferð að safna. Það sem þú galdraðir ekki fram með höndunum þínum, það væri nú bara efni í heila bók að telja það upp, og þó að þú nú í seinni tíð værir orðin kvalin af gigtinni og öðru þá töfraðirðu fram ullarsokka handa syni mínum svona eins og ekkert væri. Mig langar að senda þér þetta ljóð sem frænka þín Elín Eiríksdóttir frá Ökrum tileinkaði móður minni, því ég veit hvað Mýr- arnar voru þér kærar og mér fínnst þetta ljóð eiga við, það heitir Minn- ing. Ég minnist þín á morgni æskublóma. Ég minnist þín, er heyri ég gamalt lag. Ég minnist þín, er sólin sendir ljóma á sundin blá um heiðan vorsins dag. Ég minnist þín, er lítið ljós í glugga lpgar út í dimma vetrarnótt. Ég minnist þín, er mæður böm sín hugga. Ég minnist þín í bænum mínum hljótt. Ó, elsku amma mín, það munu svo margir sakna þín, þú varst allt- af svo kát og hress og ég er svo glöð að þú fékkst að fara núna þegar líkaminn var farinn að svíkja þig, því að þér hefði leiðst svo að vera föst í veikum líkama. En núna eru loksins komin aftur til afa og þú lifir áfram í minningunni hjá okkur og í sögunum sem við segjum okkar börnum. Þakka þér fyrir allt og hvíl í friði. Kveðja, Jóhanna. í dag kveðjum við hinstu kveðju Helgu ömmu sem alltaf tók vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og aldrei átti maður að fara nema vera búin að þiggja veit- ingar. Ekki var síður spennandi þegar afi og amma komu á Skag- ann í heimsókn til okkar. Þá var ávallt eitthvert góðgæti með í poka- horninu. Einnig komu þau oft til að taka okkur með í ferðalög eða sumarbústað. Eigum við hlýjar og góðar minningar frá þeim stundum. Helga amma var hlý og notaleg. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla, var víðlesin og vel að sér í ætt- 1907, d. 2. febrúar 1993. Helga og Ól- afur eignuðust tvær dætur, Sól- veigu Guðrúnu, gifta Haraldi Tyrf- ingssyni, þau eiga fjögur börn og Maríu Magneu, gifta Márusi Guð- mundssyni, eiga þau tvær dætur. Helga gekk í móð- urstað börnum Ól- afs og fyrri konu hans, Valgerðar Kaprasíusdóttur, f. 12. maí 1904, d. 23. janúar 1942. Þau eru Ólafur Alexander, var kvæntur Maríu Gísladóttur, d. 2. janúar 1994, þeirra börn eru fimm og Katrín Guðrún, gift Braga Magnússyni og eiga þau fimm börn. Barnabarnabörnin eru orðin 23. Helga lærði ljós- móðurfræði og var ljósmóðir í Mýrasýslu til ársins 1944 að hún flutti til Reykajvíkur þar sem hún hefur búið síðan. Utför Helgu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. fræði. Alltaf var gaman að sjá hvað amma hafði gert frá því maður hafði séð hann síðast. Hún bjó til ýmislegt úr skeljum, kuðungum og •steinum eða einhveiju sem hún fann úti í náttúrunni. Amma var mikil listakona og kom það glöggt í ljós á seinni árum. Hún vann úr leir, málaði á slæður, efni, tré og svo einnig myndir eftir ljósmyndum. Allt var þetta unnið af natni og nutu barnabörnin þess að fá hand- unna hluti sem langamma sendi þeim í afmælis- og jólagjafir því aldrei gleymdi hún þeim þótt þeim fjölgaði ört. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Valgerður, Hólmfríður, Helgi, Víðir og Guðrún. Helga frænka mín. Þessar línur eiga ekki að vera neitt æviágrip, aðeins nokkur fátækleg kveðjuorð. Fyrstu minningar mínar um þig eru úr litlum og lágum bæ í Gríms- nesinu. Síðan er liðinn langur tími og litli bærinn er ekki lengur til. í huga mínum leiftra minningabrot frá heimsóknum þínum og veru í litla bænum. í þessum litla bæ bjuggu foreldrar mínir, en faðir minn var bróðir þinn. Með ykkur systkinum var alltaf mjög kært, enda fenguð þið snemma að kenna á harðneskju lífsins, þið voru aðeins börn að aldri þegar þið voruð búin að missa báða foreldra ykkar og tvo bræður, þú varst 7 ára en Jó- hann bróðir þinn 9 ára. Ættir ykkar systkina voru úr Breiðafjarðareyjum og Dölum. Mér er því hugstæð ættarmótsferð sem þið fóruð með afkomendum _ykkar vestur í Öxney á Breiðafirði. I Öxn- ey höfðu afi og amma ykkar búið og þar byrjuðu foreldrar ykkar bú- skap. Okkur sem fórum þessa ferð er hún ógleymanleg. Á síðastliðinu vori heimsótti ég þig á Dalbrautina, það var því mið- ur í síðasta sinn sem ég kom til þín. Erindið var m.a. að færa þér kveðju frá gamalli frænku okkar, held ég að þér hafi þótt vænt um að fá þá kveðju, þó ef til vill óvenju- leg væri. Frænka mín, margs er að minn- ast og margt kemur upp í hugann, en þetta átti að vera stutt skrif. Hallar að kvöldi hægt og hljótt, á brautu þú þig býrð. Eftir dauðans dimmu nótt, þú vaknar í drottins dýrð. Þar hittirðu aftur vini þá, • sem fóru á' undan þér. Þeir glaðir verða þig að fá, í samfélag með sér. Ég votta afkomendum þínum dýpstu samúð. Ef guð lofar hittumst við ef til vill síðar, á öðru tilveru- stigi. Því ertu kært kvödd að sinni. Guðmundur Jóhannsson. Nú er stundin runnin upp, elsku Helga langamma. Stundin sem ég kveið_svo frá því ég sá þig í septem- ber. Ég veit þó innst inni að þetta var það sem þú hugsaðir þér í veik- indum þínum, þessa síðustu mánuði — að komast til langafa, því hugur- inn var oft hjá honum. Það er samt sárt að hugsa til þess að þú sért farin og að heimsóknirnar á Dal- brautina verði ekki fleiri. Fjarlægðin gerði það að verkum að ég kynntist langömmu ekkert að ráði fyrr en ég hóf nám í Reykja- vík fyrir rúmum þremur árum. Hún bjó rétt við skólann minn og það var ljúft að geta skroppið til henn- ar, í smá spjall, þegar tími gafst til. Ekki var verra að fá að gista hjá henni í rólegu og notalegu umhverfi á Dalbrautinni. Þar var ýmislegt brallað og höfðum við það ævinlega mjög gott. Alltaf hafði hún jafn gaman að því að sýna manni listaverkin sín, sem hún föndraði, og voru sum þeirra hreint ótrúleg ef maður hugsar um hversu roskin hún var orðin. Það var sama hvers kyns var, það virtist allt leika í höndum hennar. Þær eru margar og ljúfar minn- ingarnar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þín, amma, og mig langar að þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, ég og þú, á síðustu árum. Þær gáfu mér mikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Katrín. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINIR JÓMSSON, Klaþparstíg 6, Njarðvik, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju í Efra-Breiðholti fimmtudaginn 30. nóvember kl. 1 5.00. Guðrún Jörgensdóttir, Jón Ágúst Einisson, Aud Rensmoen, Sigurbjörg Einisdóttir, Ingibjörg Sigrún Einisdóttir, Gylfi Ólafsson, María Einisdóttir, TyrfingurTyrfingsson, Ásta Einisdóttir, Steingrfmur H. Steingrímsson og barnabörn. HELGA ASTA GUÐMUNDSDÓTTIR t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. nóvember. Sigtryggur Guðmundsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jórunn Thorlacius, Gylfi Hinriksson, Hanna Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Björn Jóhannesson. t Ástkær móðir okkar, SOFFÍA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavik, er látin. Börnin og fjölskyldur þeirra. t GUÐJÓN KRISTJÁNSSON frá Eldjárnsstöðum, Langanesi, andaðist á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, laugardaginn 25. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Lárus Gunnólfsson. t Eiginmaður minn, ÓLAFUR M AGNÚSSON skipasmiður, Túngötu 5, fsafirði, • andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði laugardaginn 25. nóv- ember. Ragna Majasdóttir. t Faðir okkar, ÁRNI JÓHANNESSON bifvélavirkjameistari, Skjólbraut 1a, áður Hamraborg 26, Kópavogi, andaðist á Vífilsstöðum sunnudaginn 26. nóvember sl. Börn hins látna. t Útför föður okkar, FRIÐRIKS TÓMASAR ALEXANDERSSONAR, ferfram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Höskuldur Sverrir Friðriksson, Helga Friðriksdóttir, Margrét Friðriksdóttir. t GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR frá Ytra-Bjargi, sem andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 26. þ.m., verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 9.00 og til baka að athöfn lokinni. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Börnin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför STEFÁNS ÓLAFSSONAR, Þórufelli16. Guð blessi ykkur öll. Kristín Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.