Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eymundsson 15% af- sláttur á bókum BÓKAVERSLANIR Eymundsson munu nýta heimild til 15% lækkun- ar skráðs bókaverðs, eins og það er samkvæmt samkomulagi útgef- enda og bóksala. Sem dæmi um verðlækkun má nefna, að skáldsaga sem áður kostaði 3.480 krónur kostar nú 2.958 kr. Jón Sigfússon, framkvæmda- stjóri Eymundsson, sagði að boðið yrði upp á tugi bókatitla á 15% lægra verði. „Við lítum ekki ein- göngu til metsölulista, heldur velj- um ýmsar bækur. Þessi lækkun jafngildir að 14% virðisaukaskattur á bókum sé felldur niður og er okk- ar framlagtil að jólin verði bókajól." -----»-■»■-♦-- Skiptalok eftir 8 ár SKIPTUM er lokið í þrotabúi Töggs hf, sem hafði m.a. umboð fyrir Saab-bíla, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 16. júní 1987. Alls var lýst kröfum fyrir um 83,5 milljónir í þrotabúið. Þar af voru 2,3 milljónir króna forgangs- kröfur og greiddust þær að fullu. Almennar kröfur námu rúmlega 81,1 milljón og greiddust rúm 20,2% upp í höfuðstól þeirra. Skarphéðinn Þórisson hrl. var skiptastjóri í þrotabúinu. Hann seg- ir skiptameðferð hafa dregist vegna riftunarmála og annarra málaferla á vegum búsins sem ekki sá fyrir enda á fyrr en snemma á þessu ári. FRÉTTIR Hæstiréttur vísar forræðismáli Sophiu Hansen til undirréttar Niðurstaða næsta vor HÆSTIRÉTTUR í Ankara í Tyrk- landi hefur ákveðið að vísa forræð- ismáli Sophiu Hansen til undirrétt- ar. Undirréttur fær skýr fyrirmæli frá hæstarétti og er gert að kom- ast að endanlegri niðurstöðu í mál- inu eigi síðar en í byijun apríl nk. Sophia er bjartsýn á að svo verði. Hæstiréttur tók forræðismálið fyrir kl. 7.15 að íslenskum tíma í gærmorgun. Með Sophiu í réttinum voru Abdulla Demirkol, túlkur hennar, og Hasíp Kaplan, lögfræð- ingur. Abdulla ritaði niður 20 til 30 mínútna ræðu Hasíps í réttinum. Hann sagði að Hasíp hefði tekið fram að verið væri að taka forræð- ismálið fyrir í þriðja sinn í hæsta- rétti. Hasíp hefði sagt að málsmeð- ferð undirréttar hefði ætíð verið ábótavant enda hefðu Halim og Sophia aldrei verið gift samkvæmt tyrkneskum lögum og af því for- eldrar og böm væm íslenskir ríkis- borgarar ætti að dæma i málinu samkvæmt íslenskum lögum. Hann hefði lagt áherslu á að Sophia hefði látið reyna á um- gengnisrétt sinn í hvert sinn og ætíð verið brotið á henni og börnun- um. Halim hefði aðeins einu sinni verið látinn greiða um 6.500 kr. í sekt vegna brotanna. Allir pappírar væru í lagi og hvergi í heiminum myndi látið líðast að mál tæki jafn- langan tíma í dómskerfinu. Hér væri um grundvallarbrot á mann- réttindum að ræða. Hvorki Halim né lögfræðingur hans vom viðstaddir í réttinum. Fjórir möguleikar Sophia sagði að hæstiréttur sendi forræðismálið til undirréttar innan 15 daga með skýmm fyrirmælum. Morgunblaðið/Olivier Mirguet ABDULLA, Sophia og Hasíp fyrir utan dómshúsið í Ankara í gærmorgun. Fjórir möguleikar væm á því hver þau yrðu. „Hæstiréttur gæti í versta falli skipað undirrétti að dæma Halim forræðið. Hann gæti skipað uridirrétti að dæma mér for- ræðið og hann gæti skipað að dæmt yrði sameiginlegt forræði og ákveð- ið með umgengnisrétt," sagði Soph- ia. Fjórði möguleikinn er að hæsti- réttur víti undirrétttnn vegna ýmissa formgalla á fyrri málsmeð- ferð og fyrirskipi að dæmt verði að nýju með eðlilegum hætti. Sami dómari tekur málið fyrir í undir- rétti og áður. Sophia sagðist vera bjartsýn á að komist yrði að endanlegri niður- stöðu næsta vor. Hins vegar sagð- ist hún vera þreklítil eftir veikindi og eiginlega fegin því að dómarar skyldu ekki dæma henni umgengn- isrétt í þetta sinn. „Ég myndi ekki óska eftir því nema að tryggt væri að ég sæi þær og þeim verði ekki misþyrmt fyrir að vera með mér,“ sagði hún. Hún sagðist vera á opnum árs flugmiða og yrði að bíða niðurstöð- ■ unnar í Tyrklandi ef ekki væri hægt að tryggja henni miða aftur út. Hún sagðist kvíða því að sjá fram á að vera lengi í Tyrklandi enda langaði hana að vera með fjöl- skyldu sinni um jólin og móðir hennar væri mikið veik heima á íslandi. Fjöldi vill til Karíbahafs YFIR 500 fyrirspurnir og fjöldi pant- ana bárust í gær til Heimsklúbbsins, í kjölfar auglýsingar í Morgunblað: inu um ferðir til Karíbahafsins. I frétt frá Heimsklúbbnum kemur fram, að uppseit sé í sumar ferðir, en verið sé að reyna að fá fleiri flug- sæti, skipsklefa og gistirými, til að anna eftirspurn. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, segir að gærdagurinn hafi verið sá annasamasti í sögu Heimsklúbbsins. Tilboð ferðaskrifstofunnar um „tvo fyrir einn“ í siglingu á skemmti- ferðaskipum hafi hitt í mark, enda andvirði afsláttarins um 100 þúsund krónur. Breytt vegarstæði Borgarfjarðarbrautar við bæinn Stóra-Kropp Vegarlagninguimi frestað ÞINGMENN Vesturlandskjördæmis og fulltrúar Vegagerðar ríkisins ákváðu á mánudag að end- urskoða ákvörðun, sem tekin hafði verið um að flytja þjóðveg við bæinn Stóra-Kropp í Borgarfirði. Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks á Vesturlandi, sagði í gær að niðurstaða þingmanna í kjördæminu hefði verið sú að bæri að skoða og athuga í samráði við heimamenn rök fyrir færslu frá „efri til neðri leiðar“ þess hluta Borgarfjarðar- bráutar, sem nær frá Flókum að Kleppjámsreykj- um. Ástæðan fyrir þessari frestun er sú, að með lagningu þessa vegar, sem meðal annars myndi liggja þvert í gegnum land að Stóra-Kroppi, kynnu einstakir bæir að einangrast. Gísli sagði að þessi ákvörðun um að kanna málið betur myndi hins vegar ekki tefja fram- kvæmdir við umræddan veg því að unnt yrði að hefjast handa við þann kafla, sem nær frá Hvann- eyri að Flókum. Gísli nefndi tvær „persónulegar" ástæður fyrir því að ekki ætti að færa veginn. „Ég sá að með því að færa vegir.n var verið að taka burt útsýni á ferðavænu svæði,“ sagði Gísli. „Rútur með ferðamönnum nema undantekn- ingarlaust staðar fyrir neðan Litla-Kropp til að hægt sé að skoða útsýnið, en það hyrfi yrði vegur- inn lagður neðar. Einnig blöstu við mér þær aðstæður að efri leiðin er melur og gott undirlendi til vegarlagning- ar, en neðri leiðin ræktað land og það væri mjög gott ef hægt er að komast hjá því að leggja þar veg.“ Gísli sagði að í upphafi hefði hann haldið að meirihluti væri fyrir vegarlagningunni og það hefði ekki verið fyrr en í sumar að hann hefði orðið andstöðunnar gegn henni var. Hann kvaðst þá hafa heimsótt fjölda fólks, sem yrði fyrir áhrif- um vegna þessara vegarframkvæmda, til þess að ræða málið. Hann væri þeirrar hyggju að meirihluti ætti að ráða og finna yrði viðunandi lausn. Borgarráð Reykjavíkur samþykkir framhaldssamning um Sjúkrahús Reykjavíkur BORGARRÁÐ samþykkti í gær samning, sem Reykjavíkurborg, fjár- mála- og heilbrigðisráðuneytin og Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala hafa gert með sér um frágang ýmissa atriða vegna stofnunar Sjúkrahúss Reykjavíkur um áramótin. Meðal annars felur samningurinn í sér að ágreiningur um lífeyrismál starfs- manna er leystur og að fjármáiaráð- herra mun beita sér fyrir 83 milljóna króna aukafjárveitingu til spítalans. Sömu stofnanir sömdu sín á milli fyrir réttu ári um að sameina Borg- arspítalann og St. Jósefsspítala á Landakoti í Sjúkrahús Reykjavíkur. Sá samningur er nú staðfestur með nokkrum breytingum. Þannig er bráðabirgðastjórn sjúkrahússins falið að starfa áfram út næsta ár og Reykjavíkurborg fær þrjá fulltrúa í stjórninni í stað eins áður. Þá fellur Reykjavíkurborg frá fyr- irvara, sem hún gerði við sameining- arsamninginn vegna lífeyrismála starfsmanna. Borgin krafðist þess Lífeyrismál og auka- fjárveiting afgreidd að fallizt yrði á þann skilning hennar að reikna bæri þann hluta hluta líf- eyrisskuldbindinga starfsmanna Borgarspítalans, sem stofnuninni bæri að endurgreiða, sem fekstrar- kostnað við ákvörðun rekstrartekna spítalans. í samningnum er komið til móts við þessa kröfu borgarinnar. Þar kemur fram að samningsaðilar séu sammála um að farið skuli með líf- eyrisskuldbindingar sjúkrahúsanna tveggja og lífeyrisrétt starfsmanna eftir því, sem fram komi í nýlegri skýrslu nefndar um skipan lífeyris- mála við flutning verkefna milli opin- berra aðila. Með áfallnar lífeyr- isskuldbindingar Borgarspítalans frá 1. janúar 1991 til 31. desember 1995 og lífeyrisrétt starfsmanna skuli fara með sama hætti. Borgarstjóri og fjármálaráðherra munu skipa hvor sinn fulltrúa til að gera tillögur um hvemig fara skuli með eldri lífeyrisskuldbindingar Borgarspítalans. „Við þá vinnu skal gengið út frá að til lífeyrisskuldbind- inganna hafi verið stofnað vegna rekstrar spítalans. Hlutur hvors aðila skal því m.a. ákvarðaður með tilliti til hlutdeildar þeirra í rekstri á hveij- um tíma,“ segir í samningnum. Ríkis- sjóður á að greiða Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar hlutdeild ríkisins eftir því sem hún fellur til og borgarsjóður með sama hætti Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð- inga. Starfsmönnum St. Jósefsspít- ala verður áfram tryggð aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. 83 millj. í desember Samningurinn kveður á um að fjármálaráðherra leggi til við Al- þingi að í íjáraukalögum ársins-. króna íjárveitingu til Borgarspítal ans, sem verði greidd fyrir 15. des ember næstkomandi. Þetta er ger með vísan til ársgamals samkomu lags um lausn á ijárhagsvanda spít alans. í samningnum er kveðið á un að bráðabirgðastjórn Sjúkrahús Reykjavíkur geri tillögu fyrir jún næstkomandi um þjónustusamninj ríkis og borgar um rekstur sjúkra hússins, en slíkur samningur felu í sér að sjúkrahúsið sé rekið fyri fasta Qárhæð og komi það því t: góða, sé rekstrarkostnaður lægr en það verði sjálft að leysa vand ann, verði hann meiri. Sigfús Jóns son, formaður bráðabirgðastjórnai innar, sagði í samtali við Morgun blaðið að um leið og nýja sjúkrahús ið yrði til um áramótin gengi tak markaður þjónustusamningur gildi, en endanlegur samningur tæl gildi í ársbyijun 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.