Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Nýkomnar nátttreyjur og náttermar. Svissnesk gœðavara. 'S? Laugavegi 4, sími 551 4473. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta HILMAR hringdi og vildi koma á framfæri þökkum vegna góðrar þjónustu á Bifreiðaverkstæði Kópa- vogs á Skemmuveginum. Hann var í vandræðum með bílinn sinn og fór til þeirra og á meðan þeir gerðu við bíl hans lánuðu þeir honum annan svo hann gat sinnt sínum er- indum á meðan á viðgerð- inni stóð. Þetta er frábær þjónusta. Rangt farið með nafn höfundar RANGT var farið með höf- und textans „í okkar fagra landi“ í Velvakanda síðast- liðinn föstudág þegar hann var sagður vera Þorsteinn Erlingsson. Hið rétta er að Þorsteinn Eggertsson samdi textann. Þakkir HULDA hringdi og vildi koma á framfæri þökkum til ungs manns á rauðri Toyotu, BM-206, sem kom að henni þar sem bíll henn- ar var bensínlaus með blikkandi ljós á Kringlu- mýrarbraut milli Suður- landsbrautar og Miklu- brautar. Þegar ungi mað- urinn kom til hjálpar voru hún og maður hennar búin að reyna að stöðva bíla í rúman klukkutíma en án árangurs. Þessi ungi mað- ur kemur þarna að og býðst til að draga þau á næstu bensínstöð. Hulda vill koma innilegu þakklæti tjl mannsins. Tapað/fundið Herðasjal tapaðist LITRÍKT herðasjal tapað- ist 18. nóvember sl. á bas- ar Dómkirkjunnar í Lækj- argötu 14a. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-3230. Gróttuætt — kápa GRÓTTUÆTTIN hittist sunnudaginn 10. septem- ber sl. úti á Seltjarnarnesi. Þann dag skildi einhver eftir telpnakápu í húsi ís- lenska lyfjafræðisafnsins. Sá sem kannast við að hafa gleymt kápu þennan dag er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 561-6166. Gæludýr Kisa er týnd FIMM ára gamall síams- köttur, fress, sem er ljós á feldinn og dökkur á fótum, höfði og rófu týndist mið- vikudagskvöldið 22. nóv- ember frá Barðavogi. Hann er ómerktur en gegn- ir nafninu sínu, Símon. Ef einhver hefur orðið var við Símon vinsamlegast hring- ið í síma 568-1514. 5.-14. des. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20-22. Vöðvabólga, höfuðverkur, orkuleysi? Láttu ekki jólastressið ná tökum á þér! Lærðu að lesa úr skilaboðum líkamans og kynnstu aðferðum sem auka vellíðan. m Kynning laugardag 2. desember kl. 13. Leiðbeinandi: Kristín Noriand Kripalujógakennari. HEIMSLÍos Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2. hæð, sími 588 4200. SKAK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR á leik Staðan kom upp á Invest- banka stórmótinu sem nú er að ljúka í Belgrad. Lettinn Aleksei Shirov (2.695) hafði hvítt og átti leik gegn yngsta stórmeistara heims, Peter Leko (2.605), Ung- verjalandi. 24. Rfg5!! - hxg5 (Hvíta fómin virðist standast og má stinga uppá 24. - Dxf5!?) 25. Rxg5 - Df6 26. He6!! - Bxe6 27. fxe6 - g6 (Eft- ir 27. - Re5 28. Dh5 - Dh6 29. Bh7+ - Kh8 30. Rf7+ - Rxf7 31. Bxh6 - Rxh6 32. Bbl - c4 33. Dh4! - d5 34. e7 fær svartur eng- an veginn nægar bætur fyrir drottninguna) 28. exd7 - Hd8 29. Dg4! - Be7 30. h4 - d5 31. Rf3! - Kg7 32. Bg5 - Dxb2 33. Bh6+! og svartur gafst upp. Staðan fyrir síðustu umferð: 1-2. Gelfand og Kramnik 7 v. af 10, 3. Shirov 6*/* v. 4.-6. Leko, Timman og Top- alov 5 v. 7.-8. Adams og ívantsjúk 4 ’/a v. 9.-11. Beijavskí, Lautier og Ljubojevic 4 v. 12. Milad- inovic 3'A v. Byrjunin í skákinni Shirov-Leko var margþvælt þrætubókarafbrigði í spánska leiknum. Ég birti leikina fyrir allra fræða- þyrstustu lesenduma: 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 11. Rg5 - Hf8 12. Rf3 - He8 13. a4 - h6 14. Rbd2 - Bf8 15. Bc2 - exd4 16. cxd4 - Rb4 17. Bbl - c5 18. d5 - Rd7 19. Ha3 - f5 20. exfð - Bxd5 21. Hxe8 (Kasparov lék hér Re4 gegn Karpov í einvígi þeirra 1990) 21. - Dxe8 22. He3 - Df7 23. Re4 - bxa4 og við höfum stöðuna á stöðumyndinni. Abendingar á mjólkuriunbúðitm. nr. 35 af 60. Ástkæra ylhýra málið! Góður verkmaður kann vel að meta góð verkfæri. Af sömu ástæðu er skáldið óþreytandi að lofa dýrmætasta tæki sitt, íslenska tungu: Ég skildi að orð er á íslandi til Upp vek þú málið mitt, um allt, sem er hugsað á jörðu. minn guð, hljóðfærið þitt. (EinarBenediktsson) (Bjami fónsson) MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla ú mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, Islenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. Víkverji skrifar... VIKVERJA hefur borizt bréf frá Höskuldi Jónssyni, forstjóra ATVR vegna umræðna í Víkverja fyrir skömmu um opnunartíma vín- búða. Bréf Höskuldar fer hér á eft- ir en það ber fyrirsögnina Um kunn- ingjahjal og er svohljóðandi:„Þakka ber Morgunblaðinu fyrir ágætar greinar um varning sem ATVR hefur á boðstólum. Blaðamenn Morgunblaðsins leita og_ iðulega upplýsinga um starfsemi ÁTVR og koma því til skila sem um er rætt. Fréttaflutningur Víkvetja af starfsemi ÁTVR er af allt öðrum toga spunninn. Víkveiji er nafn- laus. Hann er samt kunningjamarg- ur og kunningjarnir eru heimilda- menn hans um starf ÁTVR. Þeir eru líka nafnlausir en greinilega málhressir og svo sannfærandi að ekki er talin þörf á staðfestingu frásagna þeirra. Fyrir skömmu komst Víkvetji og kunningi hans að því að vínbúðin Heiðrún hefði verið opin í hálft ár til kl. 19 á föstudögum. Þessa til- högun hafði ÁTVR kynnt með áber- andi hætti í öllum áfengisverslunum á Reykjavíkursvæðinu í 6 mánuði þegar það varð Víkveija tilefni til ávirðinga á ÁTVR að kunningja- hópur hans hefði ekki fengið um þessa nýbreytni að vita. Morgunblaðið greindi frá því í fréttum að ÁTVR áformaði að opna verslanir á laugardögum. Blaðamað- urinn greindi frá öllu sem máli skipti m.a. nýrýmkuðum reglugerðarheim- ildum. Lög mæla fyrir um að vínbúð- um skuli loka á hádegi laugardags. Víkveiji Qallaði einnig um þessa nýbreytni. Hann var reyndar ánægður með að opnað yrði ájaug- ardögum og var hissa á að ÁTVR skyldi fitja upp á slíkri nýbreytni án mikils þrýstings frá almenn- ingsálitinu. Hann og kunninginn voru reyndar hissa á að ekki skyldi opið fram eftir laugardeginum og kenndi ÁTVR um eins og_ héðan væri stýrt hvað teldust lög á íslandi. Venjulega leiði ég þetta kunn- ingjahjal hjá mér. Ástæða þess að ég sting niður penna nú er sú af- staða Víkvetja að þjónustu eigi að veita á þeim tíma þegar einhver spyr eftir henni. Á árunum 1960-1970 hættu mörg fyrirtæki vinnu á laugardög- um. Fyrst og fremst voru það starfsmenn sem þrýstu á að hafa frí um helgar fyrir sig og sína, a.m.k. yfir sumartímann. Af ein- hveijum ástæðum blönduðu stjórn- völd sér í þessi mál með þeim hætti að með reglugerðum var neglt niður hvar og hvenær eitthvað sem kall- aðist sala mætti fram fara. Kaup- andi mátti ekki stíga inn í sjoppu heldur versla í gegnum lúgu og venjulega matvöru mátti ekki selja þar og allra síst mjólk. Nú hafa vindar frelsis feykt þess- um reglum burt og ég nýt þess að frá heimili mínu er innan við fimm mínútna gangur í íjórar verslanir sem opnar eru alla daga vikunnar frá kl. 10 að morgni til kl. 10 eða 11 að kveldi. Ég notfæri mér þessa þjónustu og verð að játa að stundum kemur hún sér vel. xxx EGAR kvartanir berast um nauman afgreiðslutíma vín- búða verður að líta til kostnaðar við að fallast á það sem um er beð- ið. Ég treysti mér ekki til að lengja vikulegan afgreiðslutíma án þess að rekstrarkostnaður versíana hækki. ÁTVR getur ekki stutt ákvarðanir um breytingu á rekstri þeim rökum að allt fáist bætt með aukinni sölu. Eðli máls samkvæmt á starf ÁTVR ekki að vera neyslu- hvetjandi. Eftir þá kerfisbreytingu sem gerð var 1. september sl. er hluti ÁTVR af verði venjulegrar vodkaflösku 86 kr. Söluaukning þarf því að mælast í hundruðum flaskna til að greiða þann kostnað sem fylgir að opna vínbúð í Reykjavík á laugar- dagsmorgni. Aukist ekki salan þarf að jafna þessum kostnaði niður á verð vöru sem seld er alla daga vikunnar. Ég tel mjög varhugavert að ala á því að almennt skuli þjón- usta veitt alla daga vikunnar án þess að gerð sé rækileg grein fyrir auknum kostnaði við rekstur. Það er í hæsta máta óréttlátt að velta kostnaði við þá síðbúnu yfir á þá sem gera kaup sín á afgreiðslutíma innan dagvinnumarka. Að sjálfsögðu eru alltaf tilvik sem við þarf að bregðast. í mörgum borgum Evrópu eru opnar verslanir á járnbrautarstöðvum sem selja vöru sína dýrt um helgar en leysa um leið brýnan vanda þeirra sem eigi gátu nýtt sér venjulegan versl- unartíma. Áð breyttum lögum væri ekki útilokað að ÁTVR ætti aðild að slíkri verslun. Víkveija og kunn- ingjum hans væri nær að tala fyrir einhveiju skikkanlegu kerfi á vöru- dreifingu heldur en að hampa skipu- lagsleysi sem fyrst og fremst bitnar sem verðhækkun á þeim fjölda fólks sem fyrirhyggju sýnir. xxx ÞAÐ er önnur hlið á þessu máli. Frítlmi er fólki mikils virði. Ég geri ráð fyrir að ástæða þess að Morgunblaðið birtist ekki á mánudögum sé fyrst og fremst virð- ing fyrir þörf starfsmanna á frí- tíma. Ég læsi Moggann á mánudög- um, kæmi hann út, og ætla mætti að blaðinu yrði ekki vant auglýsinga þann daginn frekar en endranær. Vínbúðir verða ekki opnar um helg- ar nema starfsfólk fáist til að gefa frítíma sinn eftir. Starfsfólkið taldi að ÁTVR yrði að fylgja straumnum og miðað við aðstæður er ég þakk- látur fyrir þá afstöðu. Sjálfur yrði ég ekki sæll væri ég þvingaður til vinnu að staðaldri um helgar og nær sú afstaða mín einnig til Vík- veija og þeirra kunningja hans sem að þeirri skipan róa.“ Höskuldur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.