Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E tvguitHfiMto STOFNAÐ 1913 273. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníu-Serbar venda sínu kvæði í kross Styðja komu bandarískra hermanna Sarajevo, Brussel, Washington. Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba sneru við blaðinu í gær og segjast nú styðja þá áætlun Bills Clintons, forseta Bandaríkjánna, að senda bandaríska hermenn til Bosníu. Áður höfðu þeir varað við, að það gæti leitt til nýs blóðbaðs í landinu. Samningar tókust í gær um þátttöku Rússa í friðar- gæslu í Bosníu Radovan Kardzic, forseti Bosníu- Serba, sagði í viðtali við CNN-sjón- varpsstöðina, að kæmu bandarískir hermenn til Bosníu staðráðnir í að gera engum einum hærra undir höfði en öðrum, myndu Serbar taka þeim sem vinum. „Ég hef fallið frá öllum hugmyndum um hernaðarlega lausn og styð Dayton-samkomulagið. Við viljum frið," sagði Karadzic. I fyrradag og um helgina hótaði Karadzic nýjum átökum og sagði, að hætta væri á að Sarajevo yrði að „Beirut" Evrópu. Nú kveðst hahn vona, að friðsamleg lausn fínnist á kröfu Serba unrað hluti borgarinnar verði undir þeirra stjórn. Samið við Rússa William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Pavel Gratsjov, starfsbróðir hans rússnesk- ur, náðu samningum í gær um þátt- töku rússneskra hermanna í friðar- gæslunni í Bosníu. Verður yfirstjórn- in í höndum NATO eins og áður var ætlað en þátttaka Rússa verður þó skilgreind þannig, að hún falli ekki beint undir hana. Perry sagði í gær, að um 700 bandarískir hermenn yrðu sendir til Bosníu eftir viku til að búa í haginn fyrir komu gæsluliðsins, 60.000 manna. í gær samþykkti þýska stjórnin að senda 4.000 hermenn til landsins og er búist við, að það verði samþykkt á þingi. Sáttatónn á Bandaríkjaþingi Clinton Bandaríkjaforseti flutti ávarp til þjóðarinnar í fyrrakvöld og skoraði á hana og þingið að styðja áætlun sína um að senda 20.000 her- menn til Bosníu. Virðist það hafa mælst vel fyrir samkvæmt skoðana- könnunum og Bob Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, gaf til kynna, að hann vildi ná sáttum um málið. ¦ Færri andvígir/18 Reuter Eldflaugaárás svarað ISRAELSKAR herflugvélar gerðu þrívegis árás á skæruliða Hizbollah-hreyfíngarinnar í Líb- anon i gær. Höfðu þeir áður skot- ið mörgum Katusha-eldflaugum á ísrael en ekki er vitað um manntjón í þessum átökum. Reykinn leggur upp frá bænum Nabatiyeh en israelsku landa- mærin eru uppi í hæðunum. # # Reuter Öngþveiti í París VERKFALL franskra lesta- starfsmanna, sem staðið hefur í fimm daga, veldur æ meiri vand- ræðum, en til þess var efnt til að mótmæla fyrirhuguðum nið- urskurði og breytingum á vel- ferðarkerfinu. I París og víðar var gífurlegt umferðaröngþveiti í gær og voru bílalestirnar sums staðar 30 km langar eða lengri. Lamaðist ýmiss konar starfsemi vegna þess, að i'ólk komst ekki til vinnu sinnar. Talsmaður rikis- sijórnarinnar sagði í gær, að i engu yrði hvikað, óhjákvæmilegt væri að ráðast gegn gíi'u rlegum hallarekstri velferðarkerfisins. Myndin var tekin í París í gær- morgun þegar fólk streymdi til vinnu á einkabilunum. ESB-og Miðjarðar- hafsríki Virða mann- réttindi Barcelona. Reuter. RÁÐHERRAR 27 ríkja, Evrópusam- bandsins og Miðjarðarhafsríkja, undirrituðu í Barcelona í gær sam- komulag um friðsamlega sambúð og frjálsari viðskipti. Tveggja daga fundi ríkjanna lauk þremur klukku- stundum síðar en áformað hafði ver- ið vegna deilna um hryðjuverk, kjarnorkuvopn og sjálfsákvörðunar- rétt Palestínumanna. Salah Dembri, utanríkisráðherra Alsírs, ávarpaði fundinn í lokin fyrir hönd arabaríkja og sagði samkomu- lagið vera mikilvægan áfanga á leið- inni til bættra samskipta ríkra landa fyrir norðan Miðjarðarhaf og"fá- tækra ríkja í suðri. Þrátt fyrir að utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara, hafi á mánudag tekið vel í friðarumleitanir Ehoud Baraks, utanríkisráðherra ísraels, neituðu Sýrlendingar lengi vel að gefa eftir í viðræðunum í gær. Þeir töldu rétt að gera greinar- mun á hryðjuverkum og „réttmætri frelsisbaráttu". Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, tók hins vegar fram að fund- inum hefði ekki verið ætlað að leysa deilur fyrir botni Miðjarðarhafs og Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, neitaði að gera breytingar á þeirri málamiðlun er náðist að lok- um. Er frammistaða hans á fundin- um talin geta haft jákvæð áhrif á framboð hans í embætti fram- kvæmdastjóra NATO. í samkomulaginu skuldbinda ríkin sig til að virða landamæri hvers annars, ólík trúarbrögð og mannrétt- indi og berjast gegn hryðjuverkum. Þá er stefnt að því að hindrunum vegna viðskipta með iðnaðarvörur hafi verið rutt úr vegi fyrir árið 2010. Á móti skuldbindur Evrópu- sambandið sig til að verja sex millj- örðum dollara eða sem nemur tæp- um 390 milljörðum króna til að efla menntakerfi og samgöngur í Mið- jarðarhafsríkjunum. Sænska lögreglan kom upplýsingum til Þjóðverja í stríðinu Njósnaði um Dani Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA og fínnska öryggislög- reglan unnu saman á stríðsárunum og fínnska lögreglan kom sænsk- um upplýsingum á framfæri við Þjóðverja. Meðal annars veitti sænska lögreglan Þjóðverjum á þennan hátt upplýsingar um dönsku andspyrnuhreyfinguna. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter um upplýsingar, sem fundist hafa í fmnskum skjalasöfn- um. Samkvæmt finnsku upplýsing- unum sendi sænska öryggislög- reglan njósnara yfir til Danmerk- ur, sem safnaði upplýsingum um Dani en einnig um Svía, Hollend- inga og Breta. Nöfnin fékk hann á fölskum forsendum frá danska kommúnistaflokknum. Á þeim bæ var álitið að njósnarinn væri fulltrúi sænska kommúnistaflokksins, þar sem hann hafði fölsuð skjöl þaðan. Efast um hlutleysið Sænska lögreglan lét þessar upplýsingar og fleiri ganga áfram til finnsku öryggislögreglunnar, sem starfaði með Þjóðverjum 1941-1945. Málið þykir enn eitt dæmi um að Svíar hafi ekki verið jafn hlutlausir og þeir vildu vera láta í síðari heimsstyrjöldinni. í Finnlandi gildir skjalaleynd að öllu jöfnu í hálfa öld og nýlega voru opnaðir pakkar frá stríðslok- um, þar sem þessar upplýsingar koma fram. í Svíþjóð eru allar upplýsingar varðandi öryggislög- regluna lokaðar um aldur og ævi og ekki einu sinni fræðimenn eiga aðgang að þeim, sem þó er víða annars staðar. Þetta vekur einnig upp tor- tryggni í Svíþjóð um að með þessu sé komið í veg fyrir rannsóknir og þá meðal annars á stríðsárunum í Svíþjóð og hugsanlegu samstarfi við Þjóðverja. Bent hefur verið á að barátta sænskra stjórnvalda fyrir opnara upplýsingaflæði innan Evrópusambandsins sé ekki trú- verðug meðan upplýsingum sé haldið leyndum heima fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.