Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 59 Morgunblaðið/RAX Söngvar hvers- dagslegrar gleði TONLIST Gcisladiskur ÚT OGSUÐUR Út og suður, Bogomil Font syngur lög Kurts Weills. Sigtryggur Bald- ursson syngur lög eftir Kurt Weill með textum eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Þorstein Gylfason, Þorstein frá Hamri. Hljóðfæraleikar;ir eru ýmsir, m .a. Dave Adler, Baron von Trumfio og Sigtryggur Baldursson. Útsetningar aimaðist Sigtryggur Baldursson og hann stýrði einnig upptökum. Smekkleysa gefur út. 45 mín., 1.999 kr. SIGTRYGGUR Baldursson ger- breytti ballspilamennsku á Islandi þegar hann birtist í gervi Bogomils Fonts, söngvarans dularfulla með Milljónamæringa sína sem undirleik- ara. Framan af gekk útgerðin illa, líklega fáir átt von á að Sigtryggur, trommuleikari Sykurmolanna, gæti komið undir sig fótunum sem raulari af gamla skólanum. Sigtryggur sigr- aðist þó á öllum efasemdarröddum, Bogomil Font varð kærkominn heim- ilisgestur á þorra íslenskra heimila og breiðskífa hans seldist eins og heitar lummur. Síðan hefur Sig- tryggur haldið til annarra starfa í Bandaríkjunum, en þó komið í reglu- legar heimsóknir til íslands sem Bogomil. Fyrir skemmstu kom svo út önnur breiðskífa Bogomils, Út og suður, að þessu sinni sólóskífa, því nú eru Milljónamæringarnir ekki með í spilinu. A fyrri plötu glímdi Sigtryggur helst við léttmeti, söng dægurlög með suðrænni sveiflu, nokkuð jass- skotinni á köflum. Á Út og suður færist hann öllu meira í fang, því hann glímir við lög Kurts Weills. Þeir eru legíó sem tekið hafa upp lög Kurts Weills, obbinn klassísk menntaðir tónlistarmenn sem flutt hafa lögin sem einskonar klassík; en það hefur viljað brenna við að gleðin og gamanið hefur gleymst í leit að listrænni túlkun. Útsetningar Sigtryggs eru víða bráðvel heppnaðar, til að mynda í millikafla upphafslags plötunnar, sem sem ástartregi, túlkaður fyrst með angurværri sög og síðar með ástsjúkri básúnu. Strengir eru smekklega notaðir í því lagi og reyndar víða. Blástur er og skemmti- legur, til að mynda gefur hálf groddalegur blástur í I’m a Stranger Here Myself laginu skemmtilegan blæ kæruleysislegrar úrkynjunar. Eina hljóðfærið sem ekki kemur nógu vel út er harmonikkan, hljómur henn- ar er of hvellur og einsleitur, líklega hefði farið betur á að nota bandeone- on eða eitthvert álíka dragspil, til að mynda í laginu Surabaya Johnnie, sem Sigtryggur fer vel með þó ekki sé hann sleipur í þýskunni, ef marka má framburðinn. Hann bregður reyndar fyrir sig ýmist íslensku, ensku, frönsku eða þýsku og óneitan- lega tekst honum best upp í þeim lögum sem eru á íslensku; að minnsta kosti hljóma þau strax einna best. Söngurinn er yfirleitt vel af hendi leystur og hvarvetna af nærgætni og smekkvísi. Sigtryggur Baldursson og Bogomil Font hafa tekið höndum saman um að minna áheyrendur á að lög Kurts Weills eru fyrst og fremst söngvar hversdagslegrar gleði, skotin vonleysi og trega þeirra sem orðið hafa undir í ástinni eða lífinu, en taka ósigrunum eins og hverju öðru hundsbiti. Eins og rakið er tekst þeim glettilega vel upp og víða framúrskarandi. Árni Matthíasson GUÐMUNDUR Guðmundsson, Atli Már Daðason og Berglind Sigurðardóttir. Myrkra- messa ►MENNTASKÓLINN í Kópa- vogi stóð fyrir Myrkramessu síðastliðið sunnudagskvöld. Um er að ræða árshátíð þeirra MK-inga, en hún er haldin ár- lega, eins og nafnið gefur til kynna. Að þessu sinni fór mess- an fram í Ingólfscafé. Morgunblaðið/Hilmar Þór HUNANG lék fyrir dansi. JÓHANNA „Anderson" Jónsdóttir og Svava Lút- hersdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.