Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LILLYSVAVA SNÆVARR + Lilly Svava Snævarr fædd- ist í Reykjavík 21. febrúar 1940. Hún andaðist á Borgar- spítalanum 18. nóv- emb'er síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 27. nóvember. MAGKONA og svil- kona okkar Lilly Svava l'ést í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Minn- ingarnar steyma fram þegar hugsað er til lið- inna ára, minningar um glæsilega og yndislega konu. Hún kynntist manni sínum, Sverri Ingólfssyni viðskiptafræðingi, þegar þau bæði voru við nám við Menntaskólann á Laugarvatni, en þaðan luku þau stúdentsprófi. Árið 1960 gengu þau í hjónaband og stofnuðu heimili. Eftir að tengdaforeldrar hennar féllu frá eignuðust þau heimili í Granaskjóli 7 og bar það glæsilegan vott um listfengi og góðan smekk húsmóðurinnar. Hún ólst upp á rniklu myndar- og menningarheim- ili við Laufásveg, en þar áttu for- eldrar hennar heima, þau Árni Snævarr verkfræðingur og kona hans, Laufey Snævarr. Skammt frá, við Laufásveginn, var Galta- fell, þar sem afi hennar og amma bjuggu og var að sjálfsögðu mikill samgangur þar á milli. Lilly Svava og Sverrir eignuðust þrjár dætur. Unnur er elst og hefur hún lokið lögfræðinámi. Hún er gift Berg- steini Georgssyni, sem einnig er lögfræðingur að mennt. Yngri dæt- urnar, Laufey Brynja og Svava Guðlaug, dvelja enn í föðurhúsum. Barnabörnin eru tvö, Sverrir og Unnur Ásta, sem voru ömmu sinni miklir gleðigjafar. Lilly Svava var gestrisin með afbrigðum, og minn- umst við jólaboðanna og allra hinna gagnkvæmu heimsókna með gleði og þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir. Um árabil starfaði Lilly Svava á Póstgíróstofunni, síðast sem skrif- stofustjóri, en við því starfi tók hún árðið 1989 eftir lát Sindra Sigur- jónssonar og gegndi hún því þar til hún veiktist á miðju síðastliðnu sumri. Hún var, eins og fyrirrenn- ari hennar, mjög vel látin af sam- starfsmönnum sínum hjá Pósti og síma, sem þakka henni samfylgdina af alhug. Það er sorg í ranni, við hjónin kveðjum mágkonu og svilkonu með söknuði. Að leiðarlokum sendum við Sverri, dætrunum og öðrum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lillyjar Svövu. Elín og Þorgeir. h :ns SuðuriandsbrautlÖ 108 Reykjavlk • Sími 5531099 Opiððllkvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni Gjafavörur. Kveðja frá ML-stúdentum 1960 Vegferð Lillyjar Svövu Snævarr eftir lífsins hringvegi er lokið. Undanfarnar vikur höfum við bekkjar- systkini Sverris eigin- manns hennar fylgst í auðmýkt með sam- heldni fjölskyldunnar sem vart vék frá sjúkrabeð hennar þar til yfir lauk. Samheldn- in kom þó engum á óvart sem til þekkti, væntumþykja Lillyjar heitinnar til fjölskyldunnar fór ekki á milli mála. I þeirra ranni í Granaskjólinu voru ræktaðar „rósir" úti sem inni. Þar var griðarstaður fj'ölskyldunnar og gestum tekið með reisn. Á stundum sem þessum lofum við visku þess sem sér til þess að mannskepnan viti sem miniist um það hvenær og hvernig hringferð hvers og eins lýkur. Ekki kom okk- ur til hugar fyrr á þessu ári að áður en því lyki yrði eitt okkar á brott úr hópnum. Við hittumst þá heima hjá þeim hjónum eins og svo oft áður síðustu áratugina. Öll hress að vanda til þess að rifja upp tæp- lega fjörutíu ára gamlar minningar og sannfærast um að innst inni hefðum við ekkert breyst aðeins elst örlítið. Einnig til að staðfesta að við værum jafn auralaus og fyr- ir fimm árum — ættum ekki fyrir Ameríkuferð til Palla P. eins og þá var fyrirhugað. Gestgjafinn Lilly Svava, sem allt- af var eins og eitt af okkur, eitil- hress að vanda, sagði eitthvað á þessa; leið — elskurnar mínar, við förum bara næst en ég legg til að við leggjum undir okkur gistiheim- ili í nágrenni Laugarvatns og verð- um þar yfir helgina í staðinn — ekki það að það komi mér við hvað þið gerjð en ég legg þetta til samt sem áður. Þetta var gert með kank- vísum svip en þó með ákveðni að baki eins og hennar var von og vísa — við samþykktum. Ung að árum hóf hún nám við ML og var fljót að finna Sverri sinn í öllu því karlaúrvali sem þar var. Þá varð fljótlega ljóst að þar fór kvenkostur sem bar sig með reisn og kunni margt í samskiptakúnst- um sem lærst höfðu frá æsku á heimili rótgróinna betri borgara í henni Reykjavík en voru okkur hin- um af landsbyggðinni nokkuð fram- andi. Hún var alltaf dama fram í fingurgóma. Þegar lokapunkturinn hefur verið settur er eins og línurnar skýrist. Samferðamaðurinn sem horfinn er augum birtist í örskotum endur- minninga og þau einkenni sem gáfu honum líf og lit í samskiptum manna á milli verða augljós. Lilly Svava var glaðvær, bjartsýn og hörkudugleg að hvaða verki sem hún gekk. Hún var ákveðin í skoð- unum og einörð í samskiptum við aðra. Hún kunni þá kúnst að fá sitt fram án láta eða yfirgangs. Hún var ættrækin og stolt af sínu fólki og þeirra verkum. En hún átti það líka til að segja okkur kímnisög- ur af ættingjum og áum. Henni var lagið að segja þannig frá að húmor- inn bar í sér blæ væntumþykjunnar og meiddi því engan. Hún var þjóð- rækin í eðli sínu og áhugasöm um sögu landsins og hafði yndi af bók- menntuni, einkum þó ljóðum. Er þess skemmst að minnast að í síð- asta teiti okkar saman flutti hún okkur ljóð eftir afa sinn og harm- aði það að ekki væru enn uppi skáld sem hann. í sínu innsta eðli var hún rómantíker og lífsnautnavera. Við bekkjarsystkinin kveðjum Lillyju'Svövu Snævarr með virðingu og þökk fyrir litríka samferð um leið og við sendum Sverri vini okk- ar og allri fjölskyldunni samúðar- kveðjur með von um að drottinn veiti líkn með þraut eins og stendur í helgri bók. Nú þegar hún Lilly mín er farin langar mig að mjnnast hennar með fáum orðum. Ég varð fljótlega heimagangur á heimili Lillyjar og Sverris eftir að ég kynntist Brynju dóttur þeirra fyrir um 15 árum, enda stutt að fara í næsta hús. Þar var alltaf tekið á móti mér einsog ég væri ein af fjölskyldunni, sama á hvaða tíma sólarhringsins það var, enda kynnti Lilly mig oftast sem fósturbarnið sitt. Lilly var sér- stakur persónuleiki, og það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég kynntist hversu hlýja og góða per- sónu hún hafði að geyma. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa ef mig vantaði eitthvað. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég hélt upp á afmælið mitt fyrir nokkrum árum og var í hálfgerðum vandræð- um með hvað ég ætti að bjóða gest- unum upp á. Þá stóð nú ekki á henni Lilly, hún töfraði fram kræs- ingar á nokkrum tímum sem ég bauð svo upp á um kvöldið, og þar með var málinu reddað, enda var hún listakokkur. Ég gleymi aldrei þeim stundum þegar ég kíkti inn á góðum sumardögum og búið var að láta renna í heita pottinn og kveikja upp í grillinu, þá voru Lilly og Sverrir f essinu sínu í fallega garðinum sínum. Ég hef ósjaldan fengið'að taka þátt í allri gleðinni í rauða húsinu í Granaskjólinu og finnst mér því leitt að geta ekki tekið þátt þegar nú ríkir sorg. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Lilly og minninguna um hana geymi ég í hjarta mínu. Elsku Sverrir, Unnur, Brynja og Svava, ég veit að þið hafið misst mikið. Ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur héðan frá Danmörku. Edda Valtýsdóttir. Þegar við hjónin fréttum í byrjun júlí að Lilly Svava hefði fengið heilablóðfall og lægi meðvitundar- laus á spítala þá fannst okkur að þessi góða vinkona okkar hlyti að ná sér. Annað var ekki hægt að hugsa sér. Án efa eru þetta við- brögð flestra við áföllum náinna ættingja og vina. Það er svo erfitt að sætta sig við brotthvarf þeirra sem okkur eru nánastir og þeim hópi tilheyrði Lilly Svava svo sann- arlega. En tíminn leið og blákaldur sannleikurinn þyrmdi smám saman yfir okkur, batinn lét á sér standa. Þó að við værum ekki óviðbúin dánarfregninni þá snart hún okkur sárt. , Það er nú komið eitthvað á fjórða áratuginn síðan kynni okkar af Lilly Svövu og Sverri hófust. Þegar í upphafi drógumst við að þessum ágætu hjónum og nutum samveru- stundanna með þeim. Lilly Svava var blíðlynd kona með hispurslausa og aðlaðandi framkomu. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og því sem efst var á baugi í þjóðlífinu og var föst fyrir og ákveðin í skoð- anaskiptum. En umfram allt var Lilly Svava sanngjörn, skilningsrík og fordómalaus. Við munum ávallt minnast þeirra ánægjulegu sam- verustunda sem við áttum saman. Við kveðjum Lillyju Svövu með þakklæti fyrir samfylgdina og vott- um Sverri, Unni Brynju, Svövu og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Lillyjar Svövu Snævarr. Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Örn Marinósson. Kynni okkar hjóna af Lilly Svövu hófust fyrir tæpum tuttugu árum þegar nýútskrifaðir endurskoðend- ur fögnuðu próflokum. Sverrir, eig- inmaður Lillyar, var í þessum hópi endurskoðenda sem þekktu fæstir hver annan nema lítilsháttar. Þessi fyrstu kynni okkar af Lilly Svövu og Sverri leiddu meðal annars til þess að ég, Þorsteinn, gekk síðar til liðs við Sverri um rekstur endur- skoðunarskrifstofu. Minningar okkar um Lilly tengj- ast flestar gleðilegum atburðum lið- inna ára, samkomum í tilefni ein- hverra áfanga, afmælum, veiðiferð- um, jólaboðum, utanlandsferðum, sumarráðstefnum endurskoðenda. Alls staðar var Lilly virkur þátttak-. andi. Hún var falleg og greind, fylgdist vel með þjóðmálaumræð- unni og hafði unun af því að gleðj- ast á góðum degi. Hún naut sín fullkpmlega í hlutverki gestgjafans. Sérstaklega eru okkur minnisstæð hin árlegu jólaboð sem þau hjón héldu um miðjan desember fyrir allt starfsfólk Lögmanns- og endur- skoðunarskrifstofunnar. Þá hafði Lilly skreytt allt húsið hátt og lágt og þau hjónin tóku á móti fólki af mikilli kostgæfni. Tíminn líður hratt finnst okkur þegar horft er til baka. í æsku manns silast tíminn letilega en eyk- ur sífellt hraðann þar til yfir lýkur. Mannsævin, hvort sem hún er skömm eða löng í venjulegri merk- ingu, reynist örskotsstund. Þrátt fyrir að ungum sé kennt að tíminn líði hratt þá skilja sjálfsagt fæstir fyrr en sjálfir reyna. Nú fmnst okk- ur ótrúlegt að hugsa til þess að tæp tuttugu ár séu liðin frá fyrstu kynn- um og finnst að samverustundirnar hefðu mátt vera fleiri. Við færum okkur það til afsökunar að við reiknuðum með því að kynnin yrðu lengri. Enginn gerir ráð fyrir því að fólk falli frá í blóma lífsins. En lífíð er nú einu sinni þannig að sjálf- ur hefur maður ekkert með það að gera hvenær maður kemur eða fer. Lilly og Sverrir voru samhent hjón. Væri annars getið fylgdi hitt með. Þau höfðu enda eytt lengstum hluta ævinnar saman, stofnuðu ung heimili og ólu dætur sínar upp í ástríki. Nú eru dætunar vaxnar úr grasi og barnabörnin komin til sög- unnar. Þau horfðu fram á rólegri tíð, meiri tíma til samvista og ferða- laga. Þá breytist allt í einni andrá. Mikill harmur er nú kveðinn að vini okkar, Sverri. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, fyrst áfallið við hin snöggu veikindi og síðan nagandi óvissan um framtíðina. Nú er þess- ari baráttu lokið. Við kveðjum Lilly Svövu. og sendum Sverri, dætrunum og öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Lára V. Júlíusdóttir, Þorsteinn Haraldsson. Við fráfall Lillyjar Svövu Snæv- arr leitar hugurinn til æskuáranna. Við vorum skólasystkini í Mennta- skólanum á Laugarvatni og þar trú- lofaðist hún bekkjarbróður mínum, Sverri Ingólfssyni. Urðu samskipti okkar náin um áratugaskeið. Menntaskólinn á Laugarvatni var á þeim tíma all sérstæð stofnun. Hann hafði ekki starfað nema nokk- ur ár þegar þetta var, húsakynni voru ófullkomin og þröngbýli mikið. Yfirleitt voru örfáar stúlkur í hverj- um bekk. Vöktu þær því mikla at- hygli okkar strákanna, einkum ef að þær voru fríðar sýnum eins og Lilly var. Foreldrar Lillyar, þau Árni Snævarr verkfræðingur og Laufey Bjarnadóttir frá Galtafelli, dvöldu þá misserum saman austur við Sogsfossa. Árni var yfirverk- fræðingur við virkjun Efrafalls og byggingu Steingrímsstöðvar. Mun það hafa verið ástæðan fyrir því að Lilly fór í menntaskóla í sveit. Þegar ég fór að vinna með námi á háskólaárum mínum var oftar en einu sinni minnst á það að stúdent- ar frá Laugarvatni væru alúðlegri og betri f viðkynningu en gengur og gerist. Ekki er ég frá því að eitthvað hafi verið til í því og þrengsli og frumstæðar aðstæður hafi eitthvað þroskað okkur. Vona ég að bættur aðbúnaður hafi ekki haft þau áhrif að þessir eiginleikar séu með öllu horfnir úr fari Laugar- vatnsstúdenta. Lilly settist í 1. bekk skólans haustið 1957 og vakti fljótlega á sér athygli vegna félagslyndis og jákvæðra viðhorfa. Tengdist hún brátt vináttuböndum við skólafélag- ana, ekki aðeins bekkjarsystkini sín, heldur skólafélágana, eldri og yngri. Hugsa ég að fáir Laugar- vatnsstúdentar hafi átt jafn fj'öl- mennan kunningjahóp úr skólanum enda var hún í stjórn nemendasam- bandsins í all mörg ár. Þau Sverrir og Lilly voru fyrst okkar félaganna til að stofna heim- ili. Þau giftust haustið 1960 og áttu fyrst heima á Hólavallagötu 13. Þar var löngum gestkvæmt og var lengi föst venja að við, skólafé- lagarnir, hittumst hjá þeim Sverri og Lilly á 16. júní til að rifja upp liðna daga. Þau áttu þannig mestan þátt í að halda hópnum saman. Hvað okkur sjálf snerti, þá buðum við hvert öðru heim á hátíðisdögum í lífí okkar. Þannig voru þau í brúð- kaupi okkar Elísabetar Guttorms- dóttur, og tókst með þeim vinátta sem treystist eftir því sem á leið. Þegar Elísabet þurfti að fara á sjúkrahús fyrir þrem árum var Lilly örlát á uppörvanir en það er mikil- vægt þegar erfiðleika ber að hönd- um að horfa jákvæðum augum á aðstæður allar frekar en æðrast yfir því sem miður fer. Þau Sverrir og Lilly eignuðust þrjár dætur, en Lilly vann lengst af skrifstofustörf með heimilishaldi. Var hún síðast skrifstofustjóri hjá ' Póstgíróstofunni en störfum hennar á þeim vettvangi er ég' ókunnugur. Fyrir tíu árum fékk ég aðgang að laxveiðisvæði austur á Gíslastöð- um í Grímsnesi. Er þar náttúrufeg- urð mikil og sérstætt umhverfi. Fóru þau Sverrir og Lilly með mér í flestar veiðiferðir sem þangað voru farnar. Kynntist ég þá nýrri hlið á Lilly, en hún undi sér vel úti í náttúrunni og fékk einstaka sinn- um lax á öngul. Annars var það ekki aðalatriðið heldur reynt að njóta ferðalagsins á hverju sem gekk, enda margt við að vera. Þarna á Gíslastöðum eru rústir eyðibýlis sem vöktu mjög forvitni hennar. Lilly hafði verið í sögunámi í Háskóla Islands og nú fékk hún þá hugmynd að rita sögu byggðar þarna í fjallinu. Hefði verið gaman ef henni hefði enst aldur og heilsa til að safna heimildum til þeirrar sögu, því nú fer þeim óðum fækk- andi sem gengu þar um garða. Býlið fór í eyði árið 1947. Föstudaginn 30. júní sl. töluðum við saman í sima um veiðferð sam farin skyldi þá eftir viku. Ætluðu þær Elísabet, eiginkona mín, og hún að sjá um að ekkert skorti í mat og drykk í þeirri ferð. Á mánudag- inn frétti ég að hún hefði fengið heilablóðfall og vorum við þá all óþyrmilega minnt á fallvaltleik lífs- ins. Lilly mun ekki hafa komist til meðvitundar eftir það og andaðist hún 18 nóvember sl. Blessuð sé minnig hennar. Páll Skúlason. Lilly hefur verið kölluð á brott eftir erfið veikindi. Við vinkonur yngstu dóttur henn- ár, Svövu, minnumst Lillyar sem lífsglaðrar og atorkusamrar konu með stórt hjarta. Kímnin var aldrei langt undan og áttum við margar glaðar stundir í Granaskjólinu hjá þeim hjónum Lilly og Sverri. Við kveðjum Lilly með söknuði, og biðjum Guð að styrkja Svövu og fjölskyldu hennar í þeirra miklu sorg. Kristín, M aría, Ragnheiður, Sif og Svanhildur. Kynni okkar af Lilly Svövu hóf- ust í febrúar 1983 þegar ég hóf störf hjá Sverri. Skrifstofan var þá í Nýja Bíó-húsinu í Lækjargötu 2. Það er mér minnisstætt þegar hún kom færani hendi um helgar með heimabakað sætabrauð og hversu vel þegið það var af okkur vinnufé- lögunum. Það var hennar yndi að veita öðrum. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Sverri fór Lilly Svava að hafa orð á því að hún vildi að Sverrir minnk- aði við sig vinnuna innan fárra ára til að þau gætu notið þess að vera meira saman. Sverrir brosti bara góðlátlega þegar þetta bar á góma og okkkur Lindu þótti Sverrir eiga langt í land. Eftir á læðist að manni sú hugsun að hana hafí rennt í grun að henni myndi ekki auðnast löng ævi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.