Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 53

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 53 BRÉF TIL BLAÐSINS Að hverju stefna þin g- menn með störfum sínum? Frá Brynjólfi Brynjólfssyni: ÞEGAR litið er yfir ýmsa þætti í störfum og ákvörðunum þeirra sem á Alþingi Islendinga sitja þá vaknar þessi spurning mjög auðveldlega. Svör við henni er ekki auðvelt að fá, því enginn sem situr á Alþingi telur sér skylt að svara okkur kjós- endum. Ég ætla að taka hér til að byija með einn þátt sem vekur hjá mér spurningu um að hveiju var stefnt í ákvörðunum þingsins. Þegar farið var að setja bundið slitlag á þjóð- vegi landsins þá byijuðu þingmenn á landsbyggðinni að bítast um slit- lagskökuna hver fyrir sitt kjör- dæmi. Afleiðingin af því sýnir sig á vegum landsins í slitlagi sem er mjórra en vegurinn. Þingmönnum datt í hug að teygja á laginu en allt sem er teygt mjókkar óhjá- kvæmilega. Þessi ákvörðun bauð heim aukinni slysahættu og hefur það gengið mjög ríkulega eftir, því miður. Hraði og slys Við þessar aðstæður sem búið var að skapa á þjóðvegum landsins tóku þingmenn sig til og færðu hraðatakmörkin í umferðinni upp í níutíu kílómetra og töluðu margir fyrir þessari breytingu. Við hana ijölgaði slysunum og afleiðingarnar af þeim urðu skelfilegri. Þingmenn tóku líka ákvörðun um að leggja strandsiglingar Ríkisskipa niður og öttu þar með fleiri og stærri flutningabílum á þessar hrikalegu aðstæður á þjóðvegunum. í æðisgenginni leit þingsins að tekjustofnum hefur verið lögð svo mikil skattabyrði á starfsemi flutn- ingabíla að eigendur þeirra eru í erfiðleikum með eðlilegt viðhald þeirra og það bíður líka heim auk- inni óhappa- og slysatíðni. Þetta ástand kallaði að sjálfsögðu á aukna og öflugri löggæslu. Þing- menn brugðust þannig við því að skera niður fjárframlög til löggæsl- unnar og þrengja að henni á alla vegu. Aukin slysatíðni og miklu verri afleiðingar slysanna auka mjög allt álag á heilbrigðisstofnanir svo sem sjúkrahús og endurhæfing- arstöðvar. Þingið er í óða önn að skera niður til heilbrigðismála þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir þjónustu heilbrigðisstofnana sem má að nokkru rekja til framangreindra atriða. Ljóst má vera að ákvörðun sú að teygja á slitlaginu hefur haft skelfilegar afleiðingar og vitnar ekki um góð vinnubrögð þingmanna og alls ekki um glöggskyggni þeirra sem á þinginu sitja. Trúlega hefði mátt spara mikið fé og bjarga mörgum mannslífum að ég ekki tali um þjáningar aðstandenda fórn- arlambanna ef meiri fyrirhyggja og meira samræmi í ákvarðanatöku væri í störfum Alþingis. Ætla mætti af því hvernig ég set þessa umsögn fram hér, að á Alþingi sitji helst illa gefnir og illa innrættir einstaklingar. Svo er nú sem betur fer ekki. Á þingi situr eðlilegur þverskurður af andlegum vænleik og góðvild þjóðarinnar. Miðað við það er óheppni, já, eða glám- skyggni þeirra í ákvarðanatöku ótrúleg og þjóðinni mjög kostnaðar- söm á ýmsa vegu. Unglingar og áfengi Annað atriði sem þingmenh eru þó enn með í tillöguformi og vitnar ekki beint um góða hæfni þeirra er tillaga um að lækka heimild til áfengiskaupa niður í átján ár. Þessi tillaga er til komin vegna þess að stjórnvöld hafa aldrei tekið á þess- um málum af neinni festu. Þetta er því bara flótti þeirra frá því sem þau aldrei kláruðu, þótt lagaheim- ildir væru fyrir hendi til þess að hafa stjórn á vandanum. Unglingar um og innan við ferm- ingaraldur hafa komist upp með að þvælast drukknir á almannafæri og liggja þar fyrir hunda og manna fótum í ölvímu. Lögreglan hefur tekið þessi ung- menni og ekið þeim heim til sín og ekki alltaf hlotið þakkir fyrir. Ekki virðist hafa legið fyrir í kerfínu að líta á mál drukkins unglings sem sérstakt sakamál og taka á því og rannsaka það sem slíkt. Þó er um sakamál að ræða þegar unglingur undir lögaldri verður drukkinn því hann getur ekki orðið það nema einhver bijóti lög til þess að svo geti orðið. Þegar einstaklingur í vímu af öðrum vímugjafa kemst í hendur lögreglunnar er rannsakað hvaðan hann hefur fengið hinn ólöglega vímugjafa. Það sama á að sjálfsögðu að gilda um drukkinn ungling því neysla hans á áfengi er brot á lögum. Jafnvel heyrist að foreldrar kaupi vín fyrir börn sín vegna ótta við landann. Þau mundu ekki gera það ef þau ættu von á sakamálarann- sókn vegna drykkju barnsins. Það mundi líka gilda um aðra, þeir mundu ekki taka þá áhættu að stuðla að drykkju unglings annað- hvort með sölu til hans eða með því að kaupa fyrir hann vín, en engin áhætta virðist liggja í þessu lögbroti. Vandi sá sem er uppi í dag í þessum málum er yfii-völdum að kenna og sýnist ekki leggjast mikið fyrir þau til úrlausnar vandanum með þessari tillögu um lækkun ald- urs til vínkaupa. Vilji til að hafa einhver tök á þessum málum virðist ekki mikill þegar borinn er saman fjöldi vínveitingastaða til dæmis í Reykjavík og fjöldi eftirlitsmanna með þeim. Brugg og böl Bruggarar hafa komist upp með að gera þessa aldurshópa að mark- hópi fyrir sína vöru og aðeins orðið fyrir smávægilegum töfum af hönd- um yfirvalda svona rétt á meðan var verið að koma þeim á blað. Síð- an var þeim sleppt og þeir tóku upp fyrri iðju. Þessi saga endurtók sig oftar en einu sinni. Það eina sem yfirvöldum og þingmönnum dettur í hug og sem þeir halda að leysi vandann er að fara í samkeppni við bruggarana og selja yngri aldurs- hópum vín og kalla það löglegt. Svona aumingjaskapur getur aldrei orðið löglegur jafnvel þó þingið samþykki hann. Siðleysið í þessari ákvörðun kemur í veg fyrir að hún geti í raun orðið lögleg. Áfengisvandi þjóðarinnar er slíkur að ákvörðun Alþingis um lækkun á aldri til áfengiskaupa vegur að hagsmunum þjóðarinnar og það gerir líka sú dusilmennska sem hefur viðgengist í þessum málum. Stjórnvöld eru í raun að bregðast nýjum upprennandi kyn- slóðum með því að taka á áfengis- vandanum með því að venja yngra fólk á drykkju og opna því leið inn á vínveitingastaðina. Þessi ákvörð- un mun seint verða flokkuð sem forvarnarstarf í drykkjuvanda þjóðarinnar. Það eru ekki heppileg skilaboð sem stjórnvöld senda æskunni með þeirri hvatningu til áfengiskaupa sem felst í þessari tillögu. Mjög aukinn ijöldi ungs fólks getur eftir breytinguna sótt inn á vínveitinga- staðina og numið drykkjusiði full- orðinna af þeim. Það verður ekki til þess að fegra þjóðfélagsmyndina en hugsanlega verður það til hagsbóta fyrir ferða- þjónustuna í landinu. Hún getur þá í auknum mæli selt erlendum ferða- mönnum skoðunarferðir til landsins til þess að virða fyrir sér drykkju- siði íslendinga en þeir þykja einkar athyglisverðir í augum útlendinga og eitt af því sem þeir telja sig sjá aðeins hér á landi. Mér hefur óvart dottið í hug þegar ég horfi á hvern- ig hefur verið staðið að þessum áfengismálum að Bakkus konungur eigi of marga fulltrúa á þingi og í stjórnkerfinu til þess að þaðan fáist úrlausn sem heppileg getur talist fyrir þjóðina. Þetta eru í raun mörg samantek- in dæmi um mistakaferil Alþingis en þau eru því miður miklu fleiri, mistökin, og væru þau eflaust efni í heila stóra bók. Ágætu þingmenn, þessi skrif mín eru í raun opið bréf til ykkar og ég geri þá kröfu til ykkar að ég og aðrir sem kunna að lesa þessi. skrif mín fái svar við spurningunni sem felst í efninu. Spurningin er: Hvers vegna koma störf, sem þykja svo ábyrgð- armikil að greiða þarf sérstaklega vel fyrir þau, svona illa út fyrir þjóðina? Hvernig verður svona hróplegt ósamræmi í ákvarðana- töku hjá stofnun sem krefst þess að þjóðin beri virðingu fyrir sér? BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, Þórunnarstræti 108, Akureyri. Diplomat fistölvur. Verð frá 127.044,- Mikiö úrval af hörðum diskmn á nijög góðu verði. Lyklaborðsskúffur kr. 1.900,- Skjásíur frá kr. 3.900,- Úlnliðapúðar kr. 990,- Rykhlífar lyrh' tölvur og tölvubúnað frá kr. 330,- Módem og Intemettengingar. Verð frá kr. 8.149,- Skannar frá kr. 49.500,- Netkort og Hubbar í úrvali: Verðdæini: Netkort og Personal Netware kr. 5.900,- Skjáarmar á gainla góða verðinu Nauðsynlegii' þar sem pláss er takmarkað Duftliylki, prentborðar og litaliylki fyrir flastar gerðir prentara á frábæm verði. Prentai'adeilar og nettengi fyrir allai' gerðir prentara. VíU'íiaflgjafar á ómilega góðu verði. Nauðsynlegir öryggisins vegna. Goð tíðindi fyrir tölvnnotendnr 15" skjáir frá kr. 37.180,- 17” skjáir frá kr. 65.953,- Afritunaistöðvar frá kr. 22.497,- Diskettur með lífstíðarábyrgð. Segulbönd og hreinsispólur. Geisladrif 2X kr. 9.900 4X kr. 15.393 MORE PENTRTM 75 MHz, 8 MBminni, 850 MB diskur. 4X geislatlrif, víðóma l(i bita hljóðkort, lyklaborð, iriús og 14" skjár. kr. 149.900,- 8 MB minnisstækkun kr. 24.900,- eða kr. 22.900, - sé stækkunin keypt um leið og tölvan. PENTIUM 75 MHZ, 8 MB minni, 850 MB diskur, 14" skjár, lykkiborð og mús. kr. 137.900 BOÐEIND Hirslur i'v'rir geisladiska og diskettur á ótrúlega lágu verði. Mörkinni 6 • Sfmi 588 2001 • Fax 588 2062 IVetfang: li(i(l(>iii(l@imn<>(lia.fs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.